Vísir - 28.08.1934, Blaðsíða 2
VISÍR
N
/
il)) Mai mn i Ölsi
W IK ! N PI MUR
SÍIBI 123-4
Hitler
flytur ræðu um
Saarmálið.
Berlín 27. ágúst. — FB.
Hitler hefir haldið mikla ræðu
í Koblenz og í henni ávarpaði
hann Saarbúa og er tajið, a'ð
500,000 manns hafi hlustað á ræ'ö-
una, en henni var útvarpað. Ræö-
an var haldin til þess að vinna
að því, að Þýskaland fái Saarhérað
á ný; Hitler lofaði því. að allir í
héraðinu skyldi fá þýsk borgara-
réttindi, hvaða stjórnmálaflokki,
sem þeir hefði fylgt á undan-
förnum árum. Hann neitaði því,
að nasistar væri fjandsamlegir
trúarbrögðunum. Saarhérað, sagði
hann, er eina héraðið, sem Frakk-
ar og Þjóðverjar deila um, og taldi
hann, að það mundi verða til þess
að „brúa djúpið“ milli Frakka og
Þjóðverja, ef Þýskaland fengi
Saarhérað á ný. (United Prcss).
O’ Diiffy
bönnuð landvist í
Norður-lrlandi. —
Belíast 27. ágúst. — FB.
Innanríkismálaráðherrann hefir
gefið út tilskipun, sem bannar
O’Duffy að hafast við í Norður-
írlandi, en O’Dufíy hafði lýst því
yfir, að hann ætlaði sér að stofna
æskulýðsfélög í Norður-írlandi, á
sama grundveíli og þau, 'sem
flokkur hans hefir stofnað í frí-
ríkinu, en starfsemi slikra félaga
hefir verið lýst ólögleg í Norður-
írlandi. (United Press).
Frá Stykkishólmi.
Tvö stórhýsi í smíðum.
27. ágúst. F(J.
Tvær stórbyggingar er verib að
reisa í Stykkishólmi í sumar:
Sjúkrahús og stórt og vandað
barnaskólahús í stað þess er brann
á síðastliðnum vetri.
Sjúkrahúsið lætur nunnuregla í
Belgíu reisa, og var byggmg þess
hafin í fyrrasumar. Sjúkrahúss-
byggingin er nú komin undir þak,
og sátu allir þeir er unnið hafa
að byggingunni, veislu í samkomu-
húsi bæjarins síðastliðið laugar-
dagskveld. Úr Reykjavík komu
Sigurður Guðmundsson húsagerð-
armeistari, og kaþólskur prestur,
og voru alls um 60 manns í veisl-
unni. Marteinn biskup Meulenberg
hefir ráðið höfuðdráttum bygging-
arinnar, valið staðinn, og gert alla
samninga fyrir hönd reglu þeirr-
ar sem leggur fram fé til bygg-
ingarinnar. Sigurður Guðmunds-
son hefir gert teikninguna. Sigurð-
ur og Einar, byggingarmeistarar
frá Reykjavík, tóku bygginguna
i ákvæðisvinnu, en eftirlitsmaður
er Árni Finsen húsameistari.
Byggingu skólahússins hafa
sömu menn tekið í ákvæðisvinnu,
og er áætlað að lienni verði lokiö
1. desember. Allmikil vinna hefir
verið við þessar byggingar i vor
og sumar, og er nú lokið að mestu
annari vinnu en þeirri, er kunn-
áttumenn leysa af hendi.
Frá ísafirði.
—o—
ísafiröi 27. ágúst. — FÚ.
Reknetaveiði.
Reknetaveiði hefir verið gó'ð
undanfarið hér á ísafirði. Fjöldi
norskra reknetaskipa, er hafa
stundað veiðar liggja nú hér á
ísafirði vegna ógæfta.
t
Síldveiði. — Útflutningur fiskjar.
Litil síldveiði hefir verið í lás-
nætur í Djúpinu undanfarið. Sunn-
lenskir togarar hafa legið hér á
ísafirði og tekið fisk til útflutn-
ings.
Nýr vélbátur.
Annar bátur hlutafélagsins
,,Huginn“ kom hingað til ísa-
fjarðar frá Danmörku um miðjan
mánuðinn, og á að fara á fisk-
veiðar
Heyskapur.
Heyskapur hefir gengið illa
vegna óþurka, en grasvöxtur er
ágætur. Söluverð á heyi er 8—10
aura kílógrammið af töðu, en 5—6
aura kílógrammið af útheyi.
Sumarslátrun.
Sumarslátrun' er byrjuð fyrir
nokkru. Kjötverð hér á ísafirði
er kr. 1,40 til kr. 1,50 kílógr.
