Vísir - 22.08.1934, Blaðsíða 4

Vísir - 22.08.1934, Blaðsíða 4
Ví SIR íslensk frímerki og tollmerkl Kaupir hæsta verði Gísli Sigupbjöpnsson, Lækjartorgi 1. „Þjóðarfjandi nr. i“. Svo kölluðu Bandaríkjamenn Dillinger er þeir höfðu búið til lista yfir hættulegústu fjandmenn þjóðfélagsins og sett nafn Dill- ingers efst á listann. — En það eru viðar glæpamenn en í Amer- íku, þótt blöðunum hvarvetna verði tiðræddast um þá, og sumir glæpamannanna í menningarlönd- um hins gamla heims gefa ekkert eftir bíræfnustu afbrotamönnum Bandaríkjanna. — Þannig er sím- að frá Bukarest þ. 5. ágúst, aö nú hafi lögreglan þar i landi hand- tekið „þjóðfjanda Rúmeníu nr. i“, Mikoos Verees að nafni, eftir elt- ingaleik, sem stóð yfir í heilan áratug. Maður þessi hefir n morð á samviskunni, 142 innbrot og íjórum sinnum hefir hann brotist út úr fangelsi. — Verees var drúkkinn, er hann var handtek- inn. Hann sagði í réttinum, að ef hann hefðí verið ódrukkinn, hefði lögreglan ekki getað tekið sig fastan. Hann sagöist brátt mundu verða frjáls maður aftur og þá ætlaði hann til Ameríku og taka við, þar sem Dillinger hætti. Lík- Icga reynir þó rúmenska lögregl- an að sjá um, að hann leiki ekki lausum hala hér eftir. — Verees segir, að hann hafi aldrei notið neinnar aðstoðar frá öðrum við glæpaverkin. Kappis, einn af bófum þeim, sem hand- gengnastir voru Dillinger, var handtekinu nýlega, þar sem hann Munið að láta það verða yðar fyrsta verk, þegar þér komið úr sum- arlej’finu, að koma filmum yðar til framköllunar og kopieringar i amatördeild Margar rakblaðategundir eru meðþvi markibrendar, að eitt blað reynist gott, annað lélegt, svo útkoman verður i lakara lagi þegar til lengdar lætur. ROTBART-LUXUOSA eru öll jafn góð og ekki dæmi til þess að nokkur maður hafi nokkru sinni orðið fyrir vonbrigðum með þau ROTBART-LUXUOSA passa í allar gerðir Gillette rakvéla. rooottoooooooooocraocxxxxxxx lá soíandi á alcri úti, með skamm- byssu við hlið sér. Lögreglan hafði leitað hans lengi. Aleiga Kappis var 10 cents, er hann var handtek- inn. — Kappis fékk, að því er tal- ið er, nokkurn hluta af 300 þús. dollurum, sem Dillinger og bófum hans voru greiddir í lausnarfé. Gúmmístimplar eru búnir til í FélagsprentsmiSjunni. Vandaðir og ódýrir. Tveir ungir menn óska eftir lierbergi 1. okt. og fæði á sama stað. Tilboð, merkt: „1. októ- ber“ leg'gist inn á afgr. „Vísis“ fyrir hádegi á laugardag. (473 Hjúkrunarkonu vantar her- bergi 1. okt., sem næst Mið- bænum. Þarf að vera aðgang- ur að síma og baði. Uppl. í síma 2714. (472 2—3 herbergi og eldhús óskast sem næst Menlaskólanum. Uppl. i sima 3253. (471 2 herbergi og eldliús, með öllum þægindum, óskast 1. okt. Uppl. í síma 4515. (470 2—3 herbergi og' eldhús til leigu á Fálkagötu 2. (469 ÍBÚÐ með BAÐI óskast 1. október. Ziegler 4126. (468 Vantar gott herbergi, strax eða 1. se])t., á góðum stað í Veshirbæuum, með eða án liús- gagna. Tilboð merkt: „Kurt- eisi“ sendist Vísi fyrir 24. þ. m. (465 TIL LEIGU: 3 stofur, ásamt baði og eldliúsi, á Ivlapparstíg 37. Fj’rirspurnum ekki svarað i síma. (464 Óska eftir stofu og eldhúsi eða eldunarplássi. Uppl. i síma 2761. (462 Vantar 3—4 herbergja íbúð 1. okt. Gísli Ilalldórsson, verk- fræðingur, sími 3767 eða 3547. (461 2 herbergi og eldhús óskast nú þegar eða 1. okt. 3 í heim- ili. Uppl. í síma 2105. (460 Eilt herbergí og eldhús, helst