Vísir - 22.08.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 22.08.1934, Blaðsíða 3
VISIR C>CKSL»*00<SSN»NgS^^ Bæjarfréttir 1 X3 cxs>e§ Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 11 stig', Isa- firði 11, Akureyri 11, Skálanesi !), Vestmannaeyjiím 10, Ivvíg- indisdal 12, Hesteyri 8, Gjögri 8, Blönduósi 10, Siglunesi 10, Grímsejr 9, Raufarliöfn 10, Fagradal 10, Papey 10, Hólum í Hornafirði 11, Fagurhólsmýri 12, Reykjanesvita 10. Mestur hiti hér í gær 18 stig, minstur 10. Úrkoma 6.6 nun. Sólskin 2.8 stundir. Yfirlit: Alldjúp lægð milli Færeyja og Skotlands á liægri hrcyfingu norðaustur eft- ir. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói: Breytileg átt og Iiæg- viðri. Dálitil rigning. Breiða- fjörður, Vestfirðir, Norðurland, norðausturland: Norðaustan gola. Víðast úrkomulaust og bjartviðri. Austfirðir, suðaust- urland: Norðaustan kaldi. Sum- staðar dálítil.rigning. Jacob Texiére, hinn góðkunni leikari, sem um langt skeið hefir starfað að Því að kynna æfintýri H. C. Andersens i ýmsum löndum, með því að lesa upp úrval úr þeim, hefir framsagnarkveld á nokkurum þeirra í Iðnó n. k. föstudagskveld kl. 9 e. h. — Texiére hefir áður verið hér þessara erinda og þótti mönn- um mikið til frásagnarlistar hans koma. Magnús Pétursson héraðslæknir er kominn heim. M.s. Dronning- Alexandrine fór laust eftir miðnælti frá* Færeyjum áleiðis hingað. Jóhannes Indriðason skósmiður, Bergstaðaslræti 12, verður 71 árs i dag'. <G.s. Botnia kom í dag frá Leith með fjölda erlendra ferðamanna. Hjónaefni. Nýlega liafa opinherað trú- lofun sína, ungfrú Aðalheiður Ólafsdóttir og Sigurður Waage, trésmiður. Næturlæknir er í nótt Kristín Ólafsdóttir, Tjaniargötu 10 B. Sími 2161. — Næturvörður í Laugavegsapó- teki. Gullverð ísl. krónu er nú 50.04, miðað við frakkn. franka. Sig'. Skagfield heldur söngskemtun í frí- kirkjunni, mcð aðstoð Páls tsólfssonar, næstkomandi föstu- dagskveld kl. 8V2- A söng- skránni eru bæði útlend og ís- lensk lög. Belgaum kom frá Englandi í morgun. Valur, 3. flokkur. Æfing í kvöld kl. 7%. Geir kom af veiðum í morgun með 1600 körfur isfiskjar og fer i dag áleiðis til Englands. Bráðabirgðalög urii viðauka við bráðabirgða- lög 25. maí 1934 um heimild fyrir ríkisstjórnina til íhlutunar um sölu og útflutning á salt- fiski eru birt i Lögbirtingabl. í gær. I 1. gr. laganna segir: Við 1. gr. bráðabirgðalaganna hætist tvær nýjar málsgreinar: Nú er beitt heimild undanfar- andi málsgreinar og skal þá við útflutning fiskjarins greiða sjóðgjald, er nemi 5 kr. á skip- pund til jafnaðar af öllum verkuðum fiski nema af upsa, keilu og úrgangsfiski (nr. 3 og 4), en af þeim fislci greiðist 2 kr. á skpd. Af óverkuðum fiski, þar með talinn þveginn og pressaður fiskur, nemi sjóð- gjaldið kr. 20.00 á smálest nema af upsa, keilu og úrgangs- fiski greiðist 5 kr. á smálest.“ I 2. gr. segir, að tekjum þess sjóðs, cr þannig kann að mynd- asl skuli varið, eftir þvi sem með þurfi, „til þess að efla, tryggja og auka fiskmarkaði, 6! verðjöfnunar, og til annara nauðsynja, i þágu saltfiskversl- unar landsmanna á þann liátt, er ríkisstjórnin ákveður.“ „Nú verður afgangur af tekj. sjóðs- ins eftir að þeim liefir verið variö samkvæmt 2. gr., og skal þá skifta þvi fé, sem ónotað er milli saltfiskútflytjenda, í réttu hlutfalli við grelðslur þeirra i sjóðinn.