Vísir - 31.07.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 31.07.1934, Blaðsíða 3
VlSIR HappdLrætti íþróttaskólans á Álafossi. fer fram n. k. sunnudag 5. ágúst undir stjórn sýslum. Magnúsar Jónssonar í Hafnarfirði. 1 sambandi við það fer fram stór skemtun á Álafossi, sem hefst kl. 2% síðd. Þar verður hljóðfærasláttur. Ræður fyrir minni verslunarstéttarinnar og minni Islands. — Upplestur — Sjónleikur — Aflraunir — Sund. — Dýfingar. DANS o. fl. — Nánar auglýst síðar. AV. Verslunarmenn og aðrir er vilja tjalda yfir helgina á Álafossi, geta fengið gott tjaldstæði. Síðasti dagur útsölunnar er á laugardaginn. Aðeins 4 dagar eftip. Notið þetta einstaka tækifæri og kaupið tilbúinn fatnað, álnavöru og fleira. Karlmenn I Sokkar, 12 pöp frá kr. 4,50. Marteinn Einarsson & Co. Stanley Saldwin heldur ræðu, sem vekur fádæma athygli. — Hernaðarbandalag með Bretum og Frökkum? London, 31. júlí. Morgunblöðunum í London verður tíðræit um ræðu sem Stanlejr Baldwin, núverandi for- sætisráðherra liélt í gær, en í henni lét hann svo um mælt, að „Rín væri landamæri Bret- lands“. — Er því lalið, að Bret- ar muni standa hlið við lilið Frökkum eins og 1914—-1918 ef til ófriðar kæmi. Ummæli Stan- ley Baldwins eru af stjórnmála- mönnum talin einhver hin mik- ilvægustu, sem nokkur stjórn- málamaður hefir látið sér um munn fara siðan 1918. Ýmsir þeirra, sem um stjórnmál slcrifa eru þeirrar skoðunar, að Bald- win telji liér um bil víst, að styrjöld muni skella á. (United Press). Fepðafélagið. í Þórisdal í Langjökli fór FerSafélag- Is- lands skemtiför á sunnudaginn var. Hafði tilætlunin verið.sú, aS ganga á Ok, en þegar kom norSur í ó- bygöir var Okiö alt í þoku og var því snúið vi‘S blaöinu og haldiö á Þórisjökul og í dalinn. Þótti þátt- takendum sú för eins fróöleg og hin mundi hafa veriö, ])vi aö fæst- ir höföu gengiö á jökul átSur. Var ágætt útsýni yfir dalinn og jökull- inn greiöur yfírferöar, þó nokkuö væri hanu sprangiun. Tveir ])átt- takendur urðu eftir í Þórisdal og' ætla aö dvelja ]>ar til fimtudags við skíöagöngur. Að Hvítárvatni ráðgerir Feröafélagið skemtiför Timi næstu helgi. Verður haldiö héö- an á laugardag M. 4 síðd. og ekið á Bláfellsháls og haldið áfram inn S sæluhúsið í Hvítárnesi um nótt- 5na. Daginn eftir verður íarið í Karlsdrátt og Hrefnubúðir og víð- ;ar, ef tími vinst til og haldið aftur 5 sæluhúsið um kveldið. Á mánu- <dag veröur svo haldið heimleiöis. Earséðlar fást á afg-reiðslu Fálk- ans til kl. 5 á fimtudag og kosta 1Ó.50 fyrir aðra. Þeir, sem vilja fara ríðandi af Bláfellshálsi og í Karlsdrátt, geta pantað hesta á af- greiðslu Fálkans. Teppi er nauð- •synlegt að hafa með sér, vegna wiðlegunnar við Hvitárvatn. Á Snæfellsjökul verður farin skemtiferð næst- komandi laugardagskveld í skemti- flokki Verslunarmannafélagsins. Komið að Stapa árla sunnudags- imorguns og farið þar í land og .gengiö á Jökulháls. Þaðan upp á Jökulþúfur, ef skygni er gott, en annars áfram norður yfir Jökul- háls til Ólafsvíkur. Þar tekur skip V erslunarmannaf élagsins fójlkið aftur árdegis á mánudag. Komið verður hingað á mánudagskvöld. Farseðlar fást á afgreiðslu Fálk- ans til föstudagskvölds og kosta kr. 16 fyrir félagsmenn og 17.50 fyrir aðra. Dánarfregn. Hans M. Kragh, símaverkstjóri ándaðist í nótt. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 10 stig, ísafirði .6, Akureyri 9, Skálanesi 10, Vest- mannaeyjum n, Sandi 3. Kvíg- iudisdal 8, Hesteyri 4, Gjögri 4, Blönduósi 6, Siglunesi 8, Gríms- ey 9, Raufarhöfn 9, Skálum 10, Fagradal 8, Papey 10, Hólum í Hornafiröi 12, Fagurhólsmýri 13, Reykjanesvita 11, Færeyjum 13. Mestur hiti hér i gær 14 st., minst- ur 9. Úrkoma 2.5 mm. Sólskin í gær 3.3 st. Yfirlit: Lægð milli ís- lands og Bretlandseyja á hægri hreyfingu norður eftir. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiða- fiörður: Norðan og norðaustan goia. Víðast úrkomulaust. Vest- firðir, Noröurland, norðausturland, Austfirðir : Norðaustan gola. Þykt lcft og rigning. Suðausturland: Hægviðri. Lítilsháttar rigning. Einar Kristjánsson óperusöngvari, syngur í Gamla Bió í kvelcl kl. 7%. Gústav Jónasson fulltrúi hefir verið settur lög- reglustjóri í Reykjavík. Ásgeir Ásgeirsson hefir tekið við emhætti fræðslu- málastjóra, en því gegndi hann, eins og kunnugt er, áður en hann varð ráðherra. Trúlofun. Um síðustu helgi opinberuðu trúlofun sína ungfrú Oddfríður Sveinsdóttir, Njálsgötu 35, og Ingibergur Stefánsson blikk- smiður Framnesveg 44. ítölsku Grænlandsfararnir. Þeir fóru héðah i morgun á- leiðis til Isafjarðar. Þaðan flytur vélbáturinn Njáll þá til Angmag- salik og bíöur'þar eftir þeim. Sex rnanna áhöfn er á hátnum. Karlsefni j hefir selt hátafisk frá ísafiröi, um 80 smálestir, f)rrir 1612 stpd. Gullfoss hefir selt ísfiskafla sinn fyrir 689 stpd. Báðir seldu í Grims- by- Júpiter kom hingað í morgun til istöku. Fer héöan í dag áleiöis til Bret- lsnds. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss fer héðan í kveld áleiðis til Kaupniannahafnar. Goðafoss fór frá Hull í dag áleiðis til Ham- borgar. Brúarfoss kom til Leith í gærlcveldi. L^garfoss fer til út- landa í kveld kl. 10. Selfoss er á Akureyri. Dettifoss er í Reykjavík. 60 ára er i dag Elísabet Guðmundsdótt- .ir, Ránargötu 31. Skemtiför Verslunarmannafélags Reykjavíkur verður farin til Breiðafjarðar að þessu sinni. Farið verður á varð- skipinu Ægi á laugardag og kom- ið aftur á mánudagskvcld. — Á Breiðafirði er einkar sumarfagurt og eru þar margir staðir, sem mjög hafa komið við sögu. Veröa þeir, sem þátt taka i ferðinni, fræddir um þá af kunnugum og fróðum mönnum. Farseðlar fást til föstu- dagskvelds hjá Agli Guttormssyni á skrifstofu Verslunarmannáfélags Reykjavíkur í Ingólfshvoli. Verð þeirra er 12 kr. báðar leiðir. Tala farmiða er takmörkuð og er viss- ara fyrir menn aö tryggja sér far- miða í tíma. Kvikmyndahúsin. Garnla Bíó sýnir ameríska kvik- mynd, sem nefnist „I undirdjúpun- um“. Aðalhlutverk leika Rohert Montgomery, Mag'de Evans o. fl. — Nýja Bíó sýnir enn kvikmyncl- ina „Einkadóttir hankastjórans". Næturlæknir • er í nótt Guðm. Karl Péturs- sou. Sími 1774. — Næturvörð- ur í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Áheit á Strandarkirkju afhent Visi: 2 kr. frá N. N. Gengið í dag. Sterlingspund .................. — 22.15 Dollar......................... —• 4.40^3 100 rikismörk ................ — 170.28 — franskir frankar —• 29.12 — belgur................... — 103,19 — svissn. frankar .. — 143.68 — lírur ................... — 38.24 — finsk mörk .............. — 9.93 — pesetar ................. — 61.02 — gyllini.................. — 297.79 — tékkósl. krónur .. — 18.62 — sænskar krónur .. —• 114.36 — norskar krónur .. — 111.44 — danskar krónur .. — 100.00 Gullverð j ísl. krónu er nú 50.21, miöað við frakkneskan franka. tJtvarpið í kveld: 19,10 Veðurfregnir. — Til- kynningar. 19,25 Grammófón- tónleikar. 19,50 Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Beethoven- tónlist, með skýringum (Jón Leifs). 21,00 Fréttir. 21,30 Grammófónn: — a) Gerslrwin: Ameríkumaður í París; Job. Svendsen: Carneval í París. — b) Danslög. Filipseyjar og Bandaríkin. Innflutningur frá Bandaríkj- unum til Filipseyja árið sem leið nam 43.540.407 dollurum, en Filipseyjabúar seldu Banda- ríkjamönnum afurðir fyrir 91.313.027 dollara á sama tíma. Utan af landi. Stofnfundur Samlags ísl. matje- síldarframleiðenda. Siglufirði 30. júlí. FÚ. Ilinn 26. og' 27. þ. m. var lialdinn liér á Siglufirði stofn- fundur Samlags islenskra mat- jessíldarframleiðenda. Þessir voru mættir á fundinum: Ás- geir Pétursson, Finnur Jónsson, Ingvar Guðjónsson, Steindór Hjaltalín, Sveinn Benediktsson og Hafsteinn Bergþórsson. Ás- geir og Finnur lögðu fram um- boð til stofnunar Samlagsins, á líkum grundvelli og Fisk- sölusamlagið, með aðstoð lög- gjafarvaldsins, frá Guðmundi Péturssyni, Stefáni Jónassyni, Ingvari Guðjónssyni, Antoni Jónssyni, Bjarna Einarssyni og Jóni Kristjánssyni, öllum bú- settum á Akureyri. Ásgeir Pétursson og Steindór Hjalta- lín lögðu fram umboð vinnu- veitendafélags Siglufjarðar. Sveinn Benediktsson og Haf- steinn Bergþórsson lögðu fram umboð sunnlenskra útgerðar- manna. Síðastliðið sumar höfðu Ak- ureyringarnir fyrnefndu flutt út alls 64261 tn., Sildarsam- vinnufélag ísfirðinga 16000 tn. og Vinnuveitendafélagið og fleiri útflytjendur á Siglufirði 92000 tunnur. Bráðabirgðareglur voru sam- þyktar um starfsemi félagsins, mjög líkar lagafrumvarpi, sem úvarpið hefir áður getið. Stjórn Samlagsins var kosin. Hana skipa: Ásgeir Pétursson, Finnur Jónsson, Hafsteinn Bergþórsson, Ingvar Guðjóns- son og Steindór Hjaltalín. Sam- þykt var að fela Steindóri og Finni að senda Stjórnarráðinu fundargerðina ásamt greinar- gerð. t F Síldveiði treg. Söltun er mjög lítil enn, á Siglufirði. — Veiði afartreg vegna ógæfta. Heyskapur. Frá Sauðárkróki simarfrétta- ritari útvarpsins, að lieyskap- ur sé þar erfiður vegna óþurka, en spretta ágæt. Síldveiðin. Búið er að salta á Sauðár- króki 1900 síldartunnur og frysta 700. Síldin gengur dreift og er seintekin. Fiskafli er enginn. Mindenbnrg veiknr. Berlín í morgun. FÚ. Hindenburg, forseti Þýskalands. sem undanfarið hefir dvalið í höll ísinni, Neudeck, veiktist svo alvar- lega nú um helgina, að talið hefir verið. tvísýnt um Iíf hans. Sein- asta freg'n um heilsu hans, (sem útvaqiað var í Þýskalandi klukk- an 11.55 ísl- tíma), var á þá leið, að hann lægi meðvitundarlítill, starfsemi hjartans væri all-þrótt- mikil, en augsýnilega mikil hætta á ferðum. Námnsprenging. Námusprenging' varð í morg-un í nágrenni við Metz i Frakklandi, og- óttast menn um, að hún hafi orðið allmörgum mönnum að bana. I allan morgun hefir verið unnið að hjörgun þeirra, sem luktir era inni í námunni, o,g björgimarstarf- intt enn ekki lokið. Ánsturrískn stjðrninni vel teklð. Berlin í morgun. FÚ. Erlend hlöð skrifa mjög um nýju stjórnina i Austurríki, og her ensk- um og frönskum hlöðurn yfirleitt saman um það, að skipun hinnar nýju stjórnar gefi vonir um, að henni verði auðið að starfa lengi. Einkum er á það bent í frönsk- um blöðum, að með núverandi samnsetningu ráðuneytisins, sé valdinu skift svo jafnt milli Kristi- legra Jafnaðarmanna og Heim- wehrmanna, að trygging- sé fyrir því, að ekki verði átök milli þess- ara tveggja aðila, er einir hafi bol- magn til þess að mynda stjóm, eins og nú standa sakir. Gúmmístimplar eru búnir til í Félagsprentsmiðjunni. Yandaðir og ódýrir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.