Vísir - 23.08.1934, Page 2

Vísir - 23.08.1934, Page 2
Lindells borðvogir. Umboð: Þórður Sveinsson & Co. Liflátsdómnr. — Austurrískur nazisti dæmdur til lífláts og hengdur. Vínarborg 23. ágúst. — FB. iFrá Löben er símað, a'S Rudolf Erlbacher, tuttugu og átta ára að aldri, hafi veriS dæindur til lífláts og hengdur, fyrir landráb og morS þ. 25. júlí, er reynt var aö hrinda af staö óeiröuni í Styriu um leið og byltingartilraunin var gerö í Vínarborg. Sex aörir sem akærð- ir voru fyrir þátttöku í bylting- unni voru dæmdir í margra ára þrælkunarvinnu, en mismunandi langa. (United Press). Frá Bnlgarín. Ríkisstjórnin reynir að hefta starfsemi þeirra, sem vinna að sjálfstæði Makedoniu. Sofia 23. ágúst. — FB. Ríkisstjórnin hefir handtekiö alt framkvæmdarráö makedoniska byltingarsinna-flokksins vegna sambands hans við Imro-flokkinn, sem hefir á stefnuskrá sinni sjálf- stæöi Makedoniu, en starfsemi hans hefir veriö bönnuö. Hinsveg- ar hefir ekki verið unt aö hefta starfsemi Imro-flokksins aö nein- um mun enn sem komið er. (Uni- ted Press). Rússar og Þjóðabandalaglð. Bretastjórn ræðir inn- göngu Rússa í Þjóða- bandalagið við margar ríkisstjórnir. — Kröfur Pólverja um fast sæti í bandalagsráðinu. London 23. ágúst. — FB. Breska stjórnin hefir að undan- förnu rætt við ríkisstjórnir í mörg- um löndum upptöku Sovét-Rúss- lands i Þjóðabandalagiö, er það kemur saman til fundar í næsta mánuöi. — Taliö er, að Bretastjórn beiti áhrifum sínum til þess aö leyst veröi deila, sem stendur í sambandi við kröfu pólsku stjórn- arinnar um varanlegt sæti í ráöi bandalagsins, þegar Rússar fá full- trúa í því. (United Press). Sundafrek. 22. ágúst. FÚ. í gær syntu tvær stúlkur úr Hafn- arfirSi 1000 metra sund, í kepni um sundþrautarmerki ÍJiróttasambands íslands, en til þess aS hljóta þaS, má ekki vera lengur en 30 mínútur aS synda þessa vegalengd. Stúlkurnar voru Minnie Úlafs- dóttir og Hallbera Pálsdóttir. Min- nie þreytti sundið á 22 mín. 5,4 sek., en Hallbera á 23 mín. 31,7 sek- Maðnr drnkknar. 22. ágúst. FÚ. I gærkvöldi klukkan 9 druknaSi unglingspiltur frá Akureyri, Valde- mar Valdemarsson, fram undan Grjótnesi á Melrakkasléttu. Hann var háseti á síldveiðaskipinu Arthur Fanney. SlysiS vildi til, er nokkrir skip- verjar af Arthur Fanney voru á leiöinni i land í snurpunótarbáti Valdimar sat við stýriS, og féll hann útbyröis án sjáanlegrarorsak- ar, og er giskaS á, aS hann hafi fengiS aösvif. Hann kom einu sinni upp, en þar eö talsverður skriður var á bátnum; tókst ekki aö ná honum. LíkiS hafSi ekki fundist, er skeyti um þennan atburS var sent frá Kópaskeri kl. 11 í dag, og var þó leitaS á fjórum bátum'til klukkan 12 í gærkveldi. Veöur var gott og sléttur sjór. Tatnavextir { Mýrdal. 22.' ágúst. FU. Frá Vík í Mvrdal símar fr'étta- ritari útvarpsins, aS allmiklir vatna- vextir hafi orSiS þar um síSustu helgi. Braust áin Klifandi þá úr farvegi sínum, og rennur hún nú nærfellt öll vestan Péturseyjar, og yfir þjóðveginn þar. Illfært er á bifreiSum yfir svæSi þaS, sem áin rennur um, en um- ferS hefir þó lítið truflast ennþá. ByrjaS er á fyrirhleSslu, til þess að veita ánni aftur í sinn gamla farveg. Yfir Langjöknl. —o— Gönguför frá Hvítárvatni að Kalmanstungu. 22. ágúst. FÚ. Þrír Þjóðverjar komu til Kal- manstungu kl. 7 um kvöldið, síSast- liðinn mánudag, og höfSu þeir gengiÖ þangaS á 13 klukkustund- um frá Plvítárvatni. Segir Stefán Ólafsson í Kalmanstungu, í bréfi til útvarpsins, dagsettu í gær, aS þetta muni vera í fyrsta skifti, sem gengiS er frá Hvítárvatni til Kal- manstungu á svo stuttum tima, enda hafi þeir komið niÖur af Langjökli talsvert sunnar en þeir, sem áöur hafa farið milli þessara staða. Stefán segir : „Þetta virSist vera tilvalin ferðamannaleiS, ef farið væri í tveimur hópum i bílum, svo langjt sem komist verður, beggja megin Langjökuls. Færi annar hóp- urinn aö vestan, á hestum frá Húsa- felli eSa Kalmanstungu, en hinn hópurinn til Hvítárvatns, eða svo langt sem komist verður í bíl. Svo mætist hóparnir á jöklinum, og taki hvor bíla hins til baka.