Vísir - 29.03.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 29.03.1935, Blaðsíða 2
IJtföi* Jóns Þorlákssonar Útför Jóns heitins Þorlákssonar borgarstjóra fór frara í gær. Fán- ar voru dregnir í hálfa stöng um allan bæinn og voru margir þeirra vafÖir sorgarslæÖum. Frá hádegi var búÖum og skrifstof.um lókaÖ og kyrlátt í bærnun. Þegar eftir há- degi fór fólk að safnast saman í Bankastræti, þar sein heimili hins látna var, og i nánd viÖ dómkirkj- una og Alþingishúsið. Bæjarbúar voru einhuga í að votta hinum látna leiðtoga í stjórnmálum og bæjar- málum hinstu virðingu. Útförin hófst með húskveðju á heimili hins látna, Bankastræti n. Kistan var blómum skreytt og á henni voru þrír silfurskildir. Var einn frá Alþingi, annar frá lands- málafélaginu Verði og sá þriðjí frá Timburverslun Árna Jónssonar. Þá er Karlakór Reykjavíkur hafði sungið sálminn „Góður eng- ill guðs oss leiðir“, flutti síra Frið- rik Hallgrimsson húskveðju og að ræðunni lokinni söng kórinn sálm- inn „Vertu hjá mér, halla tekur degi“. Frá heimilinu og út í líkvagninn var kistan Ixjrin af meðeiganda og framkvæmdárstjóra firmans J. Þor- láksson & Norðmann og starfs- mönnum þess. Á undan líkfylgdinni í kirkju gengu tvær fylkingar með fána vafða sorgarslæðum, Verslunar- mannafélag Reykjavíkur og skátar. Á gangstéttum beggja megin gatna þeirra í miðbænum, er líkfylgdin fór um, var krökt af fólki, sem sýndi hinum látna borgarstjóra virðingu með því að taka ofan eða hneigja höfði meðan líkvagninn fór fram hjá. Þegar líkfylgdin beygði inn í Pósthússtræti, lék Lúðrasveit Reykjavíkur, sem var á Austur- velli, sorgargöngulag. Dómkirkjan var fagurlega skreytt og hafði Kvenfél. Hring- urinn annast skreytinguna. í kirkj- unni var, áður en líkfylgdin kom, hvert sæti skipað, nema þau, sem ætluð voru nánustu vin- um og vandamönnum hins látna. Á instu bekkjuin að sunnanverðu sátu þingmenn, bæjarfulltrúar og fulltrúar erlendra ríkja. Átta þing- menn úr Sjálfstæðisflokknum báru líkið í kirkju, þeir, sem lengst höfðu starfað með Jóni Þorláks- syni. Félagsmenn úr Heimdalli héldu vörð við kistuna meðan kirkjuathöfnin fór fram. Úrvalsflokkur úr Karlakór Reykjavíkur söng nú sálminn „A hendur fel þú honum“, en því næst flutti síra Bjarni Jónsson líkræð- una. Lagði hann út af orðunum: „Foringja veittu forustu — fyrir það lofið Drottin“. Að ræðu hans lokinni var sunginn sálmur og því næst flutti sira Friðrik Hallgríms- son ræðu 'og lagði út af orðunum: „Göfugmennið hefir göfug á- form og stendur stöðugur í því, sem göfuglegt er.“ Úr kirkju báru kistuna átta bæj- arfulltrúar, fimm úr Sjálfstæðis- flokknum og þrir úr Alþýðuflokkn- um. Fyrir utan kirkjudyrnar tóku við kistunni átta af starfsmönnum bæjarins og báru hana í anddyri þinghússins. Var fordyrí hússins fánum skreytt. Voru þar fyrir þing- menn allir. Þar flutti Jón Baldvinsson, for- seti sameinaðs þings, kveðju frá Alþingi. Kveðjuorð alþingis. „Iunan veggja Alþingishússins eru ráðin úrslit þjóðmálanna, þar eru sennur háðar, þar eru sigrar unnir og þar tapast mál, en þar 'er og saminn frið.ur ,um málefni þjóð- arinnar. Um