Vísir - 03.02.1935, Blaðsíða 3

Vísir - 03.02.1935, Blaðsíða 3
VÍSIR Útsala á spoptvörum I Tjöld — Bakpokar — Fcrðapclar — Suðuáhöld — Pottar — Pönnur — Hnífapör — Hnifar og Dolkar — ýmsir sportbúningar — Smjördósir — Léreftsvatnsilát — Flaut- ur — Buddur og margt annað. — Lítið í gluggann á LAUGAVECx 2. Tækifærisverð. G LERAUGNABÚÐIN. „NORGES VEL“ itS og vötnum skreytt. JörBin er frjósöm og sveitin búsældarleg. Um hana segir Sigurbjörn með til- liti til landnemanna: „Sem blófnleg, fjáð og broshýr snót, þeim bauðstu faðminn góða. Ini gafst þeim kjark i Jiug og hönd, er hagsæld myndi flýta. þeir tengdu við þig trygðabönd, ef trautt þá fýsir slíta.“ j Við brjóst þessarar sveitar og blæ Manitobafylkis ólst Jakobína upp. Þar ól hún sínar bernskuvon- ir í brjósti og dreymdi sína fram- tíðardrauma. Og það liggur i hlut- arins eðli, að skrautlegir blóma- og trjágar'Öar, blómlegir akrar, laufgræn tré og blikandi stöðu- vötn, hafa ofist inn í draumana, og sett á þá sinn svip og sína fegurð og gefið þeim sinn rnátt. Löngu seinna, þegar hún sem fullorðin kona fer að yrkja koma áhrifin fram í ljóðum hennar. Þeg- ar hún minnist á bernskustöðv- arnar sínar, talar hún um tignar rauðar liljur og og bláklukkur, og að á hverjum teig'i búi fagurt lof- orð. Hún segir meðal annars: „Hér laða sléttir vegir, en alda á ökrum ris og óvænt smávötn blika milli hóla“. Öll fegurð náttúrunnar, bæði stórbrotin og smágerð, seiðir huga hennar til sín, og við þessa fegurð finnur hún hugró og starfsgleði: „Senn grænkar — ó, sú unun, því engin fegurð jafnast við endurfæðing skógarins, nýút- sprungin blöð. Er glitra þau og titra i geislum morgunsóíar, frá glugganum eg sný mér til starfa mínna glöð“. I En samfara þessum og öðrum fleiri canadiskum áhrifum í kveð- skap frú Jakobínu finnur maður þar einnig sterkan íslenskan and- blæ og einhverja djúpstæða ástar- þrá til þess, sem er íslenskt og til íslands, sem h.ún hefir hvorki séð eöa notið að neinum mun, Ber slíkt ótvíræðan vott j^ess, hvað hún er íslensk í eðli sínu, og líka svo jiað, að þrátt fyrir cana'diskt um- hverfi hefir heilsteyptur islenskur andi leikið um hennar sál. íslensk- ar sagnir og íslensk kvæði hafa náð sterkum tökum á tilfinningum hennar og eignast veglegan sess í hugarheimkynnum hennar. Því til sönnunar má benda á þessi gull- fallegu erindi: Þú ástkæra land minna áa, umgirt af hafinu bláa með kórónu jökla sem byrgja inni bál, þin hugðnæmu ljóðin mig heilla, og hjarta mitt -eldmóði fylla. Þau eru þín ódauðleg sál. Það faðir minn forðum mér kendi, og fast það i sál mina brendi, með kærleikans eld er í augum mér skein: Ef varðveitir arfleifð þíns anda J)ér ekkert í heimi má granda, og dauðinn er dagrenning ein. í ljóðum sínum hefir skáldkon- an einnig komið til íslands. Hún sér það í stórfenglegri sýn og ferð- ast í huganum um fjöll jjess og firnindi. Og samfara j>ví sér hún álfana í klöppum, dvergana í stein- um og forynjur og tröll í hömrum og hamragiljum. Fornaldarsögurn- ar svifa fyrir sjónum hennar með sína gullöld og glæstu hetjur. En burtséð frá jæssu öllu, sem