Vísir - 30.10.1934, Blaðsíða 2
VISIR
Drvals
spaðkjöt
í 1/1 og' 1/2 tunnum fengum
við með Súðinni. —
Af þvi að eftirspurnin er mik-
il eftir þessu gómsæta kjöti, en
birgðirnar litlar, eru þeir, sem
liafa pantað kjötið lijá okkur,
vinsamlegast beðnir að tala við
okkur sem fyrst.
Þjóðstjórnar-
ráðherrarnir í Bretlandi
hafa ákveðið að vinna að
því, að þjóðstjórn verði
áfram í landinu fyrst um
sinn.
London 30. okt. — FB.
í veislu, sem MacDonald, Stan-
ley Baldwin og Simon héldu mið-
stjórnum þjóðstjórnarflokkanna,
hélclu þeir allir ræður, og lýstu yfir
því, að þeir hefSi tekið þá ákvörð-
un' að vinna a*S því, að þjóðstjórn
yrði áfram í Bretlandi fyrst um
sinn. — í ræðu sinni drap Mac-
Donald á afvoþnunarmálin og
kvað Breta hafa gengið eins langt
í þeim efnum eins og þeir gátu,
bæöi með ]>ví að sýna öðrum þjóð-
um gott fordæmi og draga úr víg-
búnaði eins og fært þótti. þótt aðr-
ar þjóðir vigbyggist af kappi, og
eins með því að nota hvert tæki-
færi, sem gafst til þess að þoka
lausn afvopnunarmálsins áleiðis.
Hinsvegar vígbyggist aðrar þjóð-
ir nú svo mjög, að Bretar yrði að
gera auknar ráðstafanir til þess að
geta verndað frelsi sitt. (United
Press).
Breskor
botavðrpnngnr
fær áfall.
Botnvörpungurinn „Earl
Kitchener“ frá Hull misti
stjórnpall og báta í ofviðr-
i inu og komst við illan leik
til Akureyrar.
Samkvæmt fregn, sem útvarpið
fékk frá Hólmavik í gær, hafði
rekið á svonefndri Glámuströnd
rekald úr skipi. Var það stjórn-
pallur, tveir björgunarhringar og
á þeim nafnið „Earl Kitchener",
Hull“. Einnig fundust árar úr bát
og stýri, nokkrar mjólkurflöskur,
hurð og hraðamælir. Rak þetta alt*
í gær, svo að segja i einu og virt-
ist nýbrotið.
í gærkveldi barst svo fregn um
það frá Akureyri, að „Earl Kitch-
ener“ væri þangað kominn. Hafði
hann fengið áfall á Skagagrunni á
laugardag, mist stjórnpall, báta o,
fl. Tveir menn af skipshöfninni
meiðst og voru þeir fluttir í sjúkra-
hús. Skipstjórinn hafði staðið 54
* tima við stýri og var farinn að
kala á fótum. Var skipshöfnin öll
tekin á land og veitt hjídcrun og
aðhlynning.
Nánari fregnir.
Akureyri 30. okt. FÚ.
Togarinn kom til Akureyrar i
gær klukkau 14. Hann hafði orð-
ið fyrir feikna áfalli og slegið á
hlið svo lá við að hvolfdi. Skipið
rétti þó við, en rafleiðsla þess
cyðilagðist, svo binda varð um sár
slasaðra í manna myrkri.
Skipstjóri var mjög þrekaður,
og kalinn á höiidum. Tveir menn
eru mikið slasaðir: stýrimaður —
bróðir skipstjóra —■ er mjaðmar-
brotinn, og annar skipverja er
ntikið tneiddur á höfði.
Skipið er ósjófært.
Frá Alþingi
í gær.
Neðri deild.
Um frv. til I. unt breyt. á 1. unt
•útflutningsgjald, stóðu umræður
hálfan þriðja tíma. Ásg. Ásg. hafði
framsögu fyrir meirihl. fjárhags-
nefndar. Aðal breytingin sem frv.
fer fram á, er niðurfelling útflutn-
ingsgjalds af landbúnaðarafurðunt
og ákvæði utn að útflutningsgjald
skuli vera í'/ °/o af verði allra
annara útflutningsafurða, nenta af
síld sem flutt er óunnin út, til
-bræðslu, síldarmjöli, fóðurmjöli og
óþurkuðunt fiskúrgangi, en á þess-
ar afurðir er gjaldið lagt 'eftir
magni og er töluvert hærra. Ol.
