Vísir - 24.06.1934, Page 3

Vísir - 24.06.1934, Page 3
V 1 S I R ín Iðggjafar. —O--- Þcir skrifa mikið um lýð- ræði núna, rauðálfarnir. — Og þeir eru að tala um það, að lýðræðið muni í einhverri hættu, ef sjálfstæðismenn verði i meiri hluta eftir kosningarn- ar. Samt vita þeir það — og kannast jafnvel við i einka- samtölum — að Sjálfstæðis- riokkurinn er eini lýðræðis- flokkurinn hér á landi. Meðal annara orða: Hvern- ig var það í vetur, þegar „versl- unarsamningarnir“ voru á döf- inni milli jáfnaðarmanna og framsóknar? Hver var það, sem krafðist þess þá, að land- inu yrði stjórnað án löggjaf- av? — Var það ekki efsti mað- urinn á lista socialista, Héð- inn Valdimarsson? Þá minnir það, kjósendurna. - Héðinn krafðisl þess, að iandinu yrði stjórnað án lög- gjafar. Hann krafðist þess í raun og veru, að horfið skyldi af lýðræðisgrundvellinum og stjórnað með ofbeldi! Og svo er blað Héðins að gjanuna um lýðræði! Hvílík dæmalaus ósvinna! — Maðurinn, sem krafðist þess fyrir fáeinum mánuðum, að stjórnað yrði án löggjafar, þ. e. með ofheldi, hlvgðast sín ekki fyj'ir, að láta blað sitt halda því fram nú, að hann ;sé verndari lýðræðisins! Vei yður 'þér þjóðníðingar .og hræsnarar! Eina málið! Mér skildist á Trvggva Þór- hallssyni, er hann talaði i ut- varpið siðast, að liann teldi gengislækkun eða verðfelling islenskrar krónu nálega eina j málið, sem hann kæmi auga á nú sem stæði, er nokkurs væri um vert. Lá við að liann rifn- ! aði af áhuga og „föðurlands- ást“, er hann var að „útmála“ blcssun lággengisins! Það er annars undarlegt, að : menn skuli vera að koma með aðra eins firru og bjánaskap á fundum og í blöðum og þá, að lækkun krónunnar sé allra meina bót. Sannleikurinn er sá, að lækkunin mundi bafa margt ilt í för með sér, meðal annars atvinnustöðvun um ófyrirsjáan- j iegan tíma og harðvítugar kaup- deilur. Það leiðir af sjálfu sér og er öldungis cðlilegt, að verð- felling króunnar vrði svarað m eð kauph ækku n ark r öf u m. Og þá væri vinnufriðurinn úti og framleiðsla þjóðarinnar lömuð eða stöðvuð að einliverju leyti um ófyrirsjáanlegan tíma, að minsta kosti við sjávarsíð- una. — En margt fleira ill ínundi leiða af gengislækkun. Verslun- arstéttin yrði fyrir skakkafalli og öll viðskifti þjóðarinnar mundu truflast. — Það er ákaflega furðuíegt, að gamall og reyndur stjórnmála- maður skuli láta sér detta í hug, að hagur þjóðar og ein- staklinga mundi Ijatna við það, að sundur yrði sldft friðinum inilli þeirra, sem selja vinnu sína og liinna sem kaupa, þó að fleira sé ekki nefnt. Gengislækkun er þjóðinni til bölvunar, og þeir frambjóðend- ur, sem mæla henni bót, eiga ekki skilið, að fá nokkurt at- kvæði nú i kosningunum. Sjálfstæðisflokkurinn er andvígur gengislækkun. Engum öðrum flokki er að treysta í þvi máli, fremur en öðrum. Kjósum E- listann. Fyrv. bóndi. Sextíu ára. —o— ÞaS þykja sjaldan mikil tíöindi þótt einhver maöur eigi afmæli, liafi bætt viö æfi sína einu eöa fleirum árum. Þó koma sumir menn svo mikið viö sögu þjóöar sinnar eöa opinber mál, áö afmæli þeirra snerta einnig þjóöina. Um flesta stendur enginn styrr. Þeirra lif er litiö