fram kemur í jreim kvæðum, er eg hefi séð eftir frú Jakobínu, þá verð eg að geta þess, að mér finst hún fyrst og fremst fulltrúi móð- urelskunnar og móðurumhyggj- unnar á sviði ljóðlistarinnar, enda minnir mig að hún hafi hlotið þann heiður að vera kölluð „móð- urskáldiÖ“. Eg hygg að engin ís- lensk kona hafi túlkað betur en hún þær tilfinningar og hugar- hræringar, sem eiga sér stað hjá móðurinni gagnvart barninu sinu. Eg skal til dæmis benda á eitt erindi úr kvæði^ er skáldkonan nefnir „Móðurljóð". Það er á jjessa leið: ,.Hver girnist héimsins hylli og frægð, sem hefir reynt ])á sælugnægð, cr máttug breytir mæðukjörum — jni móðir nafn á barnsins vörum! — Á augnabliki einu eg skíl hin æðstu laun, seni Guð á til. í öðru kvæði, sem heitir „Vögguljóð“, segir móðurskáldið þetta: „,.Og er hann mælir: Mamma — þá man eg ekki neitt, nei, ekkert, sem mér amar, eg er ei vitund þreytt. Jú, eg hefi áður unnað, en aldrei svona heitt.“ Þegar Jakobína Johnson gefur út í einni heild öll sín ljóð, ])á er eg sannfærður um það, að íslensk- ar mæður kaupa bókina hennar, og þá mun fyrst koma verulega vel í ljós sannleikur þessara um- mæla um skáldkonuna: „Mörg hefir áður-móðir• unnað, mörg hefir vakað, tárást, beðið, fáar loetur frásögn kunnað, fáar betur um það kveðið.“ Þessir örfáu drættir sem eg hefi bent á í skáldskap Jakobinu, eru aðeins til þess að vekja athygli manna á henni og hennar hæfi- leikum, en ekki til að skapa neina lieildarmynd af því, sem hún hef- ir ort. Til jæss brestur mig jiekk- ing, ]dví eg hefi aðeins séð nokkur kvæðin hennar. En út frá þvi sem eg hefi lesið eftir hana, og út frá því sem eg hefi sagt finst mér hún vera, canadisk með birturíkan Huga og vonglöð, og umvafin canadisku blómaskrúði og skógar- ilm. En hún er lika íslensk, með andarfar, líkt því sem hún gæti sagt: Þin fornöld og sögur mér búa í barm og bergmál frá dölum og hörgum. Þín forlög og vonspár um frægðir og harm mér fylgt hafa að draumþingum mörgum. Þinn svipurinn ljúfi, þitt líí og þitt mál, í lögum þeim hljóma, er kveður mín sál. En fyrst og síðast er hún hin elskuríkasta móðir, sem er gagn- tekin umfram alt af hinum helgu og djúpu tilfinningum ntóður- hjartans. Hún á líka 7 börn. Og híð mikla og góða verk, sem hún hefir afkastað á sviði bókment-, anna hefir hún unnið í þeim frí- stundum, sem starfsbundin og um- hyggjusöm móðir á völ á. Allar jjýðingar sínar á íslensk- um ljóðum og leikritum hefir frú Jakobina leyst ágætlega vel af hendi, að jDeirra dómi, sem Jtað hafa rannsakað best, enda verður henni skipað á bekk með hinum bestu íslensku skáldkonum, sem yrkja í bundnu máli. Æskilegast væri að hægt yrði að bjóða heiin öllum þeim Vestur-lslendingum sent með dugnaði sínum og hæfi- leikum hafa aukið álit og hróður hins íslenska þjóðernis, og ef til vill verður það hægt. En eg hygg að heimboðið sé í augum þeirra ekkert metnaðaratriði eða kapjjs- mál, hitt er þeim fyrir mestu, að fá héðan að heiman skHningsrik- an bróðurhug og einlæga vínáttu, burtséð frá því hver það -ér, sem kernur til að gleðjast með oss hér heima litla stund. Vonandi verður koma*. f m- Ja- kobinu Johnson og Övöl hennar hér heima hin ánægjulegasta, von- andi láta íslendingar hér heima hana finna að húri er ein af þeim, en ekki útlendingur. Vonandi verður sólarlag hins íslenska þjóð- emis í Vesturheimi fagurt í sam- bandi við dögun austur-íslensku bróðurelskunnar, eins fagurt og hið fegursta sólarlag hér heima. Þorgeir Jónsson. 