Vísir - 20.04.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 20.04.1934, Blaðsíða 2
VlSIR Stjórnarskifti í Júgoslavíu. Belgrad, 19. apríl. FB. ForsætisráSherrann baSst í dag lausnar fyrir sig og ráSuneyti sitt. Kom lausnarbeiðnin rnjög á óvænt. — Konungurinn hefir faliS for- sætisráöherranum aS mynda nýja stjórn. Búist er viS, aS fæstir gömlu rá'Sherranna eigi sæti í nýju stjórninni. Hverjar orsakir lausn- arbeiSnarinnar eru er óljóst eins og stendúr, en taliS er víst. a'S stefna nýju stjórnarinnar í mikil- vægustu u'tan- og innanríkismál- um veröi óbreytt. (United Press.) Nýja Stjórnarskráin f Austurríki. Vínarborg, 19. apríl, FB. Nýja stjórnarskráin er nú til- búin, en ekki hefir veriS tilkynt Jivenær hún verSi liirt. (United Press). Svar Frakka og afvopnunarmálin. London, 19. apríl. FB. Svar frakknesku ríkissjórnar- innar til Bretastjórnar viSvíkjandi endurviglxmaSarkröfum Þýska- lands hefir mjög dregiS úr vonurn manna, aS samkomulag náist um aívopunarmálin. BlöSin eru flest }>eirrar skoSunar, aS afleiSing svarsins verSi sú, aS frekari beinar samkomulagsumleitanir séu úr sögunni fyrst um sinn. (United Press), Utanríkisverslun Þjóðverja. Berlín, 19. apríl. FB. Utflutningurinn í mars nam 401 miljón ríkismarka, en innflutn- ingurinn 389 milj. rm. Útflutning- urinn var 58 milj. rm. meiri i mars en í febrúar, en innflutningurinn jókst hinsvegar aSeins um 20 milj. rm. miSaS viS sama mánuS. — í janúar og febrúar var viSskifta- jöfnuSurinn óhagstæSur. (United Press). Uppgjöf saka. Madrid, 20. april. FB. ÞjóSþingið hefir samþykt frv'. rikisstjórnarinnar um sakarupp- gjöf til lianda pólitískum föngum. .— LokaatkvæSagreiösla hefir þó enn ekki fariS fram. Allir pólitísk- ir fangar, sem settir voru í fang- elsi fyrir 14. apríl verSa látnir laus- ir og fá fulla uppgjöf saka. (Uni- ted Press.) V-W ; Allsherjarverkfall. Madrid, 20. apríl. FB. Allsherjarverkfatli hefir veriS lý'st yfir í Orense og ér þaS þegar l'.afiö. — Orsökin er ókunn. (Uni- ted Press.) Þjóðmálaskraf á víd 09 dreif. Rógburður og hefndir. Með þátt-töku Jónasar Jóns- sonar í stjórnmálabaráttu þjóð- arinnar, hefst rógburðar- og hefndastefnan hér á landi. Fyrir þann tíma liöfðu for- ingjar og forvígismenn þjóðar- innar yfirleitt barist drengilega, þó að stundum væri mál að vísu sókt og varin fremur af kappi en forsjá. En með „tilkomu“ Jónasar skiftir um í þessu efni. Þá er ráðist á einkalíf manna og liið viðkvæmustu mál gerð að árásarefni. Þá er grafarfrið- inum raskað og ráðist á fram- liðna . ættingja þeirra manna, sem í „eldinum standa“, ef lík- legt þykir, að það geti valdið sársauka eða orðið að liði í róg- burðar-herferðinni. Það er nú að vísu svo, að mikill liluti þjóðarinnar hefir fordæmt þessa baráttu-aðferð, en hinu verður ekki neitað, að töluvert slangur af fólki víðs- vegar um land hefir, að því er séð verður, látið sér vel líka ná- rottu-iðju þessa brjóstumkenn- anlega aumingja og skósveina hans. Þá er og öllum í fersku minni misbeidng ákæruvaldsins, er ,T. J. fór með dómsmálin. Eng- inn íslenskur maður, sá er ein- hverja virðingu ber fyrir því, sem sómasamlegt verður talið i opinberu lífi, getur minst þess kinnroðalaust, að slíkur maður skuli hafa verið settur yfir dómsmálin í landinu og þar með fengið ákæruvaidið í hendur. Sá verknaður var svo óskaplegur, að. virðing þjóðar- innar þolir ekki annan slíkan. Og mennirnir, sem að þvi verki stóðu, liafa enga afsökun aðra en þá, að þeir liafi ekki vitað, hvað þeir voru að gera. „Ákæru-vcrksmiðjan“ tók til starfa }>egar í slað að lieita mátti, er framsóknarbændurnir höfðu — með bakábyrgð sam- eignarmanna — fengið Jónasi yfirstjórn dómsmálanna i hend- ur. Ilún fór að vísu hægt af stað i fyrstu, en færðist í auk- ana og varð æ mikilvirkari, eft- ir þvi sem lengra leið. Og sið- ustu „hérvistardaga“ Jónasar, þegar að því var komið, að hann gæti ekki lengur lialdisl við í ráðherrasæti — þegar jafnvel þrautpindir aumingjar vildu reyna að brjótast undan lionum var unnið nótt og dag að kæru-smíðunum og einkum teknir fyrir menn, sem líklegt mátti þykja, að til mála gæti komið sem ráðherrar, er embættið yrði tekið af Jónasi. Mun æ verða vitnað til þessa síðasta raunakafla i valdaferli J. J., er þeirra manna verður gelið, sem beitt hafa ákæruvald- inu af mestum tuddaskap og mestri heimsku. Skal nú ekki um þetta rætt frekara að sinni. — Jónas er nú í andarslitrunum sem stjóm- málamaður og liefir að vonum fallið á verkum sínum. — Mun hann nú kyrja sinn eigin útfar- arsálm til vordaga, en kosn- ingadaginn sjálfan veita bænd- ur honum nábjargirnar. Að því búnu leggja þeir hellustein vel mikinn á leiðið og krossa yfir Framli. Refabii og fjallarefir. Refurinn hefir löngum verið talinn réttdræpur hér á landi, hvar sem hann hittist. En þrátt fyrir allar eitranir og grenja- leitir fyrr og síðar, liefir hánn haldið velli, og munu fjallarefic nú með allra flesta móti víða um land, að því er menn hyggja. Síðari árin liafa allmörg refa- bú Verið stofnuð og hugðu margir um skeið og hyggja sjálfsagt enn, að refaeldi sé hinn mesti gróðavegur. En reynslan mun sú, að gróðinn sé nokkuð óviss. Satt er það að vísu, að sumir hafa hagnast eitthvað á refaeldi í bili, en lítill varð gróði liins mikla refabús hjá Svignaskarði, svo að eitt dæmi sé nefnt. Það komst í fjárþröng eftir nokkurra ára starf. Meðan refa-eldis-áhuginn var sem allra mestur og gróðavon- irnar stórkostlegastar, þótti nokkuð bera á því, að grenja- vinsla gengi með lakasta móti að þvi leyti, að fullorðnu dýrin næðist ekki. Hugðu sumir þetta ekki einleikið og töldu líklegt, að grenjaskyttur legði ekki nægilega stund á, að ná öðru en yrðlingunum. — Fjölgunarvon- in og þar með gróðavonin færi þverrandi með hverri gren- lægju, sem að velli væri lögð. Hitt væri búhnykkur, að hand- sama ungviðið og selja dýrum dómum, en láta fullorðnu dýrin hlaupa. Þau gæti þá, ef lánið væri með, fært „björg i bú“ að ári og svo koll af kolli. Þetta var skoðun margra og virðist ekki ósennilegt, að hún hafi stuðst við nokkur rök eða að minsta kosti sterkar líkur. Það mun nú svo, þó að ekki hafi verið í hámælum haft, að tófur liafi sloppið úr eldi á