áberandi, fáir veita störfum þeirra verulega at- bygli. En þó er oft svo að ein- mitt slik störf, unnin af alúö, á- hugta og trygö’, veröa landi og þjóð giptudrýgst þegar stundir líða fram. Einn þessara hljóðlátu inanna, sem mikið hefir unniö að þjóð- þrifa- og mannúöarmálum, er 60 ára í dag. Flosi Sigurðsson trésmíöameistari, Lækjargötu 12A hér i bæ. Hann er fæddur 24. júni 1874 í Iioltakotum i Biskups- tungum. Ariö 1897 íhittist hann hingað td Reykjavíkur að læra trésmíði hjá Sigurjóni bróður sinum (tré- sm’iðameistara og fasteignamats- nefndarmanni hér í bæ). Og sið- an hefir hann átt hér heima. Áriö 1899, xi. desember, gerö- ist hann Gó^templar. Hann var frá fyrstu góður starfsmaður og hvers mánns hugljúfi þeirra, er kyntust honum, en úr þessu fór meira að reyna á félagsmálastarfs- þrek hans. Hefir hann alla tíö síð- an verið meö allra bestu sttirfs- niönnum stúku sinnar og Reglunn- ar í heild. Hann var meðal þeirra templara, sem stofnuöu „Dýraverndunarfé- lag Islands“, og var í stjórn þess íélags þar til nú nokkur síðustu árin. Á striðsárunum gengust templarar fyrir þvi að konxa af stað hjálparstarfsemi fyrir sárfá- tækasta fólkið i bænum, var hjálp- arStarfsemi þessi nefnd „Samverj- inn“. Átti hann fyrst heima i Góð- templarahúsinu hér, en siöar á ýmsum,stöðum. 011 árin var Flosi einn af forgöngumönnum þessa starfs. Þá gengust einnig nokkrir tc.mplarar fyrir stofnun Elliheim- ilisins hér. Voru þar frcmstir i fiokki sömu mennirnir og veittu „Sánxverjanum" forstööu, Flosi þar á meðal. Og enn er hann í stjórn Elliheimilisins, í Gó'ðtemplarareglunni hefir hann unnið feikna starf ög altaf með sama létta glaða geðinu, bæöi í stúku sinni (Bifröst og Franx- tiðinni), í Umdæmisstúkunni nr. 1, þar sem hann var í framkvæmd- ainefnd fjölda mörg ár, og Stór- stúkunni, en ]>ar var hann í fram- kvæmdarnefnd árin 1921—'24 og á8—’29. Þá hefir hann og uniiið í öðr- um félögum mikið og gott starf; en að telja þau, þaö get eg ekki. Flest af þessum félagsstörfum er kveld- og næturvinna. Þó hefir hann ætíð getað stundað atvinnu sína, trésmíðarnar, og nú um rnörg síöustu ár verið franxkvæmdarstj. allmikils iðnfyrirtækis: „Rúllu- og hlerageröar Reykjavíkur". Allir vinir, allir kunningjar og allir viðskiftamenn Flosa rnunu minnast hans, síglaða, úrræðagóða — og tillögugóða — mannsins, með hlýja barnshugann, minnast hans og árna honum allra heilla um ókomin æfiár. Það geri eg líka hér meö. Aðalfnodnr Eimskipafélags fslands var haldinn í gær í kaupþings- salnum i lxúsi félagsins, og hófst kl. 1. Fundarstjóri var kosinn Jóhannes Jóhannesson hæjar- fógeti, eins og venja hefir verið til í mörg undanfarin ár. Fund- arsalurinn rnátti heita fullset- inn, og fór fundurinn frarn mjög friðsamlega. Það er skernst frá að segja, að reksturfélagsins á hinu liðna ári hefir gengið mjög vel. eins og reikningar þess sýna. Al' arði félagsins er varið fullum 400 þúsund kr. til „af- skrifta“ af skipum félagsins og húseignum. 208 þús. kr. eru lagðar í gengisjöfnunarsjóð, en það er gengishagnaður, sem í hafðist upp úr greiðslu á ! danska bankaláninu, sem greitt ■ var með hinu nýja láni, teknu i i London. Þá er enn óeytt 274 þús. kr., sem fundurinn ráð- stafaði, meðal annars þannir Til eftirlaunasjóðs 50.000 kr. Til varasjóðs .... 