Vísir - 02.01.1935, Qupperneq 3
/
mjög slæmar um skeiÖ fyrir stjórn-
ina, sem Lerroux hafði myndaS, en
um síðir var byltingairtilraunin al-
gerlega bæld ni'ður og hefir verið
tiltölulega kyrt á Spáni síðan. f
Þýskalandi hafa verið háðar mikl-
ar deilur um hin svo kölluðu kirkju-
niál og er ekki séð fyrir endann á
þeim enn eða hverjar afleiðingar
þær kunna að hafa. Enn alvarlegri
eru þó deiliirnar innan nazista-
flokksins. Eins og alkunna er, voru
fjöldamargir leiðtogar árásarliðs-
manna handteknir í júlíhvrjun og
drepnir, Röhm kapteinn, von Schlei-
cher o. m. fl. Vöktu hryðjuverkin
eða „blóðbaðið" þýska fádæma at-
hygli um allan hinn siðaða heim
og viðbjóð. Siðar voru fjölda-
margir nazistar handteknir (i des.)-.
— Hinn mikilsvirti forseti Þýska-
lands, von Hindenlmrg, lést á ár-
inu, og varð þá Adolf Hitler ríkis-
leiðtogi, þ. e. kansíari og forseti,
því að þessi* embætti voru samein-
uð, og fór fram þjóðaratkvæði um
]»etta. Atkvæðagreiðslan leiddi í
ljós, að fylgi Hitlers hafði minkað
frá því í kosningunum þar á und-
an. Mikið hefir verið deilt á árinu
um endurvígbúnað Þjóðverja, en
það er alkunna, að þeir hafa mjög
aukið vígl»únað sinn. og sennilega
langtum meira en Versala-friðar-
samningarnir heimila þeim. Þá er
Saar-málið mjög umdeilt og óttast
menn mjög!, að óeirðasamt verði
þar þann 13. ]». m., er þjóðar
atkvæðið fer fram. Hefir ]»ó ver-
ið send þangað allöflug, vopnuð
,,alþjóða“-lögregla. — Mikla eftir-
tekt hafa vakið fregnir þær, sem aö
undanförnu hafa borist frá Rúss-
landi, #11 eftir að stjórnmálamað-
urinn Kirov var myrtur fyrir nokk-
uru, kom í ljós, að allöflug hreyf-
ing var innan kommúnistaflökks-
ins, sem beirit var gegn sovét-
stjórninni. Var þegar eftir morð
Kirovs hafist handa og margir
menn handteknir og liflátnir, en
ýmsir kunnir kommúnistar eru í
haldi og enn óvist, hver verða ör-
lög þeirra. Grunt hefir verið á því
góða milli Rússa og Japana, en
ekkert orðið úr friðslitum þeirra
milli, þrátt fyrir alt tal um þau
efni/ Paraguay-menn og Bolivíu-
menn í Suður-Ameríku hafa barist
lit af Gran Chaco-svæðinu, og er
nú loks svo komið, að horfur eru
á að þeirri styrjöld ljúki, ekki þó
vegna tilrauna Þjóðahandalagsins
til þess að stöðva vopnasölu þang-
að, heldtir vegna þess, að annar að-
ili hefir nú beðið alvarlegan ósigur,
eins og hermt var í skeyti fyrir
skömmu.
Hér hefir allmjög verið stiklað
á stærstu steinum, helst drepfð á
þá Tiðburði, sem eirnna mesta eftir-
tckt hafa vakið, enda alvarlegs eðl-
is og afleiðfngaríkir. En á hitt er
og vert að líta, að minna ber á, að
stöðugar tilraunir eru gerðar til
þess að bæta friðsamlega sambúð
þjóðanna og mikilvægt er, að sam-
vinnan milli þeirra helst enn og það
eru ekki horfur á, að henni verði
slitið, heldur að þær muni, þrátt
fyrir alt, hafa áfram bandalag sín
á miíH. Hefir verið á það bent af
mikilhæfum mönnum, að ýmsir at-
burðir, sem nú hafa verið ræddir
í Genf, hafa ef til vill ekki órðið
orsök styrjaldar,' vegna þess eins,
að bandal-agið var t'il, vegna þess
að þjóðirnar, með allar sinar erjur
og illdeilur, höfðu þó enn sam-
vinnu sin á milli.