í
íþróttir.
I gær fór fram knattspyrnumót
annars flokks, hér á ísafirði, og
vann Knattspyrnufélagi'ð ITörður
það. Hörður vann einnig knatt-
spyrnumót þriðja flokks, sem fór
íram sunnudaginn áður.
Nýtt
Atlantshafsflsg.
Ameríski flugmaðurinn dr. Light
væntanlegur hingað innan skams.
27. ágúst. — FÚ.
Amerískur flugmaður fór í dag
frá Cartwright á Labrador áleiðis
til Julianehaab á Grænlandi, en
þaðan ætlar hann til íslands og
Orkneyja.
H. G. Wells í Noregi.
Oslo 27. ágúst. — FB.
„Norsk Penklub" efndi til veislu
s. 1. laugardag til heiðurs enska
rithöfundinum Wells. Frá Oslo
fer Wells til Geilo.
Bjðrgnnarstarfsemi
við Bretlandseyjar.
Breska björgunarfélagið eða
„The Royal Lifeboat Institution“
hélt aðalfund sinn eigi alls fyrir
löngu, og var hann settur af prins-
inum af Wales sem er forseti fé-
lagsins, og í viðurvist sendiherra
og ræðismknna niargra erlendra
ríkja. Má af ]>ví nokkuð marka
hvers álits þessi félagsskapur nýt-
ur, enda er það svo, að flestar
þjóðir heims eiga honum afar mik-
ið að þakka, vegna björgunar
skipa og fólks úr sjávarháska.
Prinsinn úthlutaði við þetta tæki-
færi mörgum heiðursmerkjum til
manna, sem höfðu skarað fratn (úr
við björgunarstarfsemi síðastlið-
ið ár.
Nokkurra atriða þykir hér rétt
aö geta, sem auka kynni manna
af þessu félagi, sem hefir veri'ð tek-
ið til fyrirmyndar af flestum sams-
konar félögum i öðrum löndum
heims.
Félagið var stofnað fyrir 110
árum af Sir William Hillary hersi,
sem hafði tekið þá ákvör'öun aö
gera alt, sem í hans valdi stóð, til
þess að koma í veg fyrir slys viö
strendur Bretlands, en sjálfur tók
hann þátt í að bjarga 305 manns-
lífum. Félagið hefir til þessa
bjargað 63,000 inanna úr sjávar-
háska. Bretland er ekki stórt að
flatarmáli saman borið við hin
miklu meginlönd heims, en strand-
lengjan er 5000 milur enskar og
siglingar við strendur Bretlands-
eyja eru mjög miklar, því aði mik-
iíl hluti þeirra skipa, sem eru í
förum landa milli um allan heim,
koma til breskra hafna árlega og
mörg oft árlega. Straumar eru
miklir viða í nánd við strendurn-
ar og allvíða eru blindsker, auk
þess sem þokur eru tíðar. Auk
skipa þeirra, sem koma til breskra
hafna ftá öðrutn löndutn, stunda
um 14,000 fiskiskip og bátar veið-
ar við strendur landsins. Til hjálp-
ar skipum og bátum í nauð hafa
vcrið settar á stofn margar björg-’
unarstöðvar á ýmsum stöðum og
eru í þeim sem stendur 176 björg-
unarbátar og þar af 120 mótor-
bátar. — Eru framfarirnar að
því er gerð bátanna snertir, eins
°g liggur í augum uppi, mjög
aniklar frá því er fyrsti björgun-
arbáturinn var smíöaður í Bret-
Iandi og tekinn til notkunar (1789).
Það var opinn bátur (róðrarbátur),
en hann gerði sitt gagn þau fjöru-
tíu ár, sem hann var í notkun, því
hann var notaður við björgun
manna svo hundruðum skifti.
Stærsti björgunarbáturinn, sem nú
er í notkun á Bretlandi, er 51 fet á
lengd og í honum eru tvær 60 ha.
vélar. Hraði bátsins er 9 mílur. í
bátnum eru 160 lofthylki og hann
er útbúinn sjálfvirku dæliáhaldi.
Hann getur flutt alls um 100
manns og í honum er káeta, hituð
og lýst með rafmagni og er hún
ætluð fyrir skiþbrotsmenn. Bát-
urinn getur farið 120 rnílur, án
þess að bæta við sig eklsneyti.