fleiri stöðum en einum eða tveimur. Yissa er fyrir þvi, að eitthvað slapp úr girðingu á Svignaskarði siðastliðið sumar. Þá refi átti þó ekki hið mikla refaræklarfélag, sem áður er getið. Víðar er og lalið, að refar liafi sloppið, en gefið i skyn, að náðst hafi aftur. Þvi mun þó valt að treysta. Og það hyggja margir, að refir, sem sleþpi úr haldi, verði yfirleitt dýrbítir, ekki hvað síst vegna jiess, að þeir hafi að miklu leyti verið aldir á kjöti í „fangelsinu“. Kunni þeir því best þeirri fæð- unni og vcrði margir stórtækir í fjárdrápinu. Sú fregn kom úr Skaftár- tungu ekki alls fvrir löngu og fleiri sveitum eystra, að þar væri nú alt að fyllast af refum. Hafði þeim verið útrýmt þar um sveitir um aldamótin sið- ustu og ekki orðið vart síðan. En nú var talið, að hinn mesti stefnivargur - væri kominn á þessar slóðir og jafnvel tekinn INýtt: Kaffidúkar — Tedúkar — Matardúkar, (í settuin 13 og 5 stykki, einnig einstakir). Allra nýjustu gerðir. að drepa fé bænda. Menn vissu ckki gerla, hvaðan ófögnuður þessi mundi að kominn, en hugðu hann einna helst hlaup- inn utan úr Landsveit eða öðr- um uppsveitum vestan jökla. Þótti bændum þetta ill sending, seni von var, og liöfðu fuílan hug á því, að taka hraustlega á móti. Er þess að vænta, að þeim takist að ráða niðurlög- um skolla, þvi að ilt .er búand- mönnum að eiga þann fjanda vfir höfði sér og ala í hjörð sinni. Um aldamótin síðustu var mjög lítið orðið um tófur á Reykjaness-fjallgarði, alt frá Suðurnesjum hinum ystu til Grafnings og Þingvallasveitar. En nú er talið, að þar sé stór- kostleg mergð refa. Setja menn fjölgun þessa hina miklu eklci livað síst í samband við það, að tugir refa sluppu úr lialdi liér í Reykjavík fyrir nokkur- um árum. Þóttust bændur verða varir greinilegrar fjölgunar ])egar á næsta misseri og er tal- að, að enn sé tófum að fjölga á þessum slóðum. — Þykir mönnum að vonum liart undir að búa, en fá ekki að gert til neinnar lilítar. Síðuslu árin liafa allmörg gren verið unnin að fullu á þess- um slóðum, en Iiin munu þó fleiri, sem aldrei finnast, ef til vill sakir slælegrar leitar. Skytt- ur eru og misjafnar, en varas! skyldi menn, að láta klaufa liggja á grenjum, því að dýr, sem sleppa undan skotum, vei’ða mjög vör um sig, og get- ur þá orðið örðugt eða jafnvel ómögulegt góðum skyttum að komast í færi við þau síðar, þó að færl hefði verið slyngum manni að leggja þau að velli hið fyrsta sinn, er þau gengu i í skotmál. Undanfarin ár liafa verið unn- in gren í Hengli, Skálafelli og jafnvel á Mosfellsheiði, þar sem magnaðir dýrbitir „réðu ríkj- um“. Yið eitt þessara grenja sá- ust þess greinileg merki, að 60 —70 lömb hefði verið dregin í búið. En margt lamba munu dýrin hafa drepið á ferðum sin- um og rifið i sig' þegar, cn ekki dregið lieim að greni.. Og ber- sýnilegt þótti, að drepið hafði verið miklu meira en nægt hefði til framfæris fjölskyld- xinni, því að sum „fórnarlömb- in“ voru lítl etin. Á öðrurn grenjum á þessum slóðum var og bersýnilegt, að tugir lamba hefði orðið vörgunum að bráð og sumstaðar höfðu ær veríð drepnar og