Alþýðublaðið - 10.05.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.05.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 r Islenzkur línudansari. Þeim fjölgar óðum, ísleczku íþróttamönnunum hér um slóðir, er nafnkendir verða. Nýjasta við- bótin í hópinn er J. G. Johnson gullsmiður frá Rugby í Norður- Dakota, og er íþrótt hans í því fólgin, að hann gengur á slökum streng á milli húsa eða dansar á honum eftir hljóðfalli, að því er blaðið „Northwestern Jeveller“ segir. Flytur það mynd af Mr. Johnson, þar sem hann er að ganga hátt yfir höfðum manna á vírnum og virðist sem honum veitist það harla létt. Á sýningu, sem haldin var í haust í Rugby, fóru fram ýmsar skemtanir; en sú helzta", segir ,Rugby Herald", „var að sjá með- borgara okkar, J. G. Johnson, ganga á slökum vír. Gerði hann það sem sannur íþróttamaður, og þegar þess er gætt, að það eru yfir 20 ár síðan Mr„ Johnson hefir reynt þessa íþrótt, er það engum efa bundið, að þá hlýtur hann að hafa verið hreinasti snillingur, úr því hann er svona góður enn þá, eftir allan þennan tíma“. Mr. Johnson er sonur Guðmund- ar Johnson bónda við Amelia Sask., og albróðir frú Stefaníu Ieikkonu í Reykjavík. Hann hefir stundáð gullsmíði f Rugby í 20 ár. (Hkr,). Elnn öörum meiri. Mary Pickford skilur við mann sinn og giftist Douglas Fairbanks. Mary Pickford, kvikmyndaleik- konan fræga, sem Reykvikingar kannast við, hefir fyrir nokkru skilið við mamn sinn, Owen Moore, sem líka er kvikmyndaleikars. Þau faaía ekki búið saman þrjú síðast- iiðin ár, Sagði Mary að Moore væri ágætismaður, en engu að síður væri betra að vera írf og frjáls, hversu góður sem maðurina væri. En „frelsinu" fagnaði hún ekki lengi, því nú er hún gift aftur, hinum heimsfræga kvikmyndaleik- ara Douglas Fairbanks, sem þykir einkum afbragðs skopleikari. Héldu þau brúðkaup sitt í Los Angelos í Californiu nýlega. Tillaga. Með því að æskilegast er, að nöfn einkenni réttilega það sem þau eiga að tákna, vil eg leggja til, að Reykjavík verði frá 9. maí 1920 kölluð Knúiskot. Verano. Tillaga til breytingar á kosningalögum til bæjarstjórnar Reykjavíkur lá fyrir bæjafstj.fundi síðast. I till.,sem er frá borgarstjóra, er aldurstak- markið 25 ár, menn séu fjár síns ráðandi og standi ekki í skuld fyrir sveitarstyrk þeginn á síðustu þrem árum áður en kosning fer fram. Þó átti styrkur til greiðslu á spítalakostnaði og læknishjálp ekki að teljast sveitarstyrkur. Enn- fremur átti enginn að fá að kjósa sem skuldaði skattgjald (aukaút- svar) til bæjarsjóðs þegar kosning fór fram. Nokkrar umræður urðu um til- lögu þessa. Jón Baldvinsson taldi ekk' sanngjarnt að auk lögtaks- réttarins sem væri á skattgjaldi til bæjarsjóðs væru bæjarbúar líka sviftir atkvæðisrétti, ef þeir hefðu ekki greitt skattgjald þegar kosn- ing færi fram. Væri t. d. hart, að í dag væri mönnum meinað að kjósa, en á morgun kæmi fóget- inn og sækti gjaldið. Jónína Jónatansd. vildi ekki láta telja það sveitarstyrk, sem veitt væri til framfærslu í veikindum heimilisföðurs, þvf á meðan heim- ilisfaðirinn lægi á spítala, sem ekki væri eftir till. reiknaður sveitar- styrkur, gæti heimilið þarfnast hjálpar, sem talin yrði sveitarskuld, og væri þannig tekið með annari hendinni það sem geffð væri með hinni. Gunnl. Claessen taldi aldurstak- markið, 25 ár, of hátt, þar sem menn væru nú fjárráða 21 árs. Að umr. loknum var kosin 3 manna nefnd í málið. Borgarstj., Gunnl. Claessen, Sveinn Björnsson. Elrlend mynt. Khöfn 8. maf. Sænskar krónur (100) kr. 125,50 Norskar krónur (100) — 112,00 Þýzk mörk (100) — 11,50 Pund sterling (1) — 22,78 Frankar (100) — 37,oo Doliar (1) _ 5,93 (slendingur skautakongur Canada. Landi vor Magnús Goodman er orðinn skautakongur Canada. Hann var áður orðinn fremstur skauta- hlaupara í Manitoba. 17 menn tóku þátt í kepninni um „konungs- nafnið" og vann Magnús frægan sigur, náði hann 90 stigum, en sá er næstur honum varð fékk 80 stig. Tveim dögum síðar var ann- ar kappleikur haldinn og sóttu hann ió menn er ekki höfðu tek- ið þátt í hinum fyrri. Sigraðí Magnús þá alla, og er nú óhultur næsta ár í ríki sínu. Fallnir og særðir íslendingar. Hr. Snjólfur Austmann hefir safnað skýrslum yfir alla þá menn af íslenzku kyni, sem faílið hafa og særst í ófriðnum mikla. Eftir þeim skýrslum hafa 154 íslend- ingar fallið í stríðinu, 34 frá Winni- peg, 13 frá Selkirk, 6 frá Glen- bore, 6 frá Calgary, 5 frá Leslie, 4 frá Winyard, 4 frá Langruth og 8 sem heimilisfang er talið á Islandi. Aðrir bæir og sveitir hér vestra hafa mist þrjá, tvo eða einn. Tvö hundruð íslendingar særðust að meiru eða minna leyti, og voru langflestir þeirra frá Winnipeg, 17 talsins, 13 frá Sel- kirk og 11 frá ísiandi. (Hkr.). Verzlunín »Hlíf“ á Hverfisgötu 56 A selur: Hveiti, Plaframjöl, Sagogrjón, Bygggrjón, Kartöflu- mjöl, Hænsnabygg, Mais heilan og Baunir. Kæfu, Tólg, Steikar- feiti og Isl. Margarine. Rúsínur, Sveskjur, Gráfíkjur og Kúrenur. Sæta saft, innlenda og útlenda, Soyju, Matarlit, Fisksósu og Edik. Niðursoðna ávexti, Kjöt, Fiska» bollur, Lax og Síld. Kaffi Export og Sykur. Suðuspiritus og steinolíu o. m. ÍL Spjrjið nm verðið I Reynið vörugíeðinl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.