Vísir - 23.06.1934, Side 3
VtSIR
Sundknatt-
leikurinn
millum skipver.ja af orustuskipinu „Nelson“‘ og sundfélagsins „Ægir“, fer fram i kveld kl. 9 á Ála-
fossi. — Dans í stóra tjaldinu á eftir. — Hljóðfærasveit Bernburgs. — Best að skemta sér á Álafossi. —
Alt til ágóða fyrir Iþróttaskólann.
Kjörfundur
til að velja 6 alþingismenn fyrir Reykjavík verður
haldinn i Miðbæjarbarnaskólanum 24. þ. m.
Kosningarathöfnin hefst kl. 10 árdegis. Undir-
kjörstjórnir mæti á kjörstað kl. 9l/2 árdegis.
Talning atkvæða fer fram þegar að aflokinni at-
kvæðagreiðslu.
Yfirkjörstjórnin i Revkjavik, 22. júní 1934.
Björn Þórðarson, Bjarni Benediktsson.
F. R. Valdimarsson.
Kj ósendup
í Reyk|avík:
mun sýna það alveg ótvírætt
á morgun — enn ótví-
ræðara en í bæjarstjórnarkosn-
ingunum í vetur, að Reykjavík
er ekki „rauð“. Þeir munu
flykkjast á kjörfund, kjósend-
urnir hér í bænum, og mikill
meiri liluti þeirra kýs lista
Sjálfstæðisflokksins, E-listann,
af því að þeir vita af reynd, að
þeim flokki einum er að treysta
til þess að leiða mikilvæg þjóð-
mál til lykta, svo að þjóðinni
verður til farsældar.
Hvergi á landinu liafa menn
betri skilning á því en bér, liver
nauðsyn er á því, að ástundað
sé að hafa fjármál ríkisins í
góðu lagi, og því skilja menn
hér einnig til hlitar livert megin-
atriði það er, að studdur sé sá
flokkur, sem reynslan segir, að
með þessi mál kunni að fara, en
forðast sé sem heitan eldinn að
styðja þá flokka, sem eru
revndir að hinu gagnstæða, þótt
leiðtogar þeirra mæli fagurt og
lofi öllu fögru, án þess að hugsa
noklcurn skapaðan hlut um
efndirnar. Þetta er ljóst meiri
hluta kjósanda þcssa bæjar. Og
þeir munu komast að raun um
það, froðusnakkar rauðu flokk-
anna, að mikill meiri hluti
unga fólksins, konur jafnl sem
karlar, skilja þetta eigi siður en
þeir, sem eldri eru. Að visu má
gera ráð fyrir, að einhver hluti
unga fólksins liafi lent á villi-
götum í stjórnmálunum, sá
hluti þess, scin liefir látið
glépjast af undirróðri
kommúnistaforsprakkanna og
slikra manna. Um það er ekki
að fást og vafalaust áttar margt
af þessu æskufóllci sig betur á
híutunum siðar, er það þroskast
betur. En það er ekkert sem
bendir til annars en að mikill
meiri hluti unga fólksins fjdgi
sjálfstæðismönnum að málum.
Og hvernig ætti annað að vera?
Sjálfstæðisflokkurinn er frjáls- '
lyndur og þjóðlegur flokkur,
sem starfar á lýðræðislegum
grundvelli. Hann er ekki stétt-
arflokkur. Hann cr flokkur
allra stétta, sem befir hagsmuni
þeirra alira og þjóðarlieildar-
innar fyrir augum. Það er al-
rangt að lialda því fram, að
Sjálfstæðisflokkurinn sé ihalds-
(konservativ) flokkur. Hann er
frjálslyndur (liberal) flokkur,
eins og liann hefir sýnt i öllu
siðan er liann var stofnaður og
mun sýna enn betur, er liann
fær meirihluta vald í sínar
hendur. Fólk af öllum stéttum,
fólk á öllum aldri, treystir þess-
um flokki og leggur honum lið
silt, hver eftir sinni getu, svo að
lxann vinni mikinn og glæsi-
legan sigur á morgun.
