Vísir - 29.05.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 29.05.1934, Blaðsíða 2
VISIR J feimiNi i Qlsem (G Sími: llarballar 7 Ibs. 1 2 3 4 Símskeyti —o— Atvinnuleysingjum fækkar á Bretlandseyjum. London, FB. 28. maí. Tala atvinnuleysingja á Bret- landi var þ. 14. maí 2.090.000 og hefir atvinnuleysingjum því fækkað um 57.000 frá því um miðjan apríl s. 1. og 492.000 frá því í maí í fvrra. — (United Press). Flogið frá París til New York. New York, FB. 28. maí. Loftskeyti hefir borist frá Rossi og Codos, að þeir muni lenda við New York, vegna vél- bilunar. Þeir lögðu af stað frá Le Bourget flugstöðinni við París kl. 4 f. li. í gær (sunnu- dag) og ætluðu sér að fljúga við- komulaust alla leið til Kaliforn- iu og þar með setja nýtt met i langflugi án viðkomu. Þegar loftskeytið var sent var flugvél- in undan ströndum Connecti- cutríkis (eitt af Atlantshafs- strandarrík j um Bandaríkj- anna). Síðari fregn: Codos og Rossi lentu á Floyd Bennetl flugvelli við New York kl. 2.27 e.h. (New York tími). (United Press). Afnám stjórnmálaflokka? Sofia, 29. maí. FB. Stjórnmálaflokkurinn Zveno, sem átti upptökin a‘ö og mestan þátt í því, aS einræ'öisstjórn hefir veriö komiS á í landinu, hefir sam- þykt sína eigin upplausn. Er þetta skiliS svo, aS í samþykt þessari íelist aðvörun til annara stjórn- málaflokka um aS gera slíkt hiS sama. (United Press). Pilsudski sigrar. Varsjá, 29. maí. FB. Bæjar og sveitastjórnarkosning- ar hafa fariS fratn í Póllandi og hafa Pilsudskisinnar unnið sigur meö yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða. (United Press). Starfsemi kommúnista bönnuð í Danzig. Danzig, FB. 28. mai. Lögreglustjórnin í Danzig hefir fyrirskipað að leysa skuli upp kommúnistaflokkinn, vegna þess að liann hafi látið dreifa út bæklingum og blöðum, sem bannað hefir verið að selja eða dreifa út meðal almenn- ings. Ennfremur hafi flokkur- inn livatt til óhlýðni við yfir- völdia og verði því að banna starfsemi lians. (Uniled Press). Hvers vegna gegn ríkisrekstri? (Til verkamanna). I. Enda þót.t núverandi eymdar- ástand mannkynsins sé sjálf- skaparvítum að kenna, þ. e. heimsstyrjöldinni og hinum hræðilegu afleiðingum hennar, þá hefir fátæklin þó frá upp- liafi vega verið fylginautur þess og hrakið það og hrjáð. Viðleitni allra sannra stjórn- málamanna, á öllum tímum, liefir því í raun og veru miðað að því að létta þessu böli af mönnunum, þótt ólíkar leiðir hafi verið farnar og árangurinn því einnig orðið misjafn. Ein þessara leiða er stefna sú i þjóð- málum, er npfnist sósialismi og sem fyrst að marki kemur til sögunnar á nítjándu öldinni, þegar einstaklingsliyggjan liafði gengið lengra en góðu liófi gegndi í hinum mildu iðnaðar löndum álfunnar. Mun enginn, er til þekkir, neita því, að sósi- alisminn liafi átt sinn drjúga þátt í því að vekja verkamenn víðsvegar um 'lieim lil umhugs unar um kjör sin og til baráttu fyrir að bæta þau, enda orðið mikið ágengt í þeim efnum. Eu þegar kemur að meginkenningu þessarar stefnu og aðalerindi liennar til mannanna, kenning- unni um það, að ríkið skuli eiga öll framleiðslutæki, svo sem vélar, skip og jarðir, eða með öðrum orðum: kenning- unni um afnám eignarréttar einstaklingsins og einstaklings- ^framtaks og ríkisrekstur í öll- um greinum, þá liefst deilan. Hygg eg, að þeir, er af mestu viti og sanngirni liafa um þessi mál hugsað, séu ekki á móti vegna þéss fyrst og fremst, að á fyrirtækjum þeim, er reist hafa verið á kenningu sósial- ismans, liefir oft orðið tilfinn- anlegt tap, þar eð það einnig, því miður, á sér iðulega stað á einstaklingsfyrirtækjum, og því síður af óvild til verkamanna, heldur hinu, að þeir líta svo á, að yrðu kenningar sósíalismans einráðar í framkvæmd, þá yrði þjóðfélagið gert að fangelsi og í fangelsi geta menn ekki þrifisí, hvorki efnalega né andlega. Með öðrum orðum: árangurinn yrði neikvæður verkamönnum og þjóðfélaginu í heildtilhanda, slægi vopnið úr höndum þeirra til sjálfbjargar í staðinn fyrir að leggja það í þær. Þessi yrði Iiinn raunverulegi, en jafnframt dapurlegi, árang- ur sósialismans yrðu rikis- rekstrarkenningar hans fram- kvæmdar lil fulls — og þess Verzlnn Ben. S. Þðrarinssonar hfor bezt kanp. Garðslöngnr vegna eru menn á móti þeim. Og þess vegna er og verður bar- áttan svo liörð, svo lengi sem sú kenning er við líði. II. En, segja menn, ástandið gengur ekki eins og það er. Og það er rélt. Það ástand er áreið- anlcga ekki óbreytt til fram- búðar fyrir neina þjóð, þar sem hægt er, með fyrirkomulagi at- vinnuveganna sem grundvöll^ að stofna til pólitískrar stétta- og flokkabaráttu, er lifir á öf- und og liatri, verkföllum og verkbönnum meðal borgar- anna, er ekki liikar við að eyði- leggja mikilvægustu verðmæti alþjóðar, atvinnulífið, til þess að fá efnahagskröfum sínum framgengt, livort sem þær eru á viti bygðar eða ekki, og sem fram aðþessuhefir fengið nokk- urn liluta liinnar islensku þjóð- ar lil að trúa því, með eða án betri vitundar, að menn, er með lygi og ofbeldi, rangsleitni og óráðvendni í opinberu lífi hafa gerst brotlegir við lög landsins, skráð og óskráð, séu öðrum fremur hæfir til þess, að liafa leiðsögu opinberra mála með höndum og jafnvel að stjórna mentastofnunum þjóðarinnar. Hver heilvita maður sér, að með þessu ástandi stefnir norður og niður fyrir þjóð og einstaklinga. En það er eftirtektarvert, að einmitt þegar þjóð vor stynur undir fargi þessa ósóma í opin- beru lífi sinu, bgyst í bökkum með að afla sér daglegs brauðs og borga þær hinar miklu skuldir, er, vægt talað, óforsjál- ir menn söktu henni í á árun- um 1927—’31, að einmitt þá vex fram vísir til þeirra breyt- inga á fyrirkomulagi atvinnu- veganna, er áreiðanlega boðar heilbrigðara ástand og bjartari og betri tíma fyrir þjóð vora en nú eru, nái liann að þroskast. Er hér auðvitað átt við þær lil- raunir sjómanna og útgerðar- manna til félagsútgerðar á tog- urum, línubátum og skipum, er flytja fisk og aðra þungavöru landa á milli, er átt hefir sér stað upp á siðkastið, þar sem sjómenn eru hluthafar og þar með sjálfstæðir aðilar í fyrir- tækinu. Mun flestum finnast, að yrði það fyrirkomulag ríkjandi i atvinnulífi voru, þar sem því verður best við komið, svo sem í útgerð og liinum ýmsu grein- um iðnaðar, og nyti það styrkl- ar viturlegrar löggjafar, að þá væri frarnkvæmd hin sanna