“ Úrslitakappleiknum milli Fram og Vals er frestað þar til annað kveld, vegna þcss hve völlurinn er blautur. E.s. Súðin kom úr strandferð í gær- kveldi. Dr. Karl Lenzen hélt liljómleika i Iðnó í gær og fékk ágætar viðtökur. Nánar í blaðinu á inorgun. Útvarpið í kveld. Kl. 19.10: Veðurfregnir. Til- kynningar. — 19.25: Grammó- fóntónleikar. — 19.50: Tónleik- ar. — 20.00: Klukkusláttur. Fiðlu-sóló. (Þór. Guðmunds- son). — 20.30: Erindi: Síldveiði og síldarsala, III (Jón Berg- sveinsson). — 21.00: Fréttir. — 21.30: Grammófónn: Dvorák: Kvartet, op. 95, í F-dúr. Knattspjnan í gær. K. R. vinnur Víking með 5:0. --o-- Pyrri hálfleikur. \’íkingar byrja me'ð knöttinn og hefja þegar þróttlausa sókri á Iv.R. Eftir nokkurt þóf ná K.R.-ingar knettinum og gera þegar upphlaup á Víkirigsmarkið, en það fór út um þúfur vegna fríspyrnu, sem þeir íá dæmda á sig. Gera Víkingar þá upphlaup um hæl. Fær hægri út- framherji þeirra knöttinn og spyrn- ir honum mjög fallega á mark, en markvörður K.Ri ver með prý'ði. Hefja nú K.R.-inngar harða sókn, en Vikingar verjast drengi- lega. Fá K. R.-ingar dæmda á sig frispyrnu fyrir hrindingu og verð- ur við það nokkurt lát á sókninni. En K.R.-ingar hefja sóknina brátt aftur, en tekst ekki að skora mark. Víkingar gera nú upphlaup og verður úr því hornspyrna á K.R. Eir hún fallega tekin, en kemur þeim ekki að neinu li'ði. Gera nú K.R.-ingar allsnarpt upphlaup. Fær miðframherji þeirra knöttinn rétt við vitateig og spyrn- ir honum í mark svo fast, að mark- vör'ðurinn getur ekki náð honúm. — 1:0. Víkingar hafa nú knöttinn, en fá dæmda á sig fríspyrnu og verður úr henni upphlaup á mark þeirra. Fær miðframherji K.R.-inga knött- inn aftur og spyrnir honum í mark. 2 :o. — Það sem eftir var hálfleiks- ins var þóf fram og aftur um völl- inn, en þó voru gerð skæð upp- hlaup á báðar hli'ðar og mörg skot á mörkin, en ekki voru fleiri mörk skoruð. — Lauk hálfleiknum því með 2 á móti o. Stðari hálf lcikur. K.R.-ingar byrja með knöttinn og gera upphlaup. Þegar 2 mínút- ur eru af leik, fær vinstri innfram- herji þeirra knöttinn og spyrnir honurii í mark. 3: o. Halda K. R.-ingar sókninni á- fram. Skömmu si'ðar gerðu Víking- ar gott upphlaup og þegar 6 mín. eru af leik fær v. innnframherji Vikings náð knettinum og spyrnir honum fast ofarlega i annáð horn marksins, en Eiríkur bregst ekki frekar en fyrri daginn. Hefja K.R.-ingar nú allharða sókn. Miðframvörður þeirra fær knöttinn og spyrnir honum íast á marlc, en markvörður ver. Hefja nú Víkingar allhar'ða gagnsókn og þegar 8 mín. eru af leik, er dæmd hornspyrna á K.R. Úr henni verður önnur hornspyrna. Liggur knötturinn nú um stund alt- af við K.R.-markið. Fá þeir enn dæmda á sig hornspyrnu, en húri nýtist ekki Víkingum frekar en hinar fyrri. En samt liggur knött- urinn ennþá nokkra stund við K.R.- markið. Þegar 15 mín. eru af leik gera K.R.-ingar samt upphlaup, en það v.erður að engu. Gera Víking- ar um hæl stór-hættulegt upphlaup á K.R.-markið. Það eina, sem bjarga'ði K.R., var flýtir hægra bak- varðar þeirra. Gera nú bæ'ði liðin upphlaup á víxl, en ekkert skeður. Þegar 20 mín. eru af leik gera K.R.-ingar upphlaup. Fær vinstri innframherji knöttinn og spyrnir honum fast á markið, en markvörður ver. Síðan er þóf um knöttinn fram og aftur á vellinum. Þegar 24 mín. eru af leik, gera K.R.-ingar cnn upphlaup. Fær vinstri innframherji þeirra knött- inn og skorar mark með föstu skoti. 