margra ára skeið ±ök Jón Þorláksson þátt í stjórnmálabarátt- unni á Alþingi. Hann vann þar sigra, hann tapaði málum, sem hvort tveggja ber við hjá oss al- þingismönnum, en það mun viður- kent af andstæðingum Jóns Þor- lákssonar og dáð af floklvsmönnum hans, liversu vel og drengilega hann hélt á sínum málum, hvort sem var til sóknar eða varnar, og þeim eru minnisstæðir kostir og miklir liæfi- leikar stjórnmálamannsins, jafnt samflokksmönnum sem andstæð- ingum um stefnumál. En minnisstæðast er mér það, að siðasta verk Jóns Þorlákssonar á Alþingi var það, að semja frið, ganga til sátta í einhverju hinu við- kvæmasta stórmáli, sem uppi hefir verið á síðustu tímum. Eftir úrslit þess rnáls braut hann sjálfur " blað um þátttöku í þingmálum og gaf eigi kost á sér til þingmensku aftur. Jón Þorláksson mun skipa virðu- legan sess sem stjórnmálamaður í sögu samtíðar sinnar. Vér alþingisinenn vottum hinum látna leiðtoga virðingu vora ein- mitt í þessu húsi, Alþingishúsinu, sem geymir svo margar minningar um baráttu, sigra og ósigra i þjóð- málum vor íslendinga og þar sem Jón Þorláksson, meðan hann átti sæti á Alþingi, var í fremstu röð hinna áhrifaríkustu stjórnmála- manna. i Eg flyt hinum framliðna for- ingja hinstu kveðju í nafni Al- þingis.“ —o— Kveðja Sjálfsíæðisflokksins. Þar næst flutti Ólafur Thors, alþm., svohljóðandi kveðju frá Sjálfstæöisflokknum: Þegar fregnin um andlát þitt barst út um bæinn og sveif það- an fram til instu dala og út a ystu annes, lagðist. þung sorg yfir þjóð þína. Á þeim degi skildum við Sjálfstæðismenn að þú varst eigi aðeins horfinn sjónum okk- ar, heldur varst þú og horfinn úr eign okkar og yfir í eigu allrar þjóðarinnar, eins og aðrir mætustu synir hennar höfðu gert á undan þér þegar dauðinn sætti dægurþrasið. í augum okkar Sjálfstæðis- manna varst þú altaf stór, hvar sem þú fórst, en þó hvergi stærri en í verkum þínum innan þessara veggja. Þingmenska þín var svo frá- bær, að þú hafðir jafnan yfir- sýn yfir hvert mál þingsins. Þinglegur ræðuskörungur varst þu meiri en nokkur annar sem setið hefir á þingbekkjum í þessu húsi. Ráðherradómur þinn var svo virðulegur að við flokksbræður þínir mikluðumst altaf af þér, og eigum við þér þó mest upp að unna sem for- ingja. Þú hefir skapað þingflokk okkar í þeim skilningi, að und- ir forystu þína og fána skipuðu sér menn, sem að vísu, vegna lyndisfars og skoðana áttu sam- leið á stjórnmálabrautinni, en einmitt vegna einstaklings- hyggjunnar þoldu öll flokks- bönd illa, og alveg er óvíst að hefðu nokkru sinni náð saman, ef merki þitt hefði ekki verið dregið við hún. Þar mættust frumherjar flokks okkar. Þú sameinaðir þá sem saman eiga, og nú þegar þú fellur frá er það, næst trúnni á málstað okkar, þér að þakka, yfirburða vits- munum þínum og skapmikilli ró og festu, þér sjálfum, per- sónu þinni, að flokkurinn stend- ur sem samstilt heild samherja og vina. Þú hafðir oft á orði að yfir- gefa þingstörfin, en lést þó altaf þörf okkar og óskir sitja í fyr- irrúmi fyrir lífsnauðsyn sjálfs þín. Og þegar við svo loks fengum vitneskju um óbifanlega ákvörðun þína, beygðum