Vísir - 23.02.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 23.02.1934, Blaðsíða 2
VlSIR kaldir litir eru fallegir og tærir sem litir náttúrunnar. —- Þola sólskin og þvott, án þess að upplitast. — O PALS-OPACOL litir eru einu litirnir, sem fullnægja al- gjörlega kröfum tískunnar og liinna vand- látu. — Kaupið þvi OPALS-OPACOL liti, ef þér viljið vera viss um að fá það besta. OPALS-OPACOL Útför Alberts Belgíukonimgs fór fram í gær. Brússel, 22. febr. United Press. — FB. Jaröarför Alberts konungs fór frarn í dag í viöurvist' feikna mik- ils mannfjölda. Var lik hans lagt t grafhvelfingu Notre Dame De Laeken kirkjunnar, aö lokinni á- hrifamikilli og hátíðlegri athöfn i St. Guduledómkirkjunni. Á gang- stéttum allra gatna, sem líkfylgdin fór um, frá konungshöllinni til dómkirkjunnar, stóö maður við mann, og er talið að i líkfylgdinni og á götunum hafi verið fólk svo tnörgum hundruöum þúsunda skifti. Fjöldi manna beiö alla nótt- ina á götunum, til þess að votta hinum látna þjóöhöföingja ást sína og virðingu. Leopold krónprins, gekk næst á eftir kistuimi, sem var ekið í íallbyssuvagni, en uppá- haldshestur Alberts konungs var leiddur á eftir kistunni. Var hún sveipuð belgiska fánanum og blómum. __Á eftir krónprinsinum komu aörir nánustu ástvinir kon- ungs og venslamenn og annað kon- ungboriö fólk, frá ýmsurn ríkj- um álfunnar, fulltrúar erlendra ríkja aðrir, yfirmenn kirkjunnar, ráðherrarnir, herdeildir undir stjórn yfirhershöfðingja landsins og svo framvegis. —■ Skotiö var 21 fallbyssuskoti, þegar líkfylgdin lagði af staö. — Mikil samúð og sorg var í Ijós látin við útförina, jafnt af háum scm lágum. Kaiundborg, í gær. FÚ. I Ansgar kirkjunni f Kaup- mannahöfn fór í dag fram minn- iiigarguðsþjóuusta um Albert Belgíukonung, og las Brems bisk- up messuna, en vistaddir voru m. a. krónprinsinn og allir sendiherr- ar borgarinnar. Osló, í gær. FÚ. I Ólafskirkjunni í Osló var einn- ig minningarguðsþjónusta um Al- bert Belgíukonung. Minningarguösþjónustur voru einnig haldnar f St. Pouls kirkj- unni og i Westminster Abbey i London, þar sem við voru staddir hertoginn af York, fjöldi ráðherra og þingmanna og annað stórmenni. Leopold krónprins hefir sent Georg Bretakonungi skeyti, þar sem hann kveðst hafa orðið mjög hrærður yfir þeirri vinsemdar- kveðju, sem honum hafi borist frá konungi og allri bresku þjóðinni. Símskeyti Berlín, 23. febr. United Press. — FB. Þjóðverja ætla aS halda markinu í gullgildi. Forseti Ríki.sbankans þýska hef- ir í viðtali látiðsvoummæltaðekki kæmi til mála að fella markiö i verði, þar eð tapið yrði miklu meira en ávinningurinn fyrir Þyskaland. Budapest, 23. febr. United Press. — FB. Samvinna með ítölum og Ung- verjum. Undir-utanríkismálaráðherrann ítalski, Suvich, hefir verið á ráð- stefnu með Gömbös, forsætisráð- herra Ungverjalands. Að viðræð- unum loknum var tilkynt, að þeir hefði fundið grundvöll til þess að byggja á sarítvinnu um lausn ým- issa mála, sem Ungverja og ítali varðar sérstaklega. Er því búist við, að vinfengi með ítölum og /Ungverjum eflist nú að mun. Genf, 23, febr. United Press. —• FB. Heimsviðskiftin. Bráðabirgðaskýrsla