Vísir - 30.06.1934, Page 2

Vísir - 30.06.1934, Page 2
)) lhtom i Olseini fl Hænsnanet 3 tegundir*. Hnsrannsókn hjá samverkamanni von Papen’s. Berlín, 29. júní. — FB. United Press hefir sannfrétt, að leynilögreglan þýska hafi gert húsrannsókn lijá öðrum nánum samverkamanni von Papens (sbr. fyrra skeyti um fangelsun Jungs). Heitir liann Reinholz og er ritstjóri. Eigi er kunnugt hvort hann var handtekinn, en talsvert af skjöl- um, sem í lians vörslum voru, höfðu leynilögregiumennirnir á brott með sér. (United Press). Breyting á breskn ríkisstj ðrninni. London, 29. júní. — FB. MacDonald liefir tilkynt, að Betterton verkamálaráðlierra hafi vcrið skipaður forseli at- vinnleysismálaráðsins. Af þess- ari skipun leiðir m. a., að enn ein aukakosning fer fram í landinu. Hið nýja ráð (Unem- ployment Assistance Board) á að hafa með höndum og hera á- byrgð á allri hjálparstarfsemi sem hraustir og vinnufærir menn verða aðnjótandi. — Oli- ver Slanley tekur við ráðherra- starfi Beltertons. (United Press). Viðskifti Bássa og Spánverja. Madrid, 30. júní. FB. Fjármálaráðlierrann liefir til- kynt, að sérstakur viðskiftafull- trúi verði bráðlega sendur til Rússlands, til þess að ræða við- skiftamál Spánverja og Rússa. Rússar senda og viðskiftafull- trúa til Spánar og er búist við, að samningar gangi greiðilega, og að viðskiftasamningar verði brátt gerðir milli þessara þjóða. (United Press). Frá Lissahon. Lissabon, 30. júní. FB. Pinto menlamálaráðherra hefir be'ðist lausnar og hefir dómsmálaráðherrann tekið að sér störf mentamálaráðherra til bráðabirgða. (United Press). Bæjar- og svettastjðrnarkosningar ( (rska fríriklnn. Fullnaðarúrslit. Dublin, 30. júní. FB. Fullnaðarúrslit í bæjar- og sveitastjórnarkosningunum eru nú kunn. De Valera flokkurinn hlaut 258 sæti„ verkamenn 29, flokkur O’Duffy 344, óháðir 62. Tuttugu óháðir og að ljeita má allur verkamannaflokkurinn fylgja de Valera að málum, en aðrir óháðir O’Duffv. (United Press). Spænski flotinn senflnr til Katalonin. Bylting í vændum í Katalóníu? Gibraltar, 30. júní. FB. Spænski flolinn hefir fengið fyrirskipun um að leggja af stað lafarlaust frá Algeiras til Valencia, vegna þcss að menn óttast, að ógnaröld sé í þann veginn að hefjast í Barcelona og jafnvel að bylting verði hafin. (Uniled Press). Kosningaúrslit. í gærkveldi voru atkvæði talin í Norð.ur-ísafjarðarsýslu og urðu úrslit þau, að Jón Anð- un Jónsson (S.) hlaut kosningu með 780 atkvæðum. Vilmund- ur Jónsson (J.) fékk 740 atkv. í kosningunum í fyrra hlaut Vilmundur Jónsson 553 atkv., Jón Auðun Jónsson 542 og Halldór Ólafsson (K.) 3. — Eru þá kunn kösningaúrslit í öllum kjördæmum landsins, nema Suður-Þingéyjarsýslu. En þar má gera ráð. fyrir, að Jónas Jónsson liafi verið kos- inn. Alþýðublaðið var noldcuð fljótt á sér eða veiðibrátt í gær, er það taldi Vilmund áreiðan- lega kosinn! En fögnuðurinn var svo mikill, að það kunni sér ekki lióf, enda mun Vil- mundur hafa verið búinn að telja því trú um, að hann ætti kosningu alveg vísa. Hánn liafði og afsalað sér sæti á landlista, og mun hafa ætlast til þess, að það hefði þau áhrif á kjósendur í kjördæminu, að þeir legði alt kapp á, að hann næði kosningu. — En kjósend- urnir hafa bersýnilega verið annarar skoðunar en Vilmund- ur sjálfur um nauðsvn þess, að liann eigi sæti á Alþingi. Vilmundur situr þvi ekki á þingi að þessu sinni, en senni- lega fær Alþýðuflokkiirinn fimm uppbótarþingmenn og er • talið, að Sigurður Einarsson, fyrv. Flateyjarklerkur, verði hinn fimti! ötan af landL —o— Síldveiðarnar. Akureyri, 29. júní. — FÚ. Veiðiskipin eru nú að