Thors benti á, að það væri órétt-
látt að útflutningsgjald þessara
fáu afurða skyldi vera miklu hærra
en annara. Það væri með núver-
andi verðlagi 5—7%. Hinsvegar
mundi minnihluti fjárhagsnefndar
(Ól. Th., Jak. M.)) ekki vera á
móti afnámi útflutningsgjalds af
landbúnaðarafurðum, ef með þvi
væri farið inn á þá braut, sem
mitmihl. nefndarinnar teldi æski-
legasta, að -afnema útflutnings-
gjöld yfirleitt, þó þau yrðu ekki
afnumin öll í einni svipan. En ef
svo væri ekki, þá væri það hin
mesta fásinna að taka eina stétt
þannig út úr, enda i óþökk bænda
eins og sjá mætti af ummælum
þingbænda Framsóknarflokksins á
Alþingi 1933, Jóns í Stóradal, Lár-
usar Helgasonar, Bjarna Asgeirs-
sonar og sérstaklega Sveins í
Firði, sem taldi það hreina lítils-
virðingu við bændur. — Ræðum.
benti og á það ósamræmi sem er
í þvi að fella niður útflutnings-
gjöld landbúnaðarins og láta út-
flutningsgjöldin áfram að nokkru
leyti ganga til landbúnaðarins, en
hins vegar ekki að fella niður út-
flutningsgjald af sjávarafurðum,
en hætta þó að láta það ganga til
þarfa sjávarútvegsins! Eyst. J.
sagði að afnám útflutningsgjalds-
ins af landbúnaðarafurðum ætti að
fella niður vegna þess að það lenti
einungis á þeim af bændum sem
við verst markaðsskilyrði ættu að
búa. Jóhann Jósefsson benti á að
þetta væri óþarft vegna þess að
verðjöfnunarsjóðurinn hefði það
hlutverk að jafiia þetta og þyrfti
]iví ekki að taka fram fyrir hendur
hans i ])ví. Jónas Guðm. skýrði frá
hinni hörðú samkepni Norðmanna
við innlendar verksmiðjur um fisk-
úrgang, hausa og bein. Einnig
vakti hann athygli á hinum mikla
aðstöðumun í þeirri samkeppni ]*>ar
sem allur framleiðslukostnaður
væri hærri hér en í Noregi, t. d.
flutn.gj. frá Noregi á markað-
inn 12—13 kr. pr. tonn, á móti 20
kr. hér. Þar væri útflutninsgjald
ekkert en hér ca. 5 kr. pr. tonn.
Vinnulaun 5,40 kr. pr. tonn þar, en
10,25 kr. hér. Vélaorka væri þar
ódýrari og skattur lægri. Og jafn-
vel flutn.gj. til Noregs væri, ]ió
ótrúlegt væri, óclýrara en á milli
hafna hér, því að Norðmenn kæm-
ust að sérlega góðum kjörum við
norsk flutningaskip, sem komi'ð
liefðu með farma hingað, en
mundu fara tóm aftur ef þau
fengju ekki þetta; færi þetta jafn-
vel niður i 4 kr. pr. tonn, en flutn-
ingsgjald milli hafna hér 20—30
kr. Legði hann því til að verndar-
tollur yrði lagður á útflutning hrá-
efna þessara, 40 kr. pr. tonn, til
þess að jafna aðstöðumuninn. Um
]>etta varð nokkurt karp milli hans
og flokksbróður hans, Páls Þorbj.
Varð nú mikið þóf um skýringu
á 3. gr. frv. Ó. Thors hélt þvi fram
<\ð samkvæmt henni væru þau skip.
sem veiddu utan landhelgi og seldu
aflann úti, án þess að koma með
liann inn í lanclhelgi, undanþegin
útflutningsgjaldinu, og er það aug-
ljóst mál, því þessi hluti greinar-
innar hljóðar svo: „.... Ennfrem-
ur nær gjaldið til afla sem veiddur
er utan landhelgi, ef hann er salt-
aður, verkaður eða fluttur á milli
skipa á höfnum inni eða í land-
helgi.“ En samkv. einföldustu lög-
skýringareglum, leiðir af því, að
ef hann er ekki saltaður o. s. frv.
á höfnum inni eða í landhelgi þá
er hann ekki gjaldskyldur.
Þessa hneykslanlegu handvömm
við samning frumvarpsins reyndu
])eir Eyst. Jónsson og Asg- Asg. að
verja og héldu því fram að aflinn
sem veiddur væri utan landhegi og
seldur beint til útlanda, væri eftir
sem áður gialdskyldur. Var auð-
séð að þeim gæfa manni Ásg. Ásg.
