Vísir - 10.01.1935, Blaðsíða 3

Vísir - 10.01.1935, Blaðsíða 3
VÍSIR ysti frágangur þessara ljóöasafna er hinn prýiSilegasti, band, pappír, snií5, leturgerö hvaö þá anna'ö. Er þetta alt birtanda til sóma. Oft mun orka nokkurs tvímælis um vál kvæöa í slíkt safn, einkum ef rúm er takmarkað en efni mik- iö aö vöxtum. Val kvæöanna hefir Kristján Albertson annast, og- er honum trúandi til a'ö leysa þaö vel af hendi, þar sem vandi er meiri en hér er. Ekki getur hjá því farið aö einhver sakni þessa og hins. Eg heföi t. d. kosið, a'ö ekki hefði verið slept kvæðinu „Viðvörun“, enda er það svo stutt, að ef til vill hefði ekki þurft að fella neitt burtti í sta'öinn. En um slíkan ,,söknuð“ er ekki að sakast, og á Kristján lof fyrir val ljóðanna, svo og fyrir ritgeröina um Bjarna Thorarensen framan við kvæðin, sem er hin ágætasta. Gerir hann jiar grein fyrir einkennum Bjarna, hugsjónum hans, þreki hans og trúhneigð, ljó'ðum hans um ógæfu- menn, það „ágæti, sem ekkert varö úr á íslandi". Hann segir þar, að Bjarni sé .eins og Jónas ,,af því skáldkyni, sem vér nefnum þjó'ð- skáld“, og gerir grein fyrir því, hvað i þvi er fólgið. Eini gallinn á bókinni er að mín- um dómi sá, að prófarkalestur hef- ir farið í handaskolum, eins og raunar oft vill veröa í vélsetningu. Þó held eg, a'ð meira beri á þeim galla í íslandi en annars staðar.Út- lcndar bækur eru ekki svona íullar af prentvillum, að því er mér virð- ist. Furða er að sjá, hve víða ein smávilla, sú að rita „ég“ í staö eg, hefir gert spjöll á stuðlasetningu og rími. Dæmi af handahófi: „Sigrúnar- ljóð“: „Ég hað þig aftur mig hitta ef andaðist j)ú fyrri“ á að vera: Eg bað þig o. s. frv. „Skóggangan“: „Aðvörun ekki sú ég trúði gilti nú“ á að vera: eg trúði.o. s. frv. „Fljótshlíð": „brosti ég svo aftur hins vegar“ á að vera: brosti eg (frb.: brosteg, sbr. brostak) svo aftur o. s. frv. „heilsaði ég heimi glaður“ á að vera: heilsaði eg (heilsaðeg) o. s. frv. Svona villur koma ekki fyrir, ef ritað er eg, eins og venja hefir ver- ið. Þessi orðmynd „ég“ virðist alt í einu vera komin í „móð“, eg veit ekki af hverju. Til skamms tíma hefir hún þótt miður rithæf. Mér skilst, að skaðlaust væri að úthýsa henni úr íslensku máli. Nokkrar meinlegar prentvillur liefi eg rekist á: Kvæðiö „Sveinn Pálsson“: „þá hneit þér hjartað ið næsta“ á að vera: jiá hneit þér hjarta ið uæsta. Kvæðið „Gísli Brynjúlfsson": ,,])á sér Gísla Brynjúlfsson" á að vera: þá séra Gisla Brynjúlfs- son. Kvæðið „Herhvöt": „Halur lifað liefir" 'á aö vera: Halur lifað hefir nóg. Stafsetningarvillur cru mjög margar: Dæmi af handahófi: Kvæðiö „Jón Jónsson“: „flytja feygðarljóð" á að vera: flytja feigðarljóð. Kvæðið „Gísli Brynjúlfsson" : „V'íst mun hjá líðum æ um aldir“ á að vera: Víst mun hjá lýðum æ um aldir. Kvæðið „Guðrún Stephensen" : „Grátum ei kvenna sezta sólu“ á að vera: Grátum ei kvenna setzta sólu. Kvæðið „Rannveig Filippusdótt- ir“ : „Óttist ekki elli“ á að vera: Óttizt ekki elli. Loks eru ýmsar orömyndir, svo sem: „útí“ (úti í), „uppí“ (uppi í), „niðrí“ (niðri í), „hef