Vísir - 20.04.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 20.04.1934, Blaðsíða 3
VISIR Örsmfóamnustofa mín er í Austurstræti 3. Haraldur Hagan. Sími: 3890. Það er hagsmunamál og rnann- úðarmál, að leggja alla fjalla- j’efi að velli. Það er ekki ósennilegt, að refaeldi geti verið arðvænlegt >eða orðið það að minsta kosti. Er þá þar að að snúa fyrir þá menn, sem til þess hafa löng- un eða trú á þess liáttar fyrir- ■tækjum. — En fjallarefum eða 'villirefum ætti að útrýma með íöllu. Sjdmannarerkfallið 1 Danmðrko. s I Blöðngir bardagar í Kanpmannahöfn. Allsherjarverkfalli, sem lýst var yfir í Esbjerg, lauk eftir sól- arliring. Ný atkvæðagreiðsla meðal sjómanna fór þannig, að -529 greiddu atkvæði með þvi að haida baráttunni áfram, en 405 voru á móti. — Sjómenn í bæjum úti á landi, en þeir eru 800, tóku ekki þátt í atkvæða- greiðshumi, sem ella mundi hafa farið öðruvisi, að áliti So- cialdemokraten. — Á Fælleden og út við höfnina sló í blóðuga bardaga í nótt milli lögreglu- manna og verkfallsmanna. — Á sameiginlegum fundi há- seta og kyndara liefir verið samþykt með miklum meiri hluta atkvæða, að formenn fé- laganna skuli liefja samkomu- lagstilraunir við atvinnurek- endur. Engin skilyrði eru sett fyrir því, að vinna liefjist á ný, nema eitt, þ. e. að verkfalls- menn fái aðgang að störfum sínum aftur. (Sendiherrafregn). Viðarangshlaap I. R. fór fram í gær í 19. sinn. Veð- ur var gott, en hefði þó mátt vera hlýrra. Þrjú félög liöfðu lilkynt samtals 28 þátttakendur í hlaupið, en 22 af þeim komu að marki. — Hlaupið fór svo, að Iþróttafélag Borgfirðinga vann í fyrsta sinn hinn nýja, fagra bikar, sem íþróttafélagi Reykjavikur hefir verið gef- inn, til verðlauna i hlaupinu; fékk 19 stig (átti 1., 3., 4., 5. og 6. mann). Næst varð Knatt- spvrnufélag Reykjavíkur, liafði 41 stig (átti 2., 7., 9., 11. og 12. mann). Þriðja varð íþróttafélag Kjósarsýslu, hafði 68 stig (átlí 8., 10., 15., 17. og 18. mann). — Fyrstur í mark varð Bjarni Bjarnason, I.B., á 13 mín. 35.2 sek. Er það sami maður og vann hlaupið i fyrra. Næstur honum varð Sverrir Jóhannesson, K.R., á 13 mín. 38.9 sek., og þriðji Jón Guðmundsson, I.B., á 13 mín. 50.3 sek. Hlaupið fór hið besta fram. Eins og menn sjá, hafa Borg- firðingar unnið hinn glæsileg- asta sigur i hlaupinu, þótt K.R. hafi gert sitt besta til þess, að bikarinn færi ekki úr bænum. En þeirra geta dugði ekki í þetta sinn. K.R. liafði nnnið Víða- vangshlaupið 8 sinnum í röð, þar til nú, að Í.B. vann Annars má heita undarlegt, að ekki skuli fást fleiri félög en eitt hér i Reykjavík til þátttöku í þessu hlaupi, sem náð liefir svo geysi- miklum vinsældum, að félög koma stundum langt að til að sækja það. Á maður að trúa því, að önnur telög hér í bæ sé ekki svo „sterk“, að þau hafi á að skipa fimm mönn- um í þetta hlaup? Eða cru þau alveg áhugalaus fyrir þessu hlaupi? Og i þessu sambandi mætti spyrja; Hvar eru hinir ungu og efnilegu hlauparar, sem komið hafa fram í drengja- hlaupi Ármanns undanfarin ár? Þar hefir Ármann að minsta kosti átt góð lilauparaefni, sem ættu að fara að sjást á þessum vettvangi. Væri óskandi, að á- huginn vrði meiri næsta sinn. — K. R. á skilið þökk allra sannra iþróttavina fyrir það, að að hafa með þátttöku sinni hald- ið lífinu í þessu hlaupi, sem oft hefir virst ætla að lognast út af, vegna þátttökuleysis. Og þó að K.R. hafi beðið ósigur í gær, þá kemur þeirra dagur vonandi aftur. Áhorfandi. t I.O.O.F. 1 s 1154208V2 I.= I. O. O. F. Framhaldsfundi Sumardval- ar, sem halda átti 21. apríl, verður frestað. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 3 stig, ísa- firði 0, Akureyri —1, Vest- mannaeyjum 4, Grímsey -—1, Stykkishólmi 0, Blönduósi 0, Raufarhöfn —1, Hólum í Hornafirði 2, Grindavík 6, Fær- eyjum 3, Julianehaab 1, Jau Mayen —8, Angmagsalik —5, Hjaltlandi 4. — Mestur lúli liér í gær 4 stig, minstur —1. Úr- koma 3.0 mm. Sólskin 7.3 stundir. Yfirlit: Alldjúp lægðar- miðja skamt suður af Reykja- nesi. Hreyfist liægt austur eftir. Horfur: Suðvesturland: Stinniiigs kaldi á suðaustan og skúrir i dag, en sennilega norð- austan átt með nóttunni. Faxa- flói; Austan og norðauslan áth Sumstaðar allhvass. Úrkomu- lítið. Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland, norðaustuidand, Austfirðir: Allhvass austan og norðaustan. Snjókoma eða slydda. Suðausturland: Hvass austan. Bleytuhríð. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verSur sett- ur í Varðarhúsinu á morgam kl. 5 e. h. Af veiðum hafa komiö Geir meö 80 lifrarföt, Skallagrímur með 110 og Gull- topþur meS allgóðan afla. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss fer írá Kaupmannahöfn í dag. Goðafoss kom til Siglufjarð- ar á hádegi i dag. Selíoss er á leitS til Vestmannaeyja frá Leitli. Detti- foss kom til Hamborgar í nótt. Brúarfoss fer til útlanda i kveld kl. 10. Lagarfoss er á leið til Aust- fjaröa frá Kaupmannahöfn. E.s. Hekla fór i gær frá Gibraltar áleiðis til Napoli. Lardagurinn fyrsti. ..... & Þú kemur sem fvr með söng og sól, og siglaða létta róminn. Nú vaknar það líf sem frostið fól, við fagnandi sigur hljóminn. Nú breiðist þin hönd um lieimsins hól, sá himneski friðarljóminn. . . Nú lifnar sú von og draumadís, sem dó burt í vetrar kvíða. Og ljósvængjuð bæn frá brjósti ris Pg með blænurn þeir geislar líða. I sólþey til himins er vegur vís, þú vorsins og sumar blíða. Þú kemur með líf handa heilli þjóð, F « og himneskar gróðurlindir. Nú signir vort land þín sólar glóð, og sumarsins árbál kyndir. En geislanna dis er drauma hljóð, liún dregur upp töframyndir. Þú kemur sem fyr með bros í blæ, hvert brjóst finnur ljósþrá sina. Þú kallar á blómin og foldar fræ, all fágnar við geisla þína. Ó, kom þú með vor yfir sveit og sæ, með sól. til að verma og skina. Kjartan Ólafsson. Bátar reru alment í gærmorgun, og hreptu slæmt verður, er á daginn leitS. 1—2 bátar af Suðurnesjum munu hafa brotnað eitthvað í lend- ingu. E.s. Lyra fór héðan í g‘ær. Henrik A. Hansen, Reykjavíkurveg 31, HafnarfirSi, á 75 ára afmæli i dag. Tilmæli. Þar eð bæjarstjórnin hefir nú takmarkað vinnutíma sendisveina hafa kjötverslanir beðið Vísi að minna húsmæður á að sima pant- anir sinar til sunnudagsins á föstu- dögum, ef unt er, og i seinasta lagi fyrir kl. 2 á laugardögum. Gengið í dag. Sterlingspund .......kr. 22.15 Dollar .:............— 4.32 100 ríkismörk........— 169.93 — frakkn. frankar -— 28.63 — belgur ............— 100.96 — svissn. frankar . — 139.97 — lírur..............— 37.30 — mörk finsk .... — 9.93 — pesetar ...........— 59.82 — gyllini ...........— 292.40 — tékkósl. kr.....— 18.33 — sænskar kr......— 114.31 — norskar kr......— 111.39 — danskar kr......— 100.00 Gullverð ísl. krónu er nú 51,07, miðað við frakkneskan franka. Háskólafyrirlestur. í kveld kl. S flytur dr, Max Keil erindi, sem hann nefnir: „Deutschland und Island.“ Þetta verður síðasti fyrirlesturinn, sem dr. Keil flytur við Háskólann í vet- ur. Ollum heimill aðgangur. Bamadagurinn. í gærmorgun gengu Skátafélög- in í skrúðgöngu til dómkirkjunn- ar og hlýddu messu. Því næst gcngu félögin um bæinn undir fánum. — Skrúðganga barna frá barnaskólanum liófst um kl. r og var gengið á Austurvöll, en þar lék Lúðrasveit Reykjavíkur frá kl. 1,30. — Ragnar E. Kvaran flutti snjalla ræðu af svölutn Alþingis- hússins. Ræddi hann aðallega utn starfsemi Barnavinafélagsins Sum- argjafar á imdanförnum tíu árutrt cg þörfina