Vísir - 12.05.1934, Page 2
VlSIR
Laxa* og
Fjölbreyttara en nokkuru
sinni fyrr. Þegar fram er komin
sending sú, sem er á leiðinní
með aukaskipinu, frá heims-
kunnum breskum verksmiðj-
um — fá menn áreiðanlega best
og langódýrast í
VERSL. B. H. BJARNASON.
Símskeyfi
—0—
Þjóðverjar vilja samvinnu í
flugmálum við Breta
og Frakka.
London, 11. maí. FB.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum hefir von Ribben-
trop lagt það til við Simon, ut-
anríkismálaráðherra Bretlands,
að Bretland, Frakkland og
Þýskaland geri með sér flug-
málasamþykt. Fullyrt er, að Si-
mon hafi svarað scndimanni
Hitlers því, að Bretastjórn væri
ekki undir það búin, að ræða
þessa uppástungu að sinni. —
(United Press).
Skuldamálaráðstefnu frestað.
Berlín, 11. maí. FB.
Ráðstefnu þeirri, sem yfir
stendur um skuldamál Þjóð-
verja, hefir verið frestað til 15.
maí, svo að Schaclit aðalbanka-
stjóri geti tekið þátt í fundi
stjórnar Alþjóðabankans í Genf,
en þar verða skuldamálin einn-
ig rædd. (United Press).
Samkomulagið milli ítala, Aust-
urríkismanna og Ungverja.
Rómaborg 12. maí. FB.
Samkomulagsumleitanir um! vi'ð-
skiftamál o. fl. hafa að undan-
förnu fariS fram milli ríkisstjórn-
anna í Ítalíu, Austurríki og Ung-
verjalandi, og er hér um framhald
þeirrar samvinnu aS ræ'ða, sem áð-
ur var hafin, og er nú búist við,
að fullnaðarsamkomulag milli
þessara ríkja veröi undirskrifað
nú, þvi að tilkynt var, þegar sam-
komulag náðist þ. 17. mars, að
fullnaðarundirskrift samkomulags-
ins færi fram fyrir þ. 15. maí.
(United Press).
Allsherjarverkfall í Bilbao.
Bilbao 12. maí. FB.
Allsherjarverkfalli hefir veriö
lýst yfir og eykst þáttakan í því
mjög mikið. Verkfallinu var lýst
yfir í mótmælaskyni gegn því, að
bannað var að fara í kröfugöngur
í sambandi við jarðarför kommún-
ista nokkurs, sem lést af sárum,
er hann hlaut í óeirðum s. 1. sunnu-
dag. (United Press).
Biðm & Ávextir
Hafnarstræti 5.
Sími: 2717.
Ágætt íslenskt gulrófufræ.
Sf ldarverksmiðj an.
Nefnd sú, sem ríkisstjórnin skip-
aði, til þess að athuga hvár hent-
ugast yrði að reisa nýju síldarverk-
smiðjuna hefir nú skilað tillögum
sinum. Fóru nefndarmennirnir á
ýmsa staði í athugana skyni og
leist þeim best á eftirtalda þrjá
staði: Ingólfsfjörð, Siglufjörð og
Reykjarfjörð á Ströndum. Meiri
hluti nefndarinnar leggur til, að
verksmiðjan verði reist á Siglu-
firði, meðfram vegna þess að
kostnaðurinn yrði minni þar en
annarsstaðar, auk þess sem notyrði
af þróm þeim og bryggjum, sem
þar eru, fyrir nýju verksmiðjuna.
Ennfremur hefir bæjarstjórn
Siglufjarðar lofað að gefa eftir
200 þús. kr. kröfu vegna lóðar,
sem kaupStaðurinn lagði til undirþá
sildarverksmiðju sem fyrir er o. fl.
Nýja verksmiðjan yröi þá nokkurs-
konar viðbótarbygging við síldar-
verksmiðju rikisins á Siglufirði og
mundi sennilega ekki kosta nema
600—700 þús. kr. og vill nefnd-
in, að stjórnin noti afganginn af
því fé, sem hún hefir til umráða til
þess að reisa verksm. á Ingólfsf.