þótti erfitt að verja hinn illa mál-
stað, og fór hann hina fáránleg-
ustu hringi kring um sjálfan sig.
Sagði hann í einu orðinu að ákvæði
3. gr. ætti einungis við Dani og
F'æreyinga; en í öðru orðinu var
hann hræddur um miSnotkun ís-
lenskra skipa á ákvæðunum. Sömu-
leiðis varði hann greinargerð
frumvarpsins þegar ráðist var á
fiumvarpið sjálft, sem einmitt er
í ósamræmi við greinargerðina að
því er seinni málsgr. 3. gr. viö-
víkur. ' Jak. M. benti á að 3. gr.
gæti ekki átt við Dani og Fær-
eyinga eina, þar sem samkvæmt
sambandslögunum mætti ekki setja
sérákvæði um þá, vegna þess að
þeir ættu heimtingu á því að sömu
lagaákvæði giltu um ])á og lands-
menn sjálfa. — Mjög var það hlá-
legt að Á. Á. og Eyst. J. héldu
því fram að breytingartill., til þess
að lagfæra „utan landhelgisvitleys-
una“, sem fjárhagsn. flytur, væri
öldungis óþörf, en samt greiddu
]ieir henni atkvæði, en rétt á eftir
greiddi Eyst. J. atkvæði á móti
breyt.till. með þeirri sérstöku
greinargerð að hún væri alveg ó-
þörf. Tillaga minnihl. fjárhagsn.
um lækkun útflutiiingsgjalds ]af
síldartnjöli í il/-% var feld með
atkvæðum stjórnarliðsins gegn
atkv. sjáltstæðism. og Hannesar J.
Mál'inu var vísað til 3. umr.
Gjald af innlendum tollvöru-
tegundum.
Minni hluti fjárhagsnefndar
ueðri deildar hefir lagt fram svo
hljóðandi nefndarálit um frv til 1.
um breyt. á 1. nr. 50 31. mai 1927,
um gjald af inníefídum tollvöruteg-
undu.m:
„Við getum ekki íallist á ])að.
aö fært sé að fella niður. tollíviln-
un þá, sem veitt er innlendum iðn-
aðarfyrirtækjum í 3. gr. greindra
laga og 1. nr. 42 8. sept 1931. Við
lítum svo á, að ákvæði nefndra
laga verði að skilja þannig, að
jafnframt því*sem þessi ívilnun var
akveðin, hafi veriö gefið loforö
um, að hún skyldi haldast óbreytl
til ársloka 1935, og var þá ekki
aðeins ósæmilegt að gera nokkra
breytingu á þessu fyrir þann tíma,
heldur einnig- vafasamt, að það
fengi staðist. Hér við bætist svo,
að ])að má telja fullvist. að sú toll-
hækkun á innlendri framleiðslu,
sem af ])essu mundi leiða, hefði
]<ær afleiðingar, að innlenda fram-
leiðslan minkaði, en að inhflutn-
ingur færi að sama skapi vaxandi
á erlendum vörum, sem komið
gæti í stað innlendu vörunnar.
Nægir i þessu sambandi að benda
á kaffibæti og kaffi, öl og aðflutt-
ar drykkjarvörur. Og yerður ])á
ekki hjá því komist að vekja alveg
sérstaka athygli á því, hvilík fá-
sinna það er, að hækka að miklum
niun framleiðslutollinn á kaffibæt-
inum, sem framleiddur er í land-
inu. en samtímis, með niðurfelling"
gengisviðauka á kaffitollinum, ,að
lækka innflutningstoll á kaffibaun-
um og hvetja Jiannig til óþarfa
innflutnings og gjaldeyriseyðslu.
Alþingi, 27. okt. 1934.
Ólafur Thors. Jakol) Möller.
fundarskr., frsm.
Prestlaunasjóður og innheimta
prestsgjalda.
jónas Guðmundsson. Jón Sig-
urðsson og Bjarni Bjarnason flytja
frv. til laga um að prestlaunasjóð-
ur skuli feldur niður og um inn-
heimtu prestsgjalda. —- Á Alþingi
1933 var flutt samhljóða frv. og
fylgir nú sama greinargerð og* þar.
Mjðlkarverðið
■HBBBaBBSaHB* HbaHHBHHBi
alEngiandi.
Eins og kunnugt er af fregn-
uni, seni hingað hafa horist
fyrir skömmu, hafa Englénd-
ingar nú komið á hjá sér einu
allslierjar mjólkurverði um
land alt.
Eg sá grein um þetta nýja
fyrirkomulag i ensku blaði
merku nú fyrir nokkurum dög-
um. Þar er frá því skýrt, að
breytingin sé komin á og
mjólkurverðið hið sama um
gervalt landið.
