Vísir - 03.02.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 03.02.1935, Blaðsíða 2
VISIR H itler hefir nú verið tvö ár við völd. Göbbels flytur ræðu af því tilefni. Berlín 2. febr. FB. Göbbels útbreiðslumálaráð- lierra, hefir baldið ræðu í Spo'rtspalatz, í tilefni af því, að líitler hefir verið tvö ár við völd. Var ræðu Göbbels, er flutt var í viðurvist 15.000 á- heyrenda, útvarpað um gervalt landið. Taldi liann mikið hafa áunnist, og taldi það helst til, að Hitler liefði tekist að sam- eina alla Þjóðverja og að tekin hefði verið heilbrigð stefna í utanríkismálum. Göbbels fann að því, hvernig samkomulags- umleitanir um deiluiTiál þjóða á milli færi fram á siðari ár- um. og að tilraunir hefðu verið gerðar til þess að inniloka Þjóðverja sem mest, reisa „garð alt i kringum Þýskaland", en Þjóðverjum hefði tekist að koma í veg fyrir það — að nokkru leyti að minsta kosti — að þessi áform hepnuðust. (United Press). SamkofflDlagS' onfeitanir Breta og Frakka ganga erfiðlega, vegná hins áformaða bandala.gs Frakka og Rússa. London 2. febr. FB. Samkomulagsumleitanirnar, milli bresku og frakknesku ráðherranna, ganga erfiðlega, að sögn aðallega vegna þess, að hið áformaða frakknesk-rúss- neska bandalag getur ekki samrýmst tillögum Breta um allsherj arsáttmála Evrópuríkj a friðinum til tryggingar. (Uni- ted Press). Útvappsfrétti «*. —O— London 2. febr. FÚ. Kínversku sjóræningjarnir. Herskip er nú að elta sjóræningj- ana, sem tóku kínverska skipiÖ Tung Chow, er þaÖ var að flytja 70 börn og kennara þeirra. A her- .skipinu eru ■ kínverskir hermenn, sem hafa strengt þess heit, að drepa sjóræningjana. Börnunum, sem voru á rænda skipinu, kemur annars ekki saman um sjóræningjana, og eru vfirleitt ekki á sama máli og her- mennirnir. Þau segja flest, að sjó- ræningjarnir hafi verið bestu ná- ungar, því að þeir fundu mikið af appelsínum* í skipsfarminum og skiftu þeim milli barnanna. Þegar sjóræningjarnir sált, að þeir urðu að yfirgefa rænda skipið, hót- uðu þeir skipstjóranum því, að all- ir, sem á því væru, yrðu drepnir, nema því aðeins, að þeim væri trygt það. að Jteir kæniust undan. Skip- stjórinn greiddi þeim allmikið fé, og hafði inikið af því safnast með- al farjtega, eða um 2000 dollarar, en samt hafa sjóræningjarnir tapað fjárhagslega á tiltæki sínu,' því að þeir höfðu greitt 4000 dollara fyrir upplýsingarnar um skipið, en þær voru í því fólgnar, að í því væri mikið af gulli. Jehol-deilunum lokið. Jehol-skærunum er nú lokið. Ivíij- verjar hafa beðið afsökunar. Þeir lofuðu því á sáttafundi i Tahtan i dag, að það skyldi ekki koma fyr- ir aftur, að kínverskar hersveitir réðust á landamæri Manchuko, eða hefðust við innan þeirra. Landa- mæralínan hefir einnig verið dregin skýrara en áður, Kínverjum í óhag. Chiang Kai Shek og japanski full- trúinn i Kína, hafa undanfarið ver- ið að ræða viðskifti Kínverja og Japana. Chiang Ivai Shek sagði, að Kínverjar vildu umfram alt lifa í friði við Japana, og gera alt, sem unt væri, til þess að ejla vináttu og sarnvinnu og álit þesSara tveggja stórþjóða í Asíu. Kalundbotg 2. Jebr. FÚ. Illviðri í Danmörku. Stormar og vonskuveður eru um alla Danmörku í dag. Flutninga- skip hafa tafist og tepst og fiski- flotinn hefir ekki komist í róður. ió skip liggja í dönsku