Vísir - 10.04.1935, Side 2

Vísir - 10.04.1935, Side 2
VISIR Meiri ræktun. - Mein mjúik. - Meiri atrinna. Síf Jofrn Simon vonlítill um úrslitasam- komulag í Stresa. London, 9. apríl. FB. í ræöu, sem Sir John Simon flutti í neðri málstofunni í dag', komst hann svo að orði, að SIR JOHN SIMON hann gerði sér eklci vonir mn, að úrslitasamkomulag næðist á ráðstefnunni í Stresa. Hann neitaði að skýra frá því að svo stöddu livaða ákvarðanir hefði verið teknar um stefnu þá, sem fulltrúar Breta ætluðu að fylgja á ráðstefnunni. (United Press). Sir John Simon skýrir frá víg- búnaðarkröfum Þjóðverja. London io. apríl. FB. Simon utanríkismálará'Sherra hefir nú sagt frá einstökum at- riðum úr viðtali sínu við Hitler í Berlín á dögunum. M. a. haf'Si Hitler fari'ð fram á, að viður- kendur yröi réttur Þjóðverja til þess að hafa 36 herfylki eða alt að því 550,000 manna friöartíma- her, að smálestatala þýska her- skipaflotans yrði ákveðin 35% af smálestatölu breska flotans og loks, að Þjóverjar fengi viöurkent jafnrétti á við Breta og Frakka atS því er hernaðarflugvélar snert- ir. (United Press). Þýska píkisstj ópnin samþykkir að lána Rússum 200 miljónir ríkismarka. Berlín, 9. apríl. FB. Þýska ríkisstjórnin hefir und- irskrifað samning við Rússa viðvikjandi láni að upphæð 200 milj. rikismarka, til kaupa á vélum í Þýskalandi. Lánið verður endurgreitt að nokkuru í peningum, að nokkuru með málmgrjóti, aðallega „manga- nese“. (United Press). Samkomnlagsnmleitanir Rnssa og Frakka. París 10. apríl. FB. Tilkynt hefir verið, að milli La- vals utanríkisráðherra og Potem- kins sendiherra sóvétstjórnarinnar í París hafi náðst samkomulag, sem miíSar að því, að Rússar og Frakkar taki til sérstakrar athug- unar hvemig gera megi ráöstafan- ir til þess aö koma í veg fyrir, aö þjóðirnar viröi ekki 10., 16. og 17. grein sáttmála þjóðabandalagsins. Veröur þetta tekiö til nákvæmr- ar athugunar, þegar Laval innan skamms fer til Moskwa. (United Press). CJtan af landL Skíðafólk lendir í hrakningum. Siglufiröi 9. apríl. FÚ. í fyrradag kl. 14 fóru úr Haga- nesvík áleiöis hingaö til Siglu- fjarðar á skíöum Sigríöur Stefáns- dóttir og Aöalsteinn Gunnlaugs- son. — Á Siglufjarðarskarði var ofsaveður og kafaldshríö og treystu þau sér eigi til Siglufjarö- ar og ekki heldur til baka vestur í Fljót. Dimmdi óðum af hríö og nóttu, og grófu þau sig í fönn vestan skarðsins og hýrðust þar til kl. 4 næsta morgun. Veður var þá betra og lögöu þau af staö til Siglufjarðar og komu aö Skarö- dal kl. 7)4 um morguninn en þetta er tæplega klukkustundar leið. — Voru þau þrekuð af kulda og þreytu og dvöldu þar fram til mið- aftans, og voru síðan flutt á sleða til bæjarins. Nú hafa þau að mestu leyti náð sér. Hvorugt hefir kalið en Aðalsteinn er meiddur í and- liti eftir skara. Bæjargjaldkeraembætti. Á fundi bæjarstjómar Siglu- fjarðar í gærkveldi var samþykt aö stofna sérstakt bæjargjaldkera- embætti frá 1. júní næstkomandi. Skal gjaldkeri hafa á hendi reikn- ingshald alt og innheimtu að und- anskildum hafnargjöldum, sem verða áfram í höndum bæjar- fógeta. Bæjarvinna á Siglufirði. Kröfu sameiginlegs fundar Verkamannafélags Siglufjaröar og Verkakvennafélagsins Óskar, um að bæjarstjórn hefji nú þegar at- vinnubótavinnu, var vísað frá með skírskotun tij fyrri sanfþyktar bæjarstjórnar, um, að skora á for- menn fastanefnda að hefja skuli þá bæjarvinnu, sem nefndirnar hafa yfir að ráða, undir eins og tíðarfar leyfir. Eg Iiefi reynt að fylgjast með því, sein fram héfir komið oji- inherlega i mjólkurmálunum. Og mér liefir ekki getað skilist, að þar mundi neinnar leiðrétt- ingar að vænta. Stjórnarliðið drap allar tillögur í þá