Þjóðabanda- lagsins um heimsviðskifti 1933 leiðir í ljós, að heimsviðskiftin minkuðu um 10% (miðað við gutl- verð) á árinu. ötan af landic —o— Seyðisfirði, 22. febr. FÚ. Frá Seyðisfirði. Hjálmur Vilhjálmsson hefir verið endurkosinn bæjarstjóri hér með öllum atkvæðum. Skráðir atvinnul. voru í byrjun þessa mánaðar 82 menn með 178 manns á framfæri sínu. Ársfjórð- ungstekjur þeirra voru samtals 7349 kr. Daglega vinna nú um 20 menn í atvinnubótavinnu, við upp- fyllingu hafnarlóðar, en að öðru leyti er atvinnulítið. Keflavík, 22. febr. FÚ. Frá Keflavík. Hér réru engir til fiskjar í dag, en 2 bátar í gær og öfluðu dável, cn undanfarið hefir ekki verið róið hér vegna ógæfta. Peningakassi sá er stolið var á dögunum frá Guðmundi Kristjans- syni fanst í gær í sjógeyminum hér. Kassinn' hafði verið brotinn upp og tæmdur. Ekkert hefir vitn- ast í málinu svo kunnugt sé. Skarlatssóttin stingur sér enn niður hér, en fer hægt yfir. Varnir eru ekki aðrar en þær að sýkt börn fá ekki að sækja skóla fyr en það er talið hættulaust. í barnaskólanum hér eru nú 96 börn á skólaskyldualdri og um 50 börn innan skólaskyldualdurs. Unglingaskóli er nú starfrækt- ur hér í vetur annan hvorn dag. Síra Eiríkur Brynjólfsson að Út- skálum kennir viö skólann. Grindavík, 22. íebr. FÚ. Aflabrögð o. fl. Tuttugu og sex bátar réru í dag béðan í fyrsta sinni á vertíðinni. Fiskur var tregur, 2-5 skpd. á bát. Vestm.eyjum, 22. febr. FÚ. Hér var alment róið í dag. Afli var um 400—900 fiskar á bát hjá þeim er komnir voru að um kl. 4y2 í dag. Enskur og belgískur botnvörpungur hafa legið undan- fariö hér og hafa þeir keypt báta- fisk, þeir fórtt báðir heimleiðis í gær, með nokkuð á annað hundr- að smálestir af fiski. Annar enskur botnvörpungur kaupir hér fisk í dag. Georg Gíslason kaupmaður sér um kaupin. Flutningaskipið Fantoft liggur í dag hér og fermir um 1000 pakka fiskjar frá Fisk- sölusamlaginu. • Akureyri, 22. febr. FÚ. Skákþingið. Ellefta og síðasta umferð i meistara og I. flokki var háð í gær, og fór svo, að Ásmundur Ás- geirsson vann Pál Einarsson, Guð- bjartur Vigfússon vann Svein Þor- valdsson, Þráinn Sigurðsson vann Guðmund Guðlaugsson, Jóel Hjálmarsson vann Jónas Jónsson. Eiður Jónsson vann Aðalstein Þor- steinsson, og Sigurður Lárusson vann Stefán Sveinsson. í gærkvöldi afhenti íorseti Skáksambands íslands, Ari Guð- mundsson, verðlaunin, en þau blutu Ásmundur Ásgeirsson I. \erðlaun, hafði hann ioJ-4 vinning af ellefu, sem mest var hægt að fá. Þráinn Sigurðsson 2. verðlaun, liafði 9 vinninga. Jóel Hjálmars- son 3. verðlaun, hafði 7jö vinning, og 4. verðlaunum skiftu þeir með sér Sigurður Lárusson og Guð- mundur Guðlaugsson, hvor með 6 vinninga. Jafnframt þessu skákþingi var haldinn hér aðalfundur Skáksam- bands íslands, var stjórn þess endurkosin, og hana skipa Ari Guðmundsson forseti, Elís Guð- mundsson og.Garðar Þorsteinsson. Hepfepdin. gegn Reykia.vík. Sveitamönnum ætlað una frá bæjarbúum. Tíma-kommúnistar hafa stundum haldið því fram í blöðum sínum, að Reykjavík væri að „tæma“ sveitirnar. — Sveitafólkið streymdi hingað i atvinnuleit allan ársins hring og höfuðstaðurinn tæki því opn - um