leggja út og búast til síldveiða hvert af öðru. Farin eru: Björninn, Minny, Nanna, IJrönn, Hösk- uldur, Erna, Sjöstjarnan, Olav, Rúna, Kristján, Liv og Brise. Sum liafa þegar komið inn með góðan afla, og lagt liann upp á Siglufirði í bræðslu. Landskjálftakippir í Hrísey. Landskjálftakippir fundust í Hrisey síðast í fyrradag, 4 alls, en vægir. Hinn síðasti kom um klukkan 21. VlSIR Erindi dr. Wolffs í Nýja Bíó í gær. Bóndinn bjargvættur þjóðanna. Ræðumaður lýsti mótsetningunni milli flökkuþjóöa Asíu og hinnar f rumgermönsku akuryrkj uþ j óðar og vék síðan að hinni fornu ís- lensku menningu, sem ætti skylt við forngermanska menningu. Það væri nú sannað, að samræmi væri á milli manna og jarðarinnar, sem þeir bygðu. Ætt og óðal yrði að eðlis- eind. Engir Germanir hefði verið flökkuþjóðir. íslenska máltækið ,,Bónrli er bústólpi, bú er land- stólpi", lýáti hugarfari og þýðingu bóndans, sent er fasttengdur jörð- inni, sem hann yrkir. Nú væri á Þýskalandi með erfðaábúðarlögun- um nýju horfið í forna farið; jörð- in væri ekki lengur braskaravara, heldur eign og óðal ættarinnar. Nú erfðist jörðin óskift og kvarnað- ist ekki niður meðal ótal erfingja. Það örfaði framtakið og viljann til ]æss að gera jörðinni til góða, og elskuna til föðurlandsins og hindr- aði jafnframt, að allur búandlýð- ur smám saman verði að kotbænd- um. Bændur hafi ekkert að gera við lán, því að lánin séu skuldir og skuldirnar geri hóndann að vaxtagreiðsluþræli; takmarkiðhljóti að vera að skapa skuldlaus óðul. Það hafi þurft að gera bóndann „kreppuharðan“ og það hafi verið gert með lögum — verið komið á skipulagi, er komi í veg fyrir sam- kepnisverðsveiflur og komið á föstu verði í staðinn. Braskaraverðið sé þar með úr sögunni, en bóndinn fékk nú sanngjarnt verð fyrir vinnu sína, án þess að kaupanda væri í- þyngt af þeim sökum. Aðalatriðið er ekki að bóndanum græðist stór- fé, heldur að hann geti int af hendi skyldur sínar við þjóðfélagið, án þess að hann sjálfur þurfi að.leggja á sig hungur og harðrétti fyri'r það. Bóndinn ]>urfi að framleiða allar þær landbúnaðarafurðir, sem þjóð- in þarfnist, jafn góðar og ódýrar eins og aðrar þjóðir, eftir því, sem föng eru á, en auðvitao saki ekki, þó að hann framleiði til útflutnings sé þess kostur. A',f skynsamlcgri nýtingu jarðarinnar leiði aukin at- vinna hjá ahnenningi, eins og á- rangurinn af ráðstöfunum hinnar þýsku stjórnar sýni. Hin nýju erfðalög komi í veg fyrir, að jarð- ir lendi í braskarahöndum. Jarða- braskið hafi á Þýskalandi, sem ann- arstaðar, reynst versti óvinur heil- brigðs búskapar. Að því er til fiskveiða komi, gildi sama og um landbúnaðinn. Fiski- miðin innan landhelginnar séu að sínu leyti hluti landsins. Fiskfrám- leiðsla og fisksala megi þvi ekki frekar en framleiðsla landbúnaðar- afurða og sala, verða b^rátta allra við alla í frjálsri samkepni. Það ráð var því tekið, að skipuleggja inn- og útflutning fiskjar, og jafn- framt sölu hans, og er öllu þessu komið fyrir undir einni stjórn, sem nú hefir verðlagið til fullnustu í sinni hendi. Hér sé að vísu sem 'fyr eitt aðalatriðið, að varan sé sambærileg við aðrar vörur að gæð- um. Þetta sé alt nýtt og því að vissu leyti skiljanlegt, áð útlönd hafi í fyrstu hálfillan bifur á þessúrn ráð- stöfunum, en það sé bygt á mis- skilningi. Það, sem um sé að vera sé það, að Þýskaland þurfi að skapa viðurværisskilyrði, er svari þörfum þess og~getu. Þessu sé alls ekki beint að erlendum fiskframleiðend- um, h'éldur sé svo til ætlast, að þeir njóti á Þýskalandi sama hagnaðar af skipulaginu eins og Þjóðverjar sjálfir. Alt hafi