Vísir - 14.06.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 14.06.1934, Blaðsíða 2
VlSIR liD) telffilH] 1 lÖLSEINlll ÚTRÝl flugu „AER0X0N“fln WIÐ num með paveiðarum. la Heimspekin i óreifln! „Heimspeki svindlaranna“, heitir grein, sem birtist i Alþbl. í gær. Dásamar blaðið mjög sjálft sig fyrir það, að það láii reiði sína ganga jafnt yfir „rétt- láta og rangláta“, flokksmenn sína sem andstæðinga, þegar það átelji það, sem miður fari, svo sem misfellur þær, sem séu á meðferð Halldórs Stefánssonar á fé Bruna- bótafélagsins. En í sömu and- ránni er blaðið að revna að klóra yfir það, sem það liefir áður upplýst um hlutdeild eins flokksmanns síns i þessum mis- fellum! Blaðið segir um Pétur, son H. St., að hann sé viður- kendur reglumaður i einu og öllu og njóti mikils trausts fé- laga sinna, en skyldleiki hans við H. St. hafi engin áhrif á af- stöðu blaðsins til af brota H. St.! Á dögunum taldi bíaðið Pét- ur samsekan föður sínum, að minsta kosti að einhverju leyti, vegna láns þess, er hanh hafði fengið hjá Brunabótafélaginu. Nú hefir blaðinu verið bent á það, að það væri óviðfeldið fyr- ir alþýðuflokkinn, að hafa í kjöri við þingkosningar, í bar- áttusæti á lista hér í Reykjavík, mann, sem blað flokksins teldi samsekan um refsiverða með- ferð á opinberu fé. Þessu snýr nú Alþýðublaðið þannig við, að blöð sjálfstæðismanna telji það „óviðfeldið af Alþýðublaðinu að skýra frá afbrotum H. St.“, vegna skyldleika feðganna! — Nú læst blaðið ekkert vita um þá samsekt þeirra, sem það var að átelja á dögunum. Er það af því, að það var aðalritstjóri blaðsins, keppinautur Péturs um fjórða sætið á lista alþýðu- flokksins, sem skrifaði fyrri greinina, en „hjálparkokkur- inn“, V. S. V., er liöfundur þeirrar síðari? Væri ekki réttast fvrir Al- þýðublaðið, að reyna að komast að ákveðinni niðurstöðu um það, livort Pétur sé samsekur föður sínum eða ekki? Þá fyrst er hægt að mynda sér skoðun um það, livort það muni ekki einmitt eiga við alþýðuflokkinn, sem sagt er í blaðinu í gær, að ef maður sem „missjái sig á fé almennings“ sé flokksmaður, „þá sé ekkert að því að finna“. — Hefir P. H. misséð sig á fé almennings, með því að fá hjá Brunabótafélaginu lán það, sem hann hefir fengið með atbéina föður síns? Þessari spurningu verður Al- þýðublaðið að svara alveg á- kveðið. — Og þegar ])að svar er fengið, væri ef til vill ekki úr vegi að grenslast eftir afstöðu blaðsins til annara flokks- maiina þess, sem Iiafa liaft með höndum opinbera sjóði, svo að enn betur verði gengið úr skugga um það hvaða „heim- spcki“ blaðið aðhyllist, þegar um hátterni flokksmanna þess er að ræða. Símskeyti —o— Utanríkisverslun Breta. London, FB. 14. júní. Bráöabirgöarksýrslur um inn>. og útflutning í maímánuöi hafa veriö birtar. Samkvæmt þeim hefir innflutningurinn numið 61.7 milj. sterlingspunda og nemur aukning- in frá því er var í aprílmánuöi 5.4 milj. stpd. — Útflutningurinn í maímánuöi nam 32.7 milj. stpd. eöa 2.6 milj. stpd. aukning frá því er var í apríl. (United Press). Utanríkisverslun Þjóðverja. Berlín, FB. 14. júni. Innflutningurinn í maímánuði s. 1. nam 379.6 miljónum marka en i aprilmánuði nam hann 398.2 milj. rm. Útflutningurinn nam 3374 milj. rm., en í aprí! 315.8 milj. rm. (United Press). t i Skilnaðarbarátta Kataloníu. Ummæli Company’s. Barcelona, FB. 14. júní. Company hefir í viðtali við Unit- ed Press sagt: „Við framkvæm- um lögin, sem dómstóllinn í Mad- rid úrskuröaði ógild — án tillits til þess, hverjar afleiðingarnar verða.