átt í þinginu. Svokallaður forsætis- ráðherra jióttist mundu geta lagað ýmsa galla á framkvæmd mjólkurlaganna, án nýrrar lagaheimildar. Og svo er að sjá, sem stöku maður liafi lagt hálf- gerðan trúnað á það, að hann liefði einhverjar umbætur 1 huga. En það er valt að treysta slíku. Hill mun heldur, að liann ætli sér engu að breyta, því er máli skiftir cða nokkurt gagn er að. Hugsanlegt er þó, að hann hniki einhverju til, en það verða • þá líklega einhver smá- vægileg atriði, sem engu máli skifta frá sjónarmiði bæjarbúa, frá sjónarmiði neytanda. Menn geta reitt sig á það, að mjólkursölunefndin verður eft- ir sem áður þannig skipuð, að þar ræður pólitískur (rauður) meiri hluti. Sveinbjörn klerkur verður eftir sem áður látinn dingla í formannssætinu og Egill að austan látinn sitja kyr við lilið hans. — Það er ofmikil trúgirni og ofmikill harnaskap- ur, að láta sér detta i hug, að nokkuð verði gert með hag Reykvíkinga, hag neytandanna fyrir augum. Eg vildi nú leyfa mér að beina þeirri spurningu til bæjarstjórn- ar, hvað hún hafi hugsað sér að gera í mjólkurmálinu. Borgar- arnir virðast eiga fulla heimt- ingu á því, að stjórnarvöld bæj- arins láti þetta mál að einhverju til sín taka. Mér finst það vera skylda bæjarstjórnarinnar, að gera alt, sem i hennar valdi stendur, til þess að bæjarbúar geti fengið leiðréttingar á þeim mikla órétti, sem þeir hafa verið heittir í mjólkurmálun- um. Mjólkurframleiðendur liér á bæjarlandinu hafa orðið fyrir þungum búsifjum af hálfu stjórnarvaldanna. Það hefir verið ráðist á atvinnuveg þeirra með það takmark fyrir augum, að leggja liann í rústir. — Þetta er bein og alveg ótvíræð árás á hag bæjarfélagsins í heild sinni, þó að hún beinist að ákveðnum mönnmn, því að liagur bæjar- ins er undir því kominn, að at- vinnuvegirnir blessist og geti borið sig. Komi rauðliðar því ætlunarverki sínu í fram- kvæmd, að eyðileggja mjólkur- framleiðsluna hér, þá munu þeir óðara færa sig upp á skaft- ið, og taka aðrar atvinnugrein- ir svipuðum tökum. Bæjarbú- ar og stjórnarvöld bæjarins verða að gæta þess, að það eru fjandmenn bæjarins, sem hér eru að verki, — rauðir menn, sem ætla sér að kvista niður alt fjálst atvinnulíf í þess- um bæ smám saman, eftir þvi sem þeir hafa aðstöðu til og bolmagn. — -—o— Eins og allir vita, er nú hið mesta atvinnuleysi liér í bæn- um. Atvinnuleysið er að verða hreinasta bæjarböl, og það eru, því miður, litlar horfur á þvi, að úr slíku böli verði bætt nema með því, að auka til muna þann atvinnurekstur sem fyrir er eða taka upp nýjar atvinnu- greinir. — Væri nú ekki rétt að hefjast handa um stórum aukna rækt- un á bæjarlandinu, með það fyrir augum, að auka atvinnuna og auka mjólkurframleiðsluna? — Reykvíkingar eiga að stefna að því, að framleiða svo mikla mjólk, að þeir þurfi ekki að seilast til mjólkurkaupa austur i sveitir eða upp i Borgarfjörð. Nærsveitirnar ætti að gela lagt til þá mjólk, sem Reykvikingar þurfa á að.halda umfram eigin framleiðslu. í Mosfellssveit, Kjalarnesi og Kjós liagar vel til um ræktun, svo að þaðan ætti að geta komið gnægð mjólkur. Það er talið, að bæjarbúa vanti mjólk úr 1300 kúm, til þess að vera sjálfum sér nógir. — Bærinn gæti sluðlað að því með ýmsu móti, að borgurun- um yrði kleift að framleiða svo sem helming þeirrar mjólkur, áður en mjög langt um liði. — Eða meira eða .minna, ef tir því sem til hagaði lijá hændum hér i nærsveitunum. — Þeirra er markaðurinn hér í Reykjavík, að svo miklu leyti, sem fram- leiðsla bæjarbúa sjálffa hrekk- ur ekki til. Það er fullkomin raun hverj- um manni, að hugsa til þess og horfa upp á það í aðgerðaleysi, að rauða liðið ráðist á atvinnu- greinir