— Nái Sjálfstæðisflokkurinn
meirihlutavaldi á Alþingi renna
uj)p betri tíinar fyrir þjóð vora.
Fjárhagur ríkisins verður bætt-
ur og atvinnuvegirnir efldir. Þá
verður unnið af kappi að fullu
sjálfstæði lands og þjóðar, á
grundvelli fjárhagslegs öryggis
rikis og einstaklinga. Þá mun
öllum Isléndingum smám sam-
an lærast, að þeim bcr að setja
allan metnað sinn í að verða
góðir, nýtir, starfandi, þjóðlegir
menn, sem elska og virða fána
sins eigin lands, þá munu einsk-
is metnir þeir, sem una því
möglunarlaust, án þess að mæla
orð eða lireyfa legg' eða lið, að
þeir séu bundnir flokksviðjum,
í öllu háðir vilja valdasjúkra,
ofstækisfullra leiðtoga, sem
raunverulega stefna að einræði,
með múlbundinn, sannfæring-
arlausan múg að baki sér.
Menn eiga nú að velja á milli
tveggja andstæðra slefna, rauðu
stefnunnar og sjálfstæðisstefn-
unnar. Þeir, sem trúa á mátt
hóphugsananna, og sætta sig við
félagsþrældóm og skoðanakúg-
un, þeir sem meta aðeins bylt-
ingarfánann rauða og sætta sig
við að feta í fótspor þeirra, sem
framkvæma hverja fyrirskipun
erlendra yfirboðara — þeir
kjósa lista kommúnista, sócia-
lista og framsóknarmanna.
Hinir, allir þeir, sem trúa á
mátt einstaklingshugsunarinnar
og samtakamátt frjálsramanna,
er láta sitt eigið liyggjuvit ráða.
gjörðum sínum, þegar um það
er að ræða, að starfa fyrir vel-
ferð lands og lýðs — þeir kjósa
allir lista Sjálfstæðisflokksins
E-listann.
*
Ávarp.
Kæru konur!
Ætti þaS ekki a‘ð vera okkur öll-
um áhyggjuefni, að svo aumlega
hefir tiltekist, að við höfum að-
eins átt tvo fulltrúa úr okkar hópi
á Alþingi og það aðeins ■ nokkur
síðustu ár, þrátt fyrir það, að við
höfum yfir fleiri' atkvæðum að
ráða en karlmenn og höfum haft
kosningarrétt og kjörgengi um Tp
ára skeið. Sjálfstæðisflokkurinn
er sá einasti Jiingflokkur, er hefir
stigið Jjetta spor, en hinir flokk-
arnir hafa afdrei sýnt minstu við-
leitni í þá átt. Nei, svo fratnsækn-
ir og frjálslyndir hafa þeir þó
aldrei verið! Þegar eg hefi átt
tal um jietta við karlmenn hafa
þeir borið því við, að kvenfólk
væri ekki nægilega pólitískt ])rosk-
að til að eiga sæti á Alþingi, en
hvað ]ieir hafa átt við með þessu
orðalagi, hefir þeim yfirleitt geng-
ið erfitt að skýra. Mér var ]tað þvi
ekki lítið gleðiefni þegar hinn
vitri og gætni stjórnmálamaður,
Jón Þorláksson l)orgarstjóri, gaf
])á yíirlýsingu við útvarpsumræð-
urnar, að frú Guðrún Lárusdóttir
hefði reynst ágætur þingmaður,
og beindi jieirri áskorun til kjós-
enda í Reykjavík og um land alt
að kjósa^hana. Jafnvel formaður
Framsóknarflokksins, Jónas Jóns-
son, hinn fundvísi maður á mis-
fellur annara, hafði ekkert út á
þingstarf herinar að setja, annaö
en eitthvað gamalt stagl um þing-
störf frk. I. H. B.!!
Hefði kona kornið með slíka
röksemd: sem þessa, myndu karl-
mennirnir hafa hlegið dátt og tal-
að um ,,kvennalogik“!