við okkur daprir fyrir rökum þín- um, sem því miður hafa nú reynst alt of rétt. Þegar við mistum þig frá þingstörfunum var okkur mikil huggun í þeirri von, að geta enn um skeið fært vitsmuni þína og þekkingu inn í sali Alþingis. Nú þegar sú von er einnig frá okkur tekin, kveðjum við þig harmþrungnir og færum þér hjartfólgnar þakkir. Skuld okkar við þig munum við best gjalda með því að reyna að hefja merki okkar fallna foringja og hafa þig til fyrirmyndar í stjórnmálabarátt- unni. Far þú í fríði frábæri foringi og elskulegi vinur. Drottinn blessi þig og varð- veiti. Forsetar Alþingis og fulltrúar þingflokkanna báru kistuna inn í þinghúsið og út úr því. Þegar kistan var borin úr húsinu að lík- vagninum lék Lúðrasveit Reykja- víkur „Ó, guð vors lands“. Því næst var haldið af stað frá þing- húsinu suður í gamla kirkjugar'S- inn. Var athöfnunum í kirkjunni og þinghúsinu útvarpa'S. Fyrir líkfylgdinni suöur í kirkjugarð gengu fylkingar lögreglumanna, slöikkviliðsmanna, Verslunar- mannafél. Reykjavíkur og skáta. lönaðarmenn báru kistuna fyrsta spölinn inn í garðinn, þá tók við stjórn Varðarfélagsins, en félag- ar úr Verkfræðingafélaginu báru kistuna síðasta spölinn að gröfinni. Hluttekningarskeyti bárust frú Ingibjörgu Cl. Þorláksson frá miklum fjölda opinberra stofnana, einstaklinga og félaga, og afar mikið af blómsveigum, m. a. frá konungi og drotningu íslands og Danmerkur. Traustið. „Honum var óhætt að treysta. Það vissum við allir“. Það mun elcki ofmælt, að Jón Þorláksson borgarstjóri liafi orðið liarmdauði öllum íslendingum. — Ritsljóri Visis álli í gær lal við verkamann einn liér í bæn- um, og lét liann 'i ljós einlæg- an söknuð yfir þeim mikla missi, sem þjóðin öll hefði orð- ið fyrir í láti borgarstjórans, og þá fyrst oí* fremst Reykvík- ingar. — Hann sagði, þessi drengilegi maður, að liann liefði ekki verið samlierji J. Þ. i stjórnmálum. Það hefði at- vikast svo, að hann liefði alt af verið andstæðingur lians. Hann kvaðst ekki liafa gert sér þess neina ljósa grein, hvern- ig á þvi liefði staðið. Hann liefði bara verið á móti Jóni Þorlákssyni og á móti öllum sjálfstæðismönnum. — En liann bætti þvi við, að vafalaust væri fráfall J. Þ. þungbærasta tjónið, sem þjóð- ina Iiefði getað lient i eins manns láti nú sem stæði. Það væri nú einhvern veginn svona, að allir hefði treyst honum i raun og' veru — allir vitað með sjálfum sér, að liann gerði það eitt, er hann hugði hagkvæm- ast og réttast. Eg er'ekki einn um þessa skoðun, sagði maður- inn. Mér er óhætt að fullyrða, að meðal minna lílca og þeirra, sem eg þeklti hest, er hún mjög almenn. Honum var óhætt að treijsta. Það vissum við allir. Það er vafalaust sjaldgæft um stjórnmálaforingja, aö þeir njóti jafn-almenns trausts og óskoraðs, eins og Jón Þorlóks- son mun Iiafa notið. Sumir foringjar njóta einskis trausts í öðrum flokkum en sínum eigin. Aðrir verða jafnvel að láta sér lynda, að flokksmenn- irnir treysti þeim ekki hlílar, auk heldur þá aðrir. Og samt geta þeir hangið i foringjasæti ár eftir ár. — En Jón Þorláks- son, liinn kyrláti og fáláli mað- ur, liefir að þvi er