Vísir - 15.04.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 15.04.1934, Blaðsíða 2
VISIR Heimstískan. Hvergi munu tiskudrotningar stórborganna leggja sig eins i líma til að fullnægja fegurðarkröfum kvenfólksins, eins og í kventöskuiðnaðinum. Nú höfum við fengið stærstu sendingu ársins af kventöskum, sem valdar hafa verið í hinum heims- frægu verksmiðjum i Berlín, Wien, París, London og Bruxelles. Tískuefnin núna eru: Panama, saffian, croco, cameleon, calf- long, kristal og lakk. — Aðaltískulitirnir eru coral-beige, mar- ine, bromber, að ógleymdu svörtu, sem altaf heldur velli, sígill og henlugt. —- Kventaska er besta tækifærisgjöflnl Ledu.rvörudeildin Bankastræti 7. Laugavegi 38. HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ. ATLABÚí). Báglndi Vilmnndar Nýkomiö: Cheviot í fermingar- og karlmannaföt. Cheviot í drengjaföt. Einlit kjólalau í vmsum litum. l'ermingarföt. Karlmanna- og drengjaföt, blá og misl. — Fermingarskyrtur og margt af vor- og sumarvörum. — Silkiklæðnaður og undirfatnað- ur fvrir dömur. Nýjar vörur teknar upp ilaglega. ísg. G. Gnnnlangsson & Co. Hid íslenska kvenfélag heldur sumarfagnað mánudaginn 16. apríl n.k, kl. 8'/2 í K. R.-Húsinu uppi. Félagskonur mega taka með sér gesti. Stjórnin. Vilmundur Jónsson land- læknir skýrir frá því i Alþýðu- blaðinu i gær, að liann taki ákaflega nærri sér að hirða laun fyrir litil störf. Hann eigi til dæmis að taka ósköp bágt með að láta pina upp á sig þóknun fyrir „litils eða einskisvert eft- irlit með Iyfjabúðum“. Segir hann, að það hitti sig „á við- kvæman blett“. Og enn fremur segir hann, að sér sé „ekki síð- ur raun“ að því, að taka á móti borgun fyrir „að vera formað- ur í stjómarnefnd Landspítal- ans“. Telur Vilmundur, og sjálf- sagl með réttu, að þessi for- menska geti „ekkert starf lieit- ið“. — Aurarnir, sem hann fær fyrir þetta lítils eða einskis- verða eftirlit og formenskuna, sem getur „ekkerl slarf heitið“. eru líklega eitthvað um 7000 krónur á ári! Mundi nú ekki einhver vegur fyrir manninn, að losna við þau ósköp, að verða að taka við þessum peningum, úr þvi að honum er það svona sárnauðugt? — Menn trúa því ekki, að ónærgætnin sé svo mikil hjá þeim, sem völdin hafa, að haldið vrði áfram að troða þessum 70(K) krónum upp á Vilmund, ef hann skýrði hlut- aðeigöndum frá því, í einlægni hjarta sins og lítillæti, hvilík þjáning og sifeld kvöl honum væri að því, að taka á móti svona stórri summu ár eftir ár. án þess að Ieggja fram vinnu á móli. Vísi er nær að halda, að þrátt fvrir alla mannvonsku stjómar- valdanna mundi verða litið með samúð og skilningi á bágindi Vihnundar í þessum efnum. — Hann ætti því að reyna að beið- ast undan því, að þurfa að taka á móti þessum rausnarlegu hit- lingum framvegis. Vilmundar huggar sig nú reyndar við ]>að i öðru orðinu, að bitlingarnir hafi gert hann að nýjum og betra manni í viss- um skilningi. Hann sé nú svo- leiðis gerður og líklega nokk- urnveginn einstakur að þessu leyli. — Annars sé ]>að segin I saga, að bitlingar og há laun „verki“ afleitlega á venjulega menn. Þeir geti — meira að segja — liaft það til, að fvllast „fjandskap“ og allskonar ónátt- úru ! — Og altaf verði þeir verri og verri, eftir því sem launin hækki meira. Vihmmdur segir, að það sé hreinustu ósannindi, að Jónas hafi troðið honum í landlæknis- embættið. — Það hafi Ásgeir gert hann og enginn annar! — Jónas sé alveg saklaus af þeirri stórsyndinni, enda hafi hann víst nóg að bera, ]>ó að þeim ósköpum sé af honum létt! — Ólieilindi þeirra Alþýðublaðsmanna verða berari með degi hverjum. Til- gangur þeirra með hneykslis- málaskrifunum er sá einn, að þyrla ryki í augu kjósendanna og sverla andstæðinga sína. -- Dólgslegast allra, sem i Alþbl. skrifa, liefir Héðinn bankaráðs- maður Valdimarsson látið. Skrif liaits og þræla lians eru öll fram komin í pólitískum til- gangi. En þeim hafa verið mis- lagðar liendur, Alþýðublaðs- mönnum, og þó sér í lagi H. V., því að enginn getur verið svo blindur, að hann sjái ekki, að það er engin tilviljun, að banka- ráðsmaðurinn byrjaði „sóknina miklu“(!), þcgar að eins voru nokkurar vikur óliðnar til kosn- inga. Bankaráðsmaðuriun er þó svo blindur, að hann heldur, að almenningur taki það trúanlegt, að hann sé engilhreinn, en and- stæðingarnir kolsvartir. Hann liefir ekki athugað, sá góði maður, að almenningur þekkir hann betúr en hann þekkir sjálfan sig. Alþýðuflokksmenn margir þekkja ofsa II. V. og þeir hafa margir áliyggjur af því, hve mjög frekja hans fer vax- andi. Hann vill öllu ráða. Hann vill vera socialistiskur einræðis- lierra. Allir Alþýðuflokksmenn eiga að lúta honum, olíujarlin- um, sem ekki getur látið sér skiljast, hvað varð rauða her- toganum, Jónasi Jónssvni, að falli á liimim pólitíska orustu- velli. H. V. gerir nákvæmlega sömu glappaskotin og J. .1. — Hann svertir andstæðingana sem mest liann má, níðir þá á hverja lund, og kennir þeim um alt, sem miður fer, en held- ur sjálfur hlífiskildi yfir sam- herjum sínum, hvað sem þeim verður á. Þannig eru „heilindi“ þessa leiðtoga, sem lætur blað sitl gaspra um það annað veifið, að lýðræðið skuli i heiðri liald- ið, en sjálfur hefir hann lial'l þau orð um, að ætla má, að hann teldi sér heimilt, að stjórna „án laga“, cf hann og hans nótar kæmist í valda- sess. — Fyrirmyndin er til frá ]>eim árum, er Jónas Jónsson var ráðherra, og stórfé var eylt án fjárlagalieimildar. Sú stjórn, or það gerði, var sludd af jafn- aðarmönnum. Nú afneitar H. V. Jónasi Jónssyni (sbr. skrif AI þhl. fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar síðustu). En allir vita, að milli jafnaðarmanna og Jón- asarliðsins er náið samstarf, og cf lil þess kæmi, að þessir flokk- ar nokkuru sinni fengi sameig- inlega bolmagn til þess að fara með völdin i landinu, myndi þeir H. V. og .1. .1. fallast i faðma. En á pappirnum afneil- ar blað H. V. Jónasi .Tónssyni. Slik eru heilindin. En alþýðu- menn vita, að „rauði jarl- inn“ og „rauði hertoginn“ eru pólitískir trúbræður. H. V. hefir nú fvlst svo miklum sjálfsremb- ingi og oflæti, að hann vill einn ráða öllu. Eins og .1. J. má liann ekki heyra, að hinir gætnari menn flokksins fái nokkuru að ráða. Og það verður honuin að falli í sumar, því að H. V. er óheill í baráttu sinni. Alþýða manna snýst nú til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn meira en áður, þann flokk sem einn vill og einn getur komið f jármálum landsmanna í gotl liorf, skapað atvinnufrið og komið á alls- herjar viðreisn. — Sjálfstæðis- flokkurinn sigrar í júnímánuði næstlcomandi og H. V. mun leggja fram drjúgan skerf til ]>ess, lialdi hann áfram eins og að undanförnu. Sjálfstæðis- menn ]mrfa ekki að óska sér þess, að H. V. breyti um bar- daga-aðferð. - Bardaga-aðferð hans bvggist á óheilindum og verður honum að i'alli. Sjálfstæðismaður. Viðreisnin í Bandaríkjnnnm. Það hefir nlikið verið deilt um viðreisnarframkvæmdirnar i Bandaríkjunum og er enn þann dag í dag. Hrakspánum liefir rignt niður i ýmsúni löndum heims, einkanlega í sumum Evrópulöndum, en i rauninni hefir enginn, sem um þessi mál liefir skrifað, getað neitað þvi, að Roosevelt forseti sé fæddur leiðtogi, framsýnn maður og vitur og djarfur að sama skapi. Nú er liðlega ár siðan er hann tók við völdum í Bandaríkjunum og enn cr deilt um, hvernig öllum liiinim miklu og víðtæku viðreisnarfram- kvæmdum stjórnarinnar muni reiða af. Vafalaust mun mega segja, að eigi sé eins örðugt að spá livernig fara niuni og fyrir ári síðan, og a. m. k. verður ekki um það deilt livað unnist hefir á frá því í marsbyrjun í fyrra. Skal nú lílils háttar að þvi vik- ið. En rétt er að drepa á það fvrst, að þegar Roosevelt settist að völdum i fyrra var alt at- vinnu- og viðskiflalíf i landinu i rauninni komið i kalda kol, bönkum var lokað o. s. frv. Hverig sem öllu reiðir af um það er lýkur, viðurkenna allir, að Roosevelt hófst þegarKianda lil Jiess að „velta í rústir og bvgg.ja á ný“. Hann hefir haft lil þess frjálsar liendur að kalla má, þött stóratvinnurekendun- um sé illa við mörg áform hans og framkvæmdir, en hann hefir brotið alla mótspvrnu á hak aftur, studdur af þjóðþinginu, eu mn þann stuðning er það að segja, að vinsældir Roosevelts með þjóðinni eru svo miklar, að þingmenn liafa lil þessa ekki þorað að vinna á möli lionum á nokkurn hátt. Á þeim tíma, sem hér er um að ræða (1. mars 1933 lil 1. inars 1934) hafa farið fram svo stórfeldar og hyltingakendar tilraunir til umbóla á sviði at- vinnu- og viðskiftalifs i Banda- ríkjununi, að engar tilraunir svipaðs eðlis, hvorki í Banda- rikjunuin né annarsstaðar, sem framkvæmdar hafa verið, kom- ast þar til jafns við. Á þessum tíma liefir ríkisstjórnin ojinað á ný 15.000 banka. Horfið var frá gullinnlausn seðla og doll- arinn endurmetinn á 59.06 cents. Stofnaður var jöfnunar- sjóður að upphæð $2.000.000.- 000, • lil verndar dollarnum lieima og erlendis. — Banka- starfsemi, viðskiftiun, iðnaði og Iandbúnaði er komið undir svo strangt eftirlit, að segja má, að yfirstjórn allra þessara atvinnugreina sé i Wasliingtou. Ríkissjóður Bandar. liefir tekið alt gull í landinu í sínar vörslur. Iðnaðurinn hefir verið skipu- lagður, barnavinna afnumin, ákvæði sett um hámarks og lágmarks vinnulaun yg vinnu- stundafjöldinn ákveðinn. Verk- legar framkvæmdir af liálfu ríkisins liafa aldrei verið meiri. í Tennesseedalnum er verið að franikvæma stórfeld mann- virki, til þess að fyrirbyggja liæltu af flóðum, rafvirkjun i svo stórum stil, að hún mun gerbreyla lifnaðarliáttum manna um mikinn hluta Bancla- ríkfanna, framræslu o. s. frv. Margt og mikið hefir verið gert lil þess að koma fótunum undir lieilhrigð bankaviðskifti. 