Meiri hlutinn leggur áherslu á, að
sú verksmiðja geti verið komin
upp áður en síldarvertiðin byrji
1936. Minni hluti nefndarinnar
leggur til, að síldarverksmiðja sú,
sem heimild er til að byggja nú,
verði reist á Ingólfsfirði. Verði
tillögur meiri hluta nefndarinnar
samþyktar verður rikisstjórnin að
afla sér h'eimildar til þess að reisa
verksmiðju á Ingólfsfirði fyrir af-
ganginn af því fé, sem fer til við-
bótarverksmiðju á Siglufirði.
Deilornar nyröra.
Dettifoss er nú á Akureyri. Var
hann á Siglufirði i gær, en fékk
enga afgreiðslu. Lögðu kommún-
istar afgreiðslubann á skipið, „þar
til samkomulag hefir náðst í launa-
deilu á Blönduósi og Borðeyri.“ —•
Búist var við, að gerð yrði tilraun
ti! þess að afgreiða Dettifoss (á
Akureyri) upp úr hádeginu. —
Lagarfoss er nú á ILúsavik og hafa
kommúnistar þar lagt afgreiðslu-
bann á skipið.
Þjððmálaskraf
á víð og dreif.
Verkamenn.
Það er öllum vitanlegt, að
langmestur hluti þeirra manna,
sem nú er farið að kalla einu
nafni verkamenn (daglauna-
menn), eru efnalitlir eða efna-
lausir með öllu. Samt mun það
ekki dæmalaust, að einhverir
þessara manna, lielst rosknir
menn og ráðdeildarsamir, sem
unnið liafa áratugum saman og
neitað sér og sínum um flest
þægindi lífsins, eigi liúslcofa
skuldlitinn eða nokkurar þús-
undir króna i sparisjóði. En
þessir menn eru tiltölulega fáit.
— Allur þorinn á ekkert nema
afl lianda sinna eða vinnuþrek-
ið. — Bili heilsan eða bregðist
vinnan, þá standa vandræðin
fljótlega fyrir dyrum.
Það er engum vafa hundið,
að starfsemi Jónasar frá Hriflu
og annara Tíma-kommúnisla
liefir orðið til þess, að verka-
fólki hér í Reykjavík hefir fjölg-
að óeðlilega mikið. Hefir áður
verið vikið að því í greinaflokki
þessum og skal ekki endurtekið.
J. J. þykist vera ástfólginn
vinur allra snauðra manna,
allra þeirra, sem búi við þröng-
an hag - allra þeirra, sem und-
ir hafi orðið í kapplilaupinu um
liin svo kölluðu gæði lífsins,
Þetta lætur velíeyrum,en sann-
leikurinn mun sá, að þessu fari
harla fjarri. J. J. miðar alt við
sjálfan sig. Hann er vakinn og
sofinn að velta því fyrir sér,
með hverjum hætli honum
muni reynast auðveldast að
blekkja fólkið lil fylgis við sig.
Honum finst alt við liggja, að
hann liafi mikil völd, málalið
i öllum áttum og þræla-fans i
taumi. Hann hyggur sig til þess
kjörinn, að stjórna landi og lýð.
Og hann leitar ákafast eftir fylgi
lijá þeim stéttum þjóðfélagsins,
■sem hann hyggur auðveldast að
blekkja. Hann er í sjálfu sér
frábitinn öllum umbótum og
framförum og fjandmaður
sannrar mentunar. Honum
nægir samvinnuskólaspekin og
liyggur, að þjóðinni standi hinn
mesti háski af lærðum mönn-
um. En þó er lionum allra verst
við sérfræðingana. Þá menn vill
liann láta bannfæra, brenni-
merkja og flæma úr landi.
J. J. hefir náð allmiklum tök-
um á nokkurum liluta verka-
fólksins hér i bæ. Hann hefir
leikið á ])á strengina, sem við-
kvæmastir eru. Og hann hefir
sáð hatrinu í brjóst fátækra
manna — liatrinu lil þeirra,
sem taldir eru betur settir. —
J. .1. og vinnumenn hans og
vikadrengir, þcir Héðinn Valdi-
marsson, Jón Baldvinsson og
aðrir þess háttar „foringjar“,
hafa svívirt og rógborið at-
vinnurekendur og stjórnarvöld
bæjarins árum saman i þeirri
von, að rógurinn og níðið hefði
þau áhrif, að sameignarmönn-
um tælcist að ná meiri liluta i
bæjarstjórninni. Þegar það væri
komið i kring, átti J. J. að verða
borgarstjóri, en öll hersingin,
„foringjar“ og „undirforingjar1'.
að setjast að eignum hæjarfé-
lags og einstakra manna og
mundi þá ekki hafa verið frá
horfið, fyrr en alt væri upp et-
ið, atvinnurekstur allur i kalda-
koji og bæjarfélagið gjaldþrota.