4:0. ■—^Sækja liðin nú af kappi, en knötturinn liggur þó heldur á vall- arhelmingi Víkings, enda eru Vík- ingar teknir að þreytast, cn verjast þó drengilega. Þegar 10 mín. eru eftir, fær miðframherji K.R. knött- inn og spyrnir á markið, en skoti'ð mishepnast. Þegar 2 mín. eru éftir af leik, verður mark hjá Víkingum, fyrir mistök markvarðar þeirra. — Litlu seinna var leiktími útrunninn.* Lauk því kappleiknum með sigri K.R. me'ð 5 :o. Segja má um flesta leiki, sem Víkingar hafa teki'Ö þátt í á þessu móti, að liðin hafi v.erið jafnari en markafjöldinn bendir á. Svo var og um þennan leik, jafnvel ennþá frek- ar en um hina. Sýndu Víkingar töluverða leikni og góðan samleik, og margt, sem þeir gerðu, var vel hugsað. Sérstaklega sýndi miðfram- herji þeirra mikla „teknik“ og leikni. Víkingsliðið hefir nú sýnt á þessu móti, að það er á miklu frarn- faraskeiði. Haldið si'ona áifram, Víkingar! K.R.-ingar lélm vel og drengilega að vanda.. Á dómi Friðþjófs Thor- steinssonar var ekki hægt a'Ö sjá ágalla, svo nokkru næmi. V. Kvikmyndir af Alaska teknar úr loftinu., Níu herflugvélar flugu í yfir- standandi mánu'Si frá Washington til Alaska. Tilgangurinn með flug- ferðinni var m. a. aö taka ljós- myndir af Alaska úr loftinu og voru flugvélarnar búnar aö fljúga yfir 18.000 ferh. m. lands í því skyni, er síðast fréttist. Flestar ljósmyndanna'voru teknar úr 15.- 000 feta hæð. k leiði Sveinbjörns Sveinbjörnssonar tón- skálds að tfnast ? Rétt fyrir norðan austurhornið á likhúsinu í gamla kirkjugarðin- um er leiöi Sveinbjörns Svein- björnssonar, tónskálds. I kringum það er grasblettur, sem á sumuin , stöðum er að troöast niður. Og á þvi vaxa i viltri breiðu nokkur kornblóm. Ekkert er, sem minnir á hver þarna hvílir, og þó liggur þarna konungur í íslensku tóna- riki. Þjóðverjar myndu vilja gefa stórfé til þess, ef þeir vissu hvar leiði Mozarts er. Eigu.m við ís- lendingar að láta leiði Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, höfundar þjóð- söngsins, „Ó guð vors lands“, týn- ast, og eftirkomendur okkar harma það, að þeir ekki viti hvar það er? Nei, það vill enginn ís- lendingur. Of lengi hefir það dreg- i.st, að vel væri steypt í kringutn leiði Sveinbjörns Sveinbjörnsson- ar og á því reistur veglegur minn- isvarði honum til dýrðar en þjóð- inni allri til sóma, og má vi'ö svo búið ekki lengur standa. Ættu nú áhrifamenn innan hljóm- og söng- sveita þessa bæjar, að bæta úr þessu, og gangast fyrir því, að nú þegar yrði steypt í kringum leiði Sveinbjörns Sveinbjörnssonar og því forðað frá að verða troðið nið- ur frekar en orðið er, og svo að á því yrði reistur nú bráðlega hon- um samboðinn minnisvarði. Það er áreiðanlegt, að til þessa verks mun létt að afla fjár og liðsmanna og þeir, sem fyrir því gangast, munu hljóta lof og þakkir, því að þeir eru í þjónustu fórnandi kær- leika að inna af höndum nokkuð af mikilli þakkarskuld íslensku þjóðarinnar til hins látna tón- skálds. Kjartan ólafsson. Floglð yfir Atlantshaf. Oanadiskir flugmenn fljúga yfir Atlantshaf. /Frá London er símað til Parisar- blaða þ. 9. þ. m.: Flogið heíir verið í fyrsta skifti frá Canada til Englánds. Flugmennirnir J. R. Ayling kapteinn og Leonard Reid kapt. lögðu af stað frá Wassaga Beach, Ontario 8. ágúst (miðviku- dag) að morgni og lentu í Heston- flugstöðinni í Middlesex kl. 6 e. h. þ. 9. ágúst. Áform flugmannanna var að