Vísir


Vísir - 18.06.1934, Qupperneq 3

Vísir - 18.06.1934, Qupperneq 3
VISIR KAUPH0LLIN 11 Iiafnarstræti 10—12 (Edinborg). Sími: 3780. 1. « Opið kl. 4—6 (á laúgardögum kl. 1—3). Mlutabréf. Höfum kaupendur að hlutabréfum í ýmsum fyr- irtækjum. Þrátt fyrir það, að allir þessir flokkar vinna gegn Sjálfstæðis- flokknum, er hann i svo miklu áliti með þjóðinni, að fullvíst má telja að liann fái eins mikið eða ef til vill meira atkvæða- magn en allir liinir flokkarnir til samans. Það skal engu spáð um það að svo stöddu, livort Sjálfstæðisflokkurinn fær meiri hluta á þingi. Það er alt undir því komið, livort allir þeir, sem fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum, gegna þeirri sjálfsögðu skyldu að neyta atkvæðisréttar síns á kjördegi. Geri þeir það, þarf engu um úrslitin að spá, þvi að þá nær flokkurhm meiri- hlutavaldi á þingi i sínar hend- ur. Það er því inikið undir þvi komið, að allir sjálfstæðismenn vinni nú ósleitilega að því, að menn sæki kjörfund og neyti alkvæðisréttar síns. Það er undir þeim komið, sem hafa tilhneigingu til þess að sitja heima, af því þeir húast við, að sigurinn vinnist, án þess að þeir leggi franí krafta sína. En það er mest undir þvi komið, að þessir verði með. Þeir geta ráð- ið úrslitum. Ef þeir sitja heima, getur afleiðiiigin orðið sú, að þrátt fyrir glæsilegan sigur vinnist ekki það sem þarf, að flokkurinn fái meiri hluta á þingi. Sjálfstæðiskjósendur verða því að rifja upp fyrir sér þessa dagana, livernig skilað var í héndur framsóknarmönnum og hvernig þeir skildu við, er lok's var tekið i taumana, og þeir liraktir frá völdum við lítinn orðstír. Það var í stuttu máli þannig, að árin áður en fram- sóknarmenn mynduðu stjórn var landinu vel stjórnað, fjár- málunum komið i gott liorf, grynkað á skuldunum og jafn- franxt sótt fram. Aldrei liefir nokkur flokkur haft eins góð skilyrði til þess að vinna ])jóðþrifaverk og fram- sóknarflokkurinn, er hann tók við völdunum. Fjárliagur ríkis- ins var áð komast í gott hörf og skuldahyrðarnar liöfðu lést að miklum mun. Hvert góðærið kom á fætur öðru. I stað þess að fylgja sömu fjármálastefnu i og fyrirennararnir, fóru fram- ! sóknármenn með Jónas Jóns- son í broddi fylkingar út á aðr- ar hrautir. Þeir lögðu út á hraut , cyðsluseminnar. Stórfé vár | eytt í hina og aðra vitleysu, stundum í algerðu heimildar- leysi. Alt var sleikt í botn og þá var lánað stórfé til þess að geta haldið áfram að eyða og sóa. Loks var tekið i taumana og hinir gætnari framsóknarmenn, sem sáu að alt myndi komast í kalda kol, ef svo væri lengur á- fram lialdið, tóku í taumana og árangurinn varð sá, að sam- steypustjórn var mynduð með þátttöku sjálfstæðismanna, til þess að bjarga öllu frá hráðum voða. Sú stjórn liefir ástundað að fara gætilega og margt má gott um hana segja, þótt menn séu að vonum, sjálfstæðismenn jafnt og aðrir, óánægðir með ýmsar gerðir hennar og að- gerðaleysi í sumum málum. Þannig hefir þjóðin ekki enn verið losuð við verslunarhöft- in, en þess er nú væntanlega skamt að bíða, að þau verði af afnumin, a. m. k. ef sjálf- stæðismenn allir sem einn gera skyldu sína þ. 24. þ. m. Sjálfstæðisflokkurinn gengur fram fyrir þjóðina með góða samvisku. Hann veit, að liann er þess megnugur, að bæta f jár- liag lands og þjóðar, ef hann fær meirihluta vald á þingi. Leiðtogar ]>essa flokks eru