En verkafólkið hefði ekki
komist í veisluna miklu. Það
hefði að eins fengið „reykinn af
réttunum“. Hinn almenni kjós-
andi liefði ekki verið leiddur að
liáborðinu eða metinn að neinu.
Hlutverki hans mundi lokið, er
„foringjarnir“ hefði klöngrast i
æðslu sætin af beygðu og lúnu
baki lians og herðum.
¥ ¥ ¥ ¥
Það er til marks um hina
sönnu ást Jónasar og annara
Tíma-kommúnista á verkafólk-
inu í þessum hæ, að þeir leggj-
ast jafnan gegn öllum skynsam-
legum ráðstöfunum, er fara í
þá átt, að vinna bug á dýrtíð-
inni. Þeir skrifa mikið um dýr-
tíðina i Reykjavík og fullyrða,
að hún sé sjálfstæðismönnum
að kenna. Vitanlega er það hin
mesta fjarstæða og ekki
svara verð. — En þegar þess er
krafist, að liin gagnslausu og
slcaðlegu innflutningshöft verði
afnumin, þá rísa „kollupiltar“
öndverðir gegn þeim kröfum.
Þeir vita, að ýmsar nauðsynja-
vörur mundu lækka stórum í
verði, þegar er verslunin væri
gefin frjáls, þar á meðal sumar
matvörutegundir, sem fátæku
fólki er ákaflega nauðsynlegt að
geta fengið við skaplegu verði.
— En við það er ekki komandi.
Höftin skulu standa í fullu gildi.
segja þessir ósvinnu „alþýðu-
vinir“. Hvað varðar okkur um
það — hugsa þeir með sjálfum
sér — þó að fátæklingarnir eigi
örðugt uppdráttar! Við höfum
nóg að bíta og brenna. Sam-
bandið sér um okkur!
Og „alþýðuleiðtogarnir“ úr
„undirdeildinni“, þeir Jón og
Héðinn, fallast á þetta gegn þvi,
að annar hvor þeirra verði ráð-
heri’a! -— Þeim finst það ekki
áliorfsmál, að 'skattleggja mat-
arbila fátæklingsins fyrir
þessháltar vegtyllu handa „ær-
legum“ foringja!
Og meiri hluti verkafólksins
lætur sér þetta lynda. — Það
trúir enn á loforðin um full-
sælu öreigaríkisins, þegar „for-
sprakkarnir“ sé búnir að bylta
öllu í rústir og hafa endaskifli
á þjóðinni.
¥ ¥ ¥ ¥
Þess var getið í síðasta kafla
þessa greinaflokks, að landbún-
aðurinn nyti árlega fríðinda og
styrkveitinga af opinberu fé, er
næmi alt að hálfri annari mil-
jón króna. Þess var enn frem-
ur gelið, að kreppuhjálp sú, sem
nú fellur bændum i skaut (að
vísu sem lán í orði kveðnu)
mundi nema 11—12 milj. kr.
Rannsókn sú, sem fram var lát-
in fara um efnaliag bænda,
leiddi i ljós, að þar sem eignir
væri tvær krónur, mundi ein
lcróna i skuld. Þetta er meðal-
talið. En vitanlega skiftist þetta
margvíslega. Sumir bændur eru
sterkefnaðir, en aðrir eiga ekki
likt þvi fyrir skuldum.
