Vísir - 29.05.1934, Blaðsíða 4

Vísir - 29.05.1934, Blaðsíða 4
VISIR K j ðtkvapnip fyrir refabú útvegum við frá „HUSQUÁRN A“. Þær bestu sem þekkjast. Þópðup Sveinsson & Co. ÚtvarpsFréttip. —o---- Róstur í Búlgaríu. London, 28. maí. FU. í Sofia uröu róstur i dag i sam- bandi viö árshátiS Makedóniu- manna í minningu ])eirra, sem féllu í sjálfstæ'ðisbaráttu þeirra. Make- dóníumenri borgarinnar, sem eru um 3000 að tölu, tóku fyrst þátt í guösþjónustu og söfnuöust síöan saman fyrir framan konungshöll- ina og sungu uppreistarsongva og hrópuöu „niður meö stjórnina.“ Allar kröfugöngur og stjórnmála- samkomur höföu áSur veriö bann- aöar og sundraöi riddaraliö lög- reglunnar hópnum, en nokkurir særðust. ! V Landskjálftar í Grikklandi. Berlin í morgun. FU. Jaröskjálftar hafa enn orðið í Cirikklaiicli, “ á sömu slóðum og jarðskjálftarnir miklu urðu í fyrra, j*cn þeir voru þó miklu vægari nú, og hefir ekkert manntjón lilotist af þeim, svo frést hafi, en mörg liús hafa skemst, meira og minna, og nokkur hrunið. íbúarnir á land- skjálftasvæðinu hafast við undir beru lofti af ótta við nýjar hrær- ingar. Ægilegt bifreiðarslys. Berlín 29. maí. FU. Ægilegt bílslys vhrð í Suður- Frakklandi í gær. Almenningsbif- reið rakst á trjástofn, og- stóð jafn- skjótt í Irjörtu báli. Aðeins bílstjór- inn’og tveir farþegar gátu bjarg- að lífinu, en 13 manns fórust i eldinum. Það ær álitið, að bílstjór- inn hafi sofnað við stýrið, og hefir hann verið tekinn fastur, meðan rannsókn málsins stendur yfir. Póstflugferðir ; yfir Suður-Atlantshaf. London 28. mai. FtJ. í gærdag fór fyrsta franska póstflugvélin yfir Atlantshaf, og var það Arcon Ciel, sem var flogið frá Senegal, á vesturströnd Afriku, til Port Natal, á austurströnd Suður-Ameriku. Lagt var af stað snemma morguns frá Senegal, og komið til Port Natal snemma i gærkveldi. Verkföll í Bandaríkjunum. U-mboðsmenn Bandaríkjastjórn- arinnar, sem hafa undanfarna daga reynt að koma á sættum í verkfall- inu í Toledo’ i Ohio, tilkyntu í gær- kveldi, að þeir vonuðust eftir sam- komulagi i dag. Þeim hefir tekist að fá atvinnurekendur og verk- fallsmenn til ])ess, að senda full- trúa á fund, sem á að halda í kveld, en áður hafa ]>eir lagt fyrir báða aðila málamiðlunartillögur, sem á- kveðið hefir verið að leggja til grundvallar umræðum. í dag samþykktu allir starfs- menn við rafveitur, og allir raf- virkjar borgarinnar, að hefja verk- fall næstkomandi fimtudag, nema samkomulag i fyrra verkfallinu næðist fyrir þann tima. E. s. Lyra fer héðan fimtudag 31. þ. m., kl. 6 e. h. til Bergen um Vest- mannaeyjar og Thorshavn. — Flutningur tilkynnist fyrir hádegi á fimtudag og farseðlar sækist fyrir sama tíma. Nic. Bjarnason & Smíth. LÁTIÐ GRAFA nafn yðar á sjálfblekunginn áður en þér týnið honum. Ingólfshvoli. —- Sími: 2354. HÚSMÆÐUR! Farið í „Brýnslu", Hverfisgötu 4. Alt brýnt. Sími 1987. Veidimenn. Laxalínur, silki, frá kr. 9.00 pr. 100 yards. Silunga- og laxastangir, frá kr. 3.85. Silunga- og laxahjól, frá kr. 3.00 Laxa- og silungaflugur, á 0.50 og 1.50. Fjölbreyttasta úrval af allskonar gerfibeitu. Stálkassar undir veiði- tæki, stórt úrval. Margar