jafnaðarstefna hér á landi, er fæli í sér möguleika til að skapa efnalega og andlega þroskaða og sjálfstæða einstaklinga, rík- ari samúð stéttanna á milli og einnig alþjóðar, er aftur er frumskilyrði þess, að þjóð vor geti varðveitt sjálfsforræði sitt gegn innri og ytri óvinum, er að þvi kunna að steðja nú og á komandi tíma. Tekur þetta auð- vitað sinn tima að þroskast. En engum, sem ekki er bundinn af pólitískum erfðakenningum, mun blandast hugur um, að hér sé rétt spor stigið til þcirra breytinga a fyrirkomulagi at- vinnuveganna, er lieilbrigður þroski þjóðar vorrar krefst. III. En liver cr nú afstaða flokk ' anna til þessa mikilvæga máls: lilutdeildar verkamanna sem sjálfstæðra aðila í atvinnufyrir- tækjunum? 1 stuttu máli þessi: Þeir, sem kalla sig jafnaðar- menn og kommúnisla, munu elcki styðja að þessu, og það af þeirri einföldu ástæðu, að með því er kipt fótunum undan og tilheyrandi Stúta, Dreifara, Garðslönguvindur á fótum, handhægar Sagir til að saga greinar af trjám, Grasklippur, Garð- og Jarðyrkjuverkfæri af öllu tagi. — Alt úrvalsvörur. — Fá menn eins og annað lang- ódýrast í VERSL. B. H. BJARNASON. Þakjárn galv. og slétt, beslu leg. Asfalt- pappa, Gólfpappa. Rúðugler 3, 4 & 5 mm., Hurðarhjarir og Hurðarhúna á inni og útihurðir. Hurðarskrár frá 13.80 tylftin og alt annað til bygginga, verður nú sem fyr heppilegast að kaupa í VERSL. B. H. BJARNASON. ríkisrekstrar-bugmynd þeirra. Flokksbroti þvi, er fylgir Jón- asi Jónssyni frá Hriflu, er ekki trúandi til þess að vinna neitt gott fyrir verkamenn. Til þess skorlir það drengskap og rétt- lætistilfinningu. Þar tala verkin. Það barðist í lengstu lög gegn jöfnum kosningarrétti verka- manna við sjálft sig, og þegar skifta átti landi Garðakirkju og annars vegar álti í hlut fátæk alþýða í Hafnarfirði, en bins vegar hálaunaður cmbættis- maður í Reykjavík, þá lilaul hann landið eða „mýrina“, eins og það nú er kallað. „Af ávöxt- um þeirra skuluð þér þekkja þá.“ Hvað snertir hinn nýstofn- aða Bændaflokk, þá má ætla, að hann sé hlyntur þeim breyt- ingum á fyrirkomulagi atvinnu- veganna, er að framan getur, en liann hefir ekki gert neitt í því máli enn. Alt öðru máli gegnir um Sjálfstæðisl'lokkinn. Sem frjálslyndur og víðsýnn, en þó gætinn, og þar með heil- brigður umbótaflokkur í land- inu hefir hann, frá því fyrst hann var stofnaður, stutt að því í orði og verki, að verkamenn yrðu lilulhafar og sjálfsiæðir aðilar i atvinnufyrirtækjunum. Nægir þar að benda á úlgerðar- félögin „Bjarg“ og „Haukanes“ og eimskipafélagið „Isafold“, er starfrækt eru á þessum grund- velli, auk ýmissa annara fram- kvæmda, er Sjálfstæðismenn eru að hrinda á slað, svo sem bátahöfn Reykjavikur og á- byrgð bæjarsjóðs Reykjávíkur fyrir menn tii skipakaupa, er miða beint og óbeint að þvi að gera verkamenn að sjálfstæðr um aðilum í atvinnu sinni. Og enn mun Sjálfstæðisflokkurinn eiga eftir að vinna mikið í þessu lang-þýðingarmesta máli. En með því að gera verkamennina að efnalega sjálfstæðum aðil- um í framleiðslu þjóðarinnar, stefnir Sjálfstæðisflokkurinn að æðra takmarki, en það takmark er: afnám stéttabaráttunnar, eining hinnar íslensku þjóðar og heilbrigt