Vísir - 27.05.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 27.05.1934, Blaðsíða 2
VISIR Símskeyti Rómaborg, 26. maí. FB. Mussolini ráðgerir mikla flota- aukningu. Mussolini hefir í dag haldið mikla ræðu um flotamálin og til- kynti hann, að hann hefði með höndum áætlun um mikla aukn- ingu herskipaflotans. Einnig kvað hann í ráði að smíða nýjar flug- vélar til notkunar i samvinnu við herskipin. Mikla nauðsyn taldi Mussolini á þvi, að smíðuð væri herskip og flugvélar, eins ogsamn- ingar frekast leyfði, svo og að allur útbúnaður i her og flota væri ávalt hafður í öllu í fylsta sam- ræmi við nútíma kröfur.— í ræðu sinni drap Mussolini á gjaldeyris- málin og kvaðst þess fullvigs, að allar þær þjóðir, sem hefði horf- ið frá gullinnlausn myndi taka upp gullinnlausn seðla á ný. — (United Press.). Brððabirgðalög um sölu og útflutning á saltfiski. % Bráðabirgðalög liafa verið gefin út um heimild fyrir ríkis- stjórnina til ílilutunar um sölu og útflutning á saltfiski. — í greinargerð er talið, að það sé óhjákvæmilegt, að ríkisstjórnin fái íhlutunarvald um útflutning þessarar vöru. „Telur dóms- og útvegsmálaráðherrann því nauðsynlegt, að ríkisstjórnin fái vald til þess að ráðstafa út- flutningi þessarar vörutegund- ar, svo að hann verði í sam- ræmi við ákvarðanir innflutn- ingslandanna“. — 1. gr. laganna hljóðar svo: „Ríkisstjórninni er heimilt að skipa svo fyrir, að leyfi ráðherra þurfi til þess að mega selja eða flytja til útlanda verkaðan eða óverkaðan salt- fisk“. Lögin eru birt í Löbirtinga- blaðinu, sem út kom í gær. Er þar og birt auglýsing frá at- vinnu- og samgöngumálaráðu- neytinu þess efnis, að leyfi aí- vinnu- og samgöngumálaráð- herra þurfi til þess að mega selja eða flytja til útlanda verlc- aðan eða óverkaðan saltfisk. Bruggun 1 I»yk;liyal>æ og Holtum. (Samkvæmt viðtali við Björn Bl. Jónsson). —o— Húsrannsókn fór fram í fyrri- nótt og í gærmorgun á fimm stöðum í Þykkvabæ og einum bæ í Holtum. — Áfengi fanst á öllum stöðunum. Frá því var sagt í Vísi i gær, að Björn Bl. Jónsson, löggæslu- maður, og stór flokkur lög- reglumanna, hefði farið héðan í fyrrakveld austur yfir fjall, til þess að gera liúsrannsókn á nokkrum bæjum i Þykkva- bænum, vegna gruns um, að þar færi fram bruggun áfeng- is. Fregn þessi var rétt, að öðru leyti en þvi, að lögreglumenn- irnir voru 18 talsins, og fóru þeir héðan seint í fyrrakveld, en Björn Bl. Jónsson Var far- inn af stað áður, austur að Rannsóknii- Statens; Vitamin Labora- torium á S.va«a vitamin-smjörlíki sýna þetta: 17. okt. 1933!: A-vitamin: 8,3 Inter- nationalar einingar. 24. £ebr.. 1934 ;• A-vitmin’10,0 Inter- natiönalar einingar. 12.. maí. 1934’:' A-vitamim 8,3 Inter- nationalár eiiiiirgar- Þettai er eins og. ú aibesta suinar- smjörii Þad vita þeir sem reyna, að Svana vítamin—smjörlíki er altaf af bragös vara. Aðal vitamin i smjöri er A-vitamin. Hofi, til þess að fá húsrannn- sóknarúrskurð hjá sýslumanni Rangæinga, þar eð húsrann- sókn hefir eigi áður farið fram á þeim bæjum, sem hér er um að ræða. Notaðar voru 3 bif- reiðar í leiðangrinum. Leið- angursmenn voru alls 20, þar af 1 bifreiðarstjóri frá stöð hér i bænum, en hinum bifreiðun- um var ekið af lögreglumönn- um.— Lögreglumennirnir hittu Björn Bl. Jónsson við Rangá, en í Þykkvabæinn var komið kl. um 5 í gærmorgun. Hingað lil bæjarins komu leiðangurs- menn laust eftir kl. 2 í gær. i Áfengisbruggun mun hafa farið fram í Þykkvabænum all-Iengi. Orðrómur um hótanir á engum rökum bygður. Björn Bl. Jónsson kvað ýms- i ar líkur benda til, að alllengi hafi verið bruggað í Þykkva- bænum. Förin vitanlega farin vegna þessa gruns, en hitt kvað hann ekki hafa við neitt að styðjast, að ]ieir Þylckbæingar liefði haft í hótunum um, að koma í veg fyrir það með valdi, að húsrannsókn færi þar fram, ef löggæslumaður kæmi \ austur þessara erinda. Ástæð- an til þess, að farið var austur við svo marga menn var sú, að nauðsynlegt var, að liús- rannsókn gæti farið fram á öll- um þeim