Vísir - 04.11.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 04.11.1934, Blaðsíða 2
V ISIR Frá Hfisavlk; og Gannarsstððom í Hvammsfirði, höfum við fengið spaðsaltað dilkakjöt í heilum, hálfum og kvarttunnum. Viðurkent besta spaðkjötið. Nordalsíshús Sími 3007. Milara- og teikai-skóli. Olíulitir, vatnslitir, pastelkrit og teikningar. Einnig eftir íifandi fyrirmyndum. Nánari upplýsingar gefum við undirritaðir. Finnup Jónsson, Jóiianm Briem, Laufásveg 2 A. Sími 2460. Skólastræti 1. Frá Alþingi í gær. Efri deild. Þar var til 2. umr. frv. til laga um að verja útflutningsgjaldi af síld til hlutaruppbótar sjómönnum og reis þar sama deilan eins og í n. d., út af því hvernig hlutar- uppbótinni skylcli úthlutað. Tók atvinnumálaráðherra (H. G.) fast í streng meS þeim, sem vildu skifta þessu þannig, að þeir fengi mesta uppbótina, s'em mest hefðu borið úr býtum og hygði að m. a. á því, að vcl gæti átt sér stað, að þeir sem mest hefðu borið úr býtum á síldveiðunum hefði haft verri af- komu á þorskeiðunum! Sjálfstæð- ismenn í deildinni lögðust á sömu sveif eins og flókksbræður þeirra í n. d. og vildu miðla upphótinni þannig, að þeir fengi mest, sem minst hefðu borið úr hýtum, en þýðingarlaust er áð rekja þær um- ræður nánara. — Að lokum var at- kvæðagreiðslu um máliði frestað. Þá kom til umræðu frv. um br. á lögum um kosningar í málefnum sveita og kaupstaða, Jietta fræga, sem Finnur Jónsson flutti í n. d. vegna þess hvernig fór um hæjar- stjórakosninguna á Ísafirði, og svo mælir fyrir, að atvinnumálaráð- herra skuli þegar svo stendur á, heimilt að leysa upp hæjarstjórn- ina og láta bæjarstjórnarkosningu fara fram á ný. Jón A. Jónsson rakti tildrög málsins og sýndi fram á, að með slíkri lagasetningu sem þessari verður engin hót ráðin á þeim vandræðum, sem risið geta út af því, að enginn flokksmeiri- hluti er til í bæjarstjórn; en um- ræðunni varð ekki lokið. Neðri deild. Þar urðu langar umræður um út- varpsfrumvarpið. Það er einkenni- legt við frv. þetta, að einhver ó- vissa er um það, hvaðan það er komið. Það hafði horist allsherjar- nefnd frá atvinnumálaráðherra á- samt tveimur frumvörpum öðrum, sem samin voru af „skipulags- nefnd“ (Rauðku) og var ekki ann- ars getið í bréfi því, er frumvörp- unum fylgdi frá ráðharranum, en að frumvörpin væri öll frá nefnd- inni, en þvi var nú harðlega neit- að af nefndarmönnum, sem sæti eiga í neðri deild, aö þetta frv. væri frá nefndinni komið. Hins- vegar var eins og ráðherrann forð- aðist það eins og heitan eldinn að stíga fæti sínum inn í neðri deild meðan' frv. var þar til umræðu, og er það óvenjulegt, að ráðhérrar láti sér svo lítið ant um frumvörp sem þeir sjálfir eiga frumkvæði að. 'Thor Thors hafði framsögu af hálfu minnihluta allsherjarnefnd- ar, sem flytur þýðingarmiklar breytingartillögur við frumvarpið. Vakti liann athygli á þvi að í greinargerð frumvarpsins væri reynt að villa tnönnum sýn um ]>a&, hvaða ltreytingar það geröi á gildandi lögum. T. d. væri í gild- andi lögum mælt svo fyrir, að út- yarpsstjóri skjddi skipaður ,,aö , fengnum tillögum útvaq>sráðs“, en i frv. er feldur niður þessi til- löguréttur útvarpsráðsins eða þess aðila, sem á að