í Bretlandi og á Norðurlöndum
hefir vérið stórtiðindalitið' og riiiílí
Norðuríandaþjóðanna hefir verið
Hin tiesta sámvinna se'm fyrrum og
mjog til fyrirmyndar.
Stórviðburða ársins, sem ástæða
þykir til að ræða frekara, verður
getið í sérstökum greinum innan
skamms,‘og ef til vill gefið yfirlit
yfir helstu viðburöi í nokkurum
helstu löndum heims.
V1SIR
Uppreist i Albaniu.
Her Zogs konungs reynir að klekkja á 3000
manna byltingarliði, sem er óánægt yfir því,
að hann hefir verið ftölum vinveittur um of.
Aþenuborg 1. jan. FB.
Fregnum ber ekki saman um
hvað er að gerast í Albaníu, en víst
er, að þar hefir veriö tíðindasamt
um áramótin og að ástandiö er
alvarlegt. M; a. hafa borist hingað
fregnir um ]»að, að Bairachter,
einkafulltrúi Zogs konungs hafi
verið handtekinn, vegna byltingar-
áforma með .því markmiði, að reka
Zog frá völdurn. Aðrar fregnir
herma, að Zog konungur hafi ekki
getað bælt niður uppreistartilraun-
ina og Bairachter hafi ekki verið
Krafist
dauða-
hegningar.
Gij.011 2. jari. FB.
Réttarhöld standa hér yfir í
herrétti út af ýmsurn ákærum fyrir
verknaði framda ineðan byltingar-
tilraunin stóð yfir í haust. Sak-
sóknaramir krefjast þess, að 25
hinna kærðu veröi dæmdir til líf-
láts og að sex verði dæmdir í ævi-
langt fangelsi og eru menn þessir
sakaðir uin að hafa myrt Rafael
Riego, forstjóra námanna i Tur-
ori, tvo borgara, einn herdeildar-
foringja, einn majór í ríkislögregl-
unni, niu munka og þrjá lögreglu-
menn í Turon meðan óeiröirnar
stóöu yfir. (United Press).
Samkomu-
lagshopfur
inuan spænsku stjórnhrinn-
, ar hafa versnað. — Nýr rík-
isstjóri í Kataloniu.
Madrid 1. jan. FB.
Stjórnmálahorfurnar hafa enn
versnaö, þar eð verkamálaráðherr-
ann hefir tjáð Gil. Robles, að hann
óski þess að láta af embætti sinu,
vegna þess að Portela Valdares
hefir verið útnefndur ríkisstjóri í
Cataloniu. —■ Verkarnálaráðherr-
ann er úr flokki Gil. Robles. —
(United Press).
£p Haupt-
mann sekup?
Réttarhöld út af morð-
ákærunni byr ja í dag.
Flemington New Jersey 2. jan. FB.
Réttarhöld þau, sem hefjast í
dág hér í borg, út af ákærunni
gegn Bruno Hauptmann um að
hafa myrt barn Lindberghs, munu
vekja meiri eftirtekt en nokkur
réttarhöld, sem haldiu hafa verið'
í Bandaríkjunum. Saksóknari
hins opinbera mun gcra tilraun til
að sanna að Hauptmann hafi rænt
barninu 0g drepið það, er hann
óttaðist að hann yrði handtekinn.
(United Press).
Verslunarsamningur staðfestur.
Berlín 31. des. FÚ.
Viðbótarsamningur, sem geröur
var 30. nóv. í París, við verslunar-
samninginn frá 28. júlj, þ. á., niilli
Þýskalands og Frakklands, h'éfir
nú verið staðfestur af stjórnum
heggja ríkjanna. Var hafíri í gær
birtur i franska Lögbirtingarblað-
inu og telst þar með genginn í
gildi.
handtekinn. Her uppreistarmanna/
er fjöhnennur, um 3000 manns, og
vel vopnum búinn. Aðalbyltingin
er sögð vera í Divrihéraði, sam-
kvæmt þessum fregnum, og er
Bairachter talinn höfuðleiðtogi
uppreistarmanna. Sagt er, að lið
konungs sé illa búið að vistum og
óhagstætt veður hafi háð því í bar-
áttunni gegn uppreistarmönnum.
— Gremja uppreistarmanna kvað
byggjast á því, að Zog hafi verið
ítölum vinveittur urn of. (Unitecl
Press).