revndir, þjóðnýtir menn, sem kjósendur vita af reyndinni, að óhætt er að treysta. Þeir taka upp þá stefnu í fjármálum, sem fylgt var áður en þeir urðu ráð- herrar Jónas Jónsson, Tryggvi Þórliallsson og Einar Árnason, sem studdir voru til valdanna af Héðni Valdimarssyni, Jóni Baldvinssyni og öðrum sócíal- istaforsprökkum. Hvort vilja menn nú lieldur, að tekin verði sú stefna í fjár- málum og landsmálum yfirleitl, er leiðir til farsældar fyrir þjóðarlieildina, þ. e. sjálfstæðis- stefnan, eða að farið verði aft- , ur út á braut eyðslusemi og lán- j töku, eins og á stjórnarárum framsóknarmanna, en sócíalist- ar bera vissulega ábyrgð á öllu því, sem miður fór á þeim ár- um, með framsóknarmönnum. I raun og veru er að eins um tvent að velja, rauðu stefnuna og sjálfstæðisstefnuna. Það má telja víst, að Sjálfstæðisflokk- urinn vinni glæsilegan sigur í i kosningunum, en hann verður 1 að vinna svo glæsilega, að hann ! sigri alla hina flokkana. Og sá sigur vinst, ef allir, sem sjálf- stæðisstefnunni fylgja, gera skyldu sína. * E S'M.* Lokafundar Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík io st., ísafirði 5, Akureyri 6, Skálanesi 5, Vest- mannaeyjum 6, Sandi 7, Kvígindis- dal 7, Hesteyri 5, Gjögri 4, Blöndu- ósi 8, Siglunesi 4, Grímsey 5, Rauf- arhöfn 5, Skálum 5, Hólunt í Hornafirði 7, Fagurhólsmýri 6. Reykjanesvita 9. Méstur hiti í Rvík í gær 13 st., minstur 7 st. Úrkoma 1,0 mni. Yfirlit: Grunn lægð fyrir sunnan Island á hægri hreyfingu austur eftir. — Horfur: Suðvestur- land: Suðaustan og austan kaldi. Þykt loft og dálítil rigning, Faxa- flói: Austan og norðaustan gola. Skýjað, en úrkomulaust að mestu. Breiðafjörður, Vestfirðir. Norður- land: Austan og norðaustan kaldi. Úrkomulaust og sumstaðar léttskýj- að. Norðausturland, Austfirðir, suðáusturland : Austan og norðaust- an gola. Þykt loft og lítilsháttar rigning. 60 ára er i dag frú Karólína Bjarnason, f. Söebeck. Es. Esja er væntanleg til Vestmannaeyja í k\reld og hingað i fyrramálið. Framboðsfundir hafa staðið yfir í Vestur-ísa- fjarðarsýslu að undanförnu. Þeir Ásgeir forsætisráðherra Ásgeirsson og Guðm. Benediktsson bæjargjald- keri, frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins í V.ísafjarðarsýslu, eru væntanlegir hingað til bæjárins á morgun eða miðvikudag. Landskjáli'tasamskotin \’ísir átti í morgun tal við Stefán Þorvarðsson, fulltrúa í Stjórnar- ráðinu, og spurðist fyrir um, hve mikið væri innborgað til hans af samskotafé til fólksins á land- skjálftasvæðinu. Kvaðst hann hafa tekið á móti liðlega 22 þús. kr. Þar eru ekki taldar ]>ær 10 þús. kr., sem S.Í.S. hefir lofað að gefa. — Nyrðra mun hafa verið innborgað um 7 þús. kr. Landskjálftarnir. • Afgreiðsla Vísis, Austur- stræti 12, tekur á móti sam- skotum til þeirra, sem orðið hafa fyrir tjóni af völdum landskjálftanna nyrðra. Útvarpsumraeður um stjórnmál hefjast i kveld kl. 8. Ræðutími er 30 mínútur í einu lagi fyrir hvern flokk. Röð flokk- anna er sem hér segir: 1. Alþýðu- flokkur. 2. Bændaflokkur, 3. Framsóknarflokkur, 4. Kommún- istaflokkur, 5. Sjálfstæðisflokkur, 6. Þjóðernissinnar. — í kveld tal- ar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins Jón Þorláksson borgarstjóri. E-listinn er listi sjálfstæðismanna. Höfnin. Færeysk skúta kom inn í morg- un, vegna vélbilunar. Hún er á leið til Grænlands. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss er á leið til Vestmanna- eyja frá Kaupmannahöfn. Goða- •foss er hér. Fer vestur og norður á miðviku.dagskveld. Brúarfoss fer héðan annað kveld á leið til Leith og Kaupmannahafnar. Dettifoss kom til Hull í gærkveldi. Lagar- foss var á Akureyri í morgun. Sel- foss er hér. • För Ferðafélagsins í gær var hih skemtilegasta. Vegna slæms veðurútlits var þátt- takan þó ekki mikil. Var lagt af stað kl. rúml. 8, og ekið austur í Grímsnes, fram hjá Þrastalundi, og beygt út á nýja Sogsveginn, og ek- ið eins langt og hægt var. Síðan var hafin ganga upp á Búrfell. Voru göngugarparnir mjög á mis- jöfnurn aldri, t. d. voru tveir þeir yngstu 5 og 7 ára að aldri. Gekk uppgangan vel og kl. rúml. 12 var sest að snæðingi á tindinum, í 536 metra hæð. Skömmu síðar var lagt af stað niður, en þegar niður var kornið, skiftust leiðir með ferða- Jöngunum og héldu sumir áfram niður að Sogsfossunum, en hinn hlutinn — og var sa fjölmennari —hélt beint til Þrengslanna, en það- an niður með ánni. Kl. 5)4 var lagt af stað frá Kistufossi og haldið að Þrastaluiidi. Þar var numið staðar og fengu ferðalangarnir sér þar hressingu. Var þar margt aðkomu- fólk fyrir. Síðan var haldið áfram til Reykjavíkur með ofurlítilli við- komu á Selfossi. Til bæjarins var komið kl. 9. Fararstjóri var Skúli Skúlason ritstjóri. Næturlæknir er í nótt: Kristín Ólafsdóttir, Tjarnargötu ioB.’ Sími 2161. — Næturvörður i1 Reykjavíkur apó- teki og Lyfjabúðinni Iðunni. Ófagur leikur. Mikið er nú af fuglum hér á höfninni, ytri og innri, og meðfrám landi, frá austari garðinum og inn undir Rauðará er stundum mildð af þeim. Að undanförnu hafa verið talsverð brögð að því, að drengir •— og jafnvel fullorðnir menn — gérði sér það til gamans, að henda steinum í fugla á sundi eða flugi þarna inn frá, og stundum drepið þá eða vængbrotið. Það er ófagur leikur, sem ætti að leggjast niður tafarlaust. Dýravinur. E-listinn er listi sjálfstæðismanna. Gengið í dag. Sterlingspund .....Kr. 22.15 Dollar .............— 4.40 100 rikismörk.......— 167.66 — frakkn. frankar — 29.12 — belgur ...........— 102.69 — svissn. frankar . — 142.89 — lírur.............— 38.45 — mörk finsk .... — 9.93 — pesetar ..........— 60.92 — gyllini ..........— 298.23 — tékkósl. kr.....— 18.63 — sænskar kr......— 114.31 — norskar kr......— 111.39 — danskar kr. ... — 100.00 Gullverð ísl. krónu er nú 50.21, miðað við f rakkn. • f ranka. Útiskemtun var haldin að Víðisstöðum í Hafnarfirði í gær fyrir fórgöngu landskjálfta f jársöfnunarnefndar- innar. Ræður héldu Magnús Jóns- son bæjarf. og Jóhannes Áskelsson jarðfræðingur. Karlakór K.F.U.M. og karlakórinn „Kátir Félagar" skemtu með söng, en hornaflokk- ur frá Reykjavík sá um hljóðfæra- slátt. Veður var slærnt en aðsókn furðu mikil. Sjálfstæðiskjósendur, sem fara úr bænum fyrir kosningar, eru ámintir um að kjósa áður en þeir fara. Kosið er á kosningaskrifstofu lög- manns í Pósthússstræti 3 (gömlu símastöðinni) og er skrifstofan opin kl. 10—12 og 1—4. Sjálfstæðiskjósendur utan af landi, sem staddir eru í bæn- um, eru ámintir um að greiða þar atkvæði sitt sem fyrst, ef þeir sjá frani á, að þeir verði ekki komnir heim til sín fyrir kosningar. Allar nánari upplýs- ingar í Varðarhúsinu. Ivirkjublað, 12. tbl., 2. árg., er nýkomið út. Efni: Síra Davíð Guðmundsson á Hofi 1834—1934. (Hundrað ára minning), eftir