Eins og áður er tekið fram,
munu litlar eða engar eignir til
hjá miklum meiri liluta alls
verkafólks liér í Reykjavík. Það
hcfir „ekkert upp á að hlaupa“,
ef ólxöpp steðja að, veikindi, at-
vinnulcysi eða annað þess hátt-
ar. Og max’gir eru svo skapi
farnir, að þeir búa heldur
við skort, en að leita á náðir
bæjarsjóðs. Hins vegar verður
því ekki neilað, að aðrir munu
ærið aðgangsliarðir í þeirn efn-
um. —-
Ætla mætti, að ríkisvaldið
hefði talið sér skylt, að sjá alls-
lausurn daglaunamönnum fax*--
borða, ekki síður en bændastétt-
inni. Alt eru þetta verkamenn í
vingarði þjóðarinnar og störf
verkamannsins og sjómannsins
eru mikilvæg, engu síður en
iðja bóndans. Hér verður ekki
úl i það farið, að meta hver
þegninn muni þarfastur í raun
og veru, en hitt er víst, að
verði einni stétt þjóðfélagsins
hjálpað mjög ríflega á kostnað
annarar, þá raskast jafnvægið
svo, að af geta hlotist mikil
vandræði. — Rikisvaldið er
vissulega illa á vegi statt, ef það
sér að eins og viðurkennir þarf-
ir og nauðsyn einnar einustu
sléttar. En margir líta svo á,
sem stjórnin og þing síðustu ára
liafi látið sér liægt um alla hjálp
aðra en ])á, sem ætluð væri
bændastéttinni.
Leiðtogar þjóðarinnar eiga
að vaxa með örðugleikunum,
því að annars kostar eru þeir
lítils verðir. Og lilutverk allra
leiðtogaíopinberum málum áað
vera það meðal annars, að finna
skynsamleg og notadi’júg úr-
ræði, þegar að kreppir. — Það
er sjálfsagt tiltölulega hægur
vandi, að stjórna þjóðfélagi eða
sveitarfélagi, þegar alt leikur í
lyndi, þegar atvinnuvegirnir
standa í blóma, allar liendur
eru að verki árið um kríng og
tekjur liins opinbera reynast
meiri en ráð er fyrir gert. Þá
gengur alt „eins og í sögu“ og
aðalvandinn sá, að gæta feng-
ins fjár og nota það skynsam-
lega.
En þegar vandræðin skella
yfir reynir á þolrifin. Þá lienl-
ar ekki værðin og mókið og
ekki lieldur eyðslu-brjálæði af-
glapans. — Þá er ói’áðlegt að
treysta því, að alt gangi „af
sjálfu sér“ -og eins hinu, að
skuldasöfnun leiði til farsældar.
Og þá er alveg fráleitt, að lita
að eins til einnar stéttar þjóð-
félagsins og sýna henni móður-
lega blíðu og umhyggju, á
kostnað allra hinna.
Það er ávalt óráðlegt, jafnt í
þjóðfélagi sem á heimili, að
liafa sum börnin „út undan“.
Þess liáttar i’áðlag hefnir síu
fjrrr eða síðar.
Frh.
Messur á morgun:
I dómkirkjunni: Kl. 11, síra
Bjarni Jónsson. Kl. 2, barnaguös-
þjónusta (Fr. H.). Kl. 5, sira
Bjarni Jónsson.
I fríkirkjunni: Kl. 2, síra Árni
Sigurösson.
I Hafnarfjaröarkirkju veröur
enginn messa á morgun.
Landakotskirkja: Lágmessur kl.
og kl. 8 árd. Hámessa kl. 10
árd. Guðsþjónusta með prédikun
kl. 6 síöd.
Veðrið í morgun.
í Reykjavík 6 stig, ísafirði 7,
Akureyri 7, Skálanesi 5, Vest-
mannaeyjum 5, Sandi 5, Kvígind-
isdal 6, Llesteyri 5, Blönduósi 6,
Siglunesi 5, Grímsey 4, Raufar-
höfn 4, Fagradal 5, Hólum í
Hornafiröi 7, Reykjanesvita 6. —
Yfirlit: Hæð yfir Atlantsháfi.
Lægð við Suður-Grænland á hreyf-
ingu austur eða norðaustur eftir.
Horfur: Suðvesturland, Faxaflói,
Breiðafjörður, Vestfirðir: Hæg
suðvestan átt i dag, en vaxandi
sunnan átt með" rigningu í nótt.
Norðurland, norðausturland, Aust-
firðir, suðausturland : Vestangola í
dag, en gengur í suður í nótt. Þurt
og víöast bjart veður.
Slökkviliðið
var í gær kvatt að Laufásvegi
57. Hafði kviknað i sýtnarusli við
; miðstöð. Skemdir urðu engar.
\