ég“ (hefi egr)) „sízt“ (síz) : síðan er. Þó að mikið rúm haíi farið hjá mér í að telja þessa galla upp, fer jivi fjarri að eg telji bókina slæma. Hún er hin eigulegasta, og ættu menn að, kaupa safn jietta jafnóð- um og það kemur út. En eg þyk- ist vita, að vandaðri frágangur verði á seinni bindum safnsins, . því að engiiín mún viljandi sýna íslenskri tungu ræktarleysi. Özur. Veðrið í morgun: Frost um land alt. í Reykjavík 4 stig, Bolungarvík 5, Akureyri 4, Skálanesi 2, Vestmannaeyjum 3, Kvigindisdal 5, Gjögri 4, Blöndu- ósi 5, Siglunesi 6, Skálum 3, Fagradal 3, Papey 3, Hólum í Hornafirði 2, Fagurhólsmýri 5, Rcykjanesi 5. Mestur hiti hér í gær 2 stig, minstur — 5. Úrkoma 0,9 mm. Yfirlit: Lægðin fyrir norðan land er orðin nærri kyrr- stæð. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirð- MILDAR OG ILMANDl TEOrANI Ciaarettur ir, Norðurland: Suðvestan og vest- anátt með allhvössum éljagangi. Norðausturland, Austfirðir: Stinn- ingskaldi á vestan. Bjartviðri. Suðausturland: Suðvestan kaldi. Dálítill éljagangur. Dómar í áfengismálum. Dómar hafa verið uppkveönir i málum nokkurra manna suður með sjó, er á hafði sannast áfeng- isbruggun og ólögleg áfengissala. Guðm. Guðmundsson i Grindavík var dæmdur i 20 daga skilorðs- liundið fangelsi og 500 kr. sekt. Jóhann Jónsson, Laridakoti i Sand- gerði, var dæmdur í 20 daga fang- elsi, skilorðsbundið, og 500 lcr. sekt,Jáórður Vilhjálmsson, Kefla- vik, í 30 daga fangelsi og 1000 kr. sekt (ítrekað brot). Færeyskur maður aö nafni Samúel Magnús- son var dæmdur í 500 kr. sekt og Steinn Schram í 200 kr. sekt. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss er í ICaupmannahöfn. Goðafoss er á leið til Hull frá Hamborg. Dettifoss kom til Sauð- árkróks árdegis í dag. Lagarfoss er á leið til Leith frá Kaupmanna- höfn. Selfoss er í Reykjavík. Innbrot. I nótt var brotist inn í af- greiðslu h.f. Kol' og Salt á hafn- aruppfyllingunni og gerður talsverður usli. Þjófarnir brutu upp skjalaskáp og tóku úr hon- um peninga þá, sem í lionum voru geymdir, um 60 kr. — Einnig var hrolist inn í af- greiðslu Sjóklæðagerðarinnar á hafnaruppfyllingnnni, þar sem áður var afgreiðsla kolaversl- unar Guðm. Kristjánssonar. Ilafði fj’rst verið brotist inn i portið og því næst brotnir liler- ar fyrir gluggum og komist þannig inn. í afgreiðslunni er stór og sterkbygður skjala- og pcningaskápur og var liann hrotinn upp, en ]>ar var enga peninga að hafa. E.s. Lyra fer héðan í dag' áleiðis lil út- landa. Línuv. Geysir kom frá Arnarfirði í gær og fór héðan í nótt áleiðis til Eng- lands með ísfiskafla. , Geir kom af veiðum i nótt með 1500 körfur. Þýskur togari kom í gær með veikan mann. Hjónaefni. A nýjársdag opinberuðu trúlof- un sína ungfrú Alagnea Kjartans- dóttir, Frakkastíg 6 A, og Eggert Benónýsson rafvirki, Grettisgötu 29. Gettgið í dag. Sterlingspund ............ kr. 22.15 Dollar................. — 4-52J4 roo ríkismörk .............. — 178.98 — fratiskir frankar . — 29.96 — belgur........... — 106.05 — svissn. frankar .. — T46.74 — lírur ................ — 39.30 — finsk mörk ........... — 9.93 — pesetar .......•... — 62.72 — gyllini .............. — 3°ú.i9 — tékkósl. krónur .. — 19.28 — sænskar krónur .. — H4-3Ö — norskar krónur .. — 111.44 — danskar krónur . — loo.oo Gullverð íslenskrar krónu er nú 48,80, miðað við frakkneskan franka. Heimatrúboð leikmanna, Vatnsstig 3. Samkoma i ltveld kl. 8. Allir velkomnir. Columbus fór frá Færeyjum í gær áleiðis til Pært Talbot. Áheit á Hallgrímskirkju í Saurbæ, af- hent Vísi: 2 kr. frá ónefndum, 10 kr. frá O. G., 10 kr. frá S. E. Áheit á Barnali. Vorblómið, (Happakrossinn), 25 kr. lrá N. N. Áheit á Strandarkirkju, 10 kr. garnalt áheit frá ónefnd- um, 10 kr. frá Austfirðingi, 5 kr. frá H. í„ 2 kr. frá K. E. M.s. Dronning Alexandrine fer héðan í kveld áleiðis vestur og norður. Hjálpræðisherinn. Vakningar-herferðin heldur á- íram. Samkoma í kveld og á hverju kveldi til 20. janúar kl. 8)4. I.úörafl. og strengjasveitin aðr stoða. Allir velkomnir! Næturlæknir er i nótt Páll Sigurðsson, Garðastræti 9. Sími 4959. — Næturvörður í Laugavegs apó- teki og Ingólfs apóteki. Gamla Bíó sýnir í fvrsta sinni í kveld kvikm. „Flökkustelpan“. Er það bráðsmcllin þýsk gaman- mynd. Aðalhlutverk leikur Anny Ondra. Útvarpið í kveld: 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurír. 19,20 Lesin dagskrá næstu viku. Grammófónn: Grieg. Fiðlusónata i C-moll. 20,00 Klukkusláttur- Fréttir. 20,30 Erindi: Frá útlönd- um (Vilhjálmur Þ. Gislason). — 21,00 Tónleikar: a) Útvarpshljóm- sveitin; b) Grammófónn: Söng- lög; e) Danslög'. -------—--------------j N o r s k a r loftskeytafregnir. —o— Ovanálegt slys við Drammens- fjörð. Osló 9. jan. FB. í gær varð óvanalegt slys við Drammensfjorden. Biluðu allar undirstöður vöruskemmu „Dram- mens glasverk“ og bryggjur verk- smiðjanna viö fjörðinn, sennilega af völdum neðanjarðarvatnsrensl- is í fjallshlíöinni, sem er brött jiarna við fjörðinn, fyrir ofan }>ar sem húsið og bryggjurnar stóðu og varð af jarðhrun allmikið. Hrtindi vöruskemman og bryggj- urriar brotnuðu og fór alt í sjóinn. Skriftarnámskeið byrjar í næsho 'viku. Guörún Geifsdóttir. Sími 3680. 1 vöruskemmunni voru nokkrir verkamenri að störf irm-við að feg- unda gler. Fórust f jorir þeirra, all- ir kvæntir ■menn,- Fjórar bryggjur tók skriðan með. s«r • í fjörðinn. Gerði hún mikinn us’Ja á 150 metra breiðu svæði. Allai varúðarráð- stafanir, sem, unt ei ;að gera, hafa þegar veriö gerðar, -ef frekara jarðhrun kynni að. verða. Af J)ví svæði. sem tali'ð- er í hættu, hafa allir flutt i bili, -—Aðalbygg- ingin stendur á svo traustum grundvelli, að hún en ekki talin í hættu, og heldur vinna jiar áfram. Vinna alls 230 menn i verksmiðj- ttnrii. — Leitað var sfðdegis í gær og í dag að líkum þeirra, sem fórust, en án árangurs. Kuldar í Neregi. Osló 9. jan. FB. Miklir kuldar eru mí j Þrændalög- ttm. í Röros var 37 síiga frost í gær- Verður Notoddenbaí settur undir ríkiseftii'íit? Osló 9.: jan. FB. Frá Notodden er símað, að þar sem bæjarstjórnin hafi neitað að verða við kröftt domsmálaráðu- neytisins um breytmgar