nýjungar. Lægst rerð. Sportvöruhús Reykjavíkur, N o r s k a r loftskeytafregnir.. Oslo, FB. 28. maí. Samkomulag. Verkamenn í verkalýðsfélag- inu í Röros liafa með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða fallisl á lillögur um launakjör við kop- arvinslu. Launin vcrða 70 aur- ar á klst. þegar koparverð er 37 sterlingspund sml., en 65 aur- ; ar þegar koparverðið er 33—37 stpd., en 60 aurar á klsí. þegar verðið er tindir 33 stpd. Fjárhagsáætlun Osló-borgar. Oslo, FB. 28. maí. Borgarstjórinn í Osló liefir lagl fram aukafjárhagsáætlun fyrir komandi fjárhagsár. Nið- urstöðutölur eru 28,5 milj. kr. Gert er ráð fvrir að taka 10 milj. króna lán. Rotbart- Saperfme er næfurþunt blað, fok- hart, flugbítur, þolir mikla sveigju og brotnar ekki í vélinni. Passar í allar eldrj gerðir Gillette-rakvéla. — Fæst í flestum búðum. HWK5ÍSÍ XS! S!5íS!S5S!55S'5!S! S!S5S!5!5!5!55SíS< Bíló er fljótandibíla- bónsem,hefir þann eigin- leika að hreinsa öll óhreinindi af bilfreiðum, - reiðhjólum og öðrum farartækjum, samtímis og það gerirþau fagurgljá- andi. Bíló er einnig ágætt húsgagna- bón á lakkeruð húsgögn og alls- konar vax- og linoleum dúka. Húsnæði við eina aðalgötu bæjarins, hentugt fyrir mat- sölu eða iðnað, er til leigu nú. Arni & Bjarni. Sími 3417. (1511 Sölubúð með bakherbergi til leigu. Verð 50 kr. um mánuð- inn. Uppl. í sima 3664. (1517 Gott lierbergi lil leigu. Að- gangur að haði fylgir. Ódýrt. Uppl. Hverfisgötu 102, miðliæð. (1509 Einhleyp stúlka eða mæðgur geta fengið leigða sólrika stofu (forstofuinngangur), gegn því að hjálpa til við liúsverk. — A. v. á. (1504 Maður í fastri atvinnu óskar eftir íbúð strax, 2—3 herbergi og eldhús. Uppl. í síma 2770. (1503 2—3 herbergi og eldhús ósk- ast. Uppl. í síma 3963. (1502 Sólrík stofa, með aðgangi að eldhúsi, til leigu. Sími 2857. — (1499 Sólríkasta íbúð í bænum, 3— 5 herbergi og eldhús til leigu frá 1. júni n. k. Upplýsingar í síma 2357 og 3110. * ' (1482 Sólrík stofa til leigu. Uppl. í síma 2674. (1498 Lítil íbúð, 1 herbergi og eld- hús, eða eldunarpláss, óskast. Uppl. í síma 4559. (1489 Í' míiift ni 1« ~Tír«MHtfcwr’ii'iHil>ii'i<i|.itÍilllfSli'%, VINNA | Stúlka, vön karlmannafata- saum, óskast nú þegar. P. Ammendrup klæðskeri Klapp- arstíg 37. (1488 Duglegur maður, sem er van- ur allri sveitavinnu og kann a'ö mjólka, óskast í Vor og sumar. Uppl. gefur Högni Halldórsson hjá Mjólkurfélaginu. (1453 Stúlka vön heyvinnu óskast um sláttinn, á gott heimili í Dalasýslu. — Uppl. hjá Guðm. Þorsteinssyni, gullsmið. Banka- stræti 12. (1507 Stúlka óskast í vor og sumar — helst í ársvist — á fáment lieimili í Dalasýslu. Mætti hafa með sér slálpað harn. Uppl. hjá Guðm. Þórsteinssyni, gullsmið, Bankastræti 12. (150fr Stúlka óskar eftir ráðskonu • slöðu, helst hjá einhleypum manni. Uppl. á Seljaveg 13, eft- ir kl. 7 í kvöld. (1497 Tvær duglegar stúlkur óskast í alt vor og sumar, á gott heim- , ili í grend við Reykjavík. Uppl. á Skólavörðustíg 35, 7—9 e. h. 1 (1496 Stúlka óskar eftir visl i mán- uð. Uppl. í síma 2034. (1493 Telpa, 11'—12 ára, óskast til að gæta barns. Guðrún Ólafs- dóttir, Austurstræti 5. (1490 Notaðir itHakkar eru kejrptir i dag og á morgim. 