Vísir - 07.10.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 07.10.1934, Blaðsíða 2
v I S 1 R Saumavélar Hinar þjóðfrægu NECCHI-SAUMAVÉLAR eru fyrirliggjandi af mörgum gerðum, hand- snúnar og stignar. — Verðið lágt. — Hagkvæm- ir greiðsluskilmálar. — Necchi er sú tegund véla sem mest er notuð og best reynist hér á landi. Vepsl. Fálkftxm Laugavegi 24. Sími: 3670 og 2670. Bílstjórar. Notið tækifærið. 100 stórir dunkar Bílabó sem kosluðu kr. 4.75 verða seldir á kr. 1.50 dunkurinn. Gangbrettamottur, sem kostuðu kr. 6 stk., verða seldar á kr. 2.50 stk. Rafkerti „Cliampion“ með snapsliana kosl- uðu kr. 4 slk., verða seldar á kr. 2 stk. HARALDUR SVEINBJARNARSON. Laugavegi 84. — Sími: 1909. REYKJAVÍK selur allskonar timbur til búsagerðar. Ennfremur þilborðin „Torex“, sem er ódýrasta og besta efni til klæðningar innan- búss. — Festið ekki timburkaup án þess að lala við okkur. — Frainkvæmdarstjóri: PÁLL ÓLAFSSON. Skrifstofa: Hafnarstræti 19. — Sími: 4799. Vörubirgðir: Mýrargötu. — Sími: 4231. Haustmarkaður K. F. D. M. I D AG : Frá Alþingi í gær. Efri deild. 1. mál á dagskrá var till. til þál. um rannsókn á lieyafla bænda á óþurlcasvæðunum. Fíutningsm. Jón Auðun Jóns- son reifaði málið. Hann kvað áslandið vera verra en menn liéldu og ef eittlivað ætti að gera, yrði það að gerast slrax, til þess að menn lóguðu ekki um of bústofni sínum. En nú má búast við, að markaðurinn þrengist allmjög, bæði vegna verri afkomu manna við sjáv- arsíðuna og sömuleiðis vegna ráðstafana liins opinbera. — Bændur úli á landi liefðu vana- lega selt beint til neytenda og kæmi því bann stjórnarinnar við milliliðalausri sölu, liart niður á þeim, þar eð kostn-' aður þeirra við sölu á kjötinu lilyti að aukast til stórra muna. Sömuleiðis hlyti útsöluverðið á kjötinu að bækka, og neytslu' þar af leiðandi að minka. Það eina, sem græðir á þessu er „skipulagningin“. Bændur og kjötneytendur við sjávarsíð- una borga. Herm. Jónasson kvað stjórn- ina hafa kyrrsett ca. 900 tonn af síldarmjöli og látið Pál Zóph. rannsaka fóðurbætis- þörf bænda, svo að alt væri í besta lagi. — Undir það tóku .1. J. og Jón Bald. og lögðu til, að tillögunni yrði vísað til stjórnarinnar. ./. A. J. sagði, að hið rann- sakandi augnaráð Páls Zóph. liefði ekki náð norður á Iiorn- slrandir og þyrfti áreiðanlega að rannsaka málið betur. Magnús Jónsson lagði til, að málinu yrði vísað til landbún- aðarnefndar, en stjórnarliðar samþyktu að vísa því til stjórn- arinnar, og var það gert með 9:4 atkvæðum. 2. mál á dagskrá, um breyt. á jarðræktarlögunum, var tek- ið út af dagskrá, en um 3. mál, till. til þál. um landhelgis- gæslu fjæir Vestfjörðum, var ákveðin ein umræða. Var fundi því næst slitið. Neðri deild. Bjarni Ásgeirsson mælti með frv. sínu um breyt. á þingsköp- um, en það er þess efnis, að bæta við öðrum varaforseta i Sameinuðu þingi, og færði þau rök fyrir, að störf sameinaðs þings yrðu nú svo mikil, vegna fjárlaganna, að þar mundi engu síður þörf tveggja vara- forseta, en í deildunum. Var frv. vísað til 2. umr. með sam- liljóða atkvæðum og til alls- lierjarnefndar Þá kom til umræðu þings- ályktunartill. þeirra Sigurðar Kristjánssonar og Jóns Pálma- sonar, um fóðurskort bænda, sama