á fjár- hagsáætluninni, hali dómsmála- ráðuneytið hótað þvi að neita Notoddenhæ um frekari stuðning og jafnvel að setja 1 járhagsstjórn hæjarins undir eftirht rikisstjórn- arinnar. Oslo 9. ja.n. — FB. Flóttamenn. Erlendu ílóttamennirnir, sem íundust í Folkets Hus i Griiner- lökken, Oslo, voru ttknir til yfir- heyrslu i gær. Þeir héldu því fram að jieir væru jáfnaðarmenn, en ekki kommúnistar. — Þeir voru látnir latisir, ]>á er Oscar Torp, formaöur verkalýðsilokksins hafði ábyrgst, að þeir sky’idi ekki fara úr landi, fyrr en maJ þeirra væri rannsakaö til fullntistu. Jósep S. Hfmfjörö sextugM. GRÆNAR HLÍÐAR. verður að vera alt í Iiófi, eins og þú skilur,“ sagði hann, því að eg cr kvæntur maður. Hvernig væri að fara á einhvern glæsilegan stað? Eg tek systur mína og konuna með.“ Eg hafði víst á orði, að hann ætlaði að sjá um svo að örugt væri, að við liegðuðum okkur vel, en við bundum þctla fastmælum. En eg heyrði aldrei frá Ilaldoni allan veturinn. Við vorum komnir aftur til Englands, að afstaðinni verunni í Þýskalandi og end- urveruhni í Belgíu. Og loks kom að burtferðardegi, í maí vorið 1919. Þegar til Toronto kemur er tekið á móti 19. herdeildinni mcð mikilli viðhöfn. Herdeildin gengur um göturnar við mikinn fögnuð. Litðrar eru þeyttir og bumbur knúnar og blásið í bélgpipur, en fánar eru bornir fyrir. Okkur er bannað að rjúfa fylkingu, þvi að svo var til ætlast, að ættingjar her- manna tæki á móli þeim að göngunni um horgina lokinni. En það eru hermenn í fylkingúnni og fólk á götunum, sem ekki virðir neinar reglur lengur, og stúlkumar hlaupa mn í raðirnar til hermannanna og ganga með þeim — livernig áttu þær að bíða lengur; en þar sem endurfundarstaðurinn mikli er, þegar göngunni er lokið, er svo mikil endurfundargleði í andlitum flestra, að eg liefi ekki aðra slíka séð. Lúðrasveit leikur „Iíome, sweet home“. — Tón- arnir grípa sem snöggvast óþægilega um strengi hjartans, en svo tökum við — scm enginn var til að taka á móti -— það ráð, að fylgjasl að, og endirinn vcrður sá, að við sem ætlum áfram til New York liöldum hópinn, og við skildum ekki fyrr en þangað kom. Það er kannske ekki neitt undarlegt, þótt mér flygi Haldoni alloft í liug á leið- inni frú Toronto, því að eitt sinn höfðum við gert okkur vonir um að verða samferða til New York, er við yrðum aftur frjálsir menn. En enn liafði eg ekki af honum frétt. Eg ásctti mér að leita hann uppi, og það gerði eg. Eg hafði heimilisfang móður háns og fór eg á fund hennar, er eg hafði verið í New York stuttan tíma og ekki lieyrt neitt frá Haldoni, en hann vissi hvar mig gat verið að hitta, og vissi að líkindum að 19. herdeildin yar komin til Canada. , Heimili riióður lians var ofarlega á Manhattan og mér kom það ekki á óvart, að þar var alt með talsverðum hefðar- og snyrlilirag. Móðir Haldoni var kona hvít fyrir liærum, en uiigleg í andliti og svipgöfug. Hún tók mér vel og kvað Haldoni oft tala um mig ög búast við mér. „Hann leitar mig uppi, þegar hann kemur", sagði hann fyrir skömmu, er við fréttum, að herdeildin ykkar væri komin heim.