virðist, á- unnið sér traust nálega hvérs einasta manns. Það er gott að liafa ált slíkan foringja. Og slíkra manna er gott að minn- ast. -— Það leyndi sér elcki við út- för Jóns Þorlákssonar í gær, hver ítök hann liefir átt i hug- um manna. — Jarðarförin var sennilega hin lang-fjölmenn- asta, sem fram hefir farið liér á landi. Hún mundi þó liafa orðiö enn fjölmennari, cf at- höfninni í dómkirkju og þing- húsi hefði ckki verið útvarpað. Margir hugsuðu sem svo, að úr þvi að þeir hefði útvarpið, væri elcki vert að vera að ó- maka sig niður i kirkju, enda mundi þar hvert sæti skipað og allir gangar troðfullir af fólki löngu áður en athöfnin ætti að hefjast. Veður var og hráslagalegt og kalt, en lasleiki mikill í bænum, svo að ýmsir kveinkuðu sér við því, að standa lengi undir beru lofti. Samt var það svo, að mikil þröng manna var fyrir dyrum úti og i sundinu milli Alþingis- húss og kirkju, meðan atliöfn- Mjólkurdeilan. Hermann Jónasson berst af miklum ákafa á mótí öllum lagfæring-um á mjólkurlögunum — en lofar umbótum á framkvæmd lagunna án lagabreytinga! Hermann Jónasson, forsætis- og landbúnaðarráðlierra, hefir valið sér skoplegt lilutverk í mjólkurmálinu. Hann liefir af alefli lagst á móti því, að nokkur breyting verði gerð á mjólkurlögunum á þessu þingi og jafnvel kveðið svo fast að, að menn liafa skilið það svo, að liann ætli sér að gera það að frá- fararsök fyrir ráðuneytið, ef nokkur breyting yrði á lögunum gerð. Hins vegar liefir liann svo lýst yfir því, að liann mundi fús til þess að gera þær tvær höfuðbreytingar á framkvæmd mjólknrlaganna, sem um hefir verið rætl að gera með laga- breytingu! , Það er nú alveg tvímælalaust, að önnur liöfuðbreytingin, sem um hefir verið rætt, lieimildin til ótakmarkaðrar sölu á ógeril- sneyddri (en kaldhreinsaðri) mjólk frá sölumiðstöð, er ósam- rýmanleg mjólkurlögunum eins og þau eru. Auk þess hefir ráð- lierrann líka lagst allfast á móti þessari breytingu og talið hana óheppilega og til skemda, en þó liefir hann tjáð sig fúsan til að koma lienni i framkvæmd, að lögunum óbreyttum! Honum virðist þannig vera það geðfeld- ara, að framkvæma það, sem liann telur rangt, algerlega á eigin ábyrgð þvert ofan í skýr lágaákvæði, heldur en að fá til jóe^s lagaheimild! Þýssi afstaða ráðherrans er , niöuiium gersamlega óskiljan- \e». Menn liefðu skilið það, ef riyilierrann liefði þverneitað að unia því, að slík breyting yrði gerð á lögunum, ef hann hefði jafnframt lýst yfir því, að hann vildi ekki framkvæma lögin þannig breytt, af því að ótak- mörkuð sala á ógerilsneyddri mjólk væri skaðleg. En nú seg- ir liann, a'ð slik sala á ógeril- sneyddri mjólk sé að visu vissu- lega skaðleg, en hann skuli þó vinna. að, því, að hún komist í framkvæmd, en að því tilskildu, að lagaheimild verði eltki veitt til þess!! Og ráðherrann leikur þelta skophlutverk sitt af svo mikilli alvöru og slíkum ákafa, að mönnum getur ekki dulist það, að honum er það alveg óafvit- andi. En einmitt þess vegna verður það enn þá skoplegra. in fór fram. Væri óskanda, að engum ju-ði meint við að hafa staðið þar i sveljandanum. Hluslað