Konur! Hristum af oss hlekki
vanans og kúgunarinnar. Notuni
rétt vorn með því að koma konum
á þirig. Flej^gjum frá oss flokks-
kúguninni, látumkarluienninaeina
þar um. Sameinumst allar um þau
niáliri, sem eru hugstæðust öllum
þorra kvenna — siðgæðis-, trúar-
og líknarmálin. Það mun engu
minni þörf á að eiga fulltrúa þeirra
mála á Alþingi heldur en annars-
staðar, og frú Guðrún Lárusdótt-
ir hefir sýnt það ávalt í orði og
verki, að hún ann þeim málum.
Reykjavíkur konur! Kjósum
hana á þing. Að þessu sinni er hún
eini kvenfulltrúinn, sem getur
komiðj til mála. Væi'i það ekki
réttmætt svar til hinna flokkanna,
íyrir að hafa traðkað rétti vor-
um öll þau ár, sem liðin eru síð-
an við fengum kosningarrétt ög
kjörgengi ?
Látum Sjálfstæðisflokkinn
njóta þess, að hann hefir reynst
oss konum best í þessu efni.
Kjósum allar E-listann!
Alþýðukona.
JafnaBarmenn í Noregi
komast ekki til vaida.
Oslo, FB. 22. júní.
í Aftenposten stendur í dag, að
talið sé nokkurnveginn víst að
þingmenn bændaflokksins i land-
búnaðarnefndinni hafi fallist a
samkomulag hægri og vinstri
manna, með nokkrum'breytingum.
Er því talið mjög ólíklegt, að til
stjórnarskifta komi. — Mowinckel
forsætisráðherra er nú á góðum
batavegi og mun geta tekið þátt
í þingstörfum innan fárra daga.
Fundur sjálfstæðismanna
i gærkveldi var hinnfjörugasti.
Ræðumenn margir og snjallir,
áheyrendur fullir ábuga og hver
maður ráðinn i því, að vinna
ölullega að kosningunni á
morgun og gera sigur flokksins
sem mestan og glæsilegastan.
Bílstjóri sviftur ökuleyfi.
í nótt, er lögreglumenn fóru
um Bergstaðastræti, komu þeir
að bifreið, er þar stóð, og var
bílstjórinn sofandi í sæti sínu.
Ivom í ljós, að hann var ölvað-
ur. Sannaðist, að hami liafði
ekið bílnurii ölvaður og var
dæmdur í 100 kr. sekt og
sviftur ökulevfi i 6 mánuði.
Píslargrátur Hermanns.
Svar Bjarna próf. Benedikts-
sonar við píslargráti Hermanns
Jónassonar, í kosningableðlin-
um í dag, verður birt liér í
blaðinu á morgun.
Rauðliðar
héldu fundi i gærkveldi á
tveim stöðum að minsta kosti.
Óvenjuleg deyfð liafði verið yf-
ir ræðumönnum og sumir með-
al álieyranda átt örðugt með að
verjast svefni.
Gistihúsið á Ásólfsstöðum
tekur á móti gestum frá og með
deg'inum í dag að telja. Sjá augl.
Konungsritari
Jón Sveinbjörnsson, sendi for-
seta í. S. í. eitt hundraÖ krónur,
fyrir einn aögöngumiöa aö knatt-
spyrnukappleiknum í kveld, setTi
haldinn er til ágóða fyrir fólkið
á landskjálftasvæðinu.
Hjúskapur.
í kveld verða gefin saman í
hjónaband af síra Ólafi Ólafs-
syni fríkirkjupresti ungfrú
Camilla Guðmundsdóttir, dóttir
Guðmundar Jóhannessonar
framkvæmdarstjóra, og Jón
Ragnars verslunarmaður, sonur
Ragnars heit. Ólafssonar kons-
úls á Akureyri. Heimili þeirra
verður Ljósvallagata 8.
Sjáfstæðismenn,
sem gela lánað bila á sunnu-
daginn, eru beðnir að tilkynna
það kosningaskrifstofu Sjálf-
stæðismanna nú þegar. Hringið
í síma 4965.
Bresku herskipin.
Á sunnudag og mánudag kl. 4
--7 er almenningi boðið að skoða
orustuskipið Nelson. en Crescent
er mönnum boðið að skoða í dag
kl. 4—7 og næstk. þriðjudag á
sarna tíma. Skipsbátarnir verða
ekki í förum, en margir bátar
munu verða í förutn milli stein-
bryggjunnar og skipanna.
E-listinn
er listi sjálfstæðismanna.
Kappleikurinn
í gærkveldi milli sjóliða af H.
M. S. Nelson og úrvalsliðs is-
lenskra knattspyrnumann'a fór
þannig, að Islendingar unnu með
3:0.
Sjómannakveðja.
FB., 23, júni.
Lagðir af stað áleiðis til Erig-
lands. Góð líðan allra. Kærar
kveðjur.
Skipshöfnin á Venusi.
Skólasýning
Sambands íslenskra barnakennara
verður opnuð í Austubæj arskól -
anum kl. 4 i dag af forsætisráð-
herra Ásgeiri Ásgeirssyni, en sýn-
ingin verður því næst opin kl. 2—
7 og 8—10 daglega. Á sýningu
þessari verður sýnishorn af handa-
vinnu barna og unglinga úr um
30 skólum úr öllum fjórðungum
lands. Þátt 1 sýningunni taka, auk
barnaskólanna, Gagnfræðaskóli
Reykjavikur, Kvennaskólinn í
Reykjavík, Kennaraskólinn, Gagn-
fræðaskóli ísafjarðar, Gagufræða-
skóli Vestmannaeyja, Unglinga-
skólinn að Núpi í Dýraíirði og Al-
þýðuskólinn á Eiðum. Ennfremur
er sýnd handavinna úr erlendum
skólum, frá Norðurlöndum, Kína
og Jápan, og ennfremur er sýnt
mikið af kensluáhöldum, sem
danska skólasafnib hefir lánað á
sýninguna. Þá eru sýndar skóla-
bækur o. fl. frá kunnum bóka-
forlögum á Norðurlöndum.
Sýningin er hin fjölbreyttasta
Borðum á morgun:
Tómat súpa,
soðinn silungur,
fleskasteik.
3 réttir. Kosta allir kr. 1,50.
Pantið borð í tíma. Borðið vel
áður en þér kjósið. Malur fæst
keyptur út i bæ, ef ílát eru
send.
Café Royal.
Austurstræti. Sími 4673.
og vel fyrir komið. Það er blátt
áfram undrávert, hve haglega eru
gerðir ýmsir munir, sem þarna
eru, eftir börn innan fermingar-
aldurs. Verður nánara að því vik-
■ið síðar. Bæjarbúar og gestir x
bænum ættu að fjölmenna á sýn-
inguna.
Hann ðskar veit Jaðij
Eg liafði tal af einuín bráð-
æstum þjóðernissinna í gær.
Þessi félagsskapur drengjanna
er tiltölulega nýr liér í bæn-
um og lylgið sama sem ekki
neitt, enda ekki við því að bú-
ast.
Þeir þykjast ætla að -gera
mikið, drengirnir, ef þeir fái
aðstöðu til þess, og dettur mér
ekki í liug að lasta slíkt. Hér
þarf margt að gera, sem eðli-
legt er, én ekki verður því öllu
komið í framkvæmd á einu og
sama árinu, þó að þessi fá-
mennasta lijálparkokkasveit
Jónasar imyndi sér það.
Eg sagði við drenginn, að
mér þætti sorgleg þessi þjón-
usta þeirra við rauðu flokkana
við hverjar kosningar. Þeir
hlyti að sjá það sjálfir, að ekki
kæmi þeir að neinum manni.
Hann var ekki frá því, að þetta
væri rétt, og sagðist mundu
haga sér þar eftir við kjör-
borðið, því að ekki vildi liann
verða til þess að styrkja Jón-
as eða aðra kommúnista.
Þið ætlið að gera mikið, segi
eg, þegar þið eruð orðnir stór-
ir. —
Já, það ætlum við sannar-
lega, segir pilturinn.
Og hvernig liafið þið nú
hugsað ykkur að koma í verk
öllu þessu, sem þið liafið tal-
að um í blaðinu, spyr eg.
Það veit eg svei mér ekki,
sagði drengurinn. Hann óskar
veit það!
Ungur maður.