8LEÍPNIR, Laugaveg 74. Sími 3646. Drengjafrakkar og telpukáp- ur. Mest úrval. Versl. Snót, Vest- urgötu 17. (1429 Hf. Efnagerð Reykjavíkur. kem. tekn. verksmiðja. er suðusúkkulað- ið sem færustu matreiðslukonui* þessa lands liafa gefið sín BESTU MEÐMÆLI. Lítið herbergi með húsgögu- um óskast nú þegar. — Uppl. í síma 2400 á milli 7—8. 1505 Slofa og eldhús til leigu. Sími 2363. ' ' (1486 Stór stofa og' eldhús óskast, eða Ivö lítil. A. v. á. (1481 SólríkL loftherbergi mcð eld- unarplássi til leigu. — Uppl. Nönnugötu 0, Bjargliús. (1178 2 góð herbergi til leigu fyrir cinhleypan reglusaman mann. Nýlendugötu 7. (1477 Forstofustofa til leigu, Berg- staðstr. 31A uppi. (1476 Ódýrt lierhergi til leigu fyrir reglusaman mann. Fæði á sama stað. Uppl. í síma 2442. (1512 Góð kjallaraíbúð til leigu frá 1. júní i Hellusundi 3. (1491 j Klæðskerasvein vantar nú þeg'ar. P. Ammendrup klæð- skeri. Klapparstíg 37. (1487 Skatta- og útsvarskærur skrif- ar Helgi Sívertsen Austurstræti 12. Sími 3582. (1484 2 stúikur óskast upp í Borgar- fjörð, önnur strax. Uppl. Hverf- isgötu 76. (1483 Telpa 11—12 ára óskast til að gæta barns. Uppl. Ingólfsstr. 21A. (1480 Ráðskonú vantar í sumar, á sveitaheimili í Dalasýslu. Mætli hafa með sér ungling. Tilboð með kaupkröfu sendist í póst- hólf 733. (1475 Stúlka eða unglingur óskast á emhættismannslieimili í sveit, 1 til 2 mánaða tíma. Uppl. Freyjugötu 39. (1471 Smiður vanur steypuvinnu óskast við að byggja hús á Snæ- fellsnesi. Upplýsingar á Ránar- götu 11, eftir kl. 7 á morgun. (1473 Útsvarskærur, skattalcærur, skrifar Jón Kristgeirsson, Loka- stíg 5. (1247 DUGLEGUR maður, sem er vanur við að mjólka kýr, getur fengið atvinnu. Hátt kaup. Uppl. á afgr. Álafoss. (1516 Góða og vandaða stúlku vantar nú þegar. Gesta- og sjó- mannaheimili Hjálpræðishers- ins. (1515 Telpa óskast lil að gæta barns. Gotl kaup. Uppl. Vest- urgötu 12. (1514 Stúlka, vön húsverkum, ósk- ast um mánaðar tíma. Uppl. Leifsgötu 30, eftir kl. 7. (1513 Laugaveg 49 (bakliúsið) fáið þér nýja dívana á 35 og 45 kr., og 2ja manna dívana á 65 og 70 kr. Dívanskúffur 7 kr. Við- gcrðir mjög ódýrar og vandað- ar. (1485 Lítið reiðhjól til sölu. Uppl- i Timburverslun Árna Jóns- sonar. (1489 Legubekkur til sölu með tækifærisverði. Sellandsstíg 16. Sími 4760. (1479 Sumarkjólaefni er best að kaupa í Versl. Snót, Vesturgötu 17. — (1428 Haraldur Sveinbjarnarson selur allskonar varahluti í Forcf og Chevrolet. (1256 BÍLL, í góðu standi, óskasl til kaups. Má vera blæjubíll. Tilgreint verð og tegund, og hve mikið keyrður. Tilboð legg- ist í box 903 fvrir 1. þ. m. (1518 Kvenkápa, samkvæmiskjóll og smokingföt lil sölu á Blóm- vallagötu 10. (1510 Dragt, lcápa og kjóíl á meðal kvenmann til sölu með tæki- færisverði. Kirkjutorg 4, iippi. (1508 Barnavagn til sölu. Laugaveg 30B, uppi. (1500 Ágætur rabarbari á 60 aura ldlóið, fæst í Matarhúð Slátur- félagsins, Laugaveg 42. (1495 Lítið steinliús í áusturbænum óskast keypt. Uppl. gefur Jón Hansson, Ingólfsstræti 18, ld. 6—8 síðdegis. (1492: FÉLAGSPRENTSMIÐJAN.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.