900 milj. dollara liefir verið varið til hjálparstarfsemi og til þess að skapa atvinnu, og þjóðþing- ið hefir samþykt nýja fjárveit- ingu að upjihæð 950 milj. doll- ara í sama skyni. Á þessum tíma voru bannlögin afnuniin og Sovét-Rússland viðurkent. Skuidamálin (ófriðarskuldirn- ar) eru hinsvegar ekki til lykta leidd við lielstu skuldunautana. — Þegar Bandaríkjamenn liöfðu viðurkent Sovél-Rússland var settur á slofn banki (Fede- ral Exporl-Imporl Bank) lil ]iess að greiða fyrir viðskiftum Bandarikjamanna og Rússa. Sambúðin við Suður-Ameríku Mexico og Mið/-Amerikuþjóðir hefir balnað og horfur á auku- um viðskiflum við þær eigi siður en við Rússa.. IVá milj. manna hefir sljórnin séð fyrir atvinnu.Auk ]iess hafa iðngrein- irnar bælt við sig 2.500.000 starfsmönnum, eu þeim sem at- vinnu höfðu fækkaði aftur um miðvetur um 2.000.000, en þess er að geta, að atvinna minkar altaf mikið' um þetta leyti árs. Auk ]iess héfir alvinnuleysingj- um verið hjálpað mikið og neyðin i vetur var langtum minni en seinasta vetur Hoover sljórnartiniabilsins. Þarf ekki áð fara i neinar graf- götur um það, hversu kjör og öll líðan þeirra, sem atvinnu fengu, og allra þeirra, seni þeir eiga fyrir að sjá, hefir batnað fyrir atbeina rikisstjórnarinnar. Auk þess hefir allur almenníng- ur haft mikinn hag af ýmsuin Nýkoinið: Pokabuxur. Oxfordbuxur. Reiöbuxur. Hálsbindi (ullar). Sportsokkar. Nærfatnaöur. Ledurbelti fjöldi teg. Geysir. þeim verkum, seiii unnin liafa verið, því að nýir vegir liafa verið lagðir, hús reist, brýr bygðar, leikvellir úthúnir og- skemtigarðar til almcnnings- nota o. s. frv. — En alt lcostar þetta mikið fé og Roosevelt sjálfur gerir sér ljóst, að ríkið verði að evða meiru en aflað er fram á miðsumar 1935, en eftir þann tima verði þess eigi þörf, Gerl er ráð fvrir að tekjuhalli fjárhagsársiiis, sem endar í júní ]>. á. verði $300.000.000. — Á þessu timabili (júní 1933 til júni 1934) er ráðgert, að rikis- útg'jöldin nemi $10.000:000.000 og þar af hafa $6.000.000.000 gengið lil viðreisnarinnar. — Þegar Hoover fór frá voru ríkis- skuldirnar $22.500.000.000, en Roosevelt gerir ráð fyrir að þær verði $32.000.000.000 í júní næsta ár. Þrátt fyrir þetta sjást þess engin merki, að lánstraust rikisins sé minna en áður. Hinsvegar cr á það hent af mörgum, að Roosevelt forseti hafi af ásettu ráði búið þjóðina undir þennan gífurlega tekju- halla. Hann hafi hugsað sem svo, að besl væri, að liún bygg- isl við tekjuliallanum eins iniklum og nokkurar líkur benti til, að liann gæti orðið. Færi hinsvegar svo, að hann yrði minni, nivndi honum sjálfum og sljórn lians hagur í því, að geta skýrt frá því, að liagurinn væri betri en búast hefði mátt víð. Þess sjást engin merki, að lýðbylli Roosevelts fari þverr- andi, en þjóðþingskosningar standa fvrir (lyrum í Randa- ríkjunum næsfa hausl, og má því húasl við að andslæðingar lians fari á stúfana innau skamms og gagnrýni stjórn hans eftir megni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.