höfuðstaðarins og leggi þær í rústir liverja á fælur ann- ari. Og það er skylda stjórnar- valdanna hér — þ. e. bæjar- stjórnarinnar — að vera þar dyggilega á verði og hefjast handa, þegar voði stendur fyrir dyrum. — Það er sjálfsagt gott að fara varlega, rasa ekki fyrir ráð fram og hugsa sig vel um. — En líklega væri þó ekki úr vegi, að bæjarstjórnin rumskaði, áð- ur en búið er að klæða borgar- ana úr skyrtunni. Leikhúsid. René Fauchois: Varið yður á málningunni. Gamanleikur í 3 þáttum. Leikstjóri: Gunn- ar Hansen. Þýðandi: Páll Skúlason. Loksins náöi Leikfélagiö sér niöri á þessu leikári. Nú sýnir það ágætan gamanleik, sem hefir far- ið sigurför um álfuna og mun vafalaust fá hinar bestu viötökur hér líka. Þó að áhorfendur að vísu muni sitja skellihlæjandi svo til sleitulaust gegnum þættina, þá er leikritið þrátt fyrir allan gáskann fjarri því að vera alvörulaust. Þar er sýnt, hvernig skikkanlegir meðalmenn, sem róla andlaust gegum tilveruna með seinagangi brauðstritsins, alt í einu umhverf- ast og verða að hálfgerðum villi- dýrum, ef þeir finna þefinn af peningum og vilja þá komast yfir þá bæði meö réttu og röngu. Þetta er ádeila fransks höfundar á gall- verskt lundarfar; þaö er gert mik- iö orö á hinni miklu ytri fágun og kurteisi Frakka, en þeir, sem kynnast þeim nánar, virðast þeir í þeim efnum vera rétt eins og fólk gerist og gengur, en á hitt minnast fáir, að þeir eru nirflar meö afbrigðum og einstaklega peningagjarnir. Það er fyrir þetta, sem höf. er að draga landa sína sundur í háðinu í þessu leikriti. Þaö munu vera færri leikrit, sem hafa fengið betri meðferð hjá leikfélaginu en þetta. Frágangur- inn var í heild sinni ágætur, — allur mjög jafn og bláþráðalítill. Þaö eru þau Brynjólfur Jóhann- esson og Arndís Björnsdóttir, sem eru aöalpersónurnar, en ekki Gunnþórunn Halldórsdóttir, eins og Iofaðj er á götuauglýsingunum. Brynjólfur hefir hér enn eina ferð- ina skapað mikið hlutverk, vafa- laust eitt með bestu hlutverkum sínum, og eru þau þó orðin mörg góð hjá honum. Hann er fjörugur og snarborulegur, og hendist eöli- lega milli allra geðbrigöa hlut- verksins. Ungfrú Arndís sýndi giftingarsjúkt, peningagráðugt, eigingjarnt, hjartalaust og móöur- sjúkt stelputrippi, sem gat brugö- iö sér í alla hami, ei? þó svo, aö altaf skein í úlfinn undir gærunni. í þessu hlutverki var það sérstak- lega leikni hennar og lipurð, sem kom í ljós. Ungfrú Gunnþórunn lék gamla, geðprúða og hjartagóða vinnustúlku mikið vel, en hinir eölilegu leikhæfileikar Gunnþór- unnar eru reyndar á öðru sviði, svo hún gat nú ekki komið bestu leikkostum sínum við, enda sam- svaraði hún tæplega þeirri hug- mynd, sem maður hafði gert sér um persónuna. Alfred Andrésson, lék brellinn og léttúðugan málara, sem er af þeirri gerö, að hann segir ekki satt nema hann þurfi þess, og aö hann mundi koma inn bakdyrameginn, ef honum væri fleygt út um forstofudyrnar; öllu þessu náði Alfreð og lék snar- kvikt og hjólliðugt. Frú Marta Indriðadóttir lék konu, sem var upp á sitt besta um aldamótin síð- ustu, innantóma og tækifærissinn- aða, og náði ágætlega þeim flótta- og fláttskaparbrag, sem yfir hlut- verkinu er. Þóra Borg, Gestur Pálsson og Valur Gíslason gerðu litlum hlutverkum góð skil; voru þau Þóra og Gestur sérstaklega skemtileg, þegar þau stóðu sam- ;SÍða og lásu upphátt bréf, sem þau höfðu fengið hvort frá öðru, en gerfið á Val var prýðilegt. Leikur Þorsteins O. Stephensen bar vott um ágætan skilning á hlutverkinu, en það var farið með það fullþungt og hátíðlega, og það vantaði alveg í það þá gallversku ákefð, sem er í öllum Frökkum, jafnvel þótt alvörumenn séu; Leik- ur hans stakk því