Vísir - 19.10.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 19.10.1934, Blaðsíða 2
VISIR Frá Alþingi í gær. Neðri deild. Þar var fyrst gengiö til atkvæöa um þau þrjú mál, sem atkvæða- greiSslu haföi verið frestaS um. AtkvæðagreiSslan um áburSar- einkasöluna fór þannig, aS tillaga þeirra Sig. Kr. og G. Thor. um aS einkasalan yröi ekki lögskipuö, var feld meS 20: 6 atkv. Till. HéS- ins Valdimarssonar um aS tak- marka framlag ríkissjóSs tii áburS- arverslunarinnar, vegna flutnings- kostnaSar, viS 40 þús. kr. var feld meS 21 atkv. gegn 9, en samþykt aS þaS skyldi þó ekki vera meira en „20 kr. á tonn“. Tillaga Hann- esar aS binda þetta engum tak- mörkum en heimila aSeins 3% á- lagningu var feld meS 17 atkv. gegn 13. — Var frv. síöan sam- þykt og því vísað til efri deildar. Um verkamannabústaöa frv. fór atkvæöagreiSslan þannig, aS til- laga Thors Thors og Garöars um að heimila lánveitingar til fleiri en eins byggingarfélags i hverjum staS, var feld með 17 atkv. gegn 15. MeS tillögunni greiddu atkv. sjálfstæðismennirnir allir og Hannes Jónsson en á móti fram- sóknarmenn, jafnaSarmenn og As- geir Ásgeirsson, sem lét þó þá at- hugasemd fylgja atkv. sínu, aS hann mundi flytja nýja breyting- artillögu viS þriSju umræSu. Frv. um skipulagsnefnd (,,RauSku“) var vísaö til annarar umræSu og allsherjarnefndar og létu margir sjálfst.menn þaS af- Iskiftalaust. Töluverðar umræSur uröu um frumvarpið um aS verja síldartoll- inum til hlutarúppbótar til sjó- manna. Fylgdu þeir Sig. Kr. og Jóh. JÓs. fast fram breytþigar- tillögum sínum um aS hlutarupp- bótinni skyldi úthlutaS í öfugu hlutfalli viS tekjur sjómannánna á síldveiSunum, þannig, aS þeir fengi mest, sem minst hefSi boriS úr býtum, en því aöeins yrSi um réttláta uppbót aö ræöa, aS svo yrSi fariS aö. Finnur Jónsson maldaöi í móinn og hélt því fram, aS hér væri í raun og veru aöeins aS ræSa um endurgreiðslu á síld- artollinum, og því yrSu þeir aS fá hæst, sem mestan hlut heföi fengið. VarS töluveröur hiti í um- ræðunum, en svo fóru leikar, aS tillagan var feld meS 17 atkv. gegn ió, aS viðhöfSu nafnakalli. Já sögSu sjálfstæðismennirnir allir, Hannes Jónsson og Bjarni Bjarna- son, en nei sögðu socialistar og* framsóknarmennirnir allir, nema B. B., og ennfremur Ásgeir og Magnús Torfason. Frumvarpiö sjálft var síSan samþykt ágrein- ingslaust. Frv. um leiðbeiningar fyrir konur o. s. frv, fór umræðulaust til þriðju umræSu. Urn frv. um skipulag á fólks- flutningum á landi, sem er fyrsta afsprengi skipulagsnefndarinnar, uröu nokkrar umræður. Frumv. er flutt af meirihluta samgöngu- málanefndar eftir beiðni atvinnu- málaráSherra og hafSi Gísli GuS- mundsson framsögu. KvaS.hann nefndina vilja athuga frv. 1)etur og ef til vill gera einhverjar breyt- ingar á því. Gísli Sveinsson gagn- rýndi frumvarpiS nokkuö og sýtidi fram á aö þaö væri í rauninni mesta flaustursverk, en hann kvaS þó vel geta komiS til mála aS reyna aö lagfæra það eitthvaS, þvi aS vanþörf væri ekki á aö hafa hönd í bagga meö þessum fólks- flutningum bifreiöa í föstum áætl- unarferöum og væri þaS viða gert annarsstaöar. Héðinn tók gagnrýni Gísla illa og þóttist hafa meira vit á þessu máli en nokkur annar. — Frv. var siöan vísaS