örmuni. Með þessum hætti væri Reykjavík að tefla öllu sveitalífi í voða. Og svo hafa atvinnurekend- urnir hér í bænum verið skammaðir fyrir það, að þeir væri að tæla fóíkið úr sveitun- um. 7— Sannleikurinn er vilanlega sá, að bæjarfélagið og einstakir at- vinnurekendur liafa aldrei gert neitt til þess, að ginna fólk liingað í atvinnuleit. Hitt mun heldur, að sveilafólk liafi ár- um saman verið varað við því, að koma hingað jiessara erinda, því að nóg liefir verið fyrir al vinnanda fólki. En aðvaranirnar hafa ekki borið neinn árangur. Svo er að sjá, sem hugur æskulýðsins i sveitunum stefni allur til Reyk- javíkur, því að þar sé að allra dómi best að vera. Þeim, sem eitthvað liugsa úm framtíð bæjarins, hefir beinhn- is verið það mikið áliyggjuefni, liversu margir flykkjast hingað úr sveitum landsins. Og sumir eru }>eirrar skoðunar, að at- vinnuleysið liér i bænum sé ein- göngu því að kenna, hversu margt sveitafólk leiti hingað og keppi um atvinnuna við bæjarhúa sjálfa. Tíma-kommúnistar þykjast löngum hafa verið að vinna fyrir bændur og aðra sveita- menn. Þeir þykjast liafa verið önnum kafnir við það árum saman, að gera sveitirnar betri og byggilegri. Vitanlega er þetta með öllu rangt. Það, sem gert hefir verið landbúnaðinum til eflingar, er fvrst og fremst sjálfstæðismönnum að þakka. Þeir hafa staðið í fylkingar- brjósti þar sem annars staðar. Þeir hafa rutt veginn. Tíma- kommúnistar hafa svo Iallað i slóð þeirra. Stundum rífast }>cir um það, Tíma-kommúnistar, að Reykja- að ryðjast hingað og taka atvinn- vík sé einhver „dýrasti bær“ á jarðríki. Hér sé ekki verandi fyrir dýrtíð. Og öll á sú mikla dýrtíð að vera sjálfstæðismönn- um að kenna! En í sömu andránni setja þeir upp lirókaræður um það, að ekki komi til neinna mála, að afnema innflulningshöftin. Þá hrapi ýmsar vörur niður úr öllu valdi og dýrtíðm þverri til stórra muna! Þegar þessi gáll- inn er á þeim, virðist þeim ekki tiltakanlega hugleikið, að bæj • arbúar eigi kost á því, að fá neysluvörur kej'ptar sann- gjömu verði. Þpir fullvrða, að bændum sé aheg nauðsynlegt, að geta selt bæjarbúiun smjör og osta og aðrar landbúnaðar- vörur helmingi liærra verði, en samskonar vörur erlendar mundu kosta í frjálsum við- skiftuin. Þeir segja, að sveita- búskapurinn geti ekki borið sig, nema þvi að eins, að kaupstaða- búar greiði þennan sérstaka „dýrtiðar“-skatt til landbúnað- arins. — Jafnframt er svo gef- ið í slcyn, að bæjarbúar sé ekki of góðir til þess að greiða „þáð sem upp er sett“, því að liöfuð- staðurinn sé búinn að rýja sveit- irnar að nálega öllu vinnandi fólki! * X’ * ¥ En nú er komið nýtt liljóð í strokkinn. Fyrir skömmu auglýsli borg- arstjóri, að atvinnureköndum þeim liér í bænum, sem liaft liefði aðkomumenn, þ. e. utan- bæjarmenn, í þjónustu sinni ár- ið sem leið, væri slcvlt, sam- kværnt gildandi lögum uni út- svör, að senda skrifstofu bæj- arins „skrá yfir alla ulanbæjai’- menn, sem þeir liafa haft í þjónustu siuni eða veitt atvinnu á umliðnu ári liér í bænum eða á skipum, sem hér eru skrásett eða gerð út héðan, ásamt upp- lýsingum um starfstíma livers þessara manna og kaupupp- hæð“. Jafnframt voru