Vísir - 04.11.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 04.11.1934, Blaðsíða 3
VISIR Lífeyristryooingar (Livránta, öfverlevelsesránta- og pensionsförsákring), eins og aliai‘ aðrar líftryggingar hjá THULE stærsta og bónnshæsta lífsábyrgðarféláginu á fslandi. Aðalumboð THULE á íslandi: Carl D. Tnlinius & Co. Austurstræti 14, 1. hæð. — Sími 2424 og 1733. Utan skrifstofutíma 2425. uppbót einhvemtíma og ein- hverntíma! —- f>að er altaf sama sagan: Allskonar loforð og' fyrirheit, þegar dregur að kosningum, og eintóm svik að kosningum loknum. Svona liefir þetta verið og svona verður það vist altaf. — Það kemur ekki síldartolls- „uppbótinni“ beinlínis við, en Jýsir foringjunum prýðilega engu að siður, hvernig þei r hafa komið fram í „mjólkur- málinu“ við fátæka alþýðu. Framkoma þeirra þar er í fullu samræmi við annað framferði þeirra. Þann 10. september heita þeir mikilli lækkun á mjólkurverðinu hér í bænurn þá daginn eftir eða næstu daga. — Þegar einhverju er lieitið næstu daga, þá er vitanlega átt við fáeina daga og ekki meira. Samkvæmt skýlausum fyrirheitum foringjanna, hefði því verðlækkun mjólkurinnar átt að koma til framkvæmda ekki síðar en 13.—15. septem- ber. — Nú er kominn 23. októ- her og ekki bólar á neinni lækkun á mjólkurverðinu enn. Þelta getur maður nú kallað svik i lagi! — Og hvers vegna •eru þessir „fyrirsvarsmenn al- þýðunnar“ að gefa okkur lof- or'ð, sem þeir liirða svo ekki um, að við sé staðið ú nokkurn hátt? Svarið er augljóst. Það liggur í eðlisfari loddarans, að vcra alt af að lofa einhverju, sem hann ætlar sér ekki að efna. — Heið- arlegir menn fara öðru vísi að ráði sínu. Þeir eru tregir til þess, að lofa öðru en því, sem þeir vita með vissu, að þeir geta efnt. Þar skilur með þeim, eig- ingjörnum loddaranum og hin- um grandvara, lieiðarlega manni. Það ætti n ú að fara að verða vandalitið hverjum heilskygn- um manni að átla sig á því, hverskonar fólk það er, sem al- þýða þessa bæjar, eða sá hluti hennar, sem kennir sig við socalisma, hefir falið forsjá mála sinna. — Þar mun vera leitun á manni, sem hefir látið liag alþýðunnai* silja fyrir eig- in hagsmunum. — Hafa þeir kannske ekki, þessir svokölluðu foringjar, troðið sér sjálfum í hinar mestu krásir — við ríkis- jötu eða bankajötur eða gerst leppar erlendra auð- hringa? — Við verðmn að gá að því, að alt eru þetta menn, sem ekkert hefði getað komist úleiðis vegna eigin verðleika. Þeir hafa því tekið það ráðið. að fara að kjá framan í „alþýð- una“, sem þeir kalla svo (allir Islendingar eru nú að \asu al- þýða, cða höfðingjar, ef það þykir fínná) og fengið síðan lijálp hennar til þess að skreið- ast upp í matar-miklar trúnað- arstöður. Þeir hafa lofað öllu fögru, meðan ])eir voru að iryggja aðstöðu sína, en svikið flest, er á reyndi. Þeir hafa rek- ið menn út i verkföll, oftast sár- nauðuga, og þrásinnis haldið þeim frá vinnu tímum saman, án ])ess að nokkuð verulegt kæmi í aðra hönd. — Það er sorglegt til þess að vita, að enn skuli fyrirhittast einn einasti maður, sem trúir þessum for- ingjum fyrir málefnum sínum. Sjómenn urðu fyrir tjóni i vor sem leið fyrir tilverknað „foringjanna“. Þeir komu þvi til leiðar, að ekki var lögskráð á skipin fyrr en i ótima. Fyrir bragðið varð vinnutíminn á síldveiðunum styttri, en ella hefði orðið. Og meðán skipin lágu bundin i höfn, var upp- gripa sildarafli víða nyrði*a. En þetta er svo sem ekki fvrsta til- vikið við okkur sjómenn, Við munum fleiri. Undir eins að kosningum