Enda þótt veðurlag á Bretlands-
eyjum væri í betra lagi árið sem
leið höíðu björgunarbátarnir nóg
að gera og var á árinu alls bjargað
406 mann^lifum ’ við strendur
landsins. Fjörutíu og fimm skip-
um var bjargaö og voru ellefu
þeirra erlend. 76 fiskiskútum
veittu björgunarbátar aðstoð á ár-
inu. í einu tilfelli voru gerðar fjór-
tán tilraunir til þess að komast
upp áð togara, sem strandað hafði,
til þess að bjarga áhöfninni, og
tókst að lokum að bjarga öllum,
sem á skipinu voru.
Þeir, sem eru í björgunarsveit-
unum, eru sjálfboðaliðar, en félag-
ið greiöir þóknun fyrir björgun
og björgunartilraunir. Það veitir
einnig styrk þeim, sem slasast
við björgunarstarfsemi, og styrkir
ekkjur og'börn þeirra maama, seni
láta lifið við björgunartilraunir.
I reksturskostnað þarf félagiö
um 250,000 sterlingspund árlega og
þetta mikla fé er alt fengið með
frjálsum samskotum.
Meistaramðt í. S. í
—0—
Meistaramót í. S. í. í frjálsum
íþróttum var háð á Iþróttavellin-
um hér á laugardagskveldið og
sunnudaginn. Báða clagana var
norðanátt og kalt í veðri og má
áreiðanlega kenna veðrinu mikið
um það, að ekki náðist betri árang-
ur í mörgum greinum, t. d. lengri
hlaupunum, en raun varð á, og að
likindum hefir það rýrt árangurinn
í öllum greinum, þótt sólskinið
hjálpaði nokkuð síðari daginn.
Helst hefði mátt búast við, kð
veðrið hjálpaði nokkuð í þeim í-
Jmóttagreinum, sem háðar voru í
meðvindi, eins og t. d. í stysta
spretthlaupinu, grindahlaupinu og
lang- og þristökki. En þegar kuld-
inn er svo mikill að alklæddir
menn geta naumast haldið á sér
hita, þá er ]iað- skiljanlegt að
íþróttamennirnir, sem keppa næst-
um því naktir, stirðni svo af kuld-
anum, að þeir njóta sín ekki, nema
að hálfu leyti, og meðvindurinn
var ekki nægilegur til að jafna
það upp. Það má því furða kall-
ast, að met náðist í síðustu íþrótta-
gréininni á mótinu, fimtarþraut-
inni, sem var háð i ljósaskiftunum
á sunnudagskveldið, einmitt þegar
naprastur var kuldinn. Ef til vill
má þakka Jietta að einhverju Ieyti
þeirri hugulsemi, að láta keppend-
urna — sem aðeins voru tveir —
hafast við í lokuðum bíl á' milli
tilrauna, svo að þeir þurftu ekki
að hafast við á bersvæði allan tím-
ann og hlýnaðli því svo lítið á
milli. Væri rétt að taka þetta til
eftirbreytni framvegis, er líkt
stendur á, jafnvel þótt hlýrra væri
en nú var.
Vestmannaeyingar sýndu mjög
lofsverðan áhuga í því að senda
keppendur á meistaramótið nú,
eins og oftar, en varla voru kepp-
endur þeirra eins vel þjálfaðir
hvað lag og mýkt snertir, eins og
stundum áður. Var t. d. mjög á-
berandi stirðleiki í hreyfingum hjá
sumum þeirra, er þeir voru að
leikum. Ættu þeir að athuga þetta,
])ví undirstaða og höfuðskilyrði
allra íþrótta er mýkt í hreyfing-
um. Að visu mætti segja þetta
til fleiri íþróttamanna en Vest-
mannaeyinganna, en mér fanst bera
óvanalega mikið á þessum galla
hjá þeim í þetta sinn og segi eg
þetta af þeirri ástæðu til þeirra
þeim til athugunar.
Visir hefir þegar sagt fráárangri
i þeim greinum Méistaramótsins,
sem háðar voru á laugardagskveld-
ið. Á sunnudaginn var kept í eft-
irtöldum greinum:
200 m. hlaup. Meistari varð
Garðar S. Gíslason, K.R., á 24.4
sek.; 2. Steinn Guðmundsson, Á.,
25.5 sek.; 3. Jóhann Jóhannesson,
Á., 26.1 sek. — ísl. met — sem
Garðar á sjálfur — er 23.4 sek.
Kúluvarp. Meistari varð Sigurð-
ur S. Sigurðsson, Á., 10.76 m.; 2.
Júlíus Snorrason, K.V., 10.56 m.
— íslenskt met er 12.91 m.
Grindahlaup 110 m. Meistari
varð Karl Vilmundsson, Á., 18.9
sek.; 2. Jóhann Jóhannesson, Á.,
19.1 sek. — íslenskt met er 18 sek.
Langstökk. Meistari varö Karl
Vilmundsson, Á„ 6.11 m.; 2.