til 2. umr. og gert ráö fyrir þvi, aö nefndin atllugaöi þaS betur milli umræöna. Um frv. „um strandferöir“, eöa ríkiseinkarétt til aS annast fólks- flutninga meö ströndum” fram, uröu alllangar og nokkuö illvígar umræSur. ASalflutningsmaSur frv. er Gísli GuSmundsson og sagöi hann m. a. aS vonandi hefSi sjálf- stæSismenn séö aS sér síöan i fyrra en þá heföu þeir felt frv. sama efn- is viö fyrstu umræSu. Thor Thors vakti athygli á því, aS slík lagasetning sem þessi væri brot á millirikjasamningum og heföi þaS veriö upplýst á síöasta þingi og væri þaS furSulegt, aS máliS skyldi nú vera vakiS upp á ný. — Voru síöan margar ræSur fluttar, en umræSunni varS ekki lokiö. Efri deild. Um breyt. á tolllögum uröu nokkrar umræöur. Magnús Jóns- son mótmælti þeim hækkunum, sem frv. fer fram á og benti á að þaS væri mjög vafasamt aS þetta leiddi til meiri tekna fyrir rikis- sjóö, þar sem t. d. verð á tóbaks- vörum væri orSiS svo hátt aö þaö mundi draga úr neyslu eða auka smygl, ef verðiS hækkaSi eins mikiS og af frv. mundi leiSa eöa um þriðjung. Ef nauösynlegt reyndist mundi Sjálfstæöisflokkur- inn reiöubúinn til þess aö styöja stjórnina í lítilli hækkun á sem flestum tekjustofnum. Eyst. J. SagSist hreint enga samvinnu ætla aS eiga viö Sjálf- stæöisflokkinn um þetta. Pétur Magnússon vakti athygli á því, aö stjórnin heföi ekki gert ráö fyrir þeim tekjuauka, sem hlyti aS leiða af því aS) sala sterkra drykkja yrSi leyfileg viS afnám bannsins, og væri þaö nær að athuga tekju- stofna, sem gæfu eins góSa von um tekjuhækkun og þessi, heldur en aS stórhækka toll á neysluvöru almennings, sem fyrir væri geysi- hátolluS. — Frv. var aö umr. lokn- um visaS til 3. umr. Frv. um br. á 1. um Kreppu- lánasjóö var til 1. umr. Pétur Magnússon geröi grein fyrir frv., sem er þpss efnis aö veita Kreppu- lánasjóði .heimild til aö verja alt aS 100 þús. kr. til aö leysa menn úr ábyrgöum ,er á þá féllu vegna kreppuráöstafananna, aö öSrum kosti gæti svo fariö, aö kreppu- hjálpin yröi mönnum ónýt, því að ef þeir sem hjálpaS heföi verið meS lánum og komiS á heibrigöan grundvöll, ættu aö lenda í öSru verra skuldafeni, vegna ábyrgöa, sem þeir stæöu i, og vonlaust væri aS þeir gætu borið, þá heföi til lítils veriö harist. En svo er oft og einatt ástatt aS sömu menn- irnir sanda í mörgum ábyrgöum, alt aö 40—50 þús. kr. ÞaS væri lika óeSlilegt aS t. d. þeir menn, sem hafa fengið skuldaskilasamning og þar meS losnað við allar frekari greiöslur, á eigin skuldum, en sæöi í ábyrgðum liver fyrir ann- ann verði svo að sæta því aö að þeim sé gengiö samt sem áSur, með þeirri breyting einni, aö nú yröi þeir aö borga hver fyrir ann- an, og lenda í sama feninu aftur. Frv. var vísaS til 2. umr. og land- búnaðarnefndar. frá bæiarstjlrnarluodl í gær. —o— Úthlutun ellistyrks. ÞaS upp- lýstist, aS bæjarráö haföi um út- hlutun ellistyrks tekiS upp þann skilning á ákv. ellistyrkslaganna og fátækralaganna, aS íátækra- styrkur ])eginn eftir 60 ára aldur skyldi ekki svifta menn rétti til ellistyrks. Lýðræðisskvaldur socialista. — Bjarni Benediktsson benti á of- beldishneigS socialista, sem lýsti sér í þvi, aS Stefán Jóhann og þeir félagar heföu neitað í allsherjar- nefnd neöri deildar, að senda