atvinnu- rekendur bæjai’ins mintir á það, „að láta innanbæjarmenn sitja fyrir þeirri atvinnu, sem til fell- ur hjá þeim, vegna sameigin- legra hagsmuna allra bæjar- manna“. Um það mun nú tæplegs verða deill meðal Iicilvita rnanna, að sveitarstjórnum sé skyldara, að sjá farborða sin- um eigin mönnum, heldur em óviðkomandi og aðvífandi fólki. Það er vitanlegt, að liér hefir verið töluvert atvinnuleysi a@ undanförnu, og eins liitt, að það er ekki úr sögunni enn þá, þ« að vonandi sé liið versta liðið hjá. — í Tímanum, sem út kom 12. þ. m., er ráðist á Jón Þorláks- son borgarstjóra með illindunt iýTÍr það, að hann skuh vilja láta reykvíska borgara sitja fyr- ir þeirri atvinnu, sem hér sé a# liafa og til kunni að falla siðau Blaðið ællast bersýnilega tM þess, að sveitamönnum sé boð- ið að flykkjast liingað að vild, þeirra erinda, að keppa við bæj- arbúa um atvinnuna. Vitanlega yrði það til þess, að atvinnu- leysið færi drjúgum vaxandi og þar með vandræði almennings. Mega og allir vita, að það er ein hin heitasta ósk „kollupilta", að hér fari alt í kaldakol sem allra fyrst, þvi að til þess eru þeir liingað komnir, að steypa bæjarfélagi og borgurum í eymd og glötun. Þeir reyna að vísu að þagga niður grimd sína og hatur til meiri hluta bæjai’- búa nú sem stendur, og liafa teldð þann kostinn, að fara nú að þeim með fleðulátum, flátt- skap og blíðu, í von um fjár- hagslegan stuðning til skemdar- verkanna. En þeir læðast eftir sem áður meðal borgaranna með rýtinginn í erminni og beita honum miskunnarlaust, hvenær sem færi gefst. Tíma-kommúnistar hafa eiu- atl látið svo, sem þeir bæri hag verkafólksins mjög fyrirbrjósti. . I?eir væri ástvinir allra dag- launamanna og sjómanna og yf- irleitt allra þeirra, sem byggi við þröngan liag. Árásirnar á Jón Þorláksson, þær, er áður voru nefndar, afsanna þann þvætting þeirra nokkurn veginn greinilega. — Þeir vita það, „kollupilt- ar“, að hér er ekki til sem stendur atvinna lianda öll- um þeim bæjarmönnum, sem hennar hafa þörf. Þeir vita enn fremur, að margur heimilisfað- irinn á um sárt að binda sakir }iess, að hann getur ekki feng- ið viiinu. Samt finst þeim alveg sjálfsagt, að sveitamenn flykk- ist hingað og taki atvinnuna frá þeim þurfandi mönnum, sem fyrir eru. Það liefir lengi verið kunn- ugt, að Tíma-kommúnistar viljm nota liöfuðstaðinn eins og. mjólkurkú, sjálfum sér til fram- dráttar og bagsbóta. Þeir vilj* fleyta rjómann ofan af öllu i þessum bæ. — Þeir vilja mega liegða sér eins og ruddaleg og menningarlaus setuliðsdeild t hertekinni borg. — Þeir vilja leggja þulig skatlgjöld á borg- ina. Þeir vilja lifa dag hvem i dýrlegum fagnaði á kostnaá borgaranna. Og þeir vilja haf* leyfi til þess, að bjóða hverjum sem liafa vill í krásirnar mei sér. — Tíminn er látinn flytja bænd- um róginn um Jón Þorláksso* fyrir það, að liann skuli ekkíi óska eftir sveitamönnum hing- að, til þess að keþpa um vinn- una við atvinnulitla bæjarmenn. Sú „næring“ er tahn holl og lientug bændum og búaliði. Hins vegar er dagblaðsræksm- ið ekki látið mimiast á þessA hluti. Það er látið þegja seui

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.