„Verta trúr jflr litlu ‘.
Þetta er eitt þeirra boðorða, sem
tengd eru fyrirheiti, og má því
vera, að sumir menn ræki það af
ómengaðri eigingirni. Um hvatirn-
ar er ]»ó oft erfitt fyrir þá að dæma
sem ekki eru þess um komnir, aö
rannsaka hjörtun og nýrun; en
það er fáum dauðlegum mönnum
gefið, og víst ekki mér, sem þess-
ar línur rita.
Eg mun því leiða hjá mér að
dæma um hvatir landssímagjald-
kerans þegar hann rækir áminst
boðorð meö svo mikilli nákvæmni,
að eg tel mér skylt að bera þar um
vitni frammi fyrir almenningi. Þær
geta verið göfugár, en þurfa ekki
endilega að vera það.
En sagan er þannig:
Nálægt jólum barst mér í pósti
svohljóðandi „tilkynning frá land-
símanum" (dagsetning í póst-
stimpli er 21—12—34) :
„Þar sem simagjöld yðar að
upphæð kr. 0,50, sem féllu í gjald-
daga 20. þ. m., eru enn ]»á ógreidd,
eruð þér hérmeð mintur á aö
greiðslan þarf að fara fram fyrir
2S. þ. m., til þess að símanum
v.erði ekki lokað.
Tekið er við greiðslu alla virka
daga í afgreiöslusal landsíma-
stöðvarinnar við Thorvaldsens-
stræti kl. 9—19.“
Reikningur fyrir þessari sömu
álitlegu fjárhæð hafði mér áður
borist, en hann lagst til hliðar, og
svo fór enn uin hið hátiðlega hót-
unarplagg. Skal eg ekki mæla bót
svo alvarlegu gáleysi, og annriki
mitt varla lögmæt afsökun.
Gálgafresturinn, sem mér hafði
verið settur, leið svo i andvara-
ieysi og ekki mundi eg eftir 50
aura skuldinni. En í morgun varð
heimilisfólk mitt þess vart, að
síminn í húsinu var ekki í starf-
hæfu ástandi, og þegar eg grensl-
aðist eftir ástæðunni fyrir þessu á
stöðinni, fékk eg að vita það, að
vfir mig hafði nú komið sú hefnd,
sem bíður allra þeirra, er forherð-
ast i syndinni: Þeir verða að' taka
hennar gjöld. Fyrir óskilvísi mína
hafði símanum veriö lokað. Rétt
finst mér að geta þess, að ekki
kvaðst stöðvarstjórinn hafa gefið
skipun til þess, að svo skyldi gert.
Eg hefi nú um nærfelt níu ára
skeið haft síma í húsi mínu og auk
þess einnig í bókaverslun minni
hin siðari árin. Allan þenna tíma
hefi' eg, eins og vera bar, borgað
símagjöldin tregöulaust. Meira að
segja, þegar eg var ranglega kraf-
inn utn gjald, eins og átt hefir
sér stað, bórgaði eg, enda var gerð
á því leiðrétting. og: það endur-
greitt, sem að óréttu hafði veriö t
innheimt. Hér var þannig ekki því
til að dreifa, að eg hefði sýnt mig
símanum sem vanskilamann. Eg
Ityg'g og ekki, að á mér liggi al-
menningsorö fyrir óskilvísi. Mér
er nær aö halda að enginn þeirra
manna, innlendra eða erlendra, sem
fé sitt eiga h'já mér (sumir eiga
það svo allmörgum þúsundum
skiftir), óttist um það — að und-
,anteknum landsímanum meö sina
50 aura. Eg hefi enga ástæðu til að
ætla annað en að hinn virðulegi
embættismaður gjaldkerinn 'hafi,
eins og það er kallað, fulla skyn-
semi, og sé svo þá veit hann líka
r.ð umrædd fúlga, 50 — íimtíu —
aurar, er í engri hættu. En hvefs
vegna beitir hann þá þessari
þjösnalegu aðferð? Það kynni
fleirum en mér að þykja fróðlegt
aö fá upplýst, enda æskilegt áð
það upplýsist..Ella gæti bæöi mér
cg öðrum runnið i hug spakmæl-
ið, aö „fái vesall maður vakl, kann
hann ekkert afturhald“. Er það þó
fjarri mér að vilja gefa í skyn, að
téður embættismaður sé vesall.
Hann er mér ókunnur og veit eg
hvorki um vesalmensku né skör-
ungsskap í fari hans.
Einhverjum kann að virðast að
hér sé um svo lítilfjörlegt mál að
ræða, aö ekki verðskuldi blaða-
umræður. En það er hreinn mis-
skilningur, þvi hér er um að ræða
af hálfu opinberrar stofnunar þann
þjösnaskap, setn ekki liggur í aug-
um uppi aS skynsamleg rök rétt-
læti. Og ef svo skyldi vera, að
fleiri en eg séu teknir svipuðum
tökum (eg haföi nær sagt þræla-
tökum, en vil ekki gera það), þá
er meira en æskilegt að aðferðin
,sé athuguð frá almennu sjónar-
miði.
29. desember 1934-
Snæbjöm Jónsson.
Eldgosin
i Vatnajökli.
Frá Blönduósi liefir í'rctta-
ritari útvarpsins símað, að með
birtingu þ. 30. f. m. liafi sést
af háláinum vestan Blöndudals,
reykjarmökkur rísa í suðaustri,
þrivegis. Mið: Suðausturhorn
Brúnafells og suðvesturhorn
Bláfells.
í gærmorgun kl. 8 sást frá
Blönduósi greinilegur eld-
bjarmi i sömu sfefnu og fyr.
Utan af landL
Barnaskemtim.
Hallgríms Péturssonar mlnst.
30. des. — KÚ.
í gærkveldi var haldin jólatrés-
skemtún fyrir börn óg aftansöngur
að Skarði á Landi, til ágó'ða lyr-
ir Hallgrímskirkju í Saurbæ. Síra
Ófeigur Vigfússon mintist Flall-
gríms Péturssonar af stóli og Guð-
mundur Árnason hreppstjóri í
Múla flutti um hann erindi. Ágóði
varð um 70 krónur. . .
i
i
Gosleiftur.
Iíeimildarmaður fréttarinnar hér
á undan gat þess að af Landí hefðu
sést á Þorláksdag mjög greinileg
gosleifur í austri, en síðan ekki.
Gosleiftrin voru í sömu stefnu nú
og i fyrra.
Vináttusamningur milli þýskra og
frakkneskra uppgjafahermanna.
Berlín 31. des.
Pichou, forseti franska lier-
mannasambandsins, sem dvakli ný-
lega í Berlín til þess að ræða við
stjórn þýska hermannasanibands-
ins, ritar eftir heimkomuíi sína
grein í franska blaöið L’Oeuvre
og skýrir frá tilraunum sínum til
]»ess að fá félög fýrverandi her-
manna til þess að gangast fyrir
vináttusambam]i milli Þýskalands
og Frakklands. Er. hann mjög von-
góður um mikinn árangur af þeim
málaleitunum.
Austurríska keisarafj ölskyldan
Zita ekkjudrotning liefir, sem
kunnugt er, dvalið í Belgíu
undanfarin ár, með börn sín,
því að levfi til landvistar hef-
ir hún ckki getað fengið í Aust-
urríki eun sem komið cr, ciula
verið þar ókyrðarástand mcst-
an hluta siðastliðins árs og
lengur. Mikið hefir verið um
það rætt, að elsti sonur Zi,tu,
Otto, yrði settift' á valdastól i
Austurríki, og jafnvel, að Aust-
urríki og Ungverjaland yrði
sameinað og hann gerður að
æðsta stjórnanda hinna sam-
einuðu rikja, en mjög er óvíst
að af þeim áformum verði, a.
111. k. í náinni framtið. — Mynd-
in hér að ofan er tckin i Belgiu
af Zitu og börnuni hennar.
Veðrið í morgun.
Iiiti um land alt. í Reykjavík 8
stig, Bolungarvík 8, Akureyri 7,
Skálanesi 10, Vestmannaeyjum 8,
Sandi 8, Kvígindisdal 7, Hesteyri
3, Gjögri 6, Blöndúósi 6, Siglu-
nesi 10, Grímsey 3, Raufarhöfn 5,
Skálum 9, Fagradal o, Papey 5,
Hólum í Hornafirði 3, Fagurhóls-
mýri 7, Reykjanesi 8, Færey.jum 7
stig. — Mestur hiti hér í "gær 9
stig, mjnstur 1 stig. Úrkoma 5.5
mm. Yfirlit: Lægð yfir Grænlands-
hafi vejdur hægri og hlýrri sunnan-
átt hér á landi. Horfnr: Suðvestur-
land, Faxaflói, Breiðafjörður, Vest-
firðir: Sunnan og Wðvestan gola.
