Vísir - 27.09.1934, Blaðsíða 5
VÍSIR
Fimtudaginn 27. sept. 1934.
Danmsrknriðr
íslenskra Mentaskólapilta.
—o—
Nitturl.
Næsta dag mátti hver láta sem
hann vildi, En föstudag þ. 3. ág.
var fariö til Sviþjó'öar (Malmeyj-
ar og Lundar) fuádir stjórn E. M. !
Mættumst við á ráðhústorginu rétt
fyrir kl. 9 árd. Þaöan var haldiö
niður að höfninni, og á leiðinni
farið fram hjá Fiskitorginu. Vfir
sundið var farið í ferju til Málm-
eyjar. Var hærinn skoðaður um
stund, og síðan haldið með járn-
brautarlest upp til Lundar. Var
okkur sýnd dómkirkjan og hið 600
ára gamla ,,klukknaspil“, sem þar
er og enn er notað. Þá var okkur
sýndur bærinn að nokkuru. Að öllu
þessu loknu var haldið heimleiðis.
Þess er vert að geta, að okkur var
ekki boðið í þessa för, eins og
aðrar sem farnar voru, heldur var
]jaö eftir uppástungu E. M., að hún
var farin. Komumst við að góð-
um kjörum, bæði á ferjunni og
járnbrautinni, svo að förin kost-
aði ekki nema 3—4 lcr. fyrir hvern
mann.
Laugardaginn þ. 4. ág. var hald-
ið út í sumarhús Östreborger-
dydsskólans. Hittust menn við
Slangerup járnbrautarstöðina, og
er hún ekki alllangt frá Norður-
járnbrautarstöðinni. Var ekið með
járnbrautarlest í 3 stundarfjórð-
unga. Þegar stigið var út úr lest-
inni var eftir nál. þriggja stundar-
fjórðunga ganga. En það gekk nú
ekki alveg eins og í sögu að finna
húsið. Og framundir tvo klukku-
tíma urðum við að þvælast um renn-
blauta moldarvegi og um skógar ■
þykni í hellirigningu, áður en hús-
ið fanst. Það ræður þvi að likum,
að allir hafi orðið glaðir, er þeir
sáu húsið og komust í hlé fyrir
rigningunni, Svo hafði verið gert
ráð fyrir, að íslendingar og Dan-
ir keptu í handknattleik, þá um
daginn, en úr þvi varð ekki, sök-
um þess, að sama veðriðhélstþang-
að til lagt var af stað heimleiðis.
En stutt gönguför var þó farin,
þann dag, um skógarþykni eitt, en
annars héldu flestir sig inni við
og spiluðu á spil eða skemtu sér
við lestur. Áður en lagt var af stað,
voru íslenski og danski þjóðsöngv-
arnir sungnir. Siðan var ekið heim
í stórum ferðamannabílum.
Næsta dag (sunnud. þ. 5. ág.)
höfðu skólapiltar til frjálsra um-
ráða.
Mánudaginn 6. ág. var Friðriks-
borgarhöll skoðuð. Þótti öllum
mjög mikið til hennar koma, enda 1
er I1Ú11 hið fegursta stórhýsi, er
geymir mörg hin ágætustu lista-
verk, og mjög fanst okkur til um
riddarasalinn. Þegar við höfðum
slcöðað höllina, var snætt nesti það,
er við höfðum meðferðis, en síð-
an var farið til Hilleröd og skóð-
að það sem þar var helst að sjá.
—o—
Næsta dag (þ. 7. ág.) var okkur
boðið að skoða Tuborg, aðra •
stærstu og fullkomnustu ölgerð
Dana, kl. 11—12 árd., og var 'hald-
iö upp í hátíðasal Tuborg, sem er
mjög1 stór. Voru þar fyrir meðlim-
ir Rotaryklúbbsins. Hafði í upp-
hafi verið ráðgert, að við mötuð-
umst hjá þeim á Löngulínu, en því
hafði verið breytt, svo að þegar við
komum upp í hátíðasalinn, voru
veitingar framreiddar þar. í Rot-
aryklúbbnum (þeir eru í flestum
löndum) eru helstu menn allra iðn-
greina í landinu, einn frá hverri,
og er markmiöið það, að efla vin-
áttu milli þjóða og landa. Borð-
haldið stóð yfir til kl. i)4, en þá
máttum við ekki vera að því, að
tefja lengur, því að fyrir utan biðu
biíreiðir, sem áttu að flytja okk-
ur til flugvallarins. Þökkuðum við
' síðan fyrir okkur með húrra-hróp-
! um og ókum á brott.
i Það var stórblaðið „Politiken",
sem liafði boðið okkur í flugferð
þessa. Hún átti þó ekki að standa
yfir lengur en í 10 mín. Þegar út
á flugvöllinn kom, var tekið á móti
okkur af kapteini í flughernum. —
Byrjaði hann með þvi að halda
fróðlega tölu um flugvélar og flug-
listina, og útskýrði hvers vegna
flugvélar eiginlcga gæti flogið o.
s. frv. Síðan var skipað i flugvél-
ina. Þar sem ekki var flogið nema
i einni flugvél, sem tók 10 manns,
varð að fljúga fjórum sinnum.