Daníel Loftsson, K.V., 6.04 rri.;
3. Garðar S. Gíslason, K.R., 6.02
m. — íslenskt met er 6.55 m.
1500 m. hlaup. Meistari varð
Gísli Kjærnested, Á„ 4 mín. 41.1
sek.; 2. Sverrir Jóhannsson, K.R.,
4 mín. 42.6 sek.; 3. Stefán Guð-
mundsson, K.R., 4 mín. 52.6 sek.
— Islenskt met er 4 mín. 11 sek.
(sett í Khöfn). Hér í Rvik hefir
aldrei náðst betri tími en 4 min.
25 sek.
Stangars'tökk. Meistari varð
Karl Vilmundsson, Á„ á 3.03 m.;
2. Hallsteinn Hinriksson (Fim-
leikafél. Hafnarf.) 3.03 m.; 3. Sig-
urður Steinsson, Í.R., 2.93 m. —
íslenskt met er 3.25 m.
400 m. hlaup. Meistari varð ÓI-
afur Guðmundsson, K.R., á 55.9
sek.; 2. Gísli Kjærnested, Á„ á
56.1 sek.; 3. Þórarinn Guðmunds-
son, K.V., á 58.0 sek. — íslenskt
met er 54.6 sek.
10.000 m. hlaup. Meistari varð
Karl Sigurhansson, K.V., á 35
min. 51.9 sek.; 2. Vigfús Ólafsson,
K.V., á 37 mín. 32.2 sek.; 3. Jón
H. Jónsson, K.R., 39 min. 11 sek.
— íslenskt met — sem Karl á
sjálfur — er 34 mín. 6.1 sek.
Hástökk. Meistari varð Helgi
Eiríksson, Í.R., á 1.59 m.; 2. Sig-
urður Gíslason, F.H., 1.57 m.; 3.
Steinn Guðmundsson, Á„ 1.57 m.
— íslenskt met, — sem ITelgi á
— er 1.755 m ■
Fimtarþraut. Meistari varð
Karl Vilmundsson, Á„ með
2739.425 st. (Afrek hans í hverri
grein voru: Langst. 6.01 m„ spjótk.
40.13 m„ 200 m. hlaupi 24.8 sek„
kringluk. 33.16 m„ 1500 m. hlaupi
5 mín. 18 sek.). Þetta afrek Karls
er nýtt íslenskt met, — hið eina
sem sett va/ á mótinu. — Fyrra
metið var 2641.685 stig. 2. varð
Gísli Kjærnested, Á„ með 1883.55
st. — Þessi árangur Karls er ágæt-
ur, þegar tekið er tillit til aðstöð-
unnar, kuldans og lítillar samkepni
urnar sýna. —■ Hér á landi hefir
aldrei verið kept í tugþraut, og
ekkert íslenskt met er til í henni,
þó að reglur um hana séu í leik-
reglum í. S. í. Mér finst Karl hafa
öll skilyröi til að geta náð allgóð-
um árangri í þessari miklu fjöl-
hæfnisraun og hann ætti að nota
tækifæri, ef veður leyfði til að
gera mettilraun í tugþraut, á með-
an hann er svo vel þjálfaður sem
hann virðist nú.
Meistaramótinu lauk með því,
að forseti í. S. í. útbýtti verðlaun-
unum um kveldið í K.R.-húsinu,
á kaffisamsæti er K.R. hélt fyrir
þátttakendur og starfsmenn móts-
ins Við það tækifæri var Garðar
S. Gíslason sæmdur bilcar fyrir
fyrir besta afrek sumarsins hér í
Rvík„ 100 m. hlaup á 11,3 sek.
Bikarinn er farandbikar og verð-
ur veittur árlega.
Ó.
Veðrið í morgun.
Hiti i Reykjavík 12 stig, ísafirði
5, Akureyri 10, Skálanesi 14, Vest-
mannaeyjum 11, Sandi 8, Kvígind-
isdal 6, Hesteyri 4, Gjögri 5,
Blönduósi 7, Siglunesi 10, Gríms-
cy 12, Raufarhöfn 13, Skálum 10,
Fagradal 15, Papey 10, Hólum í
Hornafirði 12, Fagurhólsmýri 11,
Reykjanesvita 9, Færeyjum 12. —
Mestur hiti hér í gær 13 stig,
minstur 7 stig. Úrkoma 30.0 mm.
Yfirlit: Lægðin yfir suðvesturlandi
er orðin kyrstæð og fer minkandi.
H orfur: Suðvesturland, Faxaflói:
Austan og suðaustan-gola, rign-
ing. Breiðafjörður, Vestfirðir: