Vísir - 19.03.1934, Side 2

Vísir - 19.03.1934, Side 2
VISIR Endurbætt blaðamenska. Síldarnætur seljum við frá Johan Hansens Sönner, Fagerhcims Fabriker. Ber g e n. Þeir, sem hafa í hyggju að kaupa síldamætur fyrir næsta sumar, ættu að tala við okkur nú þegar og fá tilboð. Lægsta verð. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Þðrður Sveinsson & Co f503W^mm!ð030aXO<!OCð^!tSW»80C«^00000000000« II. t>að hefir nú verið sýnt laus- tega, með fáum dæmum af mðrgum, sem til mætti tína, hvernig hinn nýi ritstjóri Al- þýðublaðsins fer að því að „,endurbæta“ blaðamenskuna í meðferðinni á útlendum frétt- um, að hann gerir það með því aðallega, að afbaka fréttirnar með fyrirsögnunum. Honum er það ljóst, að stórar og feitar fyrirsagnir vekja forvitni, en þó þvi aðeins, að mönnum skiljist á þeim, að eitthvað sögulegt sé á ferðinni. Að öðrum kosti gera þær ekkert gagn og geta jafn- vel orðið hlægilegar. Ef til vill hefir hann i fyrstu látið stóru fyrirsagnirnar leiða sig á glap- stigu, þannig, að hann hefir lál- ið freistast til þess að orða fyr- irsagnirnar með meiri hliðsjón af þvi, að þær ætlu að vera stór- ar, heldur en af því frá hverju atti að segja. — En, „á nijóum þvengjum iæra hundarnir að stela,“ og nú virðist ritstjórinn hafa tekið upp þann sið að falsa alt jafnt, fyrirsagnir og frásagn- ir, þar sem því verður við kom- ið, og er þetta einkum áher- andi í frásögnúm hans af rann- sókninni út af seðlahvarfinu í Landsbankanum. í þeim rannsóknum liefir á- kaflega lítið sögulegl gerst. En þrátt fyrir það, liefir Alþýðu- blaðið nú um langa hríð dag- lega flutt greinar, með þriggja dálka aðalfyrirsögnum og mörgum undirfyrirsögnuin, um það, sem liafi gerst i þessari rannsókn. Og sumt af því, sem frá er sagt, er bersýnilega hreinn uppspuni, en alt annað afbakað og mjög orðum aukið. — En livergi er þess getið, hvaða heimildir blaðið hafi fyr- ir því, sem það segir frá. — Eflir að Alþýðublaðið liafði i nokkra daga flutt slíkar fregn- ir af rannsókninni, var spurst fyrir um það hjá lögreglunni, hvaðkomið hefði í ljós viðrann- sóknina. Fulltrúinn, sem hefir haft rannsóknina með höndum, lét þá svo um mæll, að hann hefði að svo stöddu ekki ætlað að skýra blöðunum frá neinu i sambandi við rannsóknina, en af þvi, að Alþýðublaðið hefði | sagt svo villandi og rangt frá þvi, sem gerst hefði, þá yrði hann þó að gera það. Af þessu er nú augljóst, að Alþýðublaðið hefir ekki fengið neinar fregnir af rannsókninni frá lögreglu- fulltrúanum. En þegar svo þessi ummæli fulltrúans voru birt, brást ritstjóri Alþýðublaðsins hið versta við, þó ekki gegn full- trúanum, heldur gegn blaðinu, sem birti ummæli hans, og hót- aði ritstjórinn út af þessu að fletta ofan af einhverjum vin- um blaðsins, sem kæmi við sögu málsins! —- Manni dettur í hug í þessu sambandi, að ef til vill verði þess ekki lengi að bíða, að ritstjóri Alþýðublaðs- ins, í viðleitni sinni lil þess að „endurbæta“ íslenska blaða- mensku, fari að beita hótunum við inenn, til þess að fá þá til að vera sér innan liandar á ann- an hátl en með þvi að þegja um óráðvendni lians i frósögn- um. Er slík „blaðamenska" ekki öldungis ójiekt fjnirbrigði i heiminum, þó að lítt liafi hún verið ástunduð liér á landi, til þessa. Það er kunnugt, að fram hefir farið einhver athugun á bókfÆrslu Mjólkurfél. Reykja- vikur i sambandi við þetta mál. Að þeirri athugun lokinni sagði Alþýðublaðið frá því, að hún hefði leitt í ljós, að Mjólkur- félagið liefði árum saman gefið út falskar ávísanir og gert sig sekt um fjársvik i sambandi við aðalféhirði Landsbankans. Annar þeirra manna, sem frain- kvæmdu þessa atliugun, hefir verið spurður um það, hvort þessi frásögn blaðsins liefði stað í þeirri niðurstöðu, sem hann liefði komist að. Hann svaraði afdráttarlaust, að því færi mjög fjarri, að sínu áliti! „Alþýðublaðið“ virðist nú raunar alls ekki liafa þurfl þess- arar alhugunar á bókum Mjólk- urfélagsins með, til þess að geta staðliæft það, að félagið hefði gefið út falskar ávísanir og framið fjársvik, því að það hafði dögum saman flutt grein- ar um þessi afbrot félagsins, áður en þeirri atliugun var lokið og jafnvel áður en hún var hafin. — En hvaðan hefir blaðið ])á haft þá vitneskju? Það virðist varla geta verið nema einum manni til að dreifa, sem Alþýðublaðið geti haft að heimildarmanni, en sá maður er Iléðinn Valdimarsson, sem a sa>ti i bankaráði Landsbank- ans. Honuin liefir auðvitað vcr- ið kunnugt uin það, að á sín- um tima voru i vörslum að- alféhirðis Landsbankans, ávís- anir frá Mjólkurfél., sem það átti ekki inneign fyrir. En þess- ar óvisanir voru allar innleyst- ar, þegar þess var krafist, og bankinn hefir ekkert tjón beðið af þeim, og það liafa því eng- in fjársvik verið framin í sam- bandi við þær. Ritstjóra Alþýðubl. hefir nú fundist of fáir menn vera bendlaðir við þessi óreiðumál, og óttast þáð, að lesendur blaðsins færi að þreytast á staglinu um aðalféhirði bank- ans og Mjólkurfélagið. Þess vegna býr hann sér það lil einn daginn, og segir frá því í stór- um fvrirsögnum og’ löngu máíi, að nú sé orðið uppvist, að margir af starfsmönnum bank- ans, sem ekki hafi vcrið nefnd- ir áður, séu riðnir við þessi ó- reiðumál, og muni þeir verða reknir úr bankanum á mest- unni, og framvegis muni verða gerðar ýmsar kröfur til starfs- manna bankans, sem ekki liafi verið gerðar áður. Kveðst blað- ið hafa spurt skrifstofustjóra bankans, Jón Halldórsson, fvr- v. ríkisféhirði, um það, hvað hæft sé í þessum fregnum, en hann hafi svarað þvi, að sér vitanlega sé enginn fótur fgrir þeim!! Það væri nú vissulega end- urbót á blaðamensku Alþýðu- blaðsins, að taka upp þann sið, að afsanna þannig jafnharðan lygarnar, sem blaðið flytur. En ritstjórinn virðist ekki vilja gera sér þetta að reglu, og hnýtir því aftan við svar Jóns Halldórssonar, að einhver ráðamaður i banlcanum hafi nú samt látið það orð falla um það, að ráðgert værí, að reka fjölda starfsmanna úr ba’nkan- um. — En hver skyldi sá ráða- maður vera? — ,,Vísir“ hefir spurst fyrir um þetta lijá bankastjórninni, og fengið sama svarið, eins og Jón Hall- dórsson gaf. — Vill nú ekki Alþýðublaðið spyrja Héðin? Það verður nú að láta nægja þá grein, sem hér hefir verið gerð fvrir þvi, livernig viðleitni ritsjóra Alþýðuhlaðsins, til