Eins og allir vita, eru sam-
göngur á Englandi svo góðar
og greiðar, sem framast verð-
ur á kosið, og er ólíku saman
að jafna þar og hér í þeim
efnum. Kostnaður við mjólkur-
flutninga þar, frá framleiðönd-
nm til neytanda, hlýtur því að
vera tiltölulega mjög lítill og
ólíkur þvi, sem hér gerist.
„Milliliðakostnaðurinn“, sem
alt af er verið að jagast um
hér, er að talsverðu leyti fólg-
inn, i því, liversu kostnaðan-
samt reynist, að koma mjó'l'k-
inni á markaðinn, þ. e, hingað
lil hæjarins. — Á Englandi er
sá koslnaður vitanlega miklu
minni á livern litra mjólkur.
Bretar hafa fengið orð fyrir
það, að vera sæmilega liagsýn-
ir menn, og þeir kunna vissu-
lega að búa að sinu, ckki síð-
ur en aðrar þjóðir. Og það er
alls ekki visl, að þeir Hermann
vor og Eysteinn litli fari langt
fram úr hreskum stjórnmála-
mönnum í liagsýni, vitsmunum
og öðru, sem hetra er að hafa
en án að vera. Og ekki hef-
ir jiess verið getið, að breskir
stjórnmálamenn hafi falast
eftir þeiin að svo komnu,
hvorki til jiess að koma „skipu-
lagi“ á mjólkurmálin þar í
landi né neitt annað. Það mun
nú að vísu svo, að .Tónas frá
Hriflu ímyndi sér, að allur
lieimurinn niæni á formann
Framsóknarflokksins sem hina
alfullkoninu fyrinnynd í
stjórnmálunúm, og óski þess að
mega læra af lionura, en íiver.
veit nema Jiað sé bara hugar-
fóstur hans sjálfs og eigi litla
stoð i veruLeikanum. Og víst
er um það, áð fengið hefir hann
að vera í friði hingað til fyrir
ágengni erlendra stjórnmála-
lærisveina. Og hugsast get-
ur, að reyndin verði eitthvað
svipuð um lærisveinana, þá
Eystein og Hermann.
En svo að eg viki nú aftur
að mjólkurverðinu á Bretlandi,
þá er „milliliðakostnaðurinn“,
„dreifingarkostnaðurinn“ tölu-
vert hærri þar i landi en hér,
og mun-inörgum þykja skrítið,
þeim er trúa sögum Tíma-
inanna um okrið. Samkvæml
ummælum blaðsins, sein eg
nefndi áðan, kostar mjólk á
Englandi nú sem svarar 50 aur-
um íslenskum hver liter. Það
er útsöluverðið. —- En framleið-
andinn fær ekki nema sem
svarar ÍH aurum i sinn hlut,
fyrir hvern líter. — Mismunur-
inn á útsöluverði og verði því,
sem framleiðandinn ber úr být-
um, er þvi töluvert meiri þar
en hér á landi, þ. e. „milliliða-
kostnaður“ og „dreifingar-
kostnaður“ við mjólkurversl-
unina, er til muna minni hér
í strjálbýiinu ot/ „vegleysunni“,
en á sjálfu Bretlandi, þar sem
samgöngur eru í allra besta
lagi.
Þetta er íhugunarvert, og ó-
blinduðu fólki mun finnast
þetla dæmi frá beimsþjóðinni
miklu bera því vitni heldur en
liitt, að „milliliðirnir“ hér sé
ekki mjög sekir um okur á
þessu sviði.
Sannleikurinn mUn vera sá,
um mjólkurverslun livar sem
er, að munurinn á útsöluverð-
inu og því verði, sem framleið-
andinn ber úr býtum, sé rnjög
mikill og víða miklu meiri en
hér. — Þetta liggur meðal ann-
ars i því, að iðulega verður aö
grípa lil þess, þegar mjólkin
selst ekki, að breyta henni í
aðrar vörutegundir, sem selj-
ast miklu lægra verði. Sú er
reyndin hér, og liefir það mjög
mikil áhrif á meðalverðið —
það verð, sem framleiðandan-
um er úthlutað.
En þessar staðreyndir vilja
þeir ekki skilja, „spekingar“
Framsóknarflokksins. Þeir
berja höfðinu við steininn og
staðhæfa, að allur liinn mikli
munur á útsölúverði og verð-
inu, sem framleiðandinn fær í
sinn hlut, stafi af hinu blóð-
uga „milliliða-okri“.
* *