mun hafa verið með é alhjrgli um land alt, er liinn ágæti foringi var kvaddur liinsta sinni. Þau eiga vel við, er minst er fráfalls og útfarar Jóns Þor- lákssonar, liin fögru orð Jón- asar Hallgrímssonar í Magn- úsarkviðu: Úti sat und livítum alda faldi fjallkonan snjalla fögur ofan lög; sá hún þar á, er eybúa grúi mesta manns að flestu moldu vígði hold. Ráðherrann lýsti því nú enn- fremur yfir, að hann mundi vinna að því, að framleiðendnr fengi stjórn mjólkursölunnar í sínar hendur frá 1. mai n. k., en liann vildi þó með engu móti láta samþykkja þær breytingar á lögunum, sem að því lúta!! En það virðist nú líka svo sem liann vilji húa nokkuð á annan veg um þá linúta lieldur en meirihluti landbúnaðarnefndar ætlaðist til. Tilganguy meiri hluta landbúnaðarnefndar var sá, að tryggja það, að sljórn samsölunnar yrði „ópólitísk“. Og sú krafa er borin fram í samráði við allan þorra mjólk- urframleiðanda á verðlagssvæði Reykjavikur. Það er alment lit- ið svo á, að hin pólitíska skipun á sljórn samsölunnar (mjólkur- sölunefndpr) sé undirrót þess vandræðaástands, sem mjólkur- salan er komin í. Og þetta er samhuga álit manna af öllum flokkum, eins og kunnugt er, og þess vegna krefjast framleið- endur þess, að fá stjórn mjólk- ursamsölunnar í sínar hendur. — Og ráðherrann lætur í veðri vaka, að hann vilji lika vinna að þessu — einnig án lagahreyt- ingar. En hann vill þó ekki hafa stjórn samsölunnar skipaða framleiðendum einum, eins og gert var ráð fyrir í tillögum meiri hluta landbúnaðarnefnd- ar. Hinsvegar kveðst hann munu koma því svo fyrir, að framleiðendur skipi meiri hluta stjórnarinnar. — En það er ber- sýnilega tilgangur lians, að halda fast við pólitíska skipun samsölustjórnarinnar, þannig, að jafnvel þó að framleiðendur séu þar i nieiri hluta, þá verði einnig til annar meiri hluti i stjórninni, þ. e. pólitískur meiri hluti. Þessu má koma til leiðar t. d. með því að láta fram- leiðendur skipa þrjá menn af fimm í stjórnina en ráðherra skipi tvo. En mcð því væri á engan hátt fullnægt kröfum framleiðanda. í þessari 5 manna stjórn samsölunnar mundu sennilega eiga sæti: Egill í Sig- túnum, síra Sveinbjörn og Guðm. R. Oddsson og verða þar í meiri lilula. Og liver yrði þá brey tingin ? Það er nú talið fullvíst, að mjólkurneyslan hér í bænum muni vera 1000—2000 litrum minni á dag að meðaltali held- ur en verið hefir að undanförnu. Mjólkurframleiðendur úr öllum flokkum liafa tekið saman höndum lil þess að ráða hót á þessu. En ríkisstjórnin heitir öllu sínu áhrifavaldi til þess að koma í veg fyrir það, að nokk- ur lagfæring fáist. „Skipulagn- ing“ mjólkursölunnar, sem i orði kveðnu átti að verða mjólkurframleiðöndum til hagsbóta, hefir frá upphafi verið notuð sem féþúfa fyrir stjórnarflokkana. Á þessu mundi verða snögg breyting, ef framleiðendur fengi öll yfirráð ýfir mjólkursölunni í sínar hendur. — Þess vegna lcggur ríkisstjórnin nú blátt bann við því, að nokkur breyting verði gerð á mjólkurlögunum, og kúgar flokksmenn sína í þing- inu til að falla frá öllum slikum kröfum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.