þess að „umbæta“ íslenska blaðamensku, liefir lýst sér. — Þessi viðleitni hans kemur mest fram í því, að reyna að kitla sem mest hina verstu eigin- leika lesandanna, og það skift- ir engu, hver ráð eru lil þess fundin. Ritstjórinn kveinkar sér ekkert við því, að varpa því fram, að fjöldi af starfs- mönnum þjóðbankans muni vera afbrotamenn, að eins mis- munandi langt leiddir. Hann hyggur, að hann muni geta afl- að blaði sinu fjölda fikinna lesanda, með slíkum sorpskrif- um, og þá er tilgangi lians náð. Honum er alveg sama um það, þó að margir saklausir liði fvr- ir fáa seka. — En hann á eftir að sannfærast um það, að hér verður ekki til langframa markaður fyrir slíkt skrílblað, sem hanrf'hefir tekið að sér að gefa út. Þess verður ekki langt að biða, að inenn fari að skammast sín fyrir það, að Iála íiienn sjá sig lesa slíkan ó- þverra. Símskeyti Rómahörg, 19. mars. FB. Mussolini heldur ræðu. Mussolini hélt mikla ræöu i óperuhöllinni i gær, i samhancii fasista-hátíSahöld þau, sem fram íara fimta hvert ár. M. a geröi h.ann afvopnunarmálin aíi um- talsefni og kvað afvopnunar- stefnuna hafa mishepnast og ekki oröiö neitt ágengt aö koma því áleiöis, sem máli skifti. Muss- olini lýsti þvi yfir, aö vígbúnu þjóöirnar heföi ekki afvopnast, og þannig ekki fariö aö ákvæöum Versalafriöarsanlninganna. Einnig kvaö hann ógerlegt, aö koma i veg fyrir endur-víghúnað Þjóöverja, þær þjóöir, sem liéldi það, hlekti sjálfar sig. „Náist ekki samkomu- !ag um afvopnunarmálin og fari afvopnunarráöstefnan algerlega út um þúfur. híöur handalagiö svo mikinn hnekki viö þaö aö vaía- samt er taliö, að tnikil not verði af starfsemi þcss.“ Um Austurríki kvaö hann svo að orði: „Vér ítalir erum staö- ráðnir í að verja sjálfstæði Aust- urríkismanna og konta i veg fyr- ir, að núvérandi landamærum þess veröi breytt“. Um mestu vandamál Frakka og Itala lýsti hann því yfir, aö alt henti til þess, að þau yrði von bráðara leyst, svo að báðar þjóð- irnar mætti vel við una. Flogmáí og viöskifíL I greinum, sem birSt hafa hér i blaðinu um flugmál, hefir verið vikið að hinni miklu samkepni, sem ýmsar þjóðir eiga i, á sviði viö- skifta og flugmála. Þjóðirnar hafa sannfærst um, að það sé eigi hvaö minst undir góöum flugsamgöng- um komið við þau lönd, sém hafa góö markaðsskilyrði, að unt veröi að keppa þar meö góðum árangri. Sú er t, d. orsök þess, aö ýmsar þjóðir hafa lagt mikið kapp á að koma á reglubundnum póstflug- feröum til Suöur-Ameríku. Frakk - ar áforma að koma á fót reglu- hundnum flugferðum þangað, til þcss að keppa við Bandaríkjamenn. ítalir ætla að koma á flugferöum til Brazilíu. Og loks er kunnara en frá þurfi að segja hvað Þjóð- verjar hafa gert ti! þess aö tryggja aöstöðu sína ti! þess að keppa á mörkuðuin Suður-Ameriku. Þeir hafa haft Graf Zeppelin í förum þangað og nú nota þeir skipið Westpfalen fyrir fljótandi lending- arstöð flugvéla i Suður-Atlants- hafi. Um Breta er það að segja, að þeir eiga mikilla viöskiftahags- muna að gæta i Suöur-Ameríku, og þeir hafa, áður Iagt mikið kapp á að hæta aðstöðu sina þar. Menn munu t. d. minnast þess, að þeir hafa efnt til