sundunum og komast ekki leiðar sinnar. Mohawk-slysið. Við rannsókn út af árekstrinum rnilli skemtiferðaskipsins Mohawk og norska vöruflutningaskipsins Talisman, bar skipstjórinn á Talis- man það fyrir réttinum í New York í dag, að skipin hefðu bæði verið á suðurleið, og svo að segja sam- hliða, þegar Mohawk hefði alt í einu sveigt út af réttri leið og þvert fyrir stefnið á Talisman, svo að árekstur hefði verið óhjákvæmileg- ur. Sagðist hann álíta, að stýrisút- búnaður Mohawk hafi hlotið að bila skyndilega. Það leynir sér ekki, að Jónas Jónsson frá Hriflu er mjög órólegur* á geðsmunum um þessar mundir — jafnvei óvenjulega óvær og tvístraðiir — Og menn fá ekki varist þeirri hugsun, að þessi átakan- legi ókyrleiki standi í beinu sambandi við umræður þær, sem orðið hafa út af vitnisburði hans og svardaga í máli Sigurð- ar Iíristinssonar gegn Morgun- blaðinu. Eins og kunnugt cr orðið, liefir það verið dregið í efa, að framburður Jónasar í málinu hafi verið réttur. Hitt sé heldur, að hann hafi verið beinlínis rangur. En liann vann eið að framburðinum og þar með er fallinn á hann grunur um það, að hann hafi framið afbrot, sem rcttarmeðvitund almenn- ings fordæmir og þungar refs- ingar liggja við að lögum. Gamall samverkamaður Jón- asar og samherji, Tryggvi Þór- Iiallsson, Iiafði kveinkað sér við því, að bera vitni í málinu. En eiðféstur vitnisburður lians fyr- ir rétti mundi gera annað tveggja: sýkna Jónas eða bera á liann sökina, þá er hann liefir nú synjað fyrir með eiði. —- Tr. Þ. tók þann kostinn, að sæla heldur þingvítum og fjárútlát- um, en að mæta í rétti og bera sannleikanum vitni. Undan- færsla lians verður naumast nema á einn veg skilin. Og sá skilningur er Jónasi Jónssyni harla óhagstæður. — Blöð Jónasar Jónssonar fögn- uðu því mjög, að Tr. Þ. hefði skorast undan vitnisburðinum. Þeim fanst liann hafa gert J. J. mikinn greiða með því, að lcggja heldur á sig fésektir, en að bera sannlcikanum vitni. Verður þessi skilningur Jónas- ar og vina hans á undanfærslu Tr. Þ. að sjálfsögðu mörgum manninum hugstæður lengur en í dag og á morgun. Var nú alt í „lukkunnar vel- standi“ fáeina daga og hlýlega vikið að Tr. Þ. í blöðum Jón- asar. En svo gerðust þau tíðindi um fyrri helgi, að blað Tryggva Þórliallssonar (,,Framsókn“) birti smágrein undir fyrirsögn- inni „Svardagar“. Þar er að þvi vikið, að Tr. Þ. hafi neitað „að mæla fyrir rétti, þrátt fyrir ítrekaðar stefnur“ í máli Sig. Kristinssonar, því er áður getur. Ilinsvegar hafi þeir Jónas Jóns- son og Ólafur Thors borið vitni og unnið eið að framburði sínum. —• — Þvi næst er á það bent, aö „svardagar þeirra Ólafs og Jónasar geti vart samrýmst, og er því sennilegast, að annar- hvor Ijúgi. Að vísu hafa ekki að því er vilað er, verið born- ar brigður á framburð Ólafs Thors, en liins vegar mjög sveigt að .1. J. um þá hluti“. Eins og menn sjá, er með þessum orðum enginn dómur á það lagður, hvort Jónas muni saklaus eða sekur. Blaðið skýr- ir bara frá því, alveg hlutlaust, að ekki þyki alt með feldu um framburð hans og svardaga. Til eru þeir menn, sem biðu þess með nokkurri óþreyju, hvernig Jónas mundi snúast við þessari litlausu frásögn. Þeir, sem trúðu því, að hann væri saklaus, kváðust ekki ef- ast um það, að hann léti slíkt hjal sem vind um eyru þjóta. Menn þurftu ekki að bíða lengi. Svarið kom í dagblaðs- ræfli Jónasar 30. f. m., og er eitt hið furðulegasta plagg, sem sést liefir á prenti í manna minnum. — Er þar skemst frá að segja, að ráðist er á Tryggva Þór- hallsson af slíkum dónaskap, heift og fólsku, að bersýnilegt virðist, að höfundurinn hafi verið viti sínu fjær, er hann setti þann þvætting saman. J. J. hefir vafalaust skrifað greinina sjálfur, en setur þó ekki nafn sitt undir. — Því er meðal annars haldið fram í rit- smíð þessari, að hin hlutlausa fregn í blaði Tr. Þ. liljóti að „vekja takmarkalausa andstygð allra góðra drengja“ og enn- fremur stórkostlega „undrun yfir langlundargeði Jónasar Jónssonar gagnvart Tryggva Þórhallssyni“. — Það er nú hætl við, að mönnum þyki raus höf. um „langlundargeð" Jón- asar dálítið kátlegt, því að sannleikurinn er sá, að fjöldi manna undraðist árum saman „langlundargeð“ Tr. Þ. gagn- vart J. J. — Er það svo al- kunnugt, að ekki þarf frekara um að ræða. Þá kemur lýsing á risanum .T. J. og aukvisanum Tr. Þ. — Hún er á þessa ieið: „En þeir menn, sem liafa fylgst með pólitískum atburðum frá því er J. .T. hóf stjórnmálastarf sitt og fann Tr. Þ. fremur umkomu- lítinn smáprest uppi á Hesti, gerði hann að samstarfsmanni sínum og baráttubróður, hóf liann af einu þrepi á annað hærra, uns hann hafði sett hann til æðstu valda í land- inu, þeim blöskrar það stór- kostlega, að Tr. Þ. skuli geta staðið sem efsti ábyrgðarmað- ur að jafn níðingslegum rógi um þgnnan velgerðarmann sinn, enda mun ekki finnast í íslenskri blaðamensku eða ísl. stjórnmálasögu dæmi til meiri lítihnensku og ódreng- skapar, en komið hefir fram í breytni Tr. Þ. gagnvart J. J.“ Þannig liljóðar hinn þrifa- legi pistill og er þó sumu slept. — Og hann virðist bera því nokkurn veginn órækt vitni, að höf. liafi verið þannig haldinn, er hann setti þetta saman, að honum hafi ekki verið allskostar Ijóst, livað hann var að gera. — Tr. Þ. brá við skjótt, er ill- yrðum þessum hafði verið á liann lilaðið, og lét geta þess á prenti, að hann væri ekki höifundur greinar; þeirrar, er vindinum og vonskunni liafði hléypt í dagblaðsnefnu Jónas- ar. — Hann hefði, meira að segja, alls ekkert um greinar- stúfinn vitað. Þótti nú enn fróðlegt að vila og harla lærdómsríkt, hvernig Jónas mundi snúast við þess- ari yfirlýsingu hins gamla sam- herja. —- Og nú brá svo við, að næsta dag var Tryggvi orð- inn állur annar maður. Dag- blaðsræfill Jónasar birti stóra mynd af þessum „fremur um- komulitla smápresti“, sem Jón- as hafði „fundið uppi á ÍIesti“ í liálfgerðu reiðileysi og niður- lægingu endur fyrir löngu og gert að ritstjóra, því næst að for- sætisráðherra og að lokum að bankastjóra með „600 kr. laun 4 mánuði til viðbótar við rúm- lega 19 þús. kr. árslaun í Bún- aðarbankanum“. — Nú var Tr. Þ. orðinn hinn ágætasti mað- ur, gæðadrengur i livívetna, og framkoma hans, er hann neit- aði að bera vitni fyrir rétti, augljós sönnun þess, að „íhald- ið“ sé alt af að skrökva upp á J. J.!! Það er bersýnilegt, að ,T. .T. er böf. „þakkar-ávarpsins“ til Tr. Þ., ekki síður en niðgrein- arinnar daginn áður. — Heimboðs- liugleiöingap Eitt hiö viSförulasta og vitrasta skáld þessa lands hefir látiö svo um mælt, að sá sálargróður sé bestur, sem vaxi í skauti ættjarð- arinnar. Og i sambandi viS þa5 segir sama skáldið, aS sérhver visir, sem sé slitinn upp frá rót- um, hljóti aö deyja, þótt hann vökvist hlýustu morgundögg. MeS þessu gefur skáldi® til kynna þá skoöun sína og (ef til vill) reynslu, að einhverju leyti, að ættlandið eigi meir en lítil ítök í örfum sín- •um. Það lítur svo á, að gáfur þeirra og hæfileikar þroskist mest og njóti sín best í samvistunum við móðurmoldina, útlit hennar og lögun, auðlegð hennar og fátækt. Hin dularfullu og máttarríku á- hrif alls þessa eru, að dómi skálds- ins, eðlilegustu og dýrmætustu frjómögn andans. Og verði ein- hver viðskila við þetta, þá telur hinn gamli og góði skáldjöfur, þann hinn sama svo illa farinn, að hann njóti sín ekki, sé í raun og veru ekki hann sjálfur, eiginlega lifandi dauður, þrátt fyrir þó hin venjulegu lífsskilyrði séu ágæt. Þetta svið, sem skáldið kemur inn á, um skyldleika mannsins við sitt föðurland, hefir ekki enn þá verið rannsakað neitt gaumgæfi- lega frá vísindanna hlið, en flestir munu hallast að því í hugskoti sínu, að þessi skyldleiki sé all- verulegur. Menn munu yfirleitt hneigjast í þá átt, að átthagarnir og ættlandið gefi manni ekki að- eins ákveðinn svip og vissan blæ, heldur eigi það einnig ekki óveru- lega hlutdeild í innra manninufn, tilfinningunni, andarfarinu og skapgerðinni. Og ef þessu er þenn- an veg farið, þá getur maður bet- ur skilið St. G Stefánson, þegar hann er að lýsa afstöðu sinni til þessa heims heimkynna, og segir: „Eg á orðið einhvern veginn ekk- crt föðurland“, Því ber heldur ekki að leyna, að sérhver maður, sem hverfur burt frá ættjörð sinni, þó eklci sé nema stuttan tima, finn- ur það óðara, og hún er horfin, hve mikið hann er háður henni í hjarta sínu og sínum hugheimum. Og vitanlega er þessi tilfinning þrungin, meira eða minna, af sökn- uði og sársauka, og því lengri sem. f jarvistirnar eru þeim mun sterkari verða þessar kendir, uns þær dofna og hálf deyja. Og þeim sem í hlut á finst hann vera al- staðar útlendingur. Út frá þessu, hefir það stöku sinnum flogið í huga minn, hvort íslendingar hér heima muni finna í þessari reynslu nokkra afsökun fyrir ])að tómlæti og þann kala, sem þeir hafa sýnt og borið, undanfarna áratugi, í garð Vestur-íslendinga. En eg hefi allajafnan horfið frá því, að álykta að svo væri. Þeir hvorki reyna að finna eða hafa nokkra áfsökun fyrir ófrændrækni sína. Hins vegar stafar hún af þeirri meðvitund og þeim þankagangi, að þeir, sem fluttust vestur. um haf til landnáms og Iífsdvalar, séu horfnir ættjörðinni fyrir fult og alt, þeir séu ekki lengur Islending- ar nema að nafninu til og það jafn- vel bara mjög takmarkaðan tíma. En þetta var og er á vissan hátt tnikil meinloka. Og þessi mein- loka hefir stoð sína í þeirri gremju, er af því reis, að íslendingar Mönnum kann nú að virðast snúningurinn nokkuð liaslar- Iegur „frá degi til dags“. — En ekki skal um slíkt fengist. — Það ber við stundum, ekki síst er háskinn stendur fyrir dyr- um, að órólegir geðsmunir taka svo snöggum hamskiftum, að jafna má til ósjálfræðis. skyldu nokkurn tírna flykkjast tií Ameríku, þó hart væri í ári hér heima til sjós og lands, fátæktin mikil og útlitið skuggalegt. Ef til vill hefir þeim sem eftir urðu fundist, að þeir, sem fóru sýndu , með þessari burtför sinni hugr rekkisskort og ræktarleysi við land og þjöð, og þáð á þeirn tíma er sist skyldi, þegar þjóðin var i baráttuhita fyrir sjálfstæði sínu og- óðfús áfram til hverskonar um- bóta og framfara. Af þessum ástæðum er ekki ó- sennilegt að myndast hafi hjá oss íslendingum miður sanngjarnar og réttar skoðanir á Vestur-íslending- um og vestur-íslensku lífi. Að minsta kósti koma stundum meinlokur í menn fyrir minni or- sakir en þessar, sem minst hefirf verið á og hugsanlegar eru. Tildrögin til vesturfaranna hafa; verið mörg og margþætt og hvorki auðvelt né æskilegt að gera þau öll heyrum kunn, hvorki fyrir okkur eða Vestur-lslendinga. Hitt skiptir meira máli, að VesG ur-íslendingar hafa um marga áratugi haldið ágætlega við sínu þjóðerni og móðurmáli. Þó Vest- urheimur hafi fóstrað þá vel, og* hlynt betur að þeim á marga lund, en gamla landinu hefði verið mögulegt, hafa þeir samt ekki gleymt því. Sí og æ hefir það vak- að í vitund þeirra, og allur þeirra frami og manndómur hefir í dýpsta skilningi verið helgaður ís- Iandi og íslensku ætterni. íslensk Ijóð og íslenskar sögur hafa lifað í hugum þeirra og veitt þeim hug- ró og ánægju á þungbærum stund- um, en líka hvatt þá til karlmensku í hverri raun, og stutt þá í hvers- konar drengskap 0g dáðríki. í Ameríku hafa íslendingar eðlilega verið bornir saman við hinar ýmsu þjóðir eða þjóðflokka, sem þar eru, og þeir hafa vissulega; ekkert tilsparað, að sá samanburð- ur yrði allri íslensku þjóðinni í heild til sem mestrar sæmdar. I andlegum og verklegum efnum hafa Vestur-íslendingar lagt til sínu þjóðfélagi marga framúr- skarandi menn, og enginn hefir yfirleitt auglýst ísland og íslensku þjóðina eins mikið og vel eirts og- þeir. Eg efast um, að það hafi' nokkuru sinni komið betur í ljós,. hvað í íslensku þjóðinni býr og; hvers virði hún er, en hjá Vestur- íslendingum, og vitaskuld er þetta þannig fyrir þá sök, að þeir hafa yerið svo rniklir og góðir íslend- ingar. Fyrir þetta og m. fl. erum vér, sem búurn hér heima á garnla land- inu, í ósegjanlega mikilli þakkar- skuld við landa vora vestanhafs. En það einkennilega er, að það er stutt síðan að það fór að daga hjá oss fyrir þessum mikilvægit sannindum, og slíkt skeður ein- mitt þegar kveldar hjá islensku þjóðerni fyrir vestan haf. Hinir gömlu rótslitnu en góðu íslending- ar vestan hafs eru flestir horfnir af vettvangi þessarar lifstilveru og þeir sem eftir eru og hinir eldri eiga allflestir skamt eftir að bíða slíkra örlaga; en ]teir ungu eru all- ir gróðursettir í amerískum jarð- vegi. En þó þessu sé þannig farið er enn þá nokkurt tækifæri fyrir íslensku þjóðina að höggva skarð í þakkarskuldina. Og vottur um þann vilja og þá viðleitni, kemur meðal annars fram í þeirri ákvörð- un, sem ungmennafélögin hafa tek- ið, ásamt’ sambandi ísl. kvenna og félagi Vestur-ísl., að bjóða vestur- íslensku skáldkonunni Jakobinu Johnson heim næsta sumar. Eg hefi aldrei séð né heyrt frú Jakobínu Johnson, en eg veit aS hún er ættuð úr Þingeyjarsýslu og fluttist 5 ára gömul vestur um haf með foreldrum sínum, Sigur- birni Jóhannssyni skáldi og konu lians Maríu Jónsdóttur. Þau sett- ust að í Manitobafylki, í svo kall- aðri Argylebyggð. Landslagið þar er öldumyndað láglendi skógivax-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.