10 0 F 3 = 116248 =8V2I Varðskipið Ægir fór í gær suður á Skerjafjörð, til þess að athuga, hvort tiltök væri að reyna að ná út togaranum Lin- colnshire. Veður er enn svo óhag- stætt, að björgunartilraun Verður ekki gerð að sinni. Um háflóð stendur aðeins reykháfur og síglu- tré skipsins upp tir sjónum. Ekki mun vonlaust um, að takast rnegi að ná skipinu út, joótt eigi sé full- víst. hversu mikið ]Dað er brot- ið, en það er alveg undir veðri komið, hvort sú tilraun verður gerð éða ekki. Es. Dettifoss er væntanlegur hingað í dag frá útlöndum. Leikliúsið. sýnir *,Pilt og stúlku“ í kveld. Leikurinn hefir hlotið allmiklar vin- sældir meðal leikvina, en þó fráleitt eins miklar og „Maður og kona“. Sumum fellur þó „Piltur 0g stúlka“ öllu betur í geð. Mun nú réttára fyrir Leikfélagið, að fást ekki við það í bráð, frekara en orðið er, að snúa skáldsögum í leik. Það kann að vera gott, að grípa til Jdcss við og við, en getur orðið einhæft og Jirevtandi, ef við það er fengist að staðaldri. lieitir merlcur félagsskapur í Noregi, sem nýlega átti 125 ára afmæli. Myndin Jiér aS ofan er af „Böndernes lius“ í Oslo, en þar er bækistöð félagsins. T. v. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ung.frú Ásta Björnsdóttir, í’órsgötu 17, og Sigurður Guð- mundsson, Gunnarshólma. Handavinnunámskeið Heimilisiðnaðarfélags íslands byrjar föstudag 8. ]). m. Kenslan fer fram í Austurbæjarskólanum kl. 7J4—10 á kveldin. Allar nánari uppl. hjá frú Guðrúnu Pétursdótt- ur, Skólavörðustíg 1 x A. Næturlæknir er í nótt Ólafur Helgason, Ing- ólfsstræti 6. Sími 2128. — Nætur- vörður í Laugavegs apóteki og Ing- ólfs apóteki. Almanak skólabarna 1935, ' útg. af „Unga íslandi", er ný- komið út (II. árg.). Almanak Jxetta er mjög hentugt fyrir skólabörn, sem farin eru að .Jiroskast, og mun tilætlunin, að öll skólabörn, 12 ára og eldri, fái Jtað ókeypis. Það er gefið út i 6200 eintökum. í fyrra var aðalefni almanaks Jiessa heil- Magnus Tvedten stórþingsmað- ur, forseti l'élagsins og. OJe Hersoug (t. li.), sem undanfar- in 20 ár hefir verið fram- kváemdarstjóri þess'. brigðisreglur, en í ár almennar um- ferðareglur. — Ritstj.óri almanaks- ins er Arngrímur Kristjánsson, kennari. ' X. Árni Óla, blaðamaður, flytur fyrirlestur í Iðnó kl. 5 e. h. í dag, um Græn- land og rannsóknir dr. Poul Nor- lunds um þáð, hvérs Vegna tslend- ingar urðu strádauöa á Grænlandi. Sýndur verður mikill íjöldi skugga- mynda frá bygðum íslendinga á Grænlandi. Árni hefir áður flutt útvarpserindi um ])etta efni, en hér verða efninu gerð ítarlegri skil, og ekki má gleyma skuggamyndunum, sem eru í rauninni ómissandi við flutning Slíkra fróðleikserinda. — Þetta er efni, sem íslendingar ætti að gefa gaum, og ]>arf ekki að efa, að húsfylli verði í TÖnó í dag, er erindið verður flutt. # • Islenska brennivínið ])ykir ekki á marga fiska. Segja svo allir þeir, er eg hefi heyrt á það minnast, að það komist ekki í neinn samjöfnuð við útlent brenni- TIL FRÓÐLEIIÍS OG SKEMTUNAR. Þáttur fsleifs seka Jóhannessonar. Eftir Gísla Konráðsson. (Lbs., 1128, 4to; eiginhandarrit Gísla). Framli. 