Vísir - 04.11.1934, Blaðsíða 5

Vísir - 04.11.1934, Blaðsíða 5
VlSIR Sunnudaginn 4. nóv. 1934. Órandaðnr ritháttnr Jðns Þorleifssonar. ÞaíS væri nógu gaman a'S vita, hvaö stjómendur málverkasafns þess í Bandaríkjunum, sem talið er eitt me'S þeim bestu þar í landi, seg'Su, ef þeir læsu ritsmiö mál- verkadómara MorgunblaSsins, hr. Jóns Þorleifssonar, sem blaSiS birti 16. f. m., þar sem J. Þ. segir, aS Kristján Magnússon, málari, vinni íslenskri list ógagn ? Þetta ameríska safn keypti sem sé fyrir nokkru eitt af máTverkum Krist- jáns. Sjálfsagt mun hr. Jón Þor- leifsson vilja halda því fram, aS þeir sem velja listaverk á þetta safn séu aular, sem ekkert vit hafi á list, eSa þá, aS Kristján Magn- ússon sé svo „smart“ kaupmaSur (til þess aö nota orö J. Þ. sjálfs) aö bann hafi getaö „prakkaö" myndinni inn á þá! Og hvaö ætli ritstjórn stórblaðsins „Times“ í London segSi, ef henni væri núiS því um nasir, aö þeir léti múta sér til þess aS skrifa lygi um listir? Vafalaust mundu þeir svara meö málsókn, ef þeir álitu þaö blaö sem meS slika fjarstæöu færi, þess vert aö svara því. En, ef til vill, er líkt með „Times“ og listdómur- um þess og Morgunblaðið og Jón Þorleifsson og meö fjallið og hundaþúfuna í vísum Steingríms. Jón Þorleifsson segir að staðiö hafi í erlendu blaöi aö K. M. væri mesti landslagsmálari í Skandina- víu! Af hverju les hann ekki þýð- ingu á þessum listdómi, sem birtist i MorgunblaSinu fyrir nokkrum árum. Þar stóS alls ekki þetta, heldur hitt, aS þessi ungi lista- maöur færi svo af stað, aö ekki væri ólíklegt, að hann gæti síSar, komist í fremstu röS skandinav- ískra landslagsmálara. ÞaS er dá- lítill munur á þessu og má af því sjá, hversu vandaður maöur J. Þ. er í ritjSmíöum sínum. — Eg hefi aldrei sagt, eins og J. Þ. segir — að eg hafi sérlega mikiö vit á list. Iiinu hefi eg haft vit á, aö taka leiðbeiningum mér færari manna, sem eg þekki aS því, aS hafa næmt auga fyrir slíku. J. Þ. hefir raunar engar forsendur til þess aS fara háöulegum orðum um listaþekkingu mína, eg þelcki hann ekki í sjón og geri ráS fyrir að hann þekki mig jafnlítið. Eg hefi séS nokkur málverk eftir hann og fundist þar gæta mjög áhrifa frá Ásgrími Jónssyni, en Ásgrím tel eg ágætan landslagsmálara. En þrátt fyrir „brennandi áhuga og friSlausa vinnu“ sem Jón kveSst hafa lagt á sál sína og líkama, held eg að honum hafi ekki tekist sérlega vel aS skapa „vel hugsuð verk“, enda þótt stjórn hins svo- nefnda menningarsjóðs og Al- þingi hafi sýnilega fundiö „púSr- iö“ í litsmíðum Jóns, — Jón Þorleifsson hefir ráSist á Kristján Magnússon meS ofstækis- fullum, órökstuddum og illgirnis- legum ummælum. Jón stendur sjálfur á svo veikum fótum sem listamaður, aS almenningur tekur litiS eöa ekkert tillit til þess sem hann segir. En hann hefir gert þaö sem í hans valdi hefir staSiS, til þess að spilla fyrir öörum lista- manni og er það illa fariö. íslensk list er svo ung aö hún má illa viö því, aS reynt sé a'ð troSa skóna niSur af þeinr mönnum meSal lista- manna