koma i stað þess, og þó sagt í greinargerðinni að ákvæði frumvarpsins um þetta séu • sama efnis eins og gildandi laga- ákvæði, og fleiri dæmi nefndi hann svipuð þessu og vítti þessa aðferö höfundar frumvarpsins til að dylja verulegar breytingar sent frv. gerði á gildandi lögum. Minni hluti nefndarinnar hefir féngið umsögn útvarpsráðs um frv. og las frant- sögumaður upp þá umsögn til stuðnings þeint hreytingartiflögum, sem minni hlutinn flytur, en þær eru aðallega þess efnis, að útvarps- ráðinu skuli haldið (en ekki sett í þess stað svokölluð dagskrár- nefnd) og útvarpsnotendum trygð- ur réttur til að ráða skipun meiri hluta ráðsins. x Stef. Jóh. Stefánsson andmælti breytingartillögunum og lcvað það lítilsvert, þó að íeldur væri niður tillöguréttur útvarpsráðs um skip- un útvarpsstjóra, því að ekki væri skylt að fara eftir slíkum tillögum. (Var ræðumaður sýnilega alveg búinn að gleyma því, að hann hafði sjálfur kallað ]>að gerræði og ofbeldi af meiri hluta bæjarstjórn- ar, að leita ekki tillagna fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna um for- stöðumann ráðningarskrifstofumi- ar). En útvarpsráðið sagði hann að væri óþarft, af því að svo væri ráð fyrir gert, að skipuð yrði ýms „ráð“ til að hafa eftirlit með rík- isstofnunum. — Umræðu um þetta mál var lokið i gær, en atkvæða- greiðslu frestað. Að lokum vár haldið áfram fyrstu umræðu um dragnótaveiða- frumvarpið, sem ekki varð lokið á föstudaginn, og hélt Pétur Otte- sen enn uppi sókninni gegn því. En að lokum var atkvæðagreiðslu um það mál einnig frestað. Tollakjör innlends iðnaðar. Ásgeir Ásgeirsson og Emil Jónsson flytja í sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um tolla- kjör innlends iðnaðar. Er hún svo hljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á rík- isstjórnina að láta rannsaka tolla- kjör innlends iðnaðar og þeirra iðngreina, sem líklegt er, að gæti þrifist hér á landi, og leggja fyrir' næsta þing tillögur um breytingar og -viðauka við gildandi tollalög- gjöf, sem nauðsynlegar eru til að tryggja landsmönnum sem mesta atvinnu. — Kostnaður, sem verður af rannsókn þessari og undirbún- ingi frumvarpa. greiðist úr ríkis- sjóði.“ í greinargerð telja flutnings- menn tíma til kominn, að „tollmál iðnaðarins séu athuguð í samhengi og er það tilgangurinn með þessari tillögu." eftir Grím Thomsen Heild- arútgáfa. I.—II. bd. Snæ- björn Jónsson, Reykja- vík 1934. Þetta er í fjórða sinni sem ís- lensku þjóðinni herst útgáfa af ljóðmælum Gríms Thomsen og að þessu sinni heildarútgáfa vönduð og vel um gengin. Tvær fyrstu útgáfurnar, frá 1880 og 1895, eru löngu uppgengnar og hafa vcgna cftirspurnar verið gulls í gildi. Þessi úlgáfa mun því kærkomin þeim, sem kynst hafa ljóðum þessa sérkennilega skálds. En vegna fágætis kvæða Grhns munu margir af yngri kynslóðinni ekki kunnugir þeirn sem skyldi. Úr þessu cr nú bætt og það myndariega, eins og vænta mátti. Kostnaðarmaðurinn, Snæ- björn Jónsson, itóksali, hefir tileinkað útgáfuna minningu feðganna Björns Jónssonar ráð- herra og Ólafs Bjömssonar rit- stjóra með nokkuripn fögrum ljóðlinum framan við fyrra bindið, og ritað nokkur formáls- orð fyrir útgáfunni. Þá er