verið komiÖ í kaldakol. Hin taumlausa samkepni leiddi af sér atvinnuskort vegna offram- Verzlnn Ben. S. Þárarinssonar fljfir bezt kaup. leiðslu og varð að grípa til óyndis- úrræðisins að reisa tollmúrana, sem eru svo hættuleg landamæri þjóða milli. En hið nýja skipulag hljóti ao leiða til þess um síðir, að þeir múrar falli og eðlileg viðskifti og samstarf þjóðanna hefjist að nýju. Það má því segja, að Evrópa standi að ]>essu leyti á tímamótum. Allar stjórnir um allan hinn sið- aða heim hafa neyðst til þess, að halda sérstakri verndarhendi yfir bændum og þeirra starfi og sé í því fólgin viðurkenning á því að bændastéttin sé grundvöllur þjóð- lifsins og þar með er bændapóli- tíkin orðin aðalþátturinn í stjórn- málum heimins. Aðaluppistaðan í hændapólitík Þjóðverja verði best skilin i þeim löndum, sem reyna að hamla því, að bændur verði að öreigalýð, en hún sé endurreisn Evrópu á grund- velli viðurkenningar^ og virðingar fyrir öllum öðrum þjóðum. SvikahrSppnnnm iíst ekki á biiknna! Eg var staddur í einu fram- sóknar-socialistahreiðrinu, einni af þessum alræmdu einokunar- holum rauða fólksins, í dag um það leyti sem drengir voru að selja Vísi á götunum. Kemur þá einn háttsettur Jónasar- socialisti þar inn með æði miklu og segir að nú versni sagan! „Vísir“ sé bara byrjaður á því, að tala um það, að nú sé tæki- færið, að breyta kosningalög- um og stjórnarskrá svo, að full- kominn jöfnuður fáist, að því i er kosningarréttinn snerti. Eg held að eg liafi verið eini livíti maðurinn þarna inni. Hinir voru víst allir meira og minna rauðir — sumir alrauð- ir, sumir skjöldóttir, sumir huppóttir. Og svo var farið að tala um það, að aldrei fengi „maður“ að vera í friði. Nú væri Vísir — og það væri honum líkt — farinn að minna á gömul loforð um það, að jafna kosningarrétt- . inn enn betur, livenær sem færi gæfist. Og það væri alveg’ ó- mögulegt að neita því, að nú væri tækifærið. Sjálfstæðis- menn og socialistar gæti (sam- einaðir) ráðið öllu, sem þeim sýndist á næsta þingi. Þeir gæti breytt stjórnarskrá og kosn- ingalögum alveg eftir sínu liöfði. Þeir voru sammála um það, rauðu greyin, að það væri heldur ónotalegt, að fá þetta yfir sig núna. Og það væri sjálf- sagt ekki til.nokkurs hlutar að fara að neita því, að socilista- foringjarnir hefði margsinnis lýst yfir því, að þeir mundu sæla hverju færi, sem byðist, til þess að knýja fram breyting- ar, sem trygði það til fulls, að kosningarrétturinn yrði sem allra jafnastur. —- Og búast mætti við því, að kjósendurnir hefði ekki gleym-t ])essum yfir- lýsingum. Þeir væri meira að segja visir til þess, að fara að heimta, að við þær yrði staðið. Og þá vandaðist nú málið fyr- ir alvöru. Eftir þvi sem mér skildist, munu þessir menn hafa verið, flestir þeirrá, fult svo miklir vinir Jónasar sem Héðins. Einn þeirra, að minsta kosti, fór að tala um það, að það væri svo sem rétt eftir Héðni, að fara að heimta frekari eða jafnari kosningarrétt. Maður gæti aldrei treyst honum. Hann gæti rokið upp og farið að heimta og heimta. En eins og menn vissi, væri ekki mikið að marka öll þessi loforð, sem væri verið að gefa kjósendum. Þau væri bara til þess, að friða þá í svipinn. Svo datt þetta tal niður smátt og smátt, en það leyndi sér ekki, að þessir menn voru allir á einu máli um það, að kosning- arrétturinn, eins og hann er nú, væri „fjandans-nógur“ lianda alþýðunni! En þess ber að geta, að lík- lega hefir meiri liluti þeii*ra fáu manna, sem þarna voru staddir, verið öilu fremur með Jónasi en Héðni. 29. júní. H.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.