bæj- arráSi- Reykjavíkur til umsagnar frv. um verkamannabústaöi og vinnumiölun. Þessi frv. skertu bæði mjög verulega vald sveitar- stjórna yfir þeim stofnunum, sem þær þó aS miklu leyti væru skyld- aöar til að leggja fé til. VitaS væri að megin deiluatriðin í báðum frv. hefSu einungis raunverulega þýS- ingu fyrir Reykjavík og a. n. 1. Hafnarfjörð, og hefSi því veriö sjálfsögS kurteisisskylda að gefa bæjarstjórnum þessara staSa færi á aS láta uppi álit sitt um þau. En einmitt Stefán Jóhann fulltrúi í bæjarstjórn Reykjavíkur, maöur- inn, sem sífelt væri meö þingræð- is- og lýðræðisskvaldur á vörun- um, hefði gengist fyrir aS neita bæjarstjórninni og þar meS meiri hluta borgaranna um þessa sjálf- sögSu kurteisi. f nefnd til að athuga möguleika fyrir og gera tillögur um atvinnu- bótavinnu fyrir konur voru kosn- ar: Ragnhildur Pétursdóttir, GuS- rún Jónasson og Jóhanna Egils- dóttir. Vetrarhjálpin. Borgarstjóri bar fram svohlj. till., sem samþykt var í einu hljóSi: „Bæjarstjórnin sam- þykkir fyrir sitt leyti aö stjórnar- nefnd vetrarhjálparinnar veröi skipuö einum manni frá hvorri af sóknarnefndum bæjarins, hjúkrun- arkonum barnaskólanna og hinum fimta manni er veröi framkvæmd- arstjóri starfsins, og sé hann ráS- inn af bæjarráðinu meS samþykki hinna fjögurra nefndarmanna. Borgarstjóri gerði grein fyrir því, aS samkomulag væri komið á um þessa skipun nefndarinnar og augastaöur væri haföur á ákveðn- um manni til forstöSu, öörum en þeim er áöur heföi haft stjórn vetrarhjálparinnar meö höndum, enda mundi sá maSur ekki hafa tíma til aS sinna þessu nú. Enn mundu vera eftir rútnar 10000 kr. af fjárveitingunni, sent til starf- semi þessarar væru ætlaSar úr 1)æjarsjóSi, og enn sem fyrr mundi reynt aö safna fé meSal bæjarbúa í þessu skyni. ÓráSið væri enn, hvernig starfinu yrði hagaS í ein- stökum atriðum, en allir þeir sem reynslu heföu í þessunt efnum, væru sammála um, að mjög ó- heppilegt væri aS hafa mötuneyti, þar sem menn kæmu til aS borða. Miklu nær væri aö senda mönnum vistarföng heim. Tölu- veröar umræöur uröu um þetta mál. Einar Olgeirsson vildi ólmur koma upp mötuneyti sliku, sent verið lieíöi. ASrir, svo sem frú Ragnhildur Pétursdóttir, frú Að- alhjörg Sigurðardóttir og Ólafur FriSriksson tóku undir meö borg- arstjóra, aS mesta óvit væri að setja upp mötuneyti meö gámla íyrirkomulaginu, en töldu hitt at- hugunarvert aö koma upp almenn- ings eldhúsi, en til þess þyrfti und- irbúning, sem ekki væri fyrir höndum nú. Eftirlaunasjóður. Samþykt var meö samhljóða atkvæöum aS eftir- launa hámark starfsmanna bæjar- ins skyldi vera 5400 kr. og ekkna þeirra 3240 kr. Mjólkurmálið. Mjólkurnefncl bæjarstjórnar þ. e. Jón Þorláks- son, GuSm. Ásbjörnsson, Guöm. Oddsson, bar fram svohljóSandi till., sem samþ. var í einu hljóSi: „Bæjarstjórnin ákveSur aS láta fram fara almenna berklarannsókn og heilbrigöisrannsókn á öllum kúm innan lögsagnarumdæmisins fyrir næstu áramót, og í sambandi viS hana skoðun á hreinlæti í fjós- um og þeim herbergjum, þar sem geymsla og afhending mjólkurinn- ar fer fram.