vorra, sem bera hróSur landsins út meSal helstu nienning- arþjóöa heimsins. Þ. J- Konuránlð í LouisviIIe. Ungri auðmannskonu rænt og krafist 50,000 dollara í lausn- arfé. Þ. 10. þ. m. var ungri auömanns- konu í Louisville í Bandaríkjunum rænt á svo hrottalegan hátt, aö fá munu dæmi til í Bandaríkjunum. Konan heitir Alice Stoll, 26 ára, friS sýnum og gift ungum auS- manni, Berry Vincent Stoll. Kl. 3 e. h. þennan dag var hringt dyra- bjöllunni á heimili hennar og fór lierbergisþernan, sem er blökku- stúlka, til dyra. Segir hún, aö þeg- ar hún hafi opnaS dyrnar hafi staðiö á forstofutröppunum vel klæddur maSur og síöur en svo glæpamannalegur. Kvaöst hann vera kominn til þess aö gera viS talsímaleiðslur í húsinu. Þernan átti einskis ills von, en undir eins og maSurinn var kominn inn í hús- iS, sleit hann talsímaleiöslurnar, og kraföist þess hárri röddu, aS fá aö tala viS húsmóðurina. Mrs. Stoll lá í rúmi sínu uppi vegna lasleika. Hún heyröi köll mannsins og kom niöur næsta fáklædd. Undir eins og hún var komin niöur tók maö- urinn upp skammbyssu og kvaöst ætla aö hafa hana brott meö sér meS valdi. Mrs. Stoll reyndi aö fá manninn af þessu og reyndi aö telja um fyrir honum, í von um, aö einhver kæmi, en þegar hann geröist óþolinmóður bauSst hún til þess aö láta hann fá ávísun fyrir | allmikilli fjárhæð. Hann svaraði | því einu aS lemja hana í höfuSiS meS járni, sem hann hafSi faliS innan klæða. Hneig konan niSur með alblóðugt höfuSiö, en misti ekki meðvitund að fullu. Því næst batt óþokkinn þernuna á stól og límdi strigaræmur yfir munn hennar, svo aS hún gæti ekki kall- aö á hjálp. AS svo búnu dró hann Mrs. Stoll út í bíl sinn, sem hann hafði skiliö eftir skamt frá hús- inu, og ók á brott. TaliS er, aö hann hafi verið hálfa klst. í húsinu og þótt einkennilegt sé, var fólk nálægt, sem hefSi komiS til hjálp- ar, ef þaS hefSi haft nokkra hug- mynd um hvað var aS gerast, m. a. ciginmaSur þernunnar, stór og sterkur blökkumaSur, sem var vopnaSur og meS fjóra hunda skamt frá. — RánsmaSurinn skildi eftir miöa, sem á var rituð krafa um 50,000 dollara lausnarfé. — Stoll, maður konunnar, forseti Stoll Oil Refining Co., vissi ekki hvaö gerst haf'öi fyrr en um kveld- iö, og geröi þegar tilraun til þes^ að bjarga konu sinni, því aS hann vildi gjarnan greiöa féS til þess aS fá hana aftur heilu og höldnu. í orSsendingu sinni hótaöi ráns- maSurinn aS ná sér niöri á ýmsum mönnum Stollættarinnar. — Lög- reglan í Louisville, ríkislögreglan- í Kentucky og sambandslögreglan lióf þegar samvinnu til þess aö reyna aS hafa uppi á ránsmann- inum og bjarga Mrs. Stoll. Engan árangur bar sú leit fyrsta sólar- hringinn og menn óttuöust mjög um líf konunnar. — AS bei'öni eig- inmanns hennar hætti lögreglan leitinni og greiddí lausnarféS sam- kvæmt bendingum ránsmannsins, en jafnframt gerðar ráðstafanir til þess aö hægt væri aö koma Mrs. Stoll heim til sín, án þess ránsmaS- urinn yrSi fyrir barðinu á lög- reglunni. Daginn eftir (13. okt.) var Mrs. Stoll enn