loknum var slakað á öllum kröfum. Fyrir kosning'- ar var krafan 7 kr. liið minsta á „síldartunnu“. Eftir kosningar þóttu 5 kr. kappnóg. — Þá kvörtuðu sjómenn um rofin loforð. Þá var gripið til þess, að fara að lala um „síldartollinn“. Hann skyldi renna til okkar. En enginn hefir séð neitt af þeim aurum enn. Og fáist eitt- hvað borgað, þá eiga þeir að fá mest, sem minsta hafa þörfina. Þeir fátækustu eiga að fá minst. Svona er réttlætið, þar sem rauðir menn stjóma! Þá er það mjólkin, enn og aflur. Hún átti að lækka í verði 10,—15. sept. —- og lækka mik- ið. — Hún er enn í sama verð- inu, 5—b vikum siðar! Eg læt nú staðar numið að sinni. — En þessu vildi eg bæía við góðum mönnum til ihug- unar: Þar sem illgjarnir loddarar og svikahrappar stjórna fer alt í kaldakol. Þ. + H. Ath.: Siðan þetta var ritað hefir verið boðað, að mjólkur- verðið lækkaði 1. nóv. um ým- ist 1 eða 2 aura hver líter. Alþbl. mun hafa hoðað 7 eða 8 aura lækkun! — Þarna eru efndirnai* — einn eða tveir aur- ar! Og þetta er kallað lækkun! — Öllu má nafn gefa! 25. okt. Þ. + H. Framkvæmd mjúlkurlaginaa. Fáhevrð ósanngirni. Einn af borgiirum hæjarins kom að máli við Vísi í gær- kveldi og skýrði þannig frá við- skiftum sinum við lögregluna, út af flutningi nýmjólkur til bæjarins: „Um hádegi' í gær liringdi Kristinn Hákonarson í Bygg- garði á Spltjarnarnesi til mín og var erindið það, að tilkynna mér, að lögreglan liefði tekið af sendisveini hans með valdi mjólkhrbrúsa, sem til min átti að fara. Eg hafði, áður en mjólkur- lögin koniu til framkvæmda, keypl mjólk af Kristni, en gat það nú ekki lengur, svo að mér vrði að gagni, er farið var að banna utanbæjarmönnum að selja nýmjólk i bænum. Eg tók því það til bragðs, að kaupa kú af Kristni og hugðist með þvi móti geta fengið ógerilsneydda mjólk handa bömum mínum, eins og verið hafði. — Þegar eg fékk ])á fregn, að mjólkin hefði verið tekin af piltinum, fór eg niður á lögregluslöð og vildi fá þessu kipt í lag'. Full- trúinn, Ragnar Jónsson, tók mig þegar fyrir rétt til yfir- lieyrslu, og kvaðst mundu hafa vald til þess, að banna mér að flytja mjólkina inn í lögsagn- arumdæmið, þö að eg ætti kúna. Eg gat ekki fallist á það og krafðist úrskurðar um mál- ið. Fulltrúinn inæltist til þess, að liann mætti senda mjólkina til M. R. til gerilsnevðingar og kvaðst eg ekki skifta mér af því að sinni, úr þvi sem komið væri og eg hefði verið sviftur umráðaréttinum yfir eign minni. — Heyrst hefir, að nú eigi að skjóta málinu til stjórn - an*áðsins.“ Úrskurðurinn var ekki kom- inn seint í gærkveldi, eða að minsta kosti hafði hann ekki verið birtur f\a*ir eiganda mjólkurinnar. Það er vitanlegt, að ýmsir fleiri borgarar þessa hæjar eiga k}T utan lögsagnarumdæmisins og má húast við, samkvæmt framankráðu, að mjólk þeirra sé nú safnað saman á lögreglu- stöðinni, liversu lengi sem sú „skipulagning“ kann að standa. Þá liefir og lieyrst, að allmikið af rjóma frá Hvanneyri sé nú i geymslu hjá lögreglunni og þyki ekki „samkvæmishæfur“ hér i borginni! — Mjólkursöluhrask „liinna rauðu“ er nú farið að taka á sig nokkuð skoplcga mynd og má þó ef til vill búast við, að skrípaleikurinn verði enn kát- legri síðar. Osló 3. nóv. FB. Kosningasvikin í Mehavn. VitnaleiSslu i kosningasvika- málinu í Mehavn er nú loki'S. — Leidd voru 80 vitni. Sannast bef- ir aS helmingur þeirra atkvæöa, sem borgaraflokkunum höfðu ver- ið greidd, voru tekin, og látin verkalý8sflokksatkvæ8i í sta8inn, cftir aS atkvæ'Sakassanum haf8i