bæjum í Þykkvabæn- um samtímis, þar sem líklegt þótti, að bruggun færi fram, en það var ókleif t, nema liafa nóg- an mannafla. Mótspyrna engin. Á öllum stöð- unum fanst áfengi, sumstaðar í gerjun og hreinsað, sumstaðar að eins hreinsað. Engin lilraun var gerð til þess að hindra eða tefja hús- rannsóknina á nokkrum bæj- anna. Á öllum bæjunum, fimm talsins, fanst ólöglegt áfengi, sumstaðar í gerjun og hreins- að, sumstaðar aðeins iireins- að. Á þremur bæjum fundust bruggunartæki. Yegna þess, hve margir bæir aðrir eru þarna í hvirfingu að heita má, þykir ólijákvæmilegt að skýra frá því, á hvaða bæjum áfengið fanst, og hverjir játuðu á sig eign þess. Fára bæjarnöfn- in hér á eftir og nöfn eigenda áfengisins, í svigum: Dísukot (Sveinn Marteinsson, sonur bóndans), Jaðar (Óskar Sig- urðsson), Brekku (Runólfur Þorsteinsson), Oddspartur (Sig- fús Marteinsson) og Tobbukot (Gunnar Eyjólfsson). Sumir þessara manna hafa játað á sig áfengissölu, en sum- ir ekki enn sem komið er. Bruggun í Holtunum. Þá var gerð húsrannsókn í Árbæjarhjáleigu í Holtum, og fanst þar einnig ólöglegt á- fengi. Eigandi þess rejmdist Jón Gúðmundsson lausamað- ur. Bóndinn í Árbæjarlijáleigu er að heiman sem stendur, og hefir liann stundað sjómensku að undanförnu. Framhaldsi'annsókn málsins. Sýnishorn voru tekin af á- fenginu á öllum bæjunum og send til rannsóknar í Efna- rannsóknarstofu ríkisins, en ítiálið mun verða afhent sýslu- manninum i Rangárvallasýslu þegar að þeirri ranrisókn lok- inni. Útrýming bruggunar í sveit- unum. Það er alment talið, að bruggun sé orðin mjög algeng í ýmsum sveitum landsins. Að undanförnu hefir verið unnið ósleitilega að því, að koma upp um þá,.sem liafa tekið sér fyr- ir liendur að stunda þessa iðju. Hefir áður verið sagt frá ýms- um leiðöngrum, sem Björn Bl. Jónsson löggæsiumaður, hefir farið í þessu skyni, með þeim YERZLUN BEN. S. ÞÓRARINSSONAR fékk með síðustu skipum inndælan kvenundirfatnað úr silki. — Litum og verði viðbrugðið. Yfirlýsing. Vegna tilkynninga Málarameistarafélags Reykjavikur i auglýsingum í blöðunum um kaupsölu á vinnu málarasveina, viljum við taka fram, að við málarasveinar höfum kr. 1.70 um klukkustund í dagvinnu. Hvað málarameistarar leggja á vinnu okkar, þar fyrir utan, er okkur með öllu óviðkomandi. Það, sem birst hefir í biöðunúm viðvíkjandi kaupmáli þessu, er Málarasveinafélagi Reykjavikur einnig með öllu ó- viðkomandi. Stjórn Málarasvelnafélags Reykjaríknr. VERZLUN BEN. S. ÞÓRARINSSONAR sendir vörur úl um iand gegn póstkröfu. árangri, að upp hefir komist um ólöglega áfengisframleiðslu og ólöglega áfengissölu víða, sum- staðar í mjög stórum stíl. Hef- ir hann gengið að þessu af miklum dugnaði, og notið að- stoðar lögreglunnar, eftir því i sem þörf liefir verið talin á. j Heimabruggunin, jafnt í sveitum sem í kaupstöðum, er mjög alvarlegt mál, og er þess að vænta, að framvegis, sem að undanförnu, verði gengið röggsamlega fram í því, að uppræta hana. ÍJtan af landí( Frá HafnarfirSi. HafnarfirSi 25. maí. FU. I nótt kom af vei'ðum togarinn Maí me'ð 89 föt lifrar. — Kl. 3 í dag kom upp eldur í húsi, sem verið er að hyg'gja við Tjarnar- braut hér. Eldurinu var slöktur áður en brunaliðiö kom á vettvang. MaBðradagarÍBn Það tíðkast mjög í ýmsum löndum, að á öðrum sunnudegi í maí-mánuði minnist menn sérstaklega móður sinnar. Það hefir nú verið liorfið að því ráði, að* taka upp þennan fagra sið hér. „Mæðrastyrks- nefndin“, sem er skipuð full- trúum frá mörgum kvenfélög- um, hefir fengið leyfi lil þess, að selja „mæðrablóm“ á götun- um í dag. Verða þau seld vægu verði og rennur allur ágóðinn til styrktar fátækum mæðrum. Dagurinn í dag var valinn sem „mæðradagur“ hér, vegna þess, að úiargir eiga mjög annríkt um miðik mánaðarins, vegna flutninga. Um 100 börn hafa sölu merkj- anna með höndum, en aðalút- sala merkjanna verður á afgr. Morgunblaðsins. Þess er að vænta, að ný- breytni þessari verði vel tekið. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.