ókomin, en þá hafSi vitnast, aS upphaflega liaföi tilgangur ránsmannsins ekki veriS að ræna henni eSa eiginmanni hennar, heldur bróöur hans, C. C. Stoll, sem var væntanlegur á heirn- ili bróSur • síns þennan dag. — Loks eftir 6 daga var tilkynt, aS Mrs. Stoll væri væntanleg heim. Eiginmaður hennar tilkynti þá blöSunum^ aS hann heföi vissu Barnið Grétar Þór Gíslason. (VarS bráðkvaddur 24. október 1934). KveSja tileinkuS foreldrunum. Nú bliká himinstjörnur, en blómin hníga’ aö grund, og bráðum hylur fönnin jarðarsárin, og náttúran hvílist i værum vetrarblund, — þó vakir eftir sorgin vor — og tárin. — En jafnvel snemma’ á sumri má líta brotin blóm, sem blákta fyrir svölum fjallavindi; þau fella niður lit sinn, og fölna sem hjóm, og fegurS sína missa þau í skyndi. Meö fegurS þeirri’ og sumri þú farinn ert á braut, og fölvi dauöans hylur svipinn bjarta. í svefnhúsinu hinsta þig særir engin þraut. En syrgjendurna næSir inn aS hjarta. — Svo lokast þá hvílan þín, ljúfasta barn, og lokiS er hér bernskudögum þínum. —■ Þú vorblóm, er þektir ei vetrarins hjarn — þig verndi guö í líknarfaömi sínum. — Frá nokkrum vinum. fyrir því, aö hún heföi. verið á lífi daginn áöur, og aS hún mundi komast heim þá ym daginn. — TaliS er, aS ránsmaðurinn og þeir, sem voru í vitorði meö honum, hafi ekki þoraS aS láta hana fara frá sér, af ótta viS lögregluna, en loks hætt á þaS, er þeir sáu, að eiginmaSur hennar vildi enga sam- vinnu viS lögregluna hafa og banna'ði henni að framkvæma nokkrar rannsóknir á heimili sínu eða landareign. En sjálfur haföi Stoll bygt allar vonir sínar um aS geta bjargaS konu sinni á því, aö ránsmennirnir sannfærSist um aS hann hefSi enga samvinnu á laun viS lögregluna. Stjðmar kifti { Fraikiand ? París, 3. maí. FB. Á ráðherrafundi, sem liald- inn var í dag, var sú ákvörðun tekin, að leggja deilumálin fyr- ir þingið. Doumergue, forspti þjóðstjórnarinar, fer fram á það næstkomandi þriðjudag, að þingið samþykki traustsyfir- lýsingu til stjórnarinnar og enn fremur, að það samþykki til- lögu hans um, að boðað verði til þjóðfundar i Versölum um stj órnarskrárbreytinguna fyrir- huguðu. — Radikalsócíalistar hafa ákveðið, að greiða atkvæði á móti tillögunum og virðist þvi augljóst, að til stjórnar- skifta komi. (United Press). Utan af landt Vestmannaeyjum 3. nóv. F0. Undanfarna 3 daga hefir veriö hér hæg norSan átt. Nokkrir bátar hafa stundaS sjóróSra og aflaö isæmilega. Aflinn er mestmegnis ýsa og nokkuð af smálúöu. Afli þessi er ísaður til útflutnings til Englands. tJ tvai*psfpétti r. Spænska stjórnin kennir kommún- istum um byltingartilraunina. Kalundborg 3. nóv. FÚ. Fregn frá Madrid segir, að nýj- ar og strangar ráöstafanir eigi nú aS.gera til þess, aö uppræta eftir- stöövar byltingarinnar. Sérstak- lega á aS hreinsa til í kennara- stéttinni, en mjög margir kennarar hafa verið kommúnistar, og telur stjórnin aö byltingin hafi mest ver- iS þeim aS kenna. GrænlandsleiSangrar Lauge Kochs Kalundborg 3. nóv. FÚ. Dr. Lauge Koch hefir nú