“ Frakkar vísa pólskum námumönnum úr landi. I útvarpsfregn frá Berlin iS. ágústi er sagt frá því, að 90 pólsk- um námumönnum hafi veriö vísaö úr landi af frakknesku yfirvöld- unum og hafi þeir lagt af stað til Póllands daginn áöur. Um þetta mál var ítarlega rætt í frakknesk- um blöðum snemma í yfirstand- andi mányöi (t. d. 8. og 9. ágúst og síöar) og er svo aö sjá af frakknesku blaöi, sem hingaö hef- ir borist, aö námumennirnir hafi lagt af staö 12. ágúst en vel má vera, aö það hafi dregist, og þeir liafi ekki farið fyrr en útvarps- fregnin segir. Er þaö vitanlega al- gert aukaatriöi. En hvernig stend- ur á, aö þessum námumönnum var vísaö úr landi? Tildrögin til brott- rekstursins vöktu fádæma eftirtekt og veröur hér lítilsháttar frá því sagt. Námumennirnir höföu frakkneska starfsbræður sína í haldi 1000 fet niðri í jörðunni í hálfan annan sólarhring. Samkvæmt simskeyti frá Lens 7. ágúst höföu pólskir námumenn í Escarpellenámunni í Le Forest nálægt Lens nokkra frakkneska starfsbræöur í haldi í samfleytt 36 klst., uns jieir loks létu undan og féllust á aö hleypa þeim út. Aö- staöan var þannig, aö ógerlegt var aö neyöa pólsku námumennina, sem voru 164 talsins, til þess að gefast upp, fyrr en hungur færi aö sverfa aö þeim. — Þegar námu- roennirnir fóru til vinnu sinnar, er þessi óvanalega innilokun hófst höguöu þeir því þannig til, aö frakknesku námumennirnir fóru á undan. Þegar þeir voru komnir niöur í námugöng nr. 10 settu þeir varðmenn viö göngin og tóku all- ar vélar í námunni í sínar hendur og sáu um, að enginn byrjaöi að vinna. Frakknesku námumennirn- ir geröu tilraun til þess að kom- ast upp og segja yfirstjórn nám- unriar hvaö um væri aö vera, en Pólverjarnir böröu fljótlega niöur í þeim allan mótþróa. Brátt Var verkstjóri riokkur sendur niöur í námuna, til þess aö athuga hvaö væri í ólagi ]iar niöri, en hann var fljótlega bundinn, og komu engar fregnir upp úr jöröunni af honum. — Yfirstjórn Pas de Cala- is námufélagsins, sem starfrækir námuna, fór nú ekki aö lítast á blikuna, og geröi lögreglunni aövart'. Þegar lögreglan var búin aö þjarka viö Pólverjana klukkustundum saman varö þaö aö samkomulagi, morguninn eftir aö Pólverjarnir hófu innilokunina, að bæöi pólsku og frakknesku námurriennirnir skyldi koma upp undir bert loft og yröi svo reynt að koma á fullnaöarsáttum í deil- unni — en enn var ekkert um deil- una sjálfa birt i blöðunum, en ljóst var öllum aö það hlaut aö vera eitthvaö ekki smávægilegt, sem olli þessu tiltæki Pólverjanna. óánægja Pólverjanna staf- aði af því, j að yfirvöldin höfSu stimplaÖ tvo félaga þeirra sem pólitíska undir- róðursmenn. Námumennirnir voru margir þrekaðir mjög eftir inniveruna, enda höfðu þeir ekkert haft til aö nærast á meöan þeir voru innilukt- ir í námuni og segja frakknesku blöðin aö þeir hafi haft góöa lyst á bjórnum, setn fluttur haföi verið að námunni, til ]iess aö koma námumönnum beggja Jijóöa í gott skap eftir innilokunina. Rannsókn leiddi í ljós, aö óánægja Pólverj- anna stafaði af því, aö tveir félaga þeirra, Novak og Walovics, höföu veriö stimplaðir pólitískir undir- róðursmenn, og haföi veriö ákveö- ið aö visa þeim úr landi. Félagar þeirra ætluöu sér að koma í veg fyrir þetta og lögöu nú á ráö um, hvernig þeir gæti neytt yfirvöldin til þess aö breyta þessari ákvörö- uri sinni. Svo vel fóru þeir- með áform sín, aö enginn verkstjór- anna í námunni eða frakknesku verkamannanna, haföi hugmynd um hvað til stóö. Sumar fregnir segja, aö þaö hafi veriö