Sigurð Stefánsson á Möðruvöllum,, Heimsmyndin, eftir síra Björn Magnússon, og Smyrsl álfkonunnar, ræða, eftir Knút Arngrímsson. Skemtun Bjarna Björnssonar í gær var vel sótt, og skemtu menn sér hið besta. Ágóðinn af skemtuninni varð 305 kr., sem ganga til fólksins á landskjálftasvæðinu. Happdrætti K. lt. í gærkveldi kl. 12 var dregið i happdrætti því, sem var innifalið í aðgöngumiðunum að íþróttavell- inum i gær. Upp kom nr. 4002. Vinningurinn er 50 ki\, og má vitja hans til Guðmundar Ólafssonar, Vesturgötu 24. ísland í erlendum blöðum. í London Times 22. maí birt- ist ritfregn um bókina „Iceland Adventure. The Double Traver- se of Vatnajökull by tlie Cam- bridge University Expedition. By J. Angus Beclcet“. — í Glas- gow Evening Citizcn birtist 10. maí grein, sem nefnist „The Land of Volcanoes Glaciers and Geysers“, br. dr. E. Harrmami. (FB). K. F. U. K. i HáfnarfirÖi heldur sinn árlega basar 19. júní kl. 8)4 e. h. Ýmis- legt til skemtunar. Áheit á Strandarkirkju, ^hent Vísi: 5 kr. frá Á. B., 2 kr. frá Guðr. Einarsdóttur. Gjafir til fólksins á landskjálftasvæð- inu, afhentar Vísi: 100 kr. frá Fé- lagsprentsiniðjunni, 15 kr. frá Á. H. H„ 5 kr. frá J. S. og J. M. / Útvarpið í kveld. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfr. 39,30 Fréttir. 20,00 Klukkusláttur. St j órnmálaumræður. CJtan af landí. Landskjálftarnir. Akureyri, 17. júní — FÚ. í gærkveídi fundust enn 2 all- snarpir landskjálftakippir á land^kjálftasvæðinu, og 1 i nótt og 2 i dag, sá siðari kl. 17þ^. Einn þessara kippa var svo snarpur, að fólk þusti út úr húsum. Skemdir liafa enn á- gerst. Úr Borgarfjarðarhéraði. .Fréttaritari útvarpsins að Stóra- Kroppi í Borgarfirði símaði í dag, að í gærdag hefðu frambjóðendur í Borgarfjarðarsýslu haldið fund í Ungmennafélagshúsi Reykdæla. Kvenfélag Reykdæla hafði þar kaffisölu til hjálpar þeim, sem beð- ið hafa tjón af landskjálftunum við Eyjafjörð, og söfnuðust þar 160 krónur. í dag er 'fundur að Hesti, og hefir frú Sigríður Björnsdóttir þar veitingasölú í sama tilgangi. Veðurblíða hefir verið að und- anförnu i Borgarf jarðarhéraði, miklir hitar og sólfar flesta daga og bestu horfur með grasvöxt. Laxgengd er talin mikil i Hvítá og' þeim 'laxám, er i hana falla. Ekki hafa þó allir bændur á.veiði- jörðum haft full not að laxgengd- inni, sökum vatnavaxta, er hafa valdið talsverðum skemdum á net- um og veiðilögnum. (F.Ú. 15. júni). Útvarpsfpéttip. Ráðherramorðið í Póllandi. Berlín, í morgun. FÚ. Frétt, sem birtist í gær í öll- um heimsblöðunum, að morð- ingi pólska innanríkisráðherr- ans, Piraki, hafi verið liandsam- aður, er nú borin til baka. Lög- reglan mun þó liafa nokkura vitneskju um, livar lians sé að leita, og liefir liattur hans og frakki fundist i húsi einu skamt frá morðstaðnum. Pólska stjórnin hefir lieitið 100 þús- undum zloti fvrir upplýsingar sem leiði til þess, að morðing- inn verði handsamaður. Greftrun ráðherrans fer fram á ríkiskostnað. Ný tollalög í Bandaríkjunum. London 13. júní. FÚ. Roosevelt forseti skrifaði undir nýju tollalögin í gærlcveldi. Með lögum þessum er forsetanum veitt vald til þess, að hækka eöa iækka tolla um alt að150% eftir því, sem hann telur haganlegast. Þegar Roosevelt hafði staðfest lögin, sagði hann, aS samþykt þeirra í þinginu væri vottur um mikla

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.