eilítið í stúf, en alls ekki svo að sakaði. Leikstjórnin virðist hafa farið Gunnari Hansen prýðilega úr hendi, og þýðingin hjá Páli Skúla- syni var sæmilega liðug, enda þótt skorti nokkuð á það í fyrsta þætti, ef má marka eyrað. Um leikskrána verður að geta þess, að prófarkalesturinn á henni er hneykslanlegur. Um grein Bjarna Guðmundssonar um leik- hátíðina í Moskva, er það að segja, að hún er mjög ósamboðin því, sem hún er að lýsa; hugsanir þær, sem fram eru settar standa oft skakt af sér hverjar við aðra og höf. er svo nálægt að vera óskrifandi, eða kastar svo til verksins höndunum, að það á ekk- ert að sjást eftir hann á prenti, nema hann geri betur. Það morar af dæmum þess i greininni, enda þótt slept sé að tilgreina dæmi hér. Mín vegna má hver maður hafa hvaða pólitíska skoðun sem hann vill og þá líka vera kommúnisti, enda vil eg fá að hafa mína skoð- un í friði, en það er alveg tilefnis- laust og einstaklega smekklaust af höf. að þurfa að viðra það í þess- ari grein, að hann sé kommúnisti, með því að kalla forstjóra barna- leikhússins í Moskva „fél.“ Nata- lía Sats; alt verður að vera á rétt- um stað og réttri stundu, og slíkt líka. Það skortir ekki tækifærin sem við eiga, til að koma slíku á loft. Það er ekki efamál, að leikfélag- ið hefir að þessu sinni hitt smekk almennings, og að þar muni verða fult hús kveld eftir kveld, ef inn- flúensan skreppur þar ekki fyrir. G. J. Grets Llnck Scheving og Öskar G. Scheving. —o— Sýning þeirra hjóna á Hverfis- göu 4, sem verður opin um nokk- urn tíma, hefir vakið eftirtekt þeirra, sem þangað hafa komið. Við, sem þekkjmn Scheving og höfum fylgst með honuin á skól- um erlendis undrumst j)aö ekki, að frá honum komi góð verk til gleði þeim, er listum unna. Snenuna bar á persónulegum skilningi hjá houm á viðfangsefn- unum og löngun eftir að færa sér í nyt reynslu annara og jiekkingu. Hann er j>ví mentaður rnálari og hæfileikum gæddur. Það sem þau hjónin sýna Reyk- víkingum í þetta sinn, er næsta ó- vanalegt hér á landi og getur ver- ið að sumir eigi í fljótu bragði erfitt með að átta sig á svo ein- kennilega máluðum myndum. En j)ví fjölbreyttari sem málverka- sýningar listamanna eru, því meiri ánægja og hressing er að því að koma og sjá þær. Og þessa sýn- ingu ættu sem flestir að skoða, því hún örfar til áhuga og dáða, eins og öll góð list gerir. Sv. Þ. Föstuguðsþjónustur í kveld: í dómkirkjunni: Kl. 8)4, síra Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni: Kl. 8)4, síra Árni Sigurðsson. í fríkirkjunni í Hafnarfirði: Kl.. 8)4, sira Jón Auðuns. Veðrið í morgun: í Reykjavík — 1 stig, Bolungar- vík — 5, Akureyri — 1, Skála- nesi o, Vestmannaeyjum 1, Sandi — 2, Kvígindisdal — 4, Hesteyri — 6, Gjögri — 5, Blönduósi — 3, Siglunesi -j- 5, Grímsey — 3, Rauf- arhöfn — 1, Skálum —• 1, Fagra- dal — 1, Hólum í Hornafirði 3, Fagurhólsmýri 5, Reykjanesi — 2, Færeyjum 3 stig. Mestur hiti hér i gær 4 stig, mest frost 2 stig. Sólskin 13,5 st. Yfirlit: Alldjúp lægð við vesturströnd Skotlands á liægri hreyfingu norðausur eftir. Horfur: Suðvesturland, Faxaflóí, Breiðafjörður: Hvass norðaustan. Víðast bjartviðri. Vestfirðir, fforð- urland, norðausturland, Austfirð- ir: All hvass norðaustan; Hríðar- veður. Suðausturland: Allhvass norðaustan. Víðast úrkomulaust. Siglfirskir rafvirkjar hafa samþykt áskorun til ríkis- stjórnarinnar um að breyta tilhog- un á ríkiseinkasölu á raftækjum og; rafefni í samræmi við kröfur raf- virkja í Reykjavík og Hafnarfirðii og „viljum vér sérstaklega mót- mæla, að Sigurður Jónasson verði forstjóri Einkasölunnar, þar sem fyrsta skilyrði til að hún verði starfshæf er að faglærður maður skipi forstjