Alþýðublaðið - 10.05.1920, Side 4
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Xoli konHngnr.
-/
Eftir Upton Sinclair.
Önnur bók:
Þrœlar Kola konungs.
(Frh.).
„Þar skjátlast þér, Mary. Það,
sem eg sagði þér var satt", sagði
hann íijótt.
„Einmitt það, þú ferð frá henni
og segir henni ekki, hvar þú
heldur þig; það er þó undarlegt,
ef þið eruð hvort öðru svo ná-
komin. Þess vegna hélt eg, að
þér þætti kannske ekki eins vætít
um hana og þú getur, og þættir
svo dálítið vænt um mig líka —■“
Hún þagnaði og leit á hann,
og hún átti bágt með að horfa í
augu honum. „Eg veit það, Joe,
að þú ert alt of góður handa mér.
Þú ert á annari og betri hillu í
lífinu og átt rétt á að krefjast
sneira af konu —“
„Það er ekki það, Mary!“
En hún greip fram í fyrir hon-
um hvatlega. „Þetta segir þú bara,
til þess að særa mig ekki. Eg er
dóttir drykkjuræfils — nei, gríptu
ekki fram í fyrir mér. Eg krefst
þess, að þú vitir, hvað eg hugsa
um sjálfa mig og líf mitt. Það er
ekki hið versta, að maður þarf
alt af að þræla og þjarka, og veit
þó ekki, hvort nóg verður til hnífs
og skeiðar, veit ekki hvað maður
á að hafa til næsta máls. Nei,
hið versta er, að svo margir dá-
samlegir hlutir eru til í heiminum,
sem maður ekki þarf að hugsa til
að ná í, þeir nást aldrei. Það er
eins og maður sæi þá gegnum
rúðu í búðarglugga. ímyndaðu
þér bara, að einu sinni á æfi
minni hefi eg heyrt konu syngja
svo yndislega í kirkju — geturðu
iátið þér detta í hug, hvaða þýð-
ingu það hafði fyrir mig“.
„Já, það get eg, Mary“.
„Eg hafði lagt þetta alt niður
íyrir mér fyrir mörgum árum síð-
an. Eg vissi hvað mínir líkar
urðu að borga fyrir slíka hluti og
eg ákvað að hugsa ekki um þá.
Hversu mjög hefi eg hatað þenn-
an stað, og hvað eg hefi þráð að
komast héðanl En leiðin var að
eins ein — að verða lagskona
einhvers! Því varð eg kyr Eg
hefi verið kyr, eins og mér bar,
Joe. Það mátt þú vera viss um“.
Báðningastofan
óskar eftir:
Mönnum til róðra vestur á Vestfirði og norður í
Hrísey. %
Mönnum á þilskip á Vesturlandi.
Manni til að fara með mótorbát á Þingvallavatni.
Manni í kaupavinnu nálægt Reykjavík og öðrum
norður í Hrísey.
Stúlkum í kaupavinnu og til þvotta og hreingerninga.
Fjósamanni.
Dreng til að hirða um fé.
Ráðskonu á skólabú.
^ísiai 703. Sími 703.
=== K. ]R. EIZ-
gamla Landsbankanum
selur ódýrast saltkjöt.
Spyrjið um verðið áður en þér kaupið annarstaðar.
Sími 703. ^íiuti 703.
„Áuðvitað, Mary“.
„Nei, það hefir alls ekki verið
„auðvitað", Það hefir þá þýðingu
að maður verður að eilífu að
berjast. Það þýðir. að maður verð-
ur að neita sér um því nær alla
hluti. Og eg hefi farið á mis við
alt — og eg hélt, að það myndi
ætíð verða svo. En nú er það
fengið, sem hefir meiri þýðingu,
en alt annað fyrir kvenmann —
það er sá karlmaður, sem hún
elskar“.
Hún sat þegjandi eitt andartak.
„Fólk segir reyndar, að maður
eigi að elska sinnar stéttar mann.
En setjum svo, að það tækist
ekki! Setjum svo, að manni ditti
í hug hverjar afleiðingar það hef-
ir! Að hvert barnjð fæðist eftir
annað, þangað til maður er út-
taugaður orðinn og örmagnast
fyrir tíman^ móðir margra barna.
Setjum, að maður hafi tilhnegingu
til góðra siða, þegar þeir sjást,
og til annara hluta, þegar maður
heyrði á þá minst! En vita svo á
hinn bóginn, að maður hafði ekki
leyfi til að elska slíkan mann, að
þetta þýðir að eins, að hjarta
manns verður að bresta! “
Alþbl. kostar S kr. á mánuði.
Gjöldum til félagsins er veitt
móttaka á afgr. Álþbl. (í Alþýða-
húsinu við Ingólfstræti). — Fyrri
gjalddagi er 14. maí. — Lög fél.
eru einnig afhent þar.
Gjaldkerinn.
Fermingarkort,
Áfmæliskort,
Nýjar teikningar.
Heillaöskabréf við öli
tækifæri.
Laugaveg 43 B.
Friðfinnur L. Guðjónsson.
Alþbl. er blað allrar alþýðui
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Ólafur Friðriksson.
Prentsmiöjan Gutenberg.