140.000-- Til hluthafa h% .. .67.000 — Hliluthafar liafa eklci fengið arð síðan 1929. Stjórnarkosning fór þannig: | Rich. Tliors kosihn með 12633 atkv., Guðm. Ásbjörnsson, með 12133 atkv., Eggert Claessen, með 12108 atkv., og af hálfu Vestur-íslendinga: ' Ásmundur P. Jóhannsson, með 14824 atkv. Allir endur- kosnir. Endurskoðunarmaður v ar ! endurkosinn Ólafur G. Eyjólfs- | son, með 11469 atkv. Eldsvoði. Berlín, 21. júní. FÚ. í srnábæ einum nálægt Bor- deaux í Frakklandi hefir geis- að stórbruni síðan í fyrra- kveld, og logaði enn á nokkr- um stöðum í bænum í gær- kveldi, enda þótl megnið af eldinum væri þá slökt. Eld- urinn kom upp i «húsgagna- verksmiðju, og var alt slökkvi- starf mjög erfitt sökum vatns- skorls. Sjarni og JOrnndor. Það er nú talið vist, að liann Jörundur okkar setji upp tæm- ar við kosningarnar á sunnu- daginn, 24. Og ekki er það efni- legra nxeð hann Bjarna. Það er ekki nóg að vera dálítið snarix- ur í glímu, til þess að ná kosn- ingu í Árnessýslu. En mikið ferðast Bjarni og flækist um kjördæmið. Altaf á endalausu róli, manngreyið. Það er svei mér ekki skemtilegt, að vera að flækjast þetta aftur og fram og finna alls staðar kuldann leggja á mói sér. En svona mun það nú vera fyrir xessum vikapillum Jónasar. Menn rétt þola þá — hlusta á þá, en verða þeirri stundu fegn- aslir, er þeir fara leiðar sinnar, i betliför i næstu sveit eða á næsta bæ. Það er nú talið fullvist, að frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins verði kosnir með miklum meiri hluta atkvæða. Er mjög haft orð á því, hversu skörulegur og rökvis Lúðvíg Norðdal sé á fundum. Má svo að orði kveða, að *andstæðing- arnir standi honum ekki snún- ing. Jörundur gat haft það til, áður en Jónas kjöldró liann i haust sem leið, að vera nokkuð snaggaralegur á fundum, en nú er hann eins og reyr af vindi skekinn og lendir í vandræðum, lxvað lítið sem út af ber, og fer svo oft, er menn finna að unnið er fyrir gýg. Magnús og Sigurð- ur reyna eftir mætti að spjara sig fyrir Bændaflokkinn, en ekki komast þeir neitt nálægt þvi, að verða kosnir. Magnús liefir dálítið persónulegt fylgi og er nú blíður og góður við hvern mann. Hins vegar veit maður ekki til þess, að Sigurður hafi fylgi nokkurs manns, en mikið heldur hann að grasið mundi verða liérna í sýshmni, ef hann kæmist á þing. Eiríkur liefir mikið fylgi um alla sýsluna og bera héraðsbúar hið besta traust til lians. Eg er ekki í neinum vafa um það, að vel verði séð fyrir málefnum sýslunnar, þegar þeir eru orðn- ir þingmenn okkar Eirikur Einarsson og Luðvig Nordal. Jörundi cr hest að setjast að búi sínu i Skálliolti og skrifa pólitískar endurminningar sín- ar, þegar liann hefir tóin til. Og Bjarni ætti að auðga skólann sinn að svo sem einni kenslu- hók á ári. Honum ætti ekki að vérða það mjög um hönd, fræðimanninum þeirn! 