Vísir - 10.01.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 10.01.1935, Blaðsíða 2
VÍSIR Bylting yfirvofandi i Portðgal og á SpánL Lissahon 10. jan. FB. Sá orðrómur gaus upp fyrir nokkurum dögum, að kommún- islar undirbyggi stjórnarbylt- ingu. Rikisstjórnin liefir liti'ö svo- á, að nokkur hætta væri á ferðum, því að herlið licfir verið Iiaft til laks í öllum hermanna- skálum undanfarna 4 daga. — Samkvæmt opinberri tilkynn- ingu hafa víðtækar varúðarráð- stafanir verið gerðar, vegna Jiess, að þingið kemur saman á föstudag. Hinsvegar ætla marg- ir, að kommúnistar, hæði í Portúgal og á Spáni, undirbúi byltingarlilraun, og muni liún hefjast samtímis i báðum lönd- unum. (United Press). Bæjarútprðin. Undanhald Það er lægra risið á lillögu sócialista uni bæjarútgerð í sambandi við fjárliagsáætlun bæjarins núna, lieldur en i fyrra. I fyrra voru það 5—10 togar- ar, sem þeir vildu láta bæinn semja um smíði og kaup á, þegar í stað, og auðvitað áttu þeir að vcra af fullkomnustu nýtísku gerð. — Og meðan þeir væri í smíðum, mun liafa átt að taka togara á leigu, svo að bæjarútgerðin gæti byrjað þeg- ar í stað. Nú hanga þeir ekki í lægri tölunni — 5. Þeir ætla að láta sér nægja 3. Og þeir eru nú jafnvel ekki svo stórhuga, að þeir geri ákveðna tillögu um kaup á þessum 3 togurunum, lieldur vilja þeir láta rannsaka, livernig þeir ætti að vera gerð- ir, með þau fyrir augum, að bærinn kaupi slíka togara! Það er ánnars réttast að birta tillöguna orðrétta. Hún er á þessa leið: „Bæjarstjórnin ákveður, að bæjarráð velji 5 kunnáttu- menn, er sérstaklega sé falið að atliuga (uiri) heppilega gerð 3—5 nýtísku togara, og sé þcim (kunnáttumönnunum, en ekki togurunum) einnig falið að leita liiboða í byggingu þeirra, ásamt greiðluskilmálum á and- virði þeirra, með það fyrir aug- um, að Reykjavíkurbær, ef til vill með aðstoð rikisins, kaupi slíka togara og geri þá út til aukinnar atvinnu fyrir bæjar- búa. Niðurstöðu rannsókna sinna og atiiugana leggi nefnd- in fyrir bæjarstjórn fyrir 1. júní 1935.“ Tillagan er að öllu leyti hin furðulegasta. Hún lætur fyrst og fremst alt óákveðið um það, hvort nokkuð eigi að verða úr þess- um togarakaupum. Af því leið- ir, að það eru ákaflega litlar likur til þess, að nokkurt til- hoð yrði unt að fá uni bygg- ingu togaranna eða úm sölu- skilmála. 1 Nefndin þarf ekki að leggja fram „niðurstöður rannsókna sinna“ fyrr en „fyr- ir 1. júní“, eða eftir. að þingi er slilið, en .þó er gert ráð fyr- ir „ef til viir, að kaupin verði gerð með aðstoð ríkisins. Þing- inu virðist þannig vera ætlað að taka ákvörðun um málið, áður en nokkrar tillögur liggja fyrir um það, hvernig þessir nýtísku togarar eigi að vera, áður en nokkuð er vitað um, hvað þeir muni kosta, og áð- j ur en bæjarstjórn hefir tekið endanlega ákvörðun um kaup- in fyrir sitt leyti. socialista. Það eina, sem ákveðið er í lillögunni, er skipun þessarar nefndar 5 „kunnáttumanna“. — En hvað eiga þeir þá að kunna, þessir kunnáttumenn? — Það væri nógu gaman að sjá það, hvernig socialistar færi að þvi að velja kunnáttumenn í þessa nefnd. Af vali þeirra á mönnum til ýmissa nefndar- slarfa, mætti helst álykta, að þeir teldi lieppilegast, að slíkir „kunnáttumenn“ kynnu sem allra minst til þeirra hluta, sem þeim er ætlað að fjalla um. Tillagan ber það ljóslega írieð sér, að hún er ekki fram borin í alvöru. Hún er sýyilega borin fram í fullu trausti þess, að hún verði feld. Og er þó slík- ur leikaraskapur lítt sæmandi í sliku máli. Það gæti vissulega verið ástæða til þess, að láta fara fram athugun á því, livaða kröfur bæri að gera til nýtísku útbúnaðar togara, sem fengn- ir yrðu til endurnýjunar á tog- araflotanum. En það eitt, að þessi tillaga socialista er ein- skorðuð við það, að rannsókn- in skuli gerð með það fyrir augum, að stofna til bæjarút- gerðar, gerir það að verkum, að hún verður ekki tekin al- varlega. — Hitt gæti vel kom- ið til mála, að bærinn styddi á einhvern háttt að þvi, að tog- araflotinn yrði endurnýjaður með kaupum á nýjum skipum af nýjustu og fullkomnustu gerð. Það hefði nú mátt ætla, að reynsla socialista, i sambandi við samvinnuútgerðina á ísa- firði, hefði fært þeim heim sanninn um .það, að opinber rekstur útgerðar er ekki lík- legur til þess að bæta hag al- mennings. Sú reynsla var á þá leið, að sjómennirnir á sain- vinnuhátunum hafa fengið minna fyrir fisk sinn en allir aðrir, þrátt fyrir margvísleg lriunnindi, af því að rekstur eða stjórn útgerðarinnar var í höndum manna, sem ekki voru starfi sínu vaxnir. Og ef til vill liafa nú socialistar látið sér þetta að kenningu verða. Ef til vill er þessi tillaga þeirra einmitt þannig fram borin, vegna þess að þeir eru búnir að missa trúna á bæjarútgerð, þó að þeir hafi ekki siðferði- legt þrek til þess að viðurkenna það berum orðum, eða með því að falla þegar í stað frá öll- um tillögum í þá átt. Undanhald þeirra í þeSsu efni frá því í fyrra, er að minsta kosti augljóst. Breskur togari ferst. Fjórtán menn drukkna, en tveir komast af. Hull io jan. FB. Botnvorpungurinn Edger Wal- lace strandaði á sandrifi viS inn- siglinguna til Hull og rétt á eftir hvolfdi skipinu. Fjórtán - menn druknuðu, en 2 komust af. (United Press). Laval liyltur, París 9. jan. FB. Við komu Lavals til Parísar í dag hafði múgur manns safnast saman á járnbrautarstöðinni til þess að hylla hann'. Voru þar og mættir frakknesku ráðherrarnir, fulltrúar erlendra ríkja og margt annað stórmenni. Laval flutti ræðu á stöðinni og kvað það vera sér mikið gleðiefni, að árangurinn af för sinni væri sá, að ítalir Frakkar hefði bundist traustari vináttuböndum. Kvaðst hann þess fullviss, að vináttutengsl þeirra myndu ekki slitna héðan af, og báðar þjóðirnar myndi framvegis vinna einhuga að því að byggja áfram á þeim grundvelli, sem lagð- ur var með samkomulaginu i Kómaborg, til þess að varðveita friðinn i álfunni og tryggja í fram- tíðinni. Því næst gaf Laval stjórn- inni skýrslu um árangurinn af ferð sinni og sömuleiðis skýrði hann vara-sendiherra Breta, Campbel!, ítarlega frá viðræðun- um. (United Press). Magnús Gíslason strýkur frá Kleppi. Magnús Gíslason, sem fyrir nokkuru braust út úr fangcls- inu liér í Reýkjavík, en náðist aftur suður með sjó, var sendur á Iílepp til rannsóknar. Hefir liann verið þar að undanförnu, en í nótt strauk liann þaðan, um kl. 1, í náttfötum einum og inniskóm. Hafði liann komist út um salernisglugga. — KI. 4 í nólt hafði Magnús komið að húsi einu í Laugarásliolti og vakið þar upp, en húseigandi vildi ekki sleppa honum inn. Dr. Helgi Tómasson gerði lögregl- unni aðvart um hvarf Magnús- ar þegar er lians var saknað í nótt. Leit að honum hefir eng- an árangur borið enn þá. Norskur merkismaður látinn. Osló 9. jan. FB. Riddervold Jensen rektor í Tönsberg, fyrrverandi Stórþings- rnaður og kirkjumálaráðherra, lést í gær 72 ára að aldri. Þjððaratkvaeðið í Saar. Til viðbótar því, sem áður hefir verið vikið að um Saarmálin i greinum, sem birst hafa hér í blað- inu að undanförnu, þykir rétt að taka eftirfarandi fram, og verður stuðst við sömu heimildir og í fyrri greinum um þessi mál. Ef mikill mejri hluti Saarbúa greiðir atkvæði með sameiningu Saarhéraðs og Þýskalands — og ráð þjóðabandalagsins felst á sam- eininguna, sem því er ekki skylt að gera — verður alþjóðaeftirlitið þar ekki lagt niður og nazistum feng- in stjórn i hendur, fyrr en afhend- ing námanna hefir farið fram, en sú afhending getur hæglega dreg- ist mánuðum, ef ekki árum saman. Verður eigi annað séð en að Frakkar geti dregið þessi mál á langinn ófyrirsjáanlega langan tima, og jafnvel sent herlið inn í héraðið, ef þeir teldi námurnar í ; nokkurri hættu vegna yfirvofandi óeirða. Þegar tekið er tillit til alls þess, sem að hefir verið vikið í tímarits- gréin þeirri, sem hér hefir verið r-tuðst við, gengur lésandinn þess ekki dulinn, að. það sé að talsverðu leyti undir úrslitum þjóðaratkvæð- isins komið hvort takast muni að varðveita friðinn í álfunni. Verði úrslitin nazistum ekki í vil er mjög hætt við, að það verði til hins mesta ógagns og álitshnekkis Hitl- er og stjórn hans, ofan á fylgis- rýrnun hans (sbr. seinustu kosn- ingar) og ýmiskonar andstreymi í sambandi við undirróðurinn í Austurríki og kirkjumálin heima fyrir. Ymsir eru jafnvel þeirrar skoðunar, að ef úrslitin verði Þýskalandi ekki í vil verði það upphaf þess, að nazistar inissi völdin í Þýskalandi. — F.f hins- vegar Þýskaland fær Saarhérað horfir þessu þannig við frá Frakk- landi: Saarhérað er nú óvíg- girt og fái Þjóðverjar það munu Frakkar telja sér nauðsynlegt að víggirða betur landamæri Saar- liéraðs og Frakklands, en það hefði útgjöld, sem nema myndu biljónum franka í för með sér. —- Frakkar myndi tapa miklum mark- aði fyrir afurðir sinar og senni- legt er, að alt að því 100,000 manns myndi flytjast frá Saar til Frakklands, en þar er nú mikið atvinnuleysi. — Hlutskifti Saar- búans myndi hinsvegar versna, hvort sem Þýskaland fengi héraðið eða Frakkland. Saarbúinn' hefir eins og stendur eins mikið per- sónufrelsi og íbúar nokkurs ann- ars Iands í álfunni. Eftir samein- inguna yrði Saarbúinn að búa við járnharðan nazistaaga og erfið- leikarnir í Þýskalandi — fjárhags- legs, stjórnmálalegs og trúarlegs eðlis — myndi einnig bitna á Saar- búum sem öðrum borgurum Þýskalands. Og það verður heldur ekki annað sagt en að hlutskifti Saarbúa, eins og sakir standa, sé að ýmsu