ævi- saga Gríms eftir Dr. Jón Þor- kelsson þjóðskjalavörð, sem áð- ur hefir birst í Andvara. Loks er minningarkvæði um skáldið eftir frú Disnejr Leith ort á jól- um 1896. Dr. Jón Þorkelsson var vinur Gríms og vel kunnugur honum. Ævisagan er því merkileg og vei rituð cins og alt, sem Dr. Jón lét frá sér fara. Hann segir m. a um skáldskap Gríms; „Kvæði Grims eru í lieild sinni ein- stevpt; efnið er sjaldan brent, en sorinn oftast vel soðinn úi því, og er málmurinn í þeim hreinn og hljóðgóður; veilumar eru flestar eltar úr og smíðið ti’aust og svíkur ekki, en ekki er alstaðar sorfið yfir öli ham- arsförin. Prjrði rírns, höfuðstafa og stuðla er ekki gætt að sama skapi sem afls og fegui’ðar í máli, jafnvel ekki altjend, þar sem hverjum óvöldum og (’>- merkum hagyrðingi gæti ekki fatast. Er þetta alveg einkenni- legt fyrir Grixn, og því hafa sumir kallað, að honum værí ekki sýnt um form kveðskapar. Það er að vísu satt, að „fyrstu stafrofsreglur“ í íslenskunx kveðskap eru þær, að gætt sé ríms, stuðia og liöfuðstafa, en þar með er „foi’insins Iögum“ ekki nærri fullnægt. Væri það svo, þá væi’i líka rímurnar með öllunx sínum hortittum og smekkleysum eitt af þvi full- komnasta að formi, sem til er. Nei. það er eitt af aðalatriðum formsins, að fella saman senx haglegast orð og liugsanir, og í því geta fáir boðið Grími út. Því er það næst sanni, sem sagt hef- ir verið af Einari Benediktssyni, að Grímur sé „meiri formsnilí- ingur í réttum skilningi þess orðs en nokkur lifandi Islend- ingur. .... Maður venst þess- um stuðlum eins og maður venst stórskornu andliti, sem mikið býr í — ]xx það sé ekki snxáfrítt“. Það er ekki ómerki- legt atriði, þegar um kvæði Gríms er að ræða, að liann hef- ir sjálfur fundið til ]>ess í önd- verðu, að liagrpælskubrestur stæði sér fyrir kveðskap, eða réttara sagt, að erfiðleikar yæri á að koma saman vandlæti hans um það að vera gagnorður og orðfár við óþvingað rim og ytri búning“. Rúmið leyfix’ ekki að tekið sé meira upp úr ritgerð Dr. Jóns, því að framan við síðai’a bindið er ritgerð Dr. Sigurðar Nordals prófessors, sem kom i Sldrni fyrir nolckurum árum og er rélt að örfá orð þessa aðdáanda Gríms komi einnig sem flestuni fyrir sjónir einxnitt nú. Dr. S. N. segir in. a.: „Það væri í’angt að segja um Grim, að hann liafi verið skáld fremur af vilja en mætti, en liitt cr satt, að hann var skáld bæði af vilja og mætti. Hann var fremur „hagsmiður bragar“, eins og Bragi Bodda- son kallaði sjálfan sig, en inn- blásinn söngvari. Þetta sést ber lega á því, að hann yrkir meira í elli sinni en æsku, sleppir sér aldrei, velur yrkisefni miklu oftar af yfirlögðu ráði en eftir geðkvæmdum líðandi stundar. Kvæði lians eru sannkallaðar „ljóðfórnir“, utan og ofan við dægurþrasið, lögð á altari list- yrinnar með lireinni lotningu. En í kvæðunum sést þó minst af því, sem Grímur fórnaði. Því að kringum þennan aldna sverðasmið var kvikt af mynd- um og Iiugsunum, en af því, sem glóði í aflinum og sindraði i síunum, komst ekki annað í kvæðin en það, sem drcgið varð gegnum liið þröngvra laðarauga islenskrar braglistar, og það var Grími jafnvel enn þrengra en mörgunx öðrum. En rnikið af auði hins aldna