12. júní. Árnesingur. Bæjarfréttir Óbilgirni. Blað Tr. Þórlxallssonar ræðst á frú Guðrúnu Lárusdóttur fyr- ir það, að hún skuli ekki hafa komið fram á Alþingi öllum áhugamálum sínum og annara kvenna! Ber ásökun þessi vitni um furðulega lieimsku, ef hún er ekki fram borin gegn betri vitund. — Frú Guðrún hefir verið i minnihlutaflokki á þingi og vila það allir, nema ef til vill blað Tr. Þ„ að það cr elcki minni hlutinn sem ræður á Al- þingi, heldur meiri hlutinn. — Eða kannske Líndal haldi, að liann geti ráðið öllu á þingi, ef svo ólíklega skyldi fara, að hann slysaðist þangað? Kona. K j ó s i ð E-1 i s ta n n! Doktorspróf Þórðar Eyjólfssonar fór fram í gær. Atliöfnin var öll hin virðulegasta. Einar Arnórs- son hæstaréttardómari stýrði henni, þar sem deildarforseti, Bjarni Benediktsson, var ann- ar andmælandi. Þórður Eyj- ólfsson gerði fyrst grein fyrir samningu ritgerðar sinnar. Því næst flutti fyrri andmælandi, Ólafur próf. Lárusson mjög it- arlegt og fróðlegt erindi um ritið. Þessu svaraði síðan Þórð- ur Eyjólfsson. Þá tók til máls síðari andmælandi, Bjarni Benediktsson, er einnig flutti rækilegt erindi um bókina. Síðan svaraði doktorsefnið og lauk samkomunni með nokkr- um ávarpsorðum hans. Skrítin meðmæli. Kosningableðill Tima-komm- únista flytur i gær meðmæla- grein með Hannesi dýralækni og öðrum Tíma-kommúnistum og er látið í verði vaka, að liöf. sé kona. Meðmælin eru þau, að Jónas liafi látið bílstjórann sinn þúa sig, þegar hann var ráð- herra! K j ó s i ð E-1 i s t a n n! Þjófnaður var framinn i fyrrinótt á Hótel Heklu. Var fariÖ þar inn í her- bergi eins næturgestsins. Var hann háttaður og sofnaÖuiv er þjófnað- urinn var framinn, og 4«ar pening- um,, um 60 krónunx, stoli'Ö úr veski hans. Þegar maðurinn sakn- aði peninganna, var lögreglunni gert aðvart, og tók hún málið til rann- sóknar. Fé!l grunur á pilta tvo, sem bjuggu í gistihúsinu og ætluðu norður í gærkveldi. Voru þeir sett- ir í gæsluvarðhald og játuðu brátt á sig þjófnaðinn. Peningana höfðu þeir falið i eldhúsi gistihússins og fundust þeir þar. — Piltarnir sitja enn í gæsluvarðhaldi, því að grun- ur leikur á, að þeir hafi verið við annan þjófnað riðnir. K j ó s i ð E-1 i s t a n n! Innanlandsfriðurinn. Frambj óðendur Bændaflokks- ins hér i Reykjavík gefa fyrir- heit um það, að þeir muni taka að sér, að vernda „innanlands- friðinn“, ef þeir verði lcosnir. Þetta mun eiga að skilja svo, að þeir telji sig ekki geta snúist við því að sinni, að vernda „al- heimsfriðinn!“ — En alt stend- ur til bóta. Aðalfundur Sjóvátryggingarfclags ísiands hf., verður haldinn á skrifstofu félags- ins á morgun kl. 2 e. h. K j ó s i ð E-1 i s t a n n! 70 ára er í dag Ólafur Guðmundsson frá Sviðugörðum, nú til heimilis á Óðinsgötu 24. Eg lofa engu! Efsti maður á lista Bænda- flokksins segir í blaði þeirra fé- laga, sem út kom í gær, að hann geti engu lofað kjósöndum. — Þetta er þó ekki allskostar rétt, því að í annari grein i blaðinu lofar hann þeim stórkostlegri gengislækkun, ef liann verði kosinn. Þetta lieitorð mannsins um gengislækkun, ef hann verði kosinn, hlýtun að stórspilla fyr- ir lxonum og er það maklegt. Kjósendur í Reykjavík eru yfir- t leitt mótfallnir gengislæklcun.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.