leyti betra, en frakk- neskra borgara yfirleitt. Það er gengið út frá því sem Alþjóðalögregla var skipuð, eins og kunnugt er, til þess að gæta reglu í Saarhéraði, uns ]>jóðarat- kvæðið er um garð gengið. í lög- reglu Jiessari eru breskir, ítalskir, gefnu, að um aðeins tvent geti verið að ræða. Annað hvort verði meiri hluti kjósendanna í hérað- inu með sameiningu við Þýskaland eða því, að héraðið búi áfram við stjórn og vemd þjóðabandalagsins. En hvað ofan á verður er mjög óvíst, þótt fleiri spár hafi komið fram um það, að meiri hlutinn greiði atkvæði með sameiningunni við Þýskaland. Talning atkvæða fer fram að- faranótt mánudags og mánudag og úrslitin verða birt samtímis í Saar- brucken, höfuðstað héraðsins, og i Genf. LJtan- af landi, —o-- Norðfirði 9. jan. FÚ. Mannslát. Togari sektaður 0. fl. Grímsbytogarinn „Fifinella“ kom hingað til Norðfjarðar í fyrra kveld, með dáinn stýrimann sinn. Hann hafði orðið bráðkvaddur út af (Irímsey, aðfaranótt mánudags- Norðfirði, og sent út með skipinu í fyrrinótt. Síðastliðinn laugardag leitaði togarinn Welbach 165, skipstjóri George Smith, hér hafnar, en þeg- ar hann lagðist að hafnarbryggj- unni tókst svo til að hann laskaði bryggjuna talsvert. Þar sem togari þessi lá undir ákæru fyrir landhelgisbrot á Fá- skrúðsfirði frá 7. október síðast- liðnum, lagði lögreglustjóri þar bann á togarann, og tók mál hans fyrir. Réttarhöldum er lokið og var ^cipstjóri dæmdur í 7 þús. kr. sekt (hlerasekt). hollenskir og sænskir hermenn. Er lögreglan búin nútíma hernaðar- tækjum. — Hér sést ítölsk deild úr lögreglunni á ferð um götumar í Saarbruckcn í skriðdrekum. Blönduósi 9. jan. FÚ. Ofsaveður. Þak fýkur af húsi. í dag fauk þak af íbúðarhúsi á Skag-aströnd. Húsið var bygt úr steinsteypu með skúrþaki. Tók ];akið af í heilu lagi ásamt ölluni boltum og kom niður 15—20 metra frá húsinu. Enginn meiðsl eða aðrar skemdir urðu. Panel vair slegið neðán á loftið og sérstaka bita, og er það hið eina er skýlir. Búist er við að flytja verði úr húsinu. Ofsaveður af vestri var í dag með hríðaréljum en snjókoma lítil. Ritfrep. Bjarni Thorarensen: Úrvals- Ijóð. íslenzk úrvalsljóð II. — Kristján Albertson valdi kvæðin. — E. P. Briem birti. Eg veit að margir mtinu vilja eignast úrvalsljóð íslenskra skálda. Eleildarsöfn era oft og einatt svo dýr, að þau verða almenningi of- viða, enda stundum ekki óblandin ánægja að eiga þau. I þau hefir oft verið liirt ýmislegt, sem höf- undum er til óþurftar en lesönd- um til lítillar ununar. Þessa gætir ekki í úrvalsljóðum. í úrvalsljóð góðskálda kemur ekkert nema það, sem er gott, og sjaldnast annað en það, sem oss þykir vænt um. Eggert P. Briem á því þakkir. skildar fyrir birtingu þessara safna. Áður hafði birst úrval kvæða Jónasar Hallgrímssonar og ætlun Eggerts mun vera að birta úrvalskvæði allra meiri háttar skálda á íslenska tungu. Allur hinn Félagsprentsmiðjan Ingólfsstræti Símí 1640 (2 línur) Leysir alla prentun fljótt og - vel af lienili. Strikar skrifstofuhækur og alls konar eyðnbiðð. Býrtn gúmmístimpla og sigli. REYNIÐ VIÐSKIFTIN I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.