á þvi, að unnið sé fyrir velferð bamanna, komið upp leik- völlutn o. s. írv. Að ræðunni lok- inni lék lúðrasveitin aftur. Kl. 2 hófst Víðavangshlaup I. R. og er nánara sagt frá því á öðrum stað i blaðinu. Frá kl. 3 voru skemtan- ir í öllum helstu skemtihúsum bæj- arins og mun allsstaðar hafa verið húsfyllir. Má vænta þess, að félag- in.u hafi í gær áskotnast talsvert fé til starfsemi sinnar. Hátíðanefnd barnádagsins er skipuð þessmn kennurum: ísak Jónssyni, Jóni Sigurðssyni, Unni Briem, Sigríði Magnúsdóttur, Arngr. Kristjáns- syni, Jóni ísleifssyni og Herm. Hjartarsyni. — Veður var fremur hagstætt fyrri hluta dags, heiðríkt og sólskin, en allsvalt. Sjómannakveðiur. FB. 19. april. Óskum vinum og vandamönnum gleðilegs sumars. Þökkum veturinn. Skipshöfnin á Haukanesi. Tnnileg ósk um gleðilegt sumar til ættingja og vina, frá skipshöfninni á Ver. Hugheilar sumaróskir til vina og vandamanna. Þökkum veturinn. Skipshöfnin á Kára S öIrnun darsyni. Óskum vinum og vandamönnum gleðilegs sumars. Þökkum veturinn. Skipverjar á Sindra. Stigstúkufundurinn í kveld er opinn fyrir alla templ- ara. Frá Hafnarfirði. Garðar kom af veiðum í gærmorg- un með 140 tunnur liírar og Rán með 66. Stofnfundur dýravinafélags barna í Laugarnesskólaumdæmi verður haldinn í kvöld (föstud.) kl. 8. í barnaskólahúsinu við Laug- arnesveg. Er jiess að vænta, að börn innan 14 ái'a aldurs sæki vel - fundinn. Stofnfundur dýravinafélags barna í Sogamýri verður haldinn annað kvöld (laug- ardag) kl. 7, i barnaskólahúsinu i Sogamýri. Ættu sem flest börn á félagssvæðinu a'ð sækja fundinn. Félag útvarpsnotenda heldur framhalds-aðalfund sinn í kveld kl. 8/4 í Varðarhúsinu. Næfturlæknir er í nótt Valtýr Albertsson, Tún- götu 3. Sími 3251. — Næturvörð- ur i Laugavegs og Ingólfs apoteki. 55. G. T. hefir dansleik til jiess að fagna sumrinu í G. T. húsinu annaðkveld. Kaopiö það besta Bfójfó]ávalt nm: Bragðbest. Næringarmest. Það er eftirtekiarvert, að ennþá er „Svanur“ eina ís- lenska smjörlikisgerðin, sem birt hefir rannsóknir á smjörlikinu sjálfu, er sanna, að það innilialdi vitamin til jafns við sum- arsmjör. Guðspekifélagið. Fundur í „Séþtímu“ i kveld kl. 8jö. — Fimdarefni: „Hugsjónir mannsins frá Nazaret (frh.). — „Gestur.“ Fríkirkjan í Reykjavík. Gjafir og áheit: Frá S. S. kr. 10,00. Móttekið af Gísla Sigur- björnssyni, frá S. J. kr. 5,00. Mótt. af Lilju Kristjánsdóttur frá „Konu“ kr. 10,00. Bestu þakkir. Ásm. Gestsson, Utvarpið í kveld. Kl. 19.25 Erindi Búnaðarfélags- ins: Strandarkirkja og sandgræðsl- ati á Srönd í Selvogi I. (Gunnlaug- ur Kristmundsson). 19.50 Tónleik- ar. 20.00 Klukkusláttur. Fréttir. 20.30 Erindi: Vilhelm Beck (síra Bjarni Jónsson). 21.00 Grammó- fónn: Lög úr „Gluntarne" eftir Wennerberg. 21.20 Upplestur (Guðbranditr Jónsson). 21.35 Grammófónn: Beethoven: Sympho- nia nr. 5. Utan af landi. 19. apríl. F.Ú. Leiðangurinn til eldstöðvanna. Leiðangursmennirnir, Dr. Niels Nielsen og Kjeld Milthers magister, kornu i gærkvöldi til Víkur i Mýr- dal, og mættu þeir þar jökulförun- um, Guðmundi Einarssyni og Jó- hannesi Áskelssyni, sem einnig komu til Vikur i gærkveldi. Gistu hvorirtveggja í Vík í nótt, en í morgun héldu dönsku leiðangurs- mennirnir áfram austur í bifreið- um, og Jóhannes Áskelsson meí þeim. Búast þeir við að komast atS Kálfafelli í kveld. Úr Árnesþingi. 18. ápríl. F.Ú. Sýslufundi Árnesinga er nýlega lokið. Helstu fjárveitingár voru: Til vi'ðhalds og lagningu nýrra vega 20.000 kr., til heilbrigðjsmála 15.00» kr., til styrktar bættum búnaðar- háttum 1.500 kr. Víða í Árnessýslu eru nú byrj- tið voryrkjustörf. Flóáveitan hefir verið opnuð. Fénaðarhöld eru gö\S

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.