Vísir - 20.04.1934, Blaðsíða 4

Vísir - 20.04.1934, Blaðsíða 4
VlSIR og miklu minna um veikindi í sauð- ié nú en í fyrra. Prá Reykholti. 19. april. F.Ú. Reykholtsskóla var slitiÖ í gær. ,Við þá athöfn voru auk skólanem- anda nokkrir gestir, boðnir til mannfagnaÖar. Samkoman hófst me'Ö ]>ví, að Kristleifur Þorsteinsson bóndi á Stóra-Kroppi, flutti erindi sem hann nefndi: Mannskaðinn rnikli 1884. Þvi næst sungu nemendur skólans nokkur lög undir stjórn söngkennara skólans, Bjarna bónda á Skáney. Þá flutti skólastjóri er- indi og sagði með því skólanum slitið. Heilbrigði var í besta lagi í skól- anum í vetur. Fljótastur sundmaður varð Guð- jón Ingimundarson, synti hann á bringusundi 2000 metra á 40 min. Útvai»psfréttii». —o--- LRP. í morgun. FÚ. Járn- og stáliðnaður Breta. Samband járn- og stálframieið- anda hefir á f jölmennum aukafundi sínum tekið ákvörðun um framtíð- arskipúlag, sem formaður sam- banidsins, James Henderson, telur þá mikilverðustu, sem gerð hafi verið í sögu þess. Fundurinn sam- þykti sem sé að komið skyldi á sér- stakri miðstjórn fyrir allan járn- og stáliðnaðinn í Bretlandi og skuli hún hafa vakl til þess að taka ýms- ar mikilsverðar ályktanir um fratn- leiðslu iðngreinanna og sölu afurð- anna, til þess að efla framleiðsluna. Hendetson sagði, að stáliðnaður Breta væri nú orðinn hlutfallslega meiri en samskonar iðnaður nokk- urrar annarar þjóðar. London í morgun. FÚ. Fjárlög Canada. Fjárlög Canada voru lögð fyrir málstofu þingsins í Ottawa í dag. Tekjuhallinn er nú að eins 29 milj. dollara, en var 43 milj. i fyrra. Við- skiftavelta síðastliðins árs var 130 miljónum meiri en velta ársins þar á undan. Síðastliðið ár hefir verið uppgangsár og endurreisnar, sagði fjármálaráðherrann i framsögu- ræðu sinni. „Batinn er ótviræður og meiri en margir okkar héldu að hann gæti orði'S.“ LRP. i morgun. FÚ. Járnbrautir bera sig ekki. Franska stjórnin samþykti í dag einróma tillögu frá Flandin, ráð- herra opinberra verka, um nýtt skipulag í járnbrautarmálum Frakk- lands. Samkvæmt þessunt nýju á- 20stk 1*25 MILDAR OG ILMANDI TEOrANI Qð rett ur nvarvecna t, Mest úrval — lægst verð. Sportvöruhús Reykjavíkur. ! Altaf til: ö cs ísl. smjör. 90 rt Hnoðaður mör. * og Tólg. S ■S Páll Hallbjörns. •gj, Laugaveg 55. Sími 3448. ætlunum á að loka ýmsum járn- brautarlínum á minniháttar sant- gönguleiðum, alls um 1650 mílur. Með þessu er gert ráð fyrir því, að takast niuni að minka tekjuhalla járnbrautarmálanna um helming. Járnbrautarlínur ]jær, sem Iokaðar verða, á að bæta upp með akbraut- um. London í morgun. FÚ. Póstflug milli Englands og Ástralíu. A næstkomandi hausti verður komið á imstflugferðum milli Eng- lands og Astralíu, þannig, að flug- vélar verða látnar vera i förum milli Ástraliu og Indlands, og mæta þær póstflugvélum frá Englandi þar. Umferðarslys. í vikunni eftir páska fórust 117 manns af umferðarslysum i Eng- landi, og tæplega 4000 meiddust meira eða minna. K.F.U.K. Fundur í kvöld kl. 8%. Síra Fr. Fr. talar. Alt kvenfólk vel- komið. — Félagar, fjölmennið á fyrsla fundinn á sumrinu. — Pappírsvömr op ritföng: | LEIGA I Húseign Efra-Langholt með landi og útihúsum er til lelgu, um sölu, gæti einnig verið að ræða. Uppl. bjá Þorsteini Þorsteinssyni, Lauga- veg 52. (736 Peningabudda tapaðist frá versl- uninni Þingholt, niður að Lífs- stykkjabúð. Skilist gegn fundar- launum í verslunina Þingholt. — (729 I gær tapaðist kvenreiðjakki um Bergþórugötu að Þórsgötu. Skilist á Þórsgötu 19, neðstu hæS. (742 Það ráð hefir fundist, og skal almenningi gefið, að best og ör- uggast sé að senda fatnað og annað til hreinsunar og litunar í Nýju Efnalaugina. Sími 4263. (747 Stór