í Vesturhænum, óskast frá 1. október. Uppl. Laugaveg 76, uppi. (458 Góð íbúð, 2 til 3 herbergi og eldhús, eða aðgangur að eldhúsi, óskast 1. okt. Uppl. í síma 3859. (436 4 litil herbergi og eldhús til Ieigu strax. Tilboð merkt: „Húsnæði 492“ sendist Visi strax. (492 Lítið en snoturt herbergi ósk- ast. Tilboð merkt „Lítið“, send- ist Vísi. (480 2—3 herbergi og' eldhús ósk- ast fyrir saumastofu. Tilboð, merkt: „Saumastofa" sendist Vísi fj’rir 1. september. (490 Vantar 3 herbergi og eldhús með þægindiun (lielst litla íbúð). 3 fullorðnir i heimili. Uppl. í Hljóðfæraverslun Kat- rínar Viðar. (487 3 herbergi, eldliús og búr, ásamt stúlkuherbergi, til leigu á Fjölnisveg 4. Sími 2786. (485 Lítið herbergi til leigu með ljósi og hita, 1. sept. Uppl. í sima 4021. (784 ■ 2 sólrík kjallaralierhergi og eldhús til leigu 1. okt., aðeins fyrir barnlaust fólk. — Uppl. í sima 4021. (484 ÍBÚÐ til leig'u í Austurbæn- um, 3 lierbergi og' eldhús. I.yst- hafendur sendi tilboð merkt: „Sólrik íl)úð“, á afgr. Vísis. (482 2—3 herbergi og eldhús með öllum þæginduin óskast. Tvent fullorðið í lieimili. Uppl. í síma 1333 til kl. 5 e.m. (474 Mig vantar eina slóra stofu og eldhús, eða 2 lítil herbérgi og eldhús. Aðeins hjá siðprúðu fólki. Helst strax. Sími 3573. (479 3 herbergi og elclhús til leigu fvrir barnlausa, fámenna fjöl- skyldu. Uppl. á Hverfisg. 62.- (478 Kennari óskar eftir herbergi 1. október, nálægt miðbænum, með þægindum og aðgangi að síma, Fyrirframgreiðsla ef ósk- að er. Uppl. í síma 2197 eftir kl. 8 siðdegis. (477 Bakarameistari óskar eftir 2 herbergjum og eldhúsi með öllum þægindum, í Austurbæn- um, 1. okt. Uppl. i sírna 4415. (455 KAUPSKAPUR 2 kýr óskast. Sími 4770. (466- Til sölu með tækifærisverði sem nýr dívan, á Bárugötu 36, miðhæð. (463 Borðstofuhúsgögn og svefn- herhergishúsgögn til sölu. Til. sýnis á Laugaveg 76, uppi. (457 9Cþ) '8111ÍUIIS ‘U0A uí9uqi0ÍH 'U '° “u '° lofq^qnp puaRTsýu ‘]p[)]U]S9i[ ‘us]Adn]]na “S>] "/[ ucf uanu op u]]i] mua u ]of>]B>]{ip ]>]su9]g.iou ‘tiæSu iunf]9s gi^y Hús óskast til kaups. Dálítil útborgun. Tilboð merkt „S. 0.“ leg'gist á afgr. Vísis. (454 Til sölu: Skrifborð, grammó- fónn og stigin saumavél. UppL Njálsgötu 29 B. (453' 2ja manna rúmstæði og olíu- liengilampi til sölu með tæki- færisverði. Barónsstíg 2. (489 Hanakjúklingar til sölu. Sendum lieim. Sími 4592. (493' p VINNA | Kaupamaður óskast eina viku. Uppl. hjá G. Benjamíns- syni, klæðskera, Ingólfsstræti, (467 ÞVOTTAHÚS Kristínar Sigurðardótlur, Hafn- arstræti 18, sími 3927. Vönduð vinna, fljót afgreiðsla. (183- Slúlka óskast um tíma, hálf- an eða allan daginn. Hannes Jónsson, Asvallagötu 65. (486 Barngóð stúlka óskast. Uppl. á Njálsgötu 8 B. (481 Tek að mér að kvnda nokkr- ar miðstöðvar fyrir lægst verð. Uppl. í prentsmiðjunni Acta, hjá Bjarna Ólafssyni. (476 LIÚS, út af fyrir sig', vestan við bæinn, með nútíma þæg- indum, er til leigu 1. okt. Trygging fyrir leigunni áskil- in. Uppl. kl. 5—8. Sími 4592. (494 Fyrir helgina tapaðist veski með gjaldeyrisleyfum o. fl. Finnandi geri aðvart á afgr. Vísis. (491 Signetshringur tapaðist vest- an úr bæ og inn á HverfisgöUi. A. v. á. (488 Formiðdagsstúlka eða ung- lingur óskast um óákveðinn tíma. Hrefna Sigurgeirsdóttir, Laugaveg 68. Simi 2175. (475 I LEIGA | Gott pláss fyrir matsölu ósk- ast á hentugum stað i bænum nú þegar eða 1. okt. Sími 2973.