Alþýðublaðið - 10.05.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.05.1920, Blaðsíða 2
2 Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. io, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. fljótt, að þessi 176 atkvæða sigur Zimsens er í raun réttri fullkom- inn ósigur, enda dýru verði keyptur. Þrátt fyrir alla baráttu Knytlinga, fjármagn þeirra og misbeitingu á fylgi bæjarmáía- félagsins Sjálfstjórnar, sem knúð var fram með 12 atkvæðum á fundi þar, varð árangurinn, að andstæðingur Zimsens fékk 1584 atkvæði. Og þegar tillit er tekið til þess, að enda þótt Sigurður Eggerz sé vel látinn og hafi gegnt hinum vandasömustu em- bættum með heiðarleik og bezta árangri, þá hefir hann þó alveg nýlega staðið í svo miklum stjórn- máladeilum, að hann á sér marga bitra mótstöðumenn, sem aldrei faefðu fengist til þess að gefa honum sín atkvæði til neinna starfa. Þar við bætist, að Zimsen hefði á undanförnum 6 árum get- að unnið sér mikið fylgi, á réttan hátt og rangan, vegna aðstöðu sinnar sem borgarstjóri. Þetta sýnir bezt hve gífurlegur ósigur það er í rauninni fyrir Zimseh, að fá aðeiná 176 atkvæða meiri- hluta. Þrátt fyrir alt er líka ómót- mælanlegt, að 1584 kjósendur þessa bœjar standa reiðubúnir til þess að steypa Knúti Zimsen, hvenœr sem jœri gefst á nœst, og með honum hagsmunaklíku þeirri, utan bœjarstjórndr og innan, sem liggur nú eins og mara á Reykja- vik. Enda þótt Alþýðuflokkurinn eigi mikinn og góðan þátt í and- átöðunni gegn Zimsen, þá er því sízt að neita, að hér fylgdust að málum með honum fjöldi annara góðra borgara bæjarins, sem ann- ars hafa ekki fylgt honum til kosninga. Og það er víst, að eng- inn þeirra manna, sem nú hafa gefið Knúti Zimsen vantrausts- yfirlýsingu með atkvæði sínu, mun draga sig í hlé næst, þegar barist verður hér í bæ um hags- muni almennings annars vegar, en hagsmuni verkfræðinga og ALÞYÐUBLAÐIÐ auðvaldsklíku og pólitiskra snfkju- dýra hins vegar. Hér er hafin sú / sókn, sem ekki mun linna fyr en með dómsdegi fyrir ráðsmerisku Knúts Zimsens og klfku hans. UiD dagimi 09 veginn. Hjálpræðislierinn hér á landi á 25 ára afmæli n. þ. m. Verða seld merki í því tilefni á götunum næstu daga. Óg hátfdahöld. verða afmælisdaginn. 25 ára minningar- rit hefir verið gefið út og verður þess nánar getið hér í blaðinu á morgun. Áskell Snorrason hefir tvíveg- is haldið söngskemtun nú um helgina. Var fremur fáment bæði skiftin og var þó gerður góður rómur að söng hans að mörgu leyti. Sterling fór í fyrradag frá Eng- landi til Bergen. Tekur hann þar íslenzka farþega og kemur svo béina ieið hingað. Trúloíun sína opinberuðu í gær Guðlaugur Bjarnason, bílstjóri, og Lára Sigurjónsdóttir, frá Saltvílt. Eyrirspnrn. Er það lögum samkvæmt, að lagt sé útsvar á menn, sem eru í sveitarskuld og bláfátækir og það sé svo tekið lögtaki, er þeir geta ekki borgaðf Svar: í lögum stendur að leggja skuli á menn eftir »efnum og ástæðum« og því verður auðveít að fóðra það, að leggja á menn sem eru í sveitaskuld. En það verður að álítast mjög óviðeigandi, að gengið sé að mönnum með sveitarútsvör, meðan þeir eru í sveitarskuld, því fyrst er að fá hana greidda, þegar ástæður leyfa og síðan að kreijast skatta til bæjarins. Samvinnuskólannm var sagt upp kl. 1 á mánudaginn var. Hafa um 60 manns sótt hann í vetur, og útskrifuðust að þessu sinni 8. Voru það þessi: Ari Þorgilsson, Dalasýslu, Halldór Runólfsson, N.- M.-sýsIu, Einar Sigurðsson úr sömn sýslu, Ragnar Hjálmarssonc N.;Þingeyjarsýslu, Sigrún Stefáns- dóttir, S. Þingeyjarsýslu, Theódór Gunnlaugsson, N.-Þingeyjarsýslu, Torfi Þórðarson úr Reykjavík,, Viktor Kristjánsson, Eyjaljarðar- sýslu, Þorvaldur Jónsson, N.-Múla- sýslu. Enskir verkamenn og Bolsivikar. Brezkir jafnaðarmenn segja sig úr 2, internationale, í sfðasta mánuði var haldinn ársfundur brezka alþýðuflokksins (Independent Labour Party). Merki- legasta málið, sem þar var á dag- skrá, var, hvort þeir skyldu ganga í þriðja alþjóðasamband jafnaðar- manna í Moskva (3. Internationaleþ urðu um þa® miklar umræður. Ramsay-Macdonald kvað alt öðruvísi standa á fyrir Englend- ingum en Rússum. 1 Englandi væri meiningarlaust að tala um byltingu. A hinn bóginn vissu þeir allir, að annað »internationale« f Genf væri orðið magnlaust. Svo var gengið til átkvæða um hvort flokkurinn ætti að ganga úr því eða ekki og var það samþykt með 529 atkv. gegn 144. Síðan skyldi ganga til atkvæða um það, hvort flokkurinn ætti að ganga í samband við Bolsivíka. En þá var komið fram með þá uppástungu, að reyna að mynda nýtt »2. internationale*, sem næði yfir öll sambönd jafnaðarmanna. Var það samþykt með 472 atkv., en 206 greiddu atkvæði með þv£ að ganga strax í samband við Bolsivíka. X Nýtt forsetaefni í Banda- ríkjanmm. Dómsmálaráðgjafinn Mitchell J. Palmer hefir gefið til kynna, aö hann sæki um forsetaútnefningu undir merkjum demokrata, og er talið víst, að hann hafi stuðning Wilsons forseta. Herbert Hoover hefir aftur á móti lýst yfir því, að hann yrði ekki í kjöri, hvorki sem demokrat eða republikki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.