vörusýninga i Suður- Ameríkulöndum og prinsinn af Wales fór þangað, i þeim erindum aö efla vinfengi Breta og Suður- Ameríkuþjóða. Bandaríkjamenn sendu Lindbergh þatigað sönm er- inda. Flaug hann utn Suður- Ámeríku þvera og endilanga þess- ara erinda, enda var hann þá kall- aður „fljúgandi sendiherrann." Bretar hafa að undanförnu ekki hafst mikið að i þessum málum, en gefið nánar gætur hvert stefn- ir. Og ástæðurnar fyrir þvi, að þeir hafa ekki verið athafnameiri i samkepninni um Suður-Ameriku upp á siðkastið eru þrjár. I fyrsta lagi skortur fjár, sem hægt er að nota í ]>essu skyni. í öðru lagi þörfin á að nota alt fé, sem fyrir Iic-ndi er til þess að hæta samgöng- ur loftleiðis við önnur lönd, innan Bretaveldis. Og 5 þriðja lagi er sú skoðun Breta, aö smiði flugbáta sé emi ekki kornin á svo hátt stig, að hægt sé að stofna til reglubund- inna ílugferða yfir Atlantshaf, svo nægilega örugt sé. — Bretar mmns verja £ 500,000 til flugmála á yfir- standandi ári og Bandaríkjamenn a. m. k. 20 siniium meira, Og fé sinu munu Bretar verja til þess að fullkomna samgöngurnar á flug- leiðutn innan Bretaveldis. Flugmálasérfræöingar i London eru þeirrar skoöunar, aö allar þrjár aðal leiöirnar sem ráðgerðar eru yfir Atlantshafið, hafi sina miklu ókosti. Þessar aðalleiðir, sem um er rætt, að nota í framtiðinni, eru ])rjár: Bretland-ísland- Grænland- Canada, 2. Írland-Newfoundland, 3. Brctland-Azoreyjar-Bermuda. •— 1-eir henda á það, að hætt sé við að ísing valdi þyngslum á flug- vélúnum, þegar farin verði nyrsta leiöin, auk þess, sem afar mikið þurfi aö gera flugsamgöngunum tii öryggis ]>ar, ef í þær veröi ráðist. Leiðin til Newfoundlands heíir þann mikla ókost aö tiöast er um mótvind að ræða vestur um haf. — Azoreyjaleiöin er vafalaust best, að því er veðurskilyrði snert- ir. en hún er lengri en hinar. Bretar hafa ekki mikla trú á „fljótandi lendingarstöðvuip" og telja það i rauninni sönnun þess, að þjóðverjar hafa ráðist í að nota Westpfalen seni slika stöð, aÖ flugvélasmíði sé enn ekki kotni'S á nægilega hátt stig, til þess að örugt sé að stofna til skipulags- hundinna flugferða yfir úthöfin. En þótt Bretar fari sér hægt, eins og þeirra er vandi fyrst í rtað, munu þeir ekki láta viðskiftamögu- leikana i Suður-Ameriku ganga úr greipum sér, og það er Ijóst, a® þeir veita keppinautunum svo nána athygli vegna þess, að þeir astla sér að vera með i leiknum, ef reynslan sýnír, að ]>að svara«' kostnaði að hakla uppi flpgsam- göngum yfir Atlantshaf og örygg- iö er nregilegt. Flugsamgöngur þaar sem nú eru byrjaðar yfir Atlants- liaf og í þann veginn að byrja, erit i rauninni enn allar á tilraunastigi. SkíDaferðirnar í gær. Þátttakan i skíðaferðun- um i gær var ágæt. Til Hval- fjarðar fóru á e.s. Suðurlandí 18 manns, en upp að Kolviðar- hóli munu liafa farið um 200. — Lagt var af stað inn í HvaÞ fjörð kl. 6Víi. Var ókyrr sjór íyrri hlula leiðarinnar, en lyg» sjór og kyrt veður þar sem far- ið var á land, skamt frá Fossá. Var lagt af slað þaðan um kl. 10. Á leiðinni yfir Kjöl fengu skíðamennirnir ágætt veður.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.