Kom öllum saman um, að .þetta
hefði verið’-'eitt það skemtilegasta
á ferðinni, þvi að enginn hafðj
flogið fyr. Var siðan ekið með
okkur til húss „Politikens“ og var
kl. þá um 3)4. Okkur var tilkynt,
að nú mættum við eiga fri til kl.
5, en þá áttum við að vera komnir
til „Stærekassen" hjá konunglega
leikhúsinu, en þar átti að vera
söngæfing í útvarpssalnum.
Við komum þangað á tilsettum
tíma og var okkur fylgt upp í út-
varpssalinn. Þar voru haldnar æf-
ingar á sörigvum þeim, er syngja
átti, og tók það nokkurn tíma. Að
söngnum loknum hélt hver heim
til sín.
Daginn eftir (þ. 8. ág.) var
Nationalsafnið skoðað frá kl. 12—
2. Þetta safn svarar nánast til
Fornminjasafnsins hér heima. Dr.
Nörlund, þjóðminjavörður, var
sjálfur leiðsögumaður okkar, og
skýrði mjög fróðlega frá uppruna
fornminjanna sem safnið átti, en
þarna var margt merkilegt að sjá.
Þá er búið var að skoða safnið,
var haldið til híbýla „Politikens“,
og voru viðtökurnar þar hinar
bestu. Fyrst voru okkur sýndar all-
ar deildir og vélar prentsmiðjunn-
ar, og þótti mikið til alls þessa
koma, en þó þótti okkur mest
koma til hinnar stóru Rotations-
pressu, en „Politiken“ á tvær eða
þrjár slíkar vélar. Ein þeirra, að
minsta kosti, er svo hröð, að ekki
tekur meira en 2 tíma að prenta
allt upplag blaðsins og er það þó
stórt. Þegar búið var að skoða
prentsmiöjuna, fóru fram kaffi-
veitingar. Meðan setið var undir
borðum, hélt V. Koppel ritstjóri
ræðu, bauð okkur velkomna o. s.
frv., en E. M. þakkaði með nokkr-
um orðum fyrir gestrisni þá og
skemtun, sem Politiken hafði veitt
okkur.
—o—
Fimtud. (þ. 9. ág.) hafði verið
ákveðið að við skyldum syngja og
tala í útvarpið. Komu allir sainan
í útvarpssalnum kl. 3)4 eöa
klukkustund áður en athöfnin átti
að hefjast. Fyrst voru reyndir
piltar þeir, einn íslenskur og einn
danskur, sem áttu að tala, en siðan
var æfður söngur, þangað til tírii-
inn var kominn, kl. 4,45 (d. t.).
Hófst síðan útvarpið með þvi, að
þulurinn spurði rektor Andersen
um tildrögin til þessara nemanda-
skifta, hvern árangur þau mundu
bera o. s. frv., og svaraði hann
því greiðlega. Þegar þessu samtali
þeirra var lokið, var leikið íslenskt
lag á píanó. Því næst hófst söngur-
inn með laginu „Oxar við ána“,
en næsta lag var „Eg vil elska
mitt land“. Þessi tvö lög vorusung-
in fyrst, og er því var lokið, hélt
danski pilturinn, sem kosinn hafði
verið til þess, ræðu sína. Voru
síðan sungin tvö önnur lög „Bí,
bí og blaka“ og „Ólafur reið með
björgum fram'ý en að þeim lokn-
um hélt ísl. pilturinn ræðu. Voru
þá sungnir tveir skólasöngvar
„Gott er að sofa í morgunmund“
og „Gaudeamus igitur“. Þá var
lesin upp kveðja á íslensku frá
skólapiltunum til ættingja og vina
á íslandi. En að endingu sungu
bæði ísl. og Danir þjóðsöngvana
báða, hinn íslenska og danska, og
var þar með dagskrá lokið.