þular fylgir verkum lians ejns og geisla- baugur, svo að ókveðin kvæði leiftra milli lina iiinna kveðnu, ef vel er lesið“. Og enn segir1 Dr. S. N.: „Slikir menn, sem eru svo einstakir, að enga uppbót er hægt að fá fyrir þá annarstaðar, eru hinn nýi sáttmáli íslendinga, og vér höfum aldrei hafl annars sáltmáia þörf tii jiess að sanna tilverurétt vorn meðal þjóð- anna. Einmitt þess vcgna verð- ur Grímur golt allivarf fyrir ís- lenska víkinga, hvar sem þeir eiga i vök að verjast. Og lífs- skoðun hans er ferðamannin- um lioll: að glúpna ekki fyrir smámunum, kveða lieldur en kveina, en muna þó jafnan, að mannlegum mætti eru takmörk sett. Um Helga magra er sagt að hann trúði á Krist hversdags- lega, en liét á. Þór til sæfara og harðræða. Hér skal ekki farið úl i að jafna Grími við önnur islensk skáld, og mörg þeirra eru vafalaust eins hentugur hversdagslestur. En livenær eignumst vér annað skáld, sem betra er á að lieita til sæfara óg harðræða?“ Hér skai engu við bæta um skáldskap Grims. Þeir liafa haft orðið, sem kunnu. Aðeins skal þess getið að lokum að myndir prýða bókina betur gerðar en alment er um myndir i ísl. út- gáfum. Eru þrjár af skáldmu og ein af Bessastöðum eftir lierra Jón biskup Helgason. — Þeir sem eignast þessa útgáfu ljóðmæla Gríms Thomsens munu kunna útgefanda þakkir fyrir framtak lians, því að það á hann margfaldlega skilið. — Skal þess að endingu óskað, að útgáfa af kvæðum Bjaraa Thorarensen, sem Fræðafélagið í Höfn liefir nú með höndum, takist jafn ágætlega. x. „Uppbótin“ og- loddaramenska „foringj- anna“. Fyrir þingkosningarnar 24. júní s. 1. sögðu „foringjar“ al- þýðunnar: „Skilyrðislaus krafa Alþýðusambandsins er að sjó- mönnum sé trygt 7 króna lág- marksverð á síldartunnu.“ Fyrir kosningarnar lofuðu þeir sjómönrium þessum 7 krón- um, og kannske hærri uþphæð. Og þeir komii, í veg fyrir, að lögskráð væri á skip til sild- veiða fyrr en eftir kosniugar. Þeir sögðu: Þið skuluð fá þessar 7 krónur, því er ykkm’ óhætt að treysta, en til þess að þið fáið þær, verðið þið auðvitað að kjósa okkur. Og við kusum þá. Þelta 'var fyrir kosninganiai. — En eftir kosningar var kom- ið annað liljóð í strokkinn. Þá fanst þeim sjálfsagt að farið væri ofan i 5 krónur, en þóttust ætla að vera nieð því, að sjó- menn fengi „sildartollinn“ í sinn Iilut, ef iiann yrði eftirgef- inn! — Kosningar voru imi garð gengnar og þá þurfti ekki að standa við loforðin. Nú er alt i lagi með síldar- tollinn, nema bara að einu leyti. Og það er líka talsvert mikilsvarðandi atriði fyrir okkur sjómennina. Við höfum enga uppbót fengið og’ mér lísl svo á, að við fáum annað hvort lítið eða ekki neitt. Ráðherraun okkar, hann Haraldur, hafði svo sem ekkert um þessa upp - bót heyrt, þegar nefndin fór til iians á dögunum, og sagði víst eitthvað á þá leið, að hann bæri enga ábyrgð á bullinu í Alþýðu- blaðinu. Loks hafði það þó hafst út úr lionum, að vel gæti skeð, að sjómenn fengi ein- hverja uppbót, einliveratíma seinna, kannske einar 30—60 krónur hver maður! I>etta er þá orðið úr kosn- inganúmerinu mikla mn 7 kr. lágmarksverðið á síldarturm- una. — Kannske 30—60 króna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.