3. Getið uppvaxtar ísleifs og íþrótta. , .Tón hét maður, Jónsson, er bjó að Ytri-Ey á Skagaströnd. Átti liann konu þá er Ingibjörg hét, af Skagaætt i Hegranesþingi. Sjö eru talin Jiörn þeirra: J. Jósepli, 2. Jón á Finnsstöðum, átti mörg börn, 3. Jónas, giidur bóndi og mik- ilhæfur á Gili í Svartárdal, 4. Jónathau 4 iH’ælu - gerði, 5. Jóhanna, átti Þorleif Marltússon í Kambakoti, 6. Helga, álti Einar Ivetilsson á Seljalandi, og 7. Jóhannes Jónsson er lengi bjó á Breiðavaði, — fekk hann lakast orð systkina sinna um ósæmilegan fédrátt og heimsku; var hann og maður óvinsæll. Hann fékk Guðrúnar Árnadóttur, ekkju ísleifs frá Syðra-Hóli, er jafnan hafði orðstir góðan, og þótti sumum hún betri lcona en Jóhannesi hæfði. Fimm vorn börn þeirra og öll mannvænleg: ísleifur, Jónas. Guðrún;, Ingibjörg og Guðríður. fsléifur var fæddur 1786 — beint eftir bóluna, og heitinn eftir ísleifi fyrri manni móður sinnar og miklu eldri Jónasi bróður sinum. En ein er sú sögn, að þá lifði enn Margrét, ckkja Torfalækjar-Jóns og spurði það, að Guð- rún lét heita ísleif eftir manni sínum. Hefði hún þá sagt, að missýni hennar liefði þar verið mikil, því óhamingja ein mundi fylgja nöfnum harna Gvöndar, og vildi hún, að enginn léti lieita eftir þeim eður í höfuð þeirra. Mikið er talið eftirlæti ísleifs Jóhannessonar í æsku, — var liann og allbráðger og mátti kalla friður sýnum. En svo ilt orð lagðist á Jóhannes föður hans, að sagt er hann vildi þeg- ar venja ísleif son sinn á smáhvinnsku og fé- drátt með öllu móti, cn sveininum væri svo illa umgefið i fyrslu, að hann gréti af, áður æf- ing varð af. Oft var ísleifur léður kaupmönnum úr Höfða lil meðreiðar, einkum Stiescn1), og allgerfilegur gerðist hann, svo um hann mátti síðar segja, að flest væri honum velgefið, er honum var sjálfrátt. Hann var leikinn og fim- ur, og kunni svo vcl á skaulum, að sagt er, að ritað fengi hann nafn sitt á þeim með fætinum. Það ei og enn sagt, að Jóhailnes hóndi Jónsson í Gautsdal reyndi frálcik ísleifs með því að reyna hlaup hans á ísum móti hesti sínum öldum, Jóhannes reið, er var reiðmaður mikill, og er sagt að ísleifur yrði skjótari. Liðugur var hann og glíminn maður, en allilla var sagt, að ísleifi væri til föður síns, ef svo er sem Jón Bergsteð hefur frá sagt, er snémma fekkst við blóðtöku og lækningar, að hann falaði af sér fyrir 40 spe- cíur að fyrirkoma honum á ólyfjani, en Berg- steð lcvaðst hafa ráðið honum frá því og minnt hann á skyldu sína. Má og vera að ísleifur viidi 1) Sticsen þessi hafði áður verið verslunarmaður í Keflavílc og álti Ragnheiði Guðmundsdótlur (og El- ínar Erlendsdóttur prests Gíslasonar, Bárðarsonar sýslumanns í Vatnsdal Gíslasonar). Ragnheiður