Næsta dag, sem var seinasti dag-
urinn, er við íslendingarnir áttum
að dveljast í Kaupmannahöfn, var
okkur boðið út til Humle-
bæk í kveðjusamsæti. Humlebæk
liggur skamt frá Khöfn og bjuggu
þar meðal annars tvær fjölskyld-
ur, er átt höfðu pilta, er þátt tóku
í förinni hingað, og tveir íslensku
piltanna bjuggu hjá þeim. Var
komið þar rétt fyrir hádegi og
sest að borðhaldi þegar, og voru
veitingar ágætar þar sem annars-
staðar. Að snæðingi loknum var
gengið til strandar, og voru þar
skýli, sem hægt var að afklæðast
í. Veður var leiðinlegt og vatnið
kalt, svo að litið varð úr sundi.
Þegar allir voru klæddir, var hald-
ið til þess heimilisíns, þeirra er
nefnd voru, sem piltarnir liöfðu
ekki komið á, og var drukkið
kaffi þar, því að svo hafði verið
um talað, að etið yrði hjá annari
fjölskyldunni, en drukkið hjá
hinni. Voru veitingar hinar ágæt-
ustu á báðum stöðunum. Þegar
kaffidrykkjunni var lokið, var enn
nokkur tími þangaðtilleggja skyldi
af stað heimleiðis, og var þá far-
ið í ýmsa leiki. Að lokum sungum
við íslenska þjóðsönginn og þá
liinn danska. Að því búnu var okk-
ur fylgt til járnbrautarstöðvarinn-
ar og kvaddir með virktum.
Brottfaradaginn vorum við
snemma á ferli og fórum tíman-
lega á skipsfjöl. Kvöddust þar all-
ir með virktum. Meðan festar voru
leystar og skipið seig úr lægi
sungu íslensku piltarnir þjóð-
söngvana, hinn íslenska og danska,
en því næst var látið úr höfn.
Um ferðina heim er lítið að
segja. Stinnings kaldi var í fangið
nálega alla leið og sjóveikin þreyt-
andi. Fór hún þó heldur rénandi,
er á hafið sóttist og menn tóku
að venjast volkinu.
Til Reykjavíkur var komið 16.
ágúst að morgni.
Svo má að orði kveða, að skóla-
för þessi hafi tekist vel og
verið hin ánægjulegasta í alla staði.
Er enginn efi á því, að við, er þátt
tókum í henni, munum minnast
hennar lengi, því að við kyntumst
mörgu merkilegu — „nýjum
heimi“ og skemtilegum. Og við
nutum mikillar gestrisni og alúðar
hjá öllum þeim, er við höfðum
eitthvað saman við að sælda.
H. P.
Ríkarður Jónsson
er nýkominn heim úr langri ut-
anför. Var hann fyrst í Kaup-
mannahöfn, til þess að kynna sér
nýjungar í list- og handiðnaði.
Heimsótti hann og marga lista-
menn þar og skoðaði listasöfn.
En síðari hluta sumars hefir hann
dvalið í Færeyjum. Hélt hann þar
teikninámskeið og heimatréskurðar
fyrir færeyska kennara. Því næst
mótaði hann brjóstlíkön og upp-
hleyptar myndir af nokkrum merk-
ismönnum í Færeyjum. Eru það
þessir nienn: Johannes Patursson,
lögþingsmaður, J. Dahl prófastur,
Rasnius Rasmussen lýðskólakenn-
ari, frú Jóna Nikklaissen, Mikkjal
skáld á Ryggi og Ríkard Long
rithöfundur. — Ríkarður rómar
Jón Norðfjörð,
sem Grímur í „Jósafat“.
Jón Norðfjöró
Gamanvísur og gamansögur
í K. R.-húsinu föstudag 28.
sept. 1934, ld. 9 e. h.
Breytt skenitiskrá.
Lækkað verö,
Aðgöngumiðar á sama stað
sama dag kl. 1—5 og frá kl. 7.
Síðasta sinn vegna burtfarar.
Handavinnnkensla
„Frístundar“ bjmjar um miðjan okt. næstk. Dag- og kveldtímar.
— Ýmsar nýungar. Uppl. í síma 4380, kl. 10—1 og 6—7.
mjög náttúrufegurð eyjanna og
höfðinglegar viðtökur og gestrisni
Færeyinga. (FB.).
Úrval af alskonar vörum
Tækifærisgjafa
til
Dr. Light,
ameríski flugmaðurinn, sem
liingað kom í sumar flaug frá Bret-
landseyjum til Hollands (Amster-
*dam) og þaðan til Danmerkur. Frá
Kaupmannahöfn, en þangað kom
liann urn rniðbik septembermánað-
ar, áformaði hann að fljúga til
Stokkhólms. — Kunnugt er, að dr.