efnis eins og till. J. A. J. í E.d. Mælti Sig. Kr. fyrir til- lögunni og lagði áherslu á það, að heyafli væri svo lítill víða, að ekki mundi nægja fóður- bætiskaup, heldur myndi verða að útvega bændum á verstu óþurkasvæðunum hey. Páll Zóph. þóttist hafa gert alt sem gera þyrfti í þessu efni, ef hann þá skildi till. rétt og ekki væri átt við það, að fóð- ur vantaði handa bændunum sjálfum, eins og beinast lægi við áð skilja hana. Sig. Kr. kvað óþarft að mis- skilja þetta. Þó að talað væri t. d. uni lambaeign P. Z., þá mundi enginn skilja það svo, að lömbin væri afkvæmi lians. — Umr. um till. var frestað og henni vísað til landbúnað- arnefndar til athugunar. S l jórnarf rum vörpin. í gær, á 6. degi frá þingsetn- ingu, var stjórnarfrumvörpun- um, 35 lalsins, útbýtt í þing- inu. Muuu þess fá dæmi nú á seinni árum, að það hafi dreg- ist svo lengi, en er í fullkomnu samræmi við önnur vinnu- brögð binna rauðu. Tekju- og eignarskattur. Á árinu 1933 var tekju- og eignarskattur innheimtur með viðauka, sem nam 40%, sam- kvæmt lieimildarlögum frá þinginu. Er nú farið fram á, að hið sama verði látið gilda fyrir yfirstandandi ár. Auk þess ber stjórnin fram frum- varp til nýrra heildarlaga um tekju- og eignarskatt, sem ætl- ast er til að gangi í gildi um næstu áramót. Aðalbreyting- arnar frá núgildandi skatta- lögum, sem í því felast eru þessar: Persónufrádráttur er nokkuð aukinn og er hann samkv. frv. 800 kr. í Reykja- vík fyrir einstakling, en 600 kr. annarstaðar (áður 500 kr. um land alt); fyrir hjón 1500 kr. í Reykjavik, en 1200 annarstað- ar (áður 1000 kr.); fyrir börn 500 kr. (óbreytt). En skattstig- inn er aftur á móti liækkaður gífurlega. Heildarútkoman verður sú, að skalturinn liækk- ar að því er áætlað er um hér um bil % miljón króna, mið- að við skattinn, eins og hann reyndist 1933, en liann var þá 1.437.000 kr. Ef ekki er reikn- að með bráðabirgða-viðaukan- um (40%), nemur liækkunin um 0,9 milj. kr. eða upp undir 90%, miðað við gildandi skattalög. Félög', önnur en samvinnufélög, greiði skatt eft- ir sama stiga og einstaklingar. Þorsteinn Briem og litaða ruslið. —o— Það mun bafa verið vorið 1932, sem Jónas Jónsson frá Hriflu bafði orð á því norður í Hrútafirði og víðar, hvílíkur ágætismaður síra Þorsteinn Briem væri, og hversu mikils mætti af honum vænta, undir umsjá sinni og eftirliti. Þ. Br. var þá nýlega orðinn ráðherra í samsteypustjórninni. Og Jónas taldi víst, að hann mundi verða sér auðsveipur, hlýðinn og þægur. Hins vegar talaði bann þá mjög illa og óvirðulega uin Ásgeir Ásgeirsson og þótti bann ærið lítilsháttar og ómerkur að öllu leyti. — En Þorsteinn Briem sýndi það, þegar er hann var orðinn ráðherra, að hann myndi liafa lítinnliug á því,aðsitjaog standa eins og Jónasi hentaði best. Var talið að Iiapn færi sínu fram nokkurn veginn og léti „ráð- leggingar“ Jónasar og tilsögn sem vind um eyru þjóta. — Ýfðist Jónas þá bráðlega og fór að senda þessum fornvini sínum tóninn í blaðræksnum hinna sótrauðu. En Þ. Br. lét sem liann lieyrði ekki geipan og garg bins vanstilta manns og yrði ekki var við „köstin“. Innan skamms fóru Tímablöð- in að ráðast á mannorð Þ. Br. með æ meiri frekju og þótti þá góðum mönnum sýnt, að tölu- vert