“ Frakkar óttast Þjóðverja. París i maí. FB. Frakknesk blöð ræða nú mikið um það, að Þjóðverjar séu að koma sér upp stoðvum í þrjátíu kílómetra fjarlægð frá þýskfrakk- nesku landamærunum, til þess að skjóta frá „rakeftum“, ef til ófrið- ar kemur milli Fraklca og Þjóð- verja. Fullyrða Idöðin, aö frá ♦stöðvum þessum verði hægt að senda rakettu-skot 200 kílometra vegalengd og sé útbúnaðurinn orð- inn svo fullkominn, að hægt sé að miða á vissa staði, t. d. járnbraut- arstöðvar, skotfæraverksmiðjur o. s frv. Eitt blaðið heldur því fram, að þjóðverjar ætli sér að hafa 5000 rakettubyssur á landamæra- linunni frá Belgíu til Svisslands og verði liægt á einni nóttu að senda inn yfir Frakkland úr, þeim skot, sem samtals vegi 50,000 smá- lestir. — Ef þetta reyndist rétt, segja frakknesku blöðin, korna hinar dýru víggirðingar Frakka á vesturlandamærunum að litlum eða engum notum. Hvetja blöðin mjög hermálaráðuneytið til þess að gefa þessu máli gaurn. (United Press). E-listinn er listi sjálfstæðismanna. Dpp komast svik am síðir. Menn muna þaðT að er kosn- ingaúrslilurðukunn í fyrrasum- ar, báru sjálfstæðismenn fram þá kröfu, að Alþingi yrði þegar kallað saman til aukafundar og kosningar færu fram þá þegar um liaustið. Eftir mikið þóf varð það ofan áT að aukaþingið var haldið í fyrra liaust ogþann- ig fullnægt þeirri sjálfsögðu kröfu, að fjárlög yrðu ekki af- greidd fyrr en húið væri að kjósa alþingismenn skv. nýju stjórnarskránni. Hinu, að kosp- ingar færu fram þá þegar um hauslið var algerlega neitað af forsætisráðlierra. Bar hann það einkum fyrir sig, að þar sem ekki væri ákvæði um það í stjórnarskrárfrumvarpinu, hve- nær hún skvldi öðlast gildi, þá yrði það ekki skv. þar um gild- andi ákvæðunK i lögum frá 24. ágúst 1877, fyrr en 12 vikum eftir, að birl liefði verið i B- deild stjórnartíðinda, að hún væri komin út í A-deild þeirra. Þetta lilyti hinsvegar að leiða til þess, að kosningar gætu ekki farið fram fyr en um liávelur. Sjálfstæðismenn sýndu þegar i stað fram á, að ekkert væri hægara en að breyta á auka- þinginu ákvæðunum um gildis- töku laga,- annaðhvort alment eða í þessu sérstaka tilfelli. Væri með því móti hægurinn hjá, að láta stjórnarskrána ganga svo snemma í gildi, að kosningar gætu hennar vegna farið fram þá þegar um Iiaustið, löngu áður en vetur gengi í garð. Gegn þessu risu framsóknar- menn öndverðir, með forsætis- ráðherra i broddi fylkingar. Löghlýðni þeirra var nú orðin svo mikil, að þeir töldu með öllu óheimilt, að breyta í þessu skyni ákvæðunum um birtingu laga! Töldu þeir, að sjálfstæðis- mönnum hefði frá upphafi ver- ið þetta ljóst, sögðu þá stefna að því að svifta allan bændalýð landsins kosningarrétti með því að láta kosningar fara fram um hávetur. Varð það því úr, vegna þessara gömlu ákvæða um birt- ingu laga, að kosningunum var frestað fram til vorsins til þess að alt gæti þá farið löglega fram. Því fór þó fjarri, sem siðar mun lýst verða, að umhyggja fvrir lögunum liafi ráðið af- stöðu framsókuarmanna til málsins. Hin raunverulega á- stæða var sú, að í