kringlóttur, gagnsær hnappur, með grænum steini, tapaðist frá Túngötu 18 að Hó- tel ísland í gær. Skilist vinsam- legast í Hljóðfærahúsið. Sími 3656. (747 Tvær gæsir i óskihun. Uppl. í sima 2442. (740 4 herbergi og eldhús til leigu. Uppl. á Laugaveg 40, uppi. (734 Litla ibúS meS öllum þægindum v.antar mig 14. maí. TilboS óskast 1 síma 2079. Eiríkur Stephensen. (732 Sólrílc ibú'S 3—4 herbergi og' eldhús er til leigu 14. maí. Uppl. i Þingholtsstræti 15, steinhúsiS. — (727 Nokkrar íbúð.ir til leigu meS öll- úm þægindum, frá 14. maí. Uppl. á Laugaveg 56. (726 2 sólrík herbergi og eldhús til leigu. A. v. á. (724 2 stofur til leigu. Uppl. Grund- arstíg 12, búSinni. Sími 3247. (723 Látil íbúS til leigu 14. maí, 3 her- bergi og.eldhús með þægindum í nýlegu steinhúsi. TilboS sendist Vísi, merk: „101“ fyrir 22. þ. m. (738 IbúS óskast, 2 herbergi og eld- hús, fyrirframgreiSsla. TilboS merkt: „Tvent í heimili“, sendist Vísi fyrir laugardagskveld (737 Áður en þér flytjið í nýja húsnæðið, skulu þér láta hreinsa eða lita dyra- og gluggatjöld, fatnað yðar eða annað, sem þarf þess með, hjá Nýju Efnalaug- inni. Sími 4263. (746 Sólrík og afar falleg sérinn- gangs-forstofustofa á Freyju- götu, með eða án liúsgagna, en aðgang að baði og síma, fæst leigð 14. maí. Uppl. gefur S. Ár- mann. Símar 2400 og 3244. (746 Stórt kjallaraherbergi til leigu frá 14. mai næstk. Bergstaða- stræti 67. (745 Lítil íbúð óskast í vesturbæn- um. Barnlaust fólk. Tilboð legg- ist á afgr. Vísis fyrir 24. þ. m., merkt: „Nói“. (743 Lítið herbergi til leigu fyrir einlileypa stúlku. Garðastræti 3. (752 2 lierbergi með sérinngangi til leigu fyrir einlileypa. Týsgötu 6, niðri. (751 Sólríkt herbergi til leigu fyr- ir stúlku. Freyjugötu 30, 3. hæð. (748 FÉLAGSPRENTSMIÐ J AN. . 10% afsláttur af öllurn vörum, ef keypt er fyrir 2 krónur eða tneir, og borgað um leið. Versl. Esja, Grettisgötu 2. Sírni 4752. (722. Vel verkuð taða til sölu í Tungu á 12 aura kg. (750 Laugaveg 49 fáið þér nýja dí- vana á 35 kr., 45 og 55 kr., ma- dressur á 45 og 2ja manna á 65 kr. Dívanskúffur 7 kr. (749' Haraldur Sveinbjarnarson selur stimpla í Ford, Clievro- let, Essex og Plymouth. Útveg- ar fljótt í önnur merki. (705 Steypuhrærivél ásamt raf- magnsmótor, er til sölu. Uppl. Garðastræli 17. Sími 3619. (593 Trillubátur í góðu standi er lil sölu. Dppl. Garðastræti 17. Sími 3619. (594 VINNA I Stúlku vantar nú þegar eða 14. maí. Framnesveg 14, uppi. (735 Stúlku vantar um mánaðartima. Uppl. í síma 4749. (731 Vil lána efnilega telpu á niunda ári, ágæt þar sem eitt barn er. ■— Uppl. í síma 4178. (73° Góð stúlka óskast. Uppl. Lind- árgötu 30. (728 Stúlka óskast strax til 14. maí. Uppl. í sima 3472. (725 Stúlka sem er vön að sauma káp- ur eða jakka óskast strax. Valgeir Kristjánsson, Þingholtsstr. 1. — (7U Stúlka vön matartilbúningi ósk- ast í vist 14. maí til nýgiftra hjóna. Uppl. á Ljósvallagötu 32, milli 8—10 í kveld. Sími 2194. (739 Stúlka óskast strax i vist um stuttan tíma. Uppl. lijá Ólafi H. Jónssyni, Bergstaðastr. 67. (744 Abyggilegui' drengur óskast til sendiferða. — Uppl. í síma 4988. (753 Leiknir, Hverfisgötu 34, gerir við skrifstofuvélar allar, sauma- vélar, grammófóna, reiðhjól og fleira. — Sími 3459. (253 GBLlSMlBI ltSTAYfsí SILFÖRSMÍfil LETURGRÖFTUR UlflfiERfilR I StokaÚSKAR GlSLASON s MUNAÐARLEYSINGI. um stund, er hr. Rochester kom þar að. Nam hann stað- ar og settist á bekk hjá mér, en Adele lék sér við hund- inn hans, Pilot þann, sem áður er nefndur. Herra Rochester sagði mér þá, að móðir Adele hefði verið frönsk að ætterni og söngmær á fjölleikahúsi. Kvaðst hann hafa verið afskaplega ástfanginn af stúlk- unni og haft ástæðu til að