Stie- sen átti laundóttur með Westy Petræus, kaupmanni i Reykjavik, Soffíu Petreu, er átti Magnús í Minnivog- um, son síra Hallgrims í Görðum Jónssonar. reyna með því trúnað Bérgsteðs, því oft freisl- aði hann að beita slægðum. _ ( 4. Ýmsir stuldir ísleifs; hann fyrst dæmdur. fsleifur fór nú til sjóróðra, að kallað var, en raunar var það til verzlunar. Því var liann í vafstri miklu, og lagðist það orð á, að ýmist vélaði hann menn, ella þá stæli frá þeim; var bágt að sjá við brÖgðum hans, þvi manna var hann örvastur af fé og hínn gestrisnasti og afar mannúðlegur í viðræðum. Skorli Itann og sjalri- an fé, því víða lét liann að sópað, og hirði aldrei með Iiverju móti fcngið var. Alrirei reri liann til fiskjar; var hann og sundurgerðarmaður rnikill og jafnan hjóst hann í skart. Það var nú eigi fyrir alllöngu, að hann lagði inn hjá Pet- ræusi1) kaupmanni í Reykjavik tvisvar eða þrisvar tólgarbelgi hina sömu; þrisvar var hann heppinú og vanst ekki víð honum að sjá. Hældi hann sér fyrir það við kömpána sina. En nú var þessi missiri og hinn fyrri kornvara ærið dýr og liart i ári. Það varð og eitt sinn að því sannorðir menn liafa frá sagt, er fsleifur var i Reykja- vík, að liann hafði levnst eftir tíðir í kirkjunni, en er erinda einhverra var í hana gengið, sáu þeir inn gengu í hana, mann þar inni á svörtum kufli yzt fata; varð ísleifur þess var, er liann gætti nokkurs i kirkjuloftinu. Vildi hann þá eigi bíða og stökk út af loftsdyrunum niður á jafn- sléttu, en eigi er þess getið að hann meiddist. 1) Westy Petræus, sem fyrst var verzlunarstjóri hjá Trampe greifa, sem hér var stiptamtmaður á dögum Jörundar hundadagakónungs, síðar kaupmað- ur i Reykjavík. Var það vogunarráð rnikið, og varð eigi fest fang á honum. En það varð nú, er ísleifur fór norður, að liann greip hest í Fossvogi, skarnmt i'rá Reykjavík, og annan á Mosfelísheiði í Vil- horgarkeldu frá Grímsnesingum, én ef svo var vita menn eigi til, að ákærður væri hann síðar um þann hest. Eftir það ísleifur köm norður eignuðu menn honum stuldi, og var kallað hann hefði ýmsa iil nteð sór, þvi svo rnátti hann ræða fyrir kumpánum sinum, að svo var sem hugur hlægi við honutn. Var þá mest drótíuð að honum sauðataka og þeirn, er hann‘sendi lil þess. Eigi er heldur Ijóst, hvort allt var svo sem hann var grunáður um, því orð lék á, að hann færi og annar strákur með honum, er Sveinn Kárssöii hét, norður í Ytri-Laxárdal og stæli sauðum t Tindastól ofan Atlastaða, er eyðijörð er. En það var síðan að fóli nokkur fyndist hjá ísleifi, þó eigi alhnikiM, en ákærðúr var liánn'um stuld íyrir Sigurði sýslumanni Húnvetnifíga Snorrá- syni1). Þingaði ltann máli því á Engihlíðarþingi og dæmdi ltonurn 21 vandarhagga liegningu2), og var hann þá hýddúr. Aúmkuðu margic óhamingju ltans, svo gerfiíegur sem hann var. En þar segja menn, að eftir um sumarið stæli hann Jiesti úr Reykjavík. 1) 1805—13. Rjó á Stóru-Giljá. 2) Þetta cr ekki rétt; dóminn kvaS Frydensberg bæjarfógeti í Reykjavik upp i lögréglurétti • par, 3. júní 1809. Franth.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.