Light ætlar loftleiðis heim til
Bandaríkjanna, en eigi er kunnugt
hvaða leiðir hann ætlar sér.
Eggert Stefánsson
söng í gærkveldi með aðstoð
Carl Billich fyrir allmiklum fjölda
áheyrenda. Lögin voru bæði ís-
lensk og erlend. — Eggert fór
gætilega af stað, og var svo að
heyrá sem söngvarinn og slag-
hörpuleikarinn kæmust ekki í
æskilegt sambandi hvor við annan,
en þetta jafnaðist von bráðar, og
skjótt náðu báðir hinum glæsileg-
ustu tökum á viðfangsefnunum, og
óx hrifning áheyrenda að sama
skapi. Söng Eggert nú hvert lagið
öðru betur, og varð að endurtaka
mörg lögin t. d. Álfakonginn eftir
Schubert, sem var alvegfrábærlega
vel sungið, og undirTeikurinn snild-
arlegur; einnig „Stíg sól“ eftir J.
Bacher Lunde. Hrifningin náði þó
hámarki er Eggert hafði sungið
3 lög eftir bróður sinn. Lögin voru
þessi: „Mamma ætlar að sofna“,
nýtt lag, hugðnæmt og aðlaðandi
(áður ósungið opinberlega) einnig
„Ásareiðin" og „Klukknahljóð“.
Þá stóðust áheyrendur ekki lengur
mátið, og kölluðu Sigvalda Kalda-
lóns fram, en hann var meðal á-
heyrenda. Steig hann þá upp á
sviðið og klöppuðu menn nú í æstri
hrifningu, en Eggert söng „ísland
ögrum skorið“ og skemdi það ekki
(stemninguna). Eggert lauk söng-
skránni með tveim lögum eftir
Jón Leifs, „Máninn líður“, sem
var vel tekið, og „Rúna“ sungið
fyrsta sinn.
Þeir söngelskendur, sem láta
undir höfuð leggjast að koma á
slíkar skemtanir sem þessa, fara
á mis við mikið.
R. J.
Áheit á Strandarkirkju,
afhent Vísi: 5 kr. frá K. K., 5
kr. frá stúlku í Kaupmannahöfn,
2 kr. frá konu, 5 kr. frá I. L. G.,
3 kr. gamalt áheit frá ónefndum, 5
kr. frá þjóðernissinna.
Útvarpið í kveld.
19,10 Veðurfregnir. Tilkynning-
ar. — 19,25 Lesin dagskrá næstu
viku. Grammófóntónleikar: Chop-
in: Lög fyrir píanó. — 19,50 Tón-
leikar. — 20,00. Klukkusláttur.
Tónleikar (Útvarpshljómsveitin).
20,30 Fréttir. — 21,00 Erindi:
Haraldur Hagan.
Sími 3890. Austurstræti 3.
Kyeðja
frá blásal hafsíns,
Lognalda Ijúfa, kær,
leikur við ströndu;
ómur þinn eyrum nær,
úthafsins fagra mær.
Þú ert mér hugljúf, haf,
hljóm þinn mér land mitt gaf,
ómanna undradis
altaf mitt land sér kýs.
Stendur með strönd og ver
straumvafin eyja,
lipurt um land og sker
leikur sérvalda liver.
Hafgigju lilátur þinn
hljómar um blásal minn
ómanna upp-heims dis,
aldan að djúpi rís.
Svipfagra. sævarmjöll,
söngríka nunna.
Töfrandi tárahi^ll,
tónum, sem grætur öll.
Þú heillar huga minn,
hjá þér i blásalinn;
ómanna undradís
af öldunni á djúpi rís.
Sjávarhljóð sí og æ
syngur við grunna,
ölduhljóm inn’ í hæ
átt þú um lönd og sæ.
Á jeg þig, átt þú mig?
Á hver að passa sig ?
Alt gafstu undurkær
úthafsins mikli sær.
Gömul og gleði ung
geðmikil sunna,
saltdrifin, sævarþung,
sigling við ölduhrung.
I hafsins borg lilusta jeg,
himinsins undir veg.
Ómanna unga dís
i aldanna djúpi rís.
Hljótt er í hafsins borg,
ef hljómarnir stansa.
Óttaleg auðn um torg,
ótrúleg horg með sorg.
Hvar er minn salti sær?
Sigli ég huga nær.
Veglausu valna-fjöll
veg rala himins-köll.
Jóh. S. Kjarval.
Með kveðju og þöklc til Páls
vinar míns á Hjálmstöðum.
Vangæf börn, II. (Hallgrímur
Jónsson). — 21,30 Grammófónn:
a) Lög fyrir fiðlu og celló. b)
Danslög.