Rigning öðru hverju. Norðurland,
norðausturland, Austfirðir: Suð-
vestan gola. Úrkomulaust. Suð-
austurland: Surinan gola. Skúrir.
SextuBsafmseli
átti á gamlárskveld frú Margrét
Pálsdóttir, Amtmannsstig 5.
Fimmtíu ára
er í dag Þorvaldína Jónsdóttir,
Njálsgötu 53.
Bifreið stolið.
í gærmorgun kl. 4—5 stal drukk-
inn maður fólksflutningabifreiðinni
RE. 552, hjá samkomuhúsinu Iðnó.
Ók’hann af stað, en hjá Alþingis-
húsinu ók hann á ljóskersstaur og
braut hann. Bifreiðin varð og fyrir
miklum skemdum. — Lögreglan
náði manninum, sem hefir oft áð-
ur orðið brotlegur við lögin.
Innbrot.
1 fyrrinótt var brotist inn i kjöt-
búðina á Laugaveg 48 (Milners-
búð) og stolið skiftimynt, um 50
krónum.
Hjónaefni.
Trúlofun sína opinberuðu 24.
desémber ungfrú Nanna Þorvalds-
. dóttir verslunarmær og Anders
Blaabjerg, verkfræðingur.
Nýlega hafa opinberað trúlqfun
sina ungfr Jóna Fanny Gunnars-
dóttir, Akranesi, og Helgi Jónsson,
Stað, Grindavik.
Trúlofun sína opinbéruðu á að-
fangadag jóla ungfrú Margrét Guð-
jónsdóttir, Unnarholti og Dag-
bjartur Jónsson, Þórsgötu 19.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Guðrún Björg GuÖ-
jónsson, Kárastig gA, og Jens Ingi-
mundarson formaðu: j Sandgerði.
Slökkviliðið.
var kvatt upp á I ’-aldursgötu á
gamlárskvöld, rétt iyrir miðnætti.
Hafði kviknað ]»ar i húsinu nr. 5,
út frá straujárni. S ikemdir urðu
litlar, og var búi'ð :,ð kæfa eldinn,
er slökkviliðið kom á vettvang.
Es. Esja
kom til ísafjar'ða r í morgun.
Kemur hingað að lik :indum annað
kveld.
Skip Eimskipafélagsins.
Gifllfoss fer liéðan i kveld, álei'ð-
is til Dánmerkur, rni -ð viðkomu i
\restmannaeyjum pg . i Reyðarfirði.
Goðafoss er á útleið. Dettifoss fer
héðan í kveld áleið js vestur og
norður. Brúarfoss dg Lagarfoss
eru í Kaupmannahófn og Selfoss
í Reykjavík.
Mullersskólinn.
Kensla hefst aftur á morgun í
skólanum.
Gengið í dag:
Sterlings ,. — 22.15
Dollar • — 4-50
100 rikismörk • — I78.73
— franskir frankar — 29.81
— belgur • — 105.56
— svissn. frankar . • — 14575
— lirur • — 39-05
— finsk mörk .... — 9-93
— pesetar
— gyllini • — 304-56
— tékkósl. krónur . . — 1913
— sænskar krónur . . — 11436
— norskar krónur . . — 111.44
— danskar krónur . — 100.00
Gullverð
íslenskrar krónu er nú 49,05, mið-
að við frakkneskan franká.
Betania.
Kristniboðsfélögiií halda jólatrés-
samkomu fyrir gamáh fólk sunnu-
daginn 6. þ. m. kl. 3, e. h. Félags-
fólk vitji aðgöngumVða á morgun
kl. 6—9 e. h. fyrir þá, sem það
ætlar að hjóða.
K. It.
. Fimleikaæfingar' byrja aftur á
morgun. fimtudag.
Hjálpræðisherinn.
Opinber jólatréshátið annað kveld
kl. 8. Kaffi verður veitt o. a. fl.
Lúðrafl. og strengjasveitin aðstoða.
Aðgöngumiði fæst við innganginn.
— AHir velkomnir!