“ Hún spjallaði við mig um alla heima og geima og þegar Ilaldoni loks kom — hann var farinn að vinna á skrifstofu — yfirgaf liún okkur með þeim ummælum, að við þyrftum vist margt að spjalla saman og vildum helst vera einir. Haldoni tólc mér hið besta, en eg veitti því undir eins eftirtckt, að honum liafði gengið eitthvað í móli, og það lagðist slrax i mig, að vonhrigði hans stæðí að einhverju leyli í sambandi við konu lians. Eg vildi ekki spyrja. Mér var það nóg, að Hal- doni var glaður yfir að hitta mig. Og við rifjuðum upp gamlar minningar, í öll þau skifti, sem við hilt- umst uns cg fór frá New York. Og það var að eins i citt skifli, sem hann drap á það, sem eg liafði ekki viljað spyrja um. „Eg lief oft hugsað um gönguna miklu, vinur,“ sagði hann þá. „Þarna þramma menn áfram und- ir byrðum, sem menn í rauninni risa ckki undir, j af þvi að menn hafa á tilfinningunni, að þeir sé j að gera skyldu sina — eða kannske í von um ein- hver Iaun?“ Haldoni þagnaði sem snöggvast. „Eg gugnaði ekki, eg gafst ekki upp, vinur — I fyrr en María hafði hrugðist mér. Þú skilur nú — hvað gaf mér ]>rck — alt — og nú cigum við ekki framar samleið, lnin og eg.“ , Han þagnaði stundarkorn, og er cg spurði einskis liélt hann áfram: . ,%Ég sé ckki eftir, að eg fór yfir um. Yeistu livaða minningin er mér einna dýrmætust, ef það þá ,er liægt að kalla það minningu, það eru draumarnir, tilhugsunin um. grænu lilíðarnar á leiðinni yfir uin, scm eg hafði lievrt sagt frá oft og tíðum, alt frá þvi er eg var smáhnokki við móðurkné; jiessir draum- ar rættust. Eg sá þær. Það var fagurt, ógleyman- legt. En það var lokaþáttur hamingjulimabilsins i lífi mínu. Eg verð alla mína daga vinnuþræll í stein- borginni miklu, það verður ganga til vinnu og frá, -r- mér finst það all minna á gönguna miklu forðum, linst cg vera eins þreyttur — að þvi kominn að gugna, en —“ Haldoni hrosti við. „Stundum, eins og þá, hugsa eg um þessa grænu. mjúku hlíðarslakka, og eg óska mér þess, að alt væri cins og það var — eg væri kominn þangað og María væri hjá mér og væri mér góð. En það eru draum- ar eiirir. Eg hefi sætt mig við hlutskifti mitt. Það skiflir i raun og véru ekki svo miklu, að gangan sé erfið og menn þreytist, ef hugurinn fer ljósvegu — til grænu hlíðanna.“ E N D I R. R 1 M .4. Stend eg klár nieð búinn brag hestu hljóði vanuT. Sextíu ára er í dag aldinn ljóða-svanrr/. ' 1 Húnfjörð jrekkja höldafans 'Hulins-miál,: seni kveður. Engan lilekkir óðrjr lians, andans stálið gleðwr. Þó um v e t u r v a n 1 i sk rú ð vors- og æ'skuljlóma. Situr hetjan hugarprúð hafin árclagsljóriia. Þar til lífs’ þíns dagur dvín dynja láttu brag'œn. ; Yfir förnu árin þiri ég kveð ramnia sJaginri. Eyddi vetri undex fín oft við setið lága, gulli -betri gJeðin '|>ín, gæfumetið háa. ■ • Ljóss þó víða loJvist stund lífs livar striðið dynur. Á samt þýða áðalslund aldinu lýða-viniii. All mjög nú uii! andans lönd áttu bú i sögunx, skálda þú nieð hörþu í hönd liafðir trú á brögiim. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.