mundi í liann spunnið. Því er óneitanlega þannig hátlað, að allur þorri manna er þeirrar skoðunar, að hver sá maður, sem Jónas og önnur „lituð“ skrípi leggja i einelti með rógi og níði, Iiljóti að hafa „nokkuð til síns ágætis“. Það er talið sjálfsagt, að t. d. þeir menn Framsóknarflokksins, sem Jónas svívirðir mest á bak — og í blöðum sínum þegar upp úr sýður og „köstin“ verða sem ægilegust — sé langbestu mennirnir þar i sveit. — Þor- steinn Briem .var framsóknar- maður, eins og allir vita, og framsóknarráðherra. Og fram- ferði Jónasar gegn honum ber þvi órækt vitni, að liann haf'i verið meðal bestu manna eða besti maður flokksins. — Og vitanlega livarf bann undan merkjum Jónasar, þegar honum fanst vitleysan vera farin að keyra úr liófi. — Síðan liafa margir farið að dæmum Þ.Br.og þeirra félaga, er fyrstir urðu til þess að brjóta af sér „liand- járninÁ Og það er ekki kunn- ugt, að nokkur maður, sá er losnað hefir, hafi rétt fram hendur sínar til „járnunar“ á ný, nema ef Ásgeir Ásgeirsson er að gera það núna þessa dag- ana. Það er augljóst af síðustu rit- smíðum þeirra .Tónasar-manna um Þorstein Briem, að hatur þeirra á þessum fyrverandi samherja er orðið nokkuð svæsið og illkynjað. Þeir geta ekki nefnt nafn hans, án þess að Kl. 2 barnaskemtun: 1. Friðfinnur Guðjónsson: Upplestur. 2. 10 manna kór syngur. 3. Þuríður Sigurðardóttir skemtir. 4. Knud Zimseh talar. Aðgangur 50 aura. „sleppa sér“ alveg að dæmi „meistarans“ og hlaða saman illyrðum. Og kunnugir fullyrða, að svona sé það alt um þessar mundir, litaða ruslið. Það liati engan mann öllu meira en síra Þorstein Briem. Og það er haft eftir Jónasi, að bann óttist hyggindi Þorsteins og þraut- seigju. — Hann muni reynast sér óþægur ljár í þúfu, því að ekki sé að efa staðfestuna og hið hægláta kapp. Þeir liafa snúið sér að þvi núna síðustu dagana, lituðu piltarnir, að tala um „undir- hyggju“ Þorsteins og „lævísi“. Hann hafi ætlað sér að „fótum troða stjórnarskrá og þing- sköp“ með „lævísi“! Hann hafi ætlað að „kviksetja“ flokks- bróður sinn með „lævisi“! Hann hafi ætlað sér að ná ákveðnu takmarki með „prett- Kl. 8 «/2: Almenn skemtun: 1. Hljómsveit Þórarins Guð- mundssonar. 2. Dan. Þorkelsson: Einsöngur. 3. Sig. Skúlason: Upplestur. 4. Karlakór Ií. F. U. M. syngur. 5. Sr. Bjarni Jónsson talar. Aðgangur 1 kr. (Börn 50 au.). vísi“ og „lævísi“. Og fleira rausa þeir ámóta skynsamlegt. Það er nú liaft fyrir satt, að kunningjum Þ. Br. þyki ekki saka, þó að hann verði fyrir nokkuru aðkasti af hálfu Jón- asar og piltunga hans. — Hann eigi það skilið fyrir liina miklu vfirsjón og afvegaleiðslu, er liann gekk Jónasi til handa og virtist trúa því fullum fetum, að liann væri heiðarlegur stjórnmálamaður. Heyfengur. Hornafirði 6. okt. FÚ. í þessari viku hafa bændur náK upp síðustu heyjunum. — Þau erw víðast hrakin, en nálgast meðallag' aö vöxtum. — Á nokkrum heim- ilum vantar J)ó mikið á venjulega« heyfeng. Kl. 3‘þ Hlutavelta Margir nytjamunir, svo sem: allsk. matvæli, kjötskrokkur, kol (Yz tonn), olíutunna, peningar o. m. m. fl. ENGIN NÚLL! Inngangur 50 aura og 25 aura fyrir börn. Drátturinn 50 aura. Alllr í K. F. U. HX. i dagr!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.