formaður námumannasambandsins í Noröur- Frakklandi, sem kom því til leiðar, aö frakknesku námumánnunum var slept. Heitir hann Kleber Legay og fór sjálfur niöur í nám- una til þess að ræöa við Pólverj- ana. Yfirvöldin í Pas-de- Calais-hér- aði gerðu nú þær kröfur til innan- ríkismálaráðuneytisins, að allir Pólverjar þeir, sem hefði átt þátt í innilokuninni, yröi geröir land- rækir. Gengið var að öllum kröf- um námumannanna um það er lauk. Þ. 11. ágúst var loks búiö aö ganga frá málinu, segir i.símfregn frá Lille. Gengið var að kröfum þeirra m. a. um sérstaka lest o. fl. Var hún komin til Lille þ. 11. ág'úst og voru í henni 200 manns að skylduliði hinna pólsku verka- manria meðtöldu. Þar átti aö út- búa vegabréf handa hópnum og í skeytinu var búist viö, að þaö mundi valda nokkurri töf. Sér- hverjum verkamanni voru gefnir 300 frankar vegna samningsrófa og atvinnuleysisskírteini, sem í stóö, aö hlutaðeigandi væri sendur ti! lands síns, vegna atvinnuleys- is, og varð því sá endir á aö verka- mennirnir voru ekki gerðir land- rækir, heldur sendir heim, en á þvi er vitanlega í þessu tilfelli næsta litill munur, en hér var þó um kröfu aö ræða, af hálfu pólsku verkamannanna, sem yfirvöldin höfðu gengið aö. Námumennirnír voru 89, konur þeirra 57, en börn- in 60 talsins. Búist var við, aö alls myndi um 300 fara, um þaö er lyki, aö skylduliði meötöldu. Pólskir verkamenn hafa löngum vej'iö vinsælir í Frakklandi og hef- ir mál ]ietta alt vakiö mikla undr- un og langar frásagnir birst um þaö í erlendum blööum. Dr. Karl Leozen pianóleikari. Dr. Karl Lenzen, þýski píanó- leikarinn, sem lék hér í útvarpið á dögunum, hélt hljómleika í IÖnó síðastl. þriðjudag með aðstoð herra Emils Thoroddsen tónskálds og pí- anóleikara útvarpsins. Þeir léku saman á tvö píanó píanókoncert í d-moll eftir Mozart og ])íanókoncert í e-moll eftir Cho- pin, og nutu þessi verk sín vel i meðferð þeirra. En maður saknaði ]ió hljómfyllingar slaghörpunnar, sem maður á að venjast hér í kon- certsölunum, en eins og áður er sagt, þá var leikið á píanó, en ekki á slaghörpu að þessu sinni. -É)r. Karl Lenzen spilaði einn nokkur lög eftir Chopin og „Polac- ca brillante" éftir Weber, en best tókst honum meðferðin á Ham- borgar-rununni (Suite Hamburg) eftir Walter Niemann. Tónskáldið liregður upp myndum úr stórborg- inni og stórborgarlífinu, svo sem höfninni, Michaelskirkjunni, líru- kassanum, börnunum, sem leika sér við birtuna frá götuljóskerinu, lifinu í St. Pauli, sem er glaðvær borgar- hluti í Hamborg (tang-o), o. f 1., o. fl. Þrátt fyrir allmikið nýtísku- bragð að þessari tónsmíð, féll hún í góðan jarðveg. Dr. Karl Lenzen er glæsilegur pí- anóleikari. Framsetningin er vitur- leg og leiknin er afburðamikil, lip- ur og glæsileg. Kunnáttan er svo mikil, að hann er vaxinn erfiðustu viðfangsefnuiri. Meðferð hans á tónsmíðunum á þessum hljómleik- um var með þessum einkennum, en framan af skorti þó á hita og fjör, en er á leið hljómleikinn sótti hann sig, og var Hamborgar-runan leikin af svo mikilli sannfæringu, að hún varð riíanni Ijós og lifandi, þrátt fyrir það, að hljómarnir væru ó- venjulegir íslenskum eyrum. Hljómleikarnir stóðu í rúmar 2 klukkustundir, og var ekki annað að sjá, en að áheyrendur skemtu sér vel. Um píanóspil Emils Thorodd- sen er óþarft að minnast á hér. Þennan snjalla og gáfaða listamann hafa allir Reykvíkingar heyrt. B. A. Sig. Skagfield: Einsöngur í fríkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 24. ágús't, kl. 8V2 e. h. Páll ísólfsson aðstoðar. A söngskránni verða erlend og íslensk lög. Aðgm. á 2 kr. eru seldir í Hljóðfæraverslun Katrínar Við- ar og Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. — Að eins þetta eina sinn. —

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.