þjóðar-uppeldi. Verkamenn til lands og sjáv- ar! Greiðið því Sjálfstæðis- flokknum atkvæði við alþingis- kosningar þær, er í liönd fara sjálfra ykkar vegna og þjóðar okkar, þar eð hann einn vinnur að þeim umbótum á kjörum ykkar og þjóðarinnar í heild, er að lialdi mega koma. Sigurður Guðjónsson. Bæjarfréttir Dánarfregn. Látin er í gærmorgun að heimili sínu, Stafholtsey í Borg- arfirði, frú Elin G. Blöndal, ekkja Páls heitins Blöndals, læknis, og móðir Jóns heitins Blöndals héraðslæknis í Borgar- firði. Frú Elín Blöndal varð há- öldruð, 92 ára, og bar ellina frá- bærlega vel. Hún var dóttir Jóns heitins Thoroddsen, skálds og sýslumanns. Veðrið í morgun: í Reykjavík 6 stig, ísafirði 10, Akureyri 8, Skálanesi 9, Vest- mannaeyjum 6, Hesteyri 7, Blöndu- ósi 6, Siglunesi 6, Grímsey 6, Raufarhöfn 9, Fagradal 8, Hólum í Hornafirði 9, Reykjanesvita 7, Færeyjum 8. Mestur hiti hér í gær 10 stig, minstur 3 stig. Úrkoma 1.5 mm. Sólskin í gær 1.5 st. Yfirlit: Grunn lægð að nálgast suðvestan úr hafi. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiðafjörður: Hæg sunnanátt í dag, en vaxandi suð- austankaldi í nótt. Rigning öðru hverju. Hlýrra. Vestfirðir, Norð- urland: Suðvestan og vestan gola. Skýjað en úrkomulítið. Norðaust- urland, Austfirðir : Suðvestan gola. Úrkomulaust. Suðausturland: hæg- viðri. Rigning í nótt. Jón Baldvinsson, forseti Alþýðusambands íslands, hefir f. h. þess sent öllum oliu- verslunum hér í bænum bréf, þess efnis, að „menn innan verkalýðs- félaga i Alþýðusambandinu vinni ekki að neinum flutningi á efni eða öðru, sem ætlað er til brúa og vegagerða“. „Undir það“, segir í bréfinu, „fellur bensin, sem nota á við bifreiðar í þessa vinnu“. Klykkir J. B. svo út með því að til- lcynna, að verkamenn í Alþ.s.b. ísl. „á sjó og landi vinni ekki að fiutningi eða afgreiðslu á bensíni ti! ojúnberrar vinnu og leggi kapp á, að slíkur flutningur og af- greiðsla verði meö öllu stöðvuð. — Þær tilraunir, sem gerðar kunna að verða við slíkan flutning og af- greiðslu af yðar hálfu, geta þvi leitt til deilu við Alþýðusamband- ið“. :— Af þessu má ljóst vera, að socialistar ætla sér að gera alt, sem í þeirra valdi stendur, til þess aö opinber vinna stöðvist, ef rik- isstjórnin beygir sig ekki fyrir of- beldinu. — Þessi framkoma soci- alista mælist að vonum illa fyrir, og jiykir ólíklegt annað en að hún komi þeim illa í koll í næsta mán- uði. Dr. Páll E. Ólason hefir verið settur bankastjóri Búnaðarbankans, i fjarveru Tryggva Þórhallssonar. Byggingarnefnd Háskólans. Fyrir nokkuru var kosin nefnd úr flokki háskólakennara til þess að gangast fyrir háskólabyggingu og hafa á hendi yfirumsjón bygg- ingarmálsins. Kosnir voru: Alex- ander Jóhannesson, fornr., Guðm. Hannesson, Magnús Jónsson, Sig- urður Nordal og Ólafur Lárussón. Samkomulag um skipun á stjórnmálaumrœð- mn í útvarpið yo. og 31. maí 1934, milli stjórnmálafélaga ungra manna í Reykjavík. — Rceðutími: Fyrra kvöldi'ð: 30 mínútur fyrir hvern flokk, sem skiftast i tvent, 20 og t o mínútur; siðara kvöldið : 32 mín- útur fyrir hvern flokk, sem skiftast i þrent, 15, 10 og 7 mínútur. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.