hakla, að hún elskaði sig á móti. „Eg var svo upp með mér af þvi, að hún skyldi unna niér, að eg keypti handa henni húsbúnað og leigði dýra íhúð handa henni,“ mælti hann ennfremur. „Eg gaf henni alt, sem hjarta hennar girntist. Það er skemst af að segja. að eg hegðaði mér eins og kjáni, ástfanginn og staur- blindur kjáni, — og bar þau laun úr býtum, sem flón- unum falla i skaut að jafnaði. Svo var það eitt kveld, að eg ætlaði að leika mér að því, að komai henni á óvart. Eg kom heim í íbúðina hennar, en hún var þá ekki heima. Eg ákvað þá að bíða eftir henni. Það var heitt í veðri þetta kveld og eg gekk út á veggsvalir íbúð- arinnar. Tunglið skein glatt. Eg settist í hægindastót þarna á svölunum, til þess að njóta veðurblíðunnar og' kveikti mér í vindli, eins og eg geri núna.“ Hann þagnaði og kveikti í vindli. Upp af vindlinum lagöi bláan reyk, sem ilmaði þægi- lega. „Vagn ók eftir götunni og’ nam staðar við húsið. Kon- an, sem eg tignaði, kom út úr vagninum. Það var alveg ,að mér komið, að kalla til hennar og bjóða henni gott kveld. En þá sá eg, að hún hafði ekki verið ein á ferð. Og eg þarf líklega ekki að taka það frarn, að það var karlmaður, sem var í fylgd með henni. Hafið ])ér nokk- urntíma fundið til afbrýði, ungfrú Eyre? — Nei, vitan- legá ekki. Mér hefði átt að vera það Ijóst, að eg þyrfti ekki að spyrja slíks. — En þér eigið sjálísagt eftir að reyna hitt og annað. Og sá dagur mun koma, að hið volduga afl hrifur yður með sér og hugsanirnar þyrlast í höfðinu á yður eins og laufblað í hringiðu. Þá er tvent til: Annað það, að þér sogist niður og tortimist —- eða þá hitt, að hin rnikla hringiða þyrli yður með einhverj- um hætti úr háskanum og út í lygnan og jafnan straum- inn. — Og þannig fór mér!“ Hann var svipþungur, er hann mælti þetta. líg kaus að eyða þessum hugleiðingum hans og mælti hæglátlega: „Fóruð þér á hurt af svölunum, þegar ungfrú Varens kom heim?“ Eg bjóst við að eg mundi fá snuprur eða kuldalega ofanígjöf fyrir dirfskuna, en svo var ekki. þlr. Rochester vék sér að mér brosandi og mælti: „Eg var alveg búinn að gleyma Celine! — Það er dá- lítið undarlegt, að atvikin skuli reka mig til þess að segja ungri og saklausri stúlku frá ævintýri, sem eg hefi ratað í með söngmey á fjölleikahúsi! — Eg stóð kyr úti á svölunum og afbrýðin logaði í hjarta mér. Herberg- isþerna Celine fylgdi skötuhjúunum inn í stofuna og kveikti á lampanum fyrir þau. Gat eg þá glögt séð, hver meðbiðill minn var. Hann var ungur maður, foringi í hernum, alræmdur fyrir ólifnað og hverskonar slark. Afbrýði min varð að engu jafnskjótt og eg kendi mann- inn — og' ást mín slokknaði á samri stundu. Mér varð þegar ljóst, að kona, sem, gabbaði mig fyrir mann á hans reki, verðskuldaði ekki ást mína. Og eg fekk megnustu óbeit á stúlkunni". Hann þagnaði andartak og mælti því næst: „Eg stóð kyr þarna á svölunum og hlustaði á hiö heimskulega og einskisverða léttúðarhjal, sem þeim fór á niilli. Eg get ekki sagt, að tal þeirra hneykslaði mig, en mér sárleiddist að hlusta á ])au. — Nafnspjald mitt lá á borðinu og í tilefni af því beindist samtal þeirra að mér.: Celine virtist ekki eiga nokkurt vingjarnlegt orð til i eigu sinni, er nota mætti um mig. — Hún hafði mig að' háði og sixitti. — Þá beið eg ekki boðanna. Eg gekk í stofuna og' skipaði Celine að verða þegar á brott úr min- um húsum, og jafnframt skoraði eg elskhuga hennar á hólm. Celine tók þessu eins og vænta mátti af kvenmanni á hennar reki. Hún grét eins og vitlaus óhemja, fleygði sér á gólfið í uppgerðar krampaflogum og hegðaði sér eins og versta flagð. En eg Iét mig það eng.u skifta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.