fyrrasumar eftir kosningarnar töldu ráð- andi 'menn l’ramsóknarflokks- ins, að kosningar þá slrax um haustið mundu ríða flokknum alveg að fullu, þar sem flokks- menn mundu ganga sundraðir og lausir til bardagans, eftir hinn liörmulega ósigur þeirra þá um sumarið. Ráðagerð þeirra var því sú, að reyna að hrifsa völdin í landinu undir sig í vetur ásamt sócíalistum og rcyria síðan að sameina liina sundruðu flokkshjörð með þvi að setja upp allsherjar „beina- verksmiðju“ lianda flokks- mönnum, fvrir ríkisins fé. Til þess að koma þessari þokkalegu ráðagerð fram þurfti liins veg- ar að koma i veg fyrir, að kosningar færi fram þá þegar. Það var i þessu skyni, sem fx'amsóknarmenn gerðusl skyndilega verðir löghlýðninn- ar. í skjóli liennar fengu þeir og kosningunum frestað og Verzlnn Ben. S. Þúrarinssonar bfðr bezt kaup. Ljáblöðin bjöðfrægn, sem eru Iandskunn að því að bíta allra blaða best. Carbo- rundumbrýnin óviðjafnanlegu sem reynst hafá að vera bestu Ijábrýnin hvarvetna í heimin- um. Hverfisteinar, margar stærðir. Norsku Kvernalandsljá- ina, Dengingasteðja, Ljáklöpp- ur, Mjólkurbrúsa, Nautabönd, Nasahringi og alt annað sem hver búandi þarfnast, verður nú sem fyrr heppilegast að kaupa í VERSL. B. H. BJARNASON. liugðust þannig vel á veg komn- ir með sitt dufda ráðabrugg. En það varð jafnsnemma, að samsæri framsóknar-forkólf- anna og sócíalista fór út um þúfur og forsætisráðherrann glej’in.di löglxlýðninni. Enn eru þau í fullu gildi ákvæðin frá 1877 um, að 12 vlkur þurfi að líða frá birtingu laga og þar til þau‘taka gildi, ef ekkert annað er um það ákveðið i Iögunum sjálfum; og enn gildir þetta jafnt um stjórnarskrána og önnur lög. En livernig fer nú forsælisráðherrann að um birt- ingu þessara laga, sem velferð þjóðarinnar átti að vera komin undir í fyrra, að lialdið yrði í gildi? Hann lætur það dragast fram i marslok að staðfesta stjómarskrána, þótt ekkert hefði verið hægara en að fá hana staðfesta þegar fyrir ára- mót. Það er því ekki fyrr en 24. mars að staðfesting hennar og úlkoma í A-deild er birt íB-deild stjórnartíðindanna. 12 vikur þurfa að líða frá þeim degi til þess að húu taki gildi, og verð- ur það því eklci fyrr en 16. júní n. k., eða rétlri viku áður en kosningar fara fram! Nú er það að vísu svo, að ef um stjórnar- skrána eina væri að ræða, þá væri þetta fullnægjandi, en liér fylgir Ixöggull skammrifi. Sakir breytinga þeirra, sem í stj.skr. eru á kosningarrétti, kosningar- aðferð o. fl., þurfti einnig að breyta kosningalögunum til Al- þingis. Þetla var og gert sem kunnugt er. Hitt leiðir af sjálfu sér, að þessi breyttu kosninga- lög gátu ekki öðlast gildi fyrr en, stjórnarskráin, sem þau hvíla á. Þess vegna mælir einn- ig 152. gr. kosningalaganna nýju svo fyrir: „Lög þessi öðl- ast gildi samtímis stjórnar- skrárbreytingu þeirri, sem sam- þykt er af Alþingi haustið 1933, og falla þá jafnframt úr gildi“ liin eldri kosningalög. Skv. framansögðu efu þvi , gömlu kósningalögin enn í gildi, og’ hin nýju ganga ekki í gildi fjn-r en þann 16. júní n. k. Nú er það vitað, að allur undirbúningur kosninganna fer — og verð- ur að fara, skv. eðli málsins — fram eftir nýju lögunum. En forsætisráðherrann hefir séð svo fvrir, með því að draga ó- hæfilega lengi að láta staðfesta stjórnarskrána, að