“ " Borgarstjóri skýrSi frá, aö þessi tillaga væri einkum borin fram vegna hinnar svonefndu barna- mjólkur, en þaS væri sem kunnugt er ógerilsneydd mjólk. Lang eðli- legast væri, að þeir framleiSendur, sem næstir væru útsölustaS, sætu fyrir um sölu hennar. Mætti því gera ráS fyrir, aö mjólkurfram- leiðendum í bæinim yröi gefinn kostur á aS selja þessa mjólk, en til þess aS tryggja heilnæmi henn- ar væri sú rannsókn, sem hér væri farið fram á nauSsvnleg; enda mundi kostnaður ekki geta oröið tilfinnanlegur. Veitingaleyfi. Samþykt var að mæla meS veitingaleyfi Roberts Bender, Sólvallagötu 31. Eftirlaun Samúels Ólafssonar fyrv. fátækrafulltrúa voru ákveS- in 1800 kr. Loks var töluvert af tillögu- hrafli frá fulltrúa kommúnista og var þeim flestum vísað til bæjar- ráðs eða feldar. Ný sIldTeiðiIðggjOf á Bretiandi. London, 19. okt. FB. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum áformar rikisstjórn- in að veita síldarútgerðar- og síklveiðimönnum nokkurn fjár- hagslegan stuðning. Talið er líklegt, að áður en yfirstandandi þingi lýkur, verði lagt fram frumvarp til laga um þetta mál. — Rætt er um það að takmarka síldveiði í Norðursjó smám saman, þannig, að ekki verði aflað meira en hægt er að selja með hagnaði. (United Press). Stjðrnarskifti á Spáni? Madrid 18. okt. — FB. Búist er viS, aS ríkisstjórnin neyöist til þess aS biðjast lausnar, nema samkomulag náist um, aö liflátsdómunum verði breytt í fangelsisdóma. — Ríkisstjórnin hefir þetta vandamál enn til at- hugunar. Alcala Zamora ríkisfor- seti vill, að uppreistarmönnum veröi sýnd miskunn, en meirihluti ríkisstjórnarinnar er þvi mótfall- inn. (United Press). Útför Alexanders konnngs. Belgrad 18. okt. — FB. Útför Alexanders konungs fór fram í dag frá St. Georges kirkju í Ojilenatz, en þangaS var líki'ð flutt í járnbrautarvagni frá Bel- grad, að afstaSinni sorgarathöfn, í viöurvist ýmissa þjóShöfðingja og annara fulltrúa helstu þjóSa heims. (Unitecl Press). GniHöndin á ráðstefnu. Brússel, 19. okt. FB. Gull-Iöndin, þ. e. þau, sem ekki hafa horfið frá gullinn- lausn, Frakkland, Belgía, Hol- land, Svissland, Ítalía ogLuxem- hourg, halda aðra ráðstefnu sína i dag. Var fyrsti fundurinit lialdinn í morgun og er ráðgert að fundahöldunum verði lokið annað kveld. Ráðstefnan hefir lil meðferðar á livern hátt mætli auðið verða að draga úr þeim erfiðleikum, sem gulllöndin eiga við að stríða, og standa í sambandi við gjaldeyrismálin. (United Press). Kosningarnar i Noregi. Oslo 18. okt. — FB. Úrslit í bæjar- og sveitastjórnar- kosningunum eru nú kunn í 332 bæjum og sveitahéruðum. Borg- araflokkarnir hafa fengiS meiri- hluta í 194, þ. e. 45 bæjum og 149 sveitahéruSum. Borgaraflokkarnir og verkalýSsflokkurinn hafa feng- iö jafna fulltrúatölu í 2 bæjum og 17 sveitahéruðum. Brúarstæði á Skjálfandafljdti. Húsavik 18. okt — FÚ. Árni Pálsson verkfræðingur hef- ir undanfarið veriS aö mæla brú- arstæði á Skjálfandafljóti undan SkriSulandi. ViS botnrannsókn þar reyndist 3,70 rnetrar niöur á fastan grundvöll austan fljóts, en litlu dýpra að vestan. Lengd brúarinu- ar sjálfrar er áætluð 190 metrar. Auk þess garöur frá vestari brú- arsporði aS bakka 90 mtr. Sýslu- nefnd kaus sérstaka framkvæmda- nefnd í þetta mál á síðasta vori, og hefir hún sótt til Alþingis um fjár- veitingu til brúargerðarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.