lokiö viS skýrslur sínar um rannsóknir þær, sem hann hefir stjórnaS i Austur-Grænlandi undanfarin 4 sumur og 3 vetur. í dag hefir hann tilkynt, aö kostnaðarreikningar leiSangursins hafi einnig verið geröir upp og séu engar skuldir vegna þessara rannsókna. Allur kostnaöurinn hefir veriö um hálf önnur miljón króna, þar af hafa leiöangrarnir sjálfir kostaS 1,3 milj. kr., en 200 þús. kr. eru kostnaSur viS þaS a'S vinna úr skýrslum rannsóknanna, og gefa þær út. Ríkissjóöur hefir lagt fram hálfa miljón, þannig, aS hann hefir lagt til á hverju ári eitt e'ða tvö skip. Her og floti hafa lagt til 140 þúsund kr., til mælinga og kortagerðar. Einstaklingar hafa lagt fram í gjöfum 330 þús. kr. og segir dr. Koch, aS þetta sé-fagur vottur um fórnfýsi Dana og áhuga þeirra á vísindalegum rannsólcnum. Saar-deilan. London í gærkveldi. FÚ. Svo virSist sem Þýskaland muni ekki gera alvöru úr því, a'Ö leita til alþjó'Sadómstólsins i Haag, vegna framkomu Frakka í Saar- málinu. Hins vegar er margt, sem bendir til, aÖ þýska stjórnin geri nú sitt itrasta til aS forSa árekstr- um í Saar. Stormsveitarmönnum hefir veriS bannáS aS bera ein- kennisbúninga, eða hafa uppi flokka- og kröfufarir innan tak- markalínu, sem er i 25 mílna fjar- lægS frá landamærum Saar. LeiS- togar þýska flokksins i Saar, hafa lýst þvi yfir, aS þeir muni gera sitt ítrasta til þess, a'S hafa uppi á æsingamönnum, sem finnast kynnu i flokknum, og stefnt gætu friSinum í voSa með gálauslegum athöfn- um. Hins vegar kennir aSalleiStogi þýska flokksins, Knox, formanni Saar-stjórnardeildarinnar, um allar þær óeirðir og róstur, sem orSiS hafa i landinu milli ýmsra þjóSern- is- og stjórnmálaflokka, og segir, aS þaÖ sé mjög hörmulegt, aS slik- um manni skuli þannig hafa veriS leyft „aS leika sér meS eldspýtur á botni púSurtunnu". * Kolanámudeilan í Suður-Wales. London í gærkveldi. FÚ. Sáttanefnd sú, sem unniS hefir aS því, aS jafna deiluna milli kola- námueigenda og námumanna i SúS- ur-Wales, hefir ákveSiS aS leggja til, aS upp yrSi tekinn nýr launa- taxti, sem hækkar laun verkamanna frá 2 upp í 8 pence á dag. N o rs k ar loftskeytafregnir. Osló 3. nóv. FB. Gin- og klaufaveiki. Gin- og klaufaveiki hefir brot- ist út á búgaröi einum nálægt Kaupmannahöfn. Yfirvöldin í SvíþjóS, hafa tilkynt, aö varúöar- reglur gangi í gildi í SvíþjóS, aS því er flutninga frá Sjálandi, Ama- ger og Saltholm snertir. Osló 3. nóv. FB. VerkfræðingafélagiS norska. Sextíu ára afmælis verkfræS- ingafélagsins norska var minst s. 1. fimtudag meS samkomu í „Ingeniöremes Hus“ í viöurvist konungs, ríkiserfingja og forsætis- ráöherra. í veislu um kveldiS flutti Movinckel forsætisráðherra aSal- ræöuna. Osló 3. nóv. FB. Ulviðri og manntjón. Illviörasamt hefir veriS sumstaS- ar í Noregi og hafa tveir bátar farist og 4 menn drukknaS af þeim. Tímarit iðnaðarmanna (3. hefti, VIII. árg.) er nýkom- iS út. Flytur ritgerSir um iðnaðar- mál. Ritstjóri tímaritsins er ÞórS- ur Runólfsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.