- (459 FÉLAGSPRENTSMIÐJAN. MUNAÐARLEYSINGI. að Edvard Fairfax Rocliester á Thornfield, þann 20. október 18— (fyrir 15 árum hér frá að telja) gekk að eiga syslur mína, Berthu Antoni- ettu Mason, dóttur kaupmannsins Jónasar Ma- son og konu hans Antoniettu. Hjónavígslan fór fram i . .. .kirkjunni í Spanish Town, Jama- ica.Hjónavígsla þessi er skráð í bækur kirkjunn- ar, eins og lög standa til, en eg hefi í vörslum mínum samrit af þvi, sem skrifað stendur um þetta atriði í bókum nefndrar kirkju. Richard Mason.“ Herra Rochester tók til máls: „Skjal þetta sýnir — ef það er þá ekki falsað — að eg liefi verið kvæntur. En það segir ekkert um það, að kona sú, sem þar er nefnd, og kölluð eigin- kona mín, sé enn á lífi.“ „Hún var á lífi fyrir þremur mánuðum,“ mælti lög- fræðingurinn. „Hvernig viti þér það?“ Mér munu nýtast vitni að þeirri staðhæfingu. Sér- staklega geri eg þó ráð fyrir, að þér munduð ekki treysla yður til þess, að neita framburði eins vitnis, sem eg hefi til reiðu, ef á þarf að halda.“ „Látið það vitni koma fram í dagsljósið nú þegar eða fara til lielvitis að öðrum kosti!“ „Eg mun kjósa fyrri kostinn — þó að liitt kunni líka að vera sæmilegasla hoð!“ sagði málaflutnings- maðurinn og glolti. — Hann sneri sér fram i kirkjuna og kallaði': „Herra Mason! Mætti eg biðja yður að koipa ofurlitið nær!“ Þegar herra Rochester lieyrði Mason nefndan, sá eg að liann beit á vörina og eg fann, að hann nötraði allur af vonsku. Eg sá nú, að einhver þokaðist inn eftir kirkjugólfinu og komst bráðlega alla leið. Þessi nýkomni maður lók sér slöðu fyrir aftan málaflutn- ingsmanninn, og gægðist yfir axlirnar á honum. — Já — það var ekki um að villast. Þetta var Richard Mason, fölur og þunnur á vangann — enn þá við- bjóðslegri en hann liafði verið, er hann kom i heim- sóknina og varð fyrir meiðslunum. — Eg var hrædd við það, sem nú mundi gerast. — Eg óttaðist að herra Rochester mundi ekki gela sljórnað skapi sínu, er hann stæði augliti til auglitis við Mason. — Hann sólroðnaði í andliti og hóf hægri hönd sína á loft. Eg óttaðist að hann mundi ekki gæla sín og berja Mason ti-1 óbóta. Mason mun og' hafa búist við ósviknu höggi, því að hann hrökk aflur á bak, stundi svo hátt, að heyrast mundi um alla kirkjuna, og lautaði fyrir munni sér: „Guð almáttugur varðveiti mig. —“ Við þessi orð var eins og herra Rochester rynni öll reiði, en takmarkalaus fyrirlitning kæmi i staðinn- Hann horfði á Mason drykklanga stund, en sagði því næst svo kuldalega, að undrun gegndi: „Hvað hafðir þú hugsað þér að segja?“ Andlitið á Mason var hvítt, eins og nýfallinn snjór. Ilann muldraði eitthvað fyrir munni sér, en enginn skildi-eitt einasta orð. „Ertu svo illa haldinn af djöflinum, að þú megir engu orði upp koma?“ Mason pataði eithvað með höndunum, cn gat ekkert sagt. „Komstu hingað til þess, að þegja eins og 111 úl- asni? Eða komstu til þess, að bera ljúgvitni gegn mér? — Svaraðu mér, níðingur! Svaraðu tafar- laust, — því að annarskostar —“ „Herra Rochester,“ mælti klerkurinn. „Gleymið þvi ckki, að við erum stödcl á helgum stað — í húsi drottins.“ Þá sneri hann sér að Mason og spurði rólega og blátt áfram: „Er yður kunnugt um það, að kona herra Ro- chesters sé enn á lífi?“ Þögn. „Berið sannieikanum vitni, herra Mason, án þess að óttast eða blikna.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.