gemlingar. Eins og að líkum ræður, er það ekki «eitl smáræðistjón, sem lágfóta gerir bændum og búþegnum. Og vafalaust má telja, að tófan drepi nokkur þúsund fjár árlega hér á landi. Fjárhagstjónið er því allveru- legt, en þó finst sumum bænd- um .enn meira til um allar þær ægilegu hörmungar og kvalir, sem sauðkindin verður oft og einatl að þola af völdum lág- fótu. Stundum eru aðfarir tóf- unnar svo hrvllilegar, að öllum, er til þekkja, hlýtur að blöskra. Hún drepur ekki fórnardýr sitt þegar i stað, heldur má oft heita svo, að hún eti það lifandi. — Þannig bar það við síðastliðið sumar, líklega um miðjan ágúst eða siðar, að lamb fanst á Mos- fellsheiði, nálægt sæluhúsinu, ákaflcga illa til reika. Haföi vargurinn bylt því niður og rif- ið smá-skinnflipa af öðru lærinu að aftan. Þegar að var komið, lá tófan ofan á lambinu eða aftan við það og saug vöðv- ann út um skinnsprettuna. Og gegn um þetta litla gat — það þótti ótrúlega lítið — var hún búin að sjúga nálega allan vöðVann úr lærinu. Þegar menn bar þarna að, drattaðist lágfóta á brott og fór tómlega. Þeir höfðu enga byssu meðferðis og fyrir því slapp skolli. — En það er af lambinu að segja, að það var enn lifandi og mun liafa reynt að rísa á fætur, svona á sig komið. Var það siðan flutt í bifreið austur í Þingvallasveit og lógað þar. Undruðust allir, er sáu þennan píslarvott, að það skyldi ekki vera dautt af slík- um áverka, en nærri má geta um þjáningar þær, sem það hafði liðið. Þetta er eitt dæmi af mörg- um. Og það sýnir greinilega, hvílíkum hörmungum tófan getur valdið og gerir iðulega. Skolli sá, sem hér var að verki, hefir vafalaust leikið marga sauðkindina illa um dagana. Á þorra eða góu í vetur fóru menn úr Þingvallasveit ein- hverra erinda um Hengil norð- anverðan. Sáu þeir þar tófur á hlaupum, en slóðir og traðk sv«* mikið, að undrun sætti. Töldu þeir alt benda til, að á þessuin slóðum mundi nú óvertjuleg mergð refa. Það bar og við í vetur í Þingvallasveil, að full- orðin ær kom að húsi með fé á öðrum bæ, en var ekki hýst, enda talið víst, að hún hlypi heim til sín að kveldi. Hún kont ekki fram, en fanst daginn eft- ir eða næstu daga, drepin af völdum skolla. Hafði hann ráð- ist á hana milli bæjanna, tælt Iiana sundur og etið að ein- liverju leyti. — Kviða nú bændur í Þingvalla- sveit, Grafningi og víðar því mjög, að fé þeirra verði kvalii og drepið hópum saman, er þaði fer af húsi og gjöf í vor. Þykj- ast þeir vita, að tófur sé nú mei' langflesta móti á þessum slóð- um. Hitt er og víst, að þarna hafa verið skæðir dýrbítir síð- ustu árin, og sumir þeirra hafa ekki náðst. Vonandi hendir ]jað enga« grenjaleitarmann eða grenja- skyttu liér eftir, að hann hlífi skolla vegná gróðalöngunar, eða annara ímyndana um það, að það sé einhver sérstakur bú- hnykkur, að lofa ]>essum skað- ræðis-dýrum að leika lausum hala. Hitt væri nær liæfi og sanni, að öflug samtök yrði nú um það höfð um gervalt land- ið, að lierja á skolla, svo að verulegt skarð yrði liöggið á þessu ári i þann skaðræðis-flota.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.