allur þessi undirbúningur er ólöglegur. Fjarri fer því, áð Yísir vilji lialda því fram, að fyrir þessar formlegu ástæður sé kosning- arnar ógildanlégar. Hið lifandi líf og eðli málsins kreí'st þess vitanlega, að iitið sé frarn hjá. liinum formlega galla. — En — skýrari sönnun fyrir yfir- dre])ska]i framsóknarmanna í sambandi við kröl’una um kosn- ingarnar i fyrra haust, væri ekki iiægt að fá. Ofriðarbættao. Samvinnu Frakka og Belgíumanna í herttaðarmáTuin lokið ? Frá Brússel er símaö þ. 22. maí til amerískra bla'ða, að birt hafi verið fregn, sem hafi vakið fá- clæma athygli, fyrst af öllu vegna þess, að hún er talin frá stjóm- inni komin en' einnig vegna þess, að í henni er gefið í skyn, að Frakkar vi’nni að því að koma á lxandalagi gegn Þjóðverjum, með tilstyrk Sovét-Rússlands og Litla bandalagsins. Áður hafði forsætis- ráðherra Belgíu, de Broqueville greifi, tekið aðra stefnu í af- vopnunarmál'unum en Frakkar, einkanlega að því er snertir víg- búnaðarkröfur ÞiÖðverja. Eftir þessu hafa Belgíumenn hallast frekara að Englendingum í þess- um málúm að undanfömu, en eins og kunnugt er, liefir verið mjög náin samvinna : hernaðarmálum miTl'i Frakka og Belgíumanna frani að þessu. Eregn sú, senx hér um ræðir, er birt í blaði, sem hefir styrk frá stjóminni, en í tilkynningunni segir, að Belgíu- rnenn ætli sér ekki að taka þátt í styrjöld milli Frakka og Þjóð- verja. Ennfremur er sagt, að Belgíumenn vilji ekki taka þátt í bandalagi Frakkíands, Sovét-Rúss- Iands og Litla bandalagsins, en hugmyndina að því fékk Herriot, þá er hann öðru sinni hafði verið á ferðalagf í Sovét-Rússlandi. í fregninni segir, að Belgíu sé engin trygging i bandalagi þessu, oglögð áhersla á, að Belgíumönnum væri affarasælast að vei'a hlutlausir, ef til styrjaldar kæmi. Er bent á ýms- ar yfirvofandi hættur, svo sem í J sambandi við Saar-atkvæðagreiðsl- una, t. d. að ef til óeirða kæmi þar myndi Frakkar án efa senda þang- að her nxanna til verndar þeim 10.- 000 Frökkum, er þar eru búsettir. — Þá er að því vikiö í skrifum um þetta að Frakkar stefni og að því, að íá stuðning Balkanskagaríkj- anna og smáríkj^nna við Eystra- salt og ér þetta alt gert í þeim til- gangi, að koma í veg fyrir að Þýskaland geti ^flst hernaðarlega og á annan hátt undir -stjórn naz- istanna. Að Jxessum málum hefir lítilsháttar verið vikið í skeytum og segir þarf eins og mönnum mun í fersku .minni, að Frökkum hafi orðið mikið ágengt meö þessi á- form sín, en Englendingar hafi reynt að konxa í veg fyrir þau, án árang'urs. Trúarbragðafrelsi I Rússlandi. Blaðið „Observatore Romano“ skýrir svo frá: Grísk-kaþólskur söfnuður í þorpi nokkru í Rú- meníu, rétt við fljótið Djestr, var að halda páskasamkomu aðfaranótt þess 8. apríl s. !. — Páskar grísk- kaþólsku kirk'junnar voru viku síðar en páskahátíð vestrænna þjóða. — Á fljótsbakkanum Rúss- lands megin, söfnuðust saman þús-> undir Rússa til að hlustaxiklukkna- hringingar og sálmasöng yfir fljót- ið ; féllu þeir á kné og gerðu bænir sínar í hljóði meðan Rúmenar sungu. — Það var átakanlegt sýn- ishorn ]æss að tilbeiðsluþrá var ekki horfin Rússa megin. — Rúm- enum þótti vænt um aö geta sung- iö páskasálma fyrir trúbræður .sína, — én alt í einu fór kyrðin og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.