fljúga í einum áfanga til Bagdad, |en urðu að hætta við það vegna bensínskorts. Flugvél þeirra, „Trail of the Caribou“ hét áóur „Seafarer" og var þá eign Molli- sons og konu hans. Er það flug- vélin, sem þau hjón notuðu, er þau flugu yfir Atlantshaf í júli 1933 og meiddust í lendingu viö Bridge- port, Connecticut, Bandaríkjum. — Flugmennirnir höfðu margsinnis orðið að fresta brottför sinni frá On(ario, vegna óhagstæðs veðurs. Flug þetta þykir frækilegt. „Trail of the Caribou“ eyðilegst í lendingu. Samkvæmt símfregn frá London þ. 12. ágúst fór Reid kapteinn í ílugferð laugardaginn 10. ágúst og gaf hann e.kkert upp um það, er hann lagði af stað, hvert hann ætl- aði. Ayling' var ekki með honum og vissi ekkert um þetta, fyrr en eftir á. Hinsvegar hafði Reid stúlku með sér, og mun hann hafa ætlað aö fara í stutta skemtiflug- ferð með henni, en svo illa tókst til, að hann eyðilagði að mestu leyti flugvélina í lendingu, en hann og stúlkan sluppu litt meidd. — Ráögert hafði verið, að þeir félag ar, Ayling og Reid, gerði aðra til- raun til þess að setja met i lang- flugi í þessari sömu flugvél, en sennilega verður nú ekki hægt aö gera við hana. Grierson hlekkíst á. Fregnir bárust um það liing- að í gærkveldi, að Grierson fiugmaöur liefði sést fara fram bjá Angmagsalik kl. 4,30 (isl. tími), en héðan fór bann, eins og sagt var í blaðinu i gær, kl- 11,15 f. b. og bjóst Grierson frekar við, að hann myndi koma við í Angmagsalik. Senni- lega hefir hann ekki séð stað- inn, eða áttað sig á, að um hann væri að ræða, liafi hann séð hann, og haldið áfram. Varð hann loks að nauð- lenda, sennilega eigi mjög langl þar frá. Grierson sendi út skeyti þess efnis, að hann hefði lent á íslausum firði og kvaðst liann liafa matvæli til tíu daga. Vísir átti í morgun tal við Geir Zoega útgerðarmann i Hafnar- firði, sem annaðist móttöku Griersons hér, og kvað hann leit að flugmanninum hafa byrjað í gærkveldi. Alt verð- ur gert, sem hægt er, til þess að koma flugmanninum til að- stoðar, og óttast menn eigi um hann að svo stöddu. Grierson fnndinn. Samkvæmt skcyli, er liingað barst frá Grænlandi laust fyrir kl. 2 í dag, var Grierson fund- inn og er hann væntanlegur til Angmagsalik i dag. Flugvélin er óskemd og flýgur Grierson til Ang'magsalik frá staðnum sem liann lenti. litvappsfréttir. —o— Leitin að bresku vísindamönn- unum. Londou 20. ágúst. FÚ. Enn er haldið áfratn að leitá 'að bresku vísindamönnunum tveim- ur, þeim Dr. Dyson og Mr. Martin, sem saknaö hefir verið síðan 28. júlí, er þeir voru að rannsóknum við Lake Rudolf í Uganda. Flug- .vél, sem fór frá Nairobi á föstu- clag, er komin aftur, án þess að hafa orðið nokkurs visari, og önn- ur flugvél fór af stað i morgun i nýja leit. Innfæddur maður er sagður hafa fundið muni, sem til- heyrðu hinum horfnu mönnum, fljótandi á vatninu. Menn eru mjög hræddir um, að þessir tveir vísindamenn hafi farist, og að frekari leit verði árangurslaus. Heimsblöðin og þjóðaratkvæðið í Þýskalandi. Berlin 22. ágúst. FÚ. Heimsblöðin ræða enn um þjóð- aratkvæÖið i Þýskalandi, þ. á m. ensku blöðin. Blaðið Times finnur að því, meðal annars, hve allir Naz- istaforingjarnir hafi ráðist hart að nágrannalöndunum i opinberum ræðum i síðustu viku, og telur það, hve Þjóðverjar fjandskapast nú við erlend ríki, bera vott um hernað- arhug.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.