veriS skila8. — Sennilega ver8ur kosningin ógilt. Osló 3. nóv. FB. Nýr fjármálaráðherra. J’ahn, • n>d fjármálaráöherann, hefir tekiö viS embætti sínu. IÉ Dr. Ing. Jón E. Vestdal, REYKJAVÍK, Eiríksgötn 19. Reykjavík 1. nóv. 1934. Til Efnagerðarinnar Ljómi R e y k j a v í k. Eftir beiðni yðar hefi eg' keypt í verslun- um hér i bænum þr jár 'tegundir af bökunar- dropum frá yður (LJÖMA bökunardropum l sem sé sítróndropa, möndludropa og Karde- mommudropa og hef atliugað, hvort í þeim væri glycerin. f engum af þessum dropum hefir fundist glycerin, heldur eru þau efni, sem ætluð eru til að gefa kökunum ilm og bragð, leyst upp i parafinolíu, en úr henni getur ekki myndast acrolein og er hún óskaðleg til notkunar í bök- unardropa. Eftir ósk yðar mun eg framvegis kaupa öðru livoru þessar þrjár tegundir af bökunar- dropum í verslunum hér, til að hafa eftirlit með, að i þá séu ekki notuð nein skaðleg efni. Virðingarfylst, Jón E. Vestdal (Sign.). 1.0 O.F. 3 = 1161158 = Vísir er sex síður i dag. Erlend skeyli, sagan o. fl. er í auka- blaðinu. Atvinnubætur. Samþykt var me8 öllum atkvæ‘8- um á fundi bæjarrá8s 2. þ. m., eftir tillögu bæjarverkfræ8ings, a8 halda áfram 1 agningm Hávallagötu og aS leggja Hofsvallagötu rnilli Túngötu og Hringbrautar í at- vinnubótavinnu. SömuleiSis var samþykt, a8 taka upp grjót og lagfæra skurSi til endurþóta á Su8- urlandsbraut, samkvæmt bei'Sni vegamálastjórnarinnar. Ný bók. ,,Sögur úr byg8 og borg“, heitir nýtt safn af smásögum, sem Prent- smiöja Jóns Helgasonar hefir gef- iS út. Höfundurinn er GuSmtind- ur skáld FriSjónsson á Sandi. — Sögurnar eru tólf og flestar stutt- ar. Höf. segir svo m. a. í formáls- orSum : „Söguefnin eru þannig val- in, aö sneitt er hjá andstygöarefn- um, og þannig haldiS á, aS eigi er hirt um a'ö lýsa neSri hluta fólks e8a einstaklingum neSan viö þind — svo sem tiökast í hinum nýju sögum þeirra höfunda, sem tekiö hafa ástfóstri viö mjaömagrind og baksvip“. — Bókar þessarar verö- ur nánara geti’S hér í blaöinu. B.v. Gullfoss er á leiö til Englands meö báta- fisk frá Ólafsvík. G.s. Island fór frá Kaupmanahöfn kl. 10 f. h. i gæt með viðkomu í Leith. Útsvörin. Þeir, sem greiöa útsvör sín á morgun (mánudag) þurfa ekki aö greiöa dráttarvexti a'f fjóröa hluta þeirra. Sjá augl. Leikhúsið. Jeppi á Fjalli verSur sýndur tvisvar i dag, kl. 3^2 og kl. 8. ASgöngumiöar seldir í ISnó eftir kl. 1 í dag. Sjúkrasamlag Reykjavikur biöur alla samlagsmenn, þá er skifta um lækna um næstu áramót, aS tilkynna þaS fyrir lok þessa mánaöar. Menn veröa aö hafa iö- gjaldabækurnar meS sér, er þeir koma í skrifstofuna 'og tilkynna breytinguna. Skátafélögin hér í bænum, „Ernir“ og „Vær- ingjar“, liafa fengiö leyfi til aö selja merki í dag, til styrktar starí- semi sinni. Ættu bæjarbúar aö sýna þessum ágæta félagsskap þá velvild, aö kaupa merkin. Veggalmanök og Vasadagbók xqeð almanaki. Undanfarin ár hefir Félags- prentsmiöjan gefiS út Vasadagbók meS almanaki og hefir hún veriö mjög handhæg og oröiö vinsæl. Vasabók þessi kemur út fyrir næsta ár mjög aukin og endur- bætt frá því sem veriS hefir. Er prentun þegar byrjuS. Einnig eru í prentun veggalmanök, lík og að undanförnu, en dagatölin munu veröa þriöjungi stærri en áöur. Ný verslun. Verslun AlþýSubrauSgerSarinn- ar var opnuS í gær í verka- mannabústöSunum, þar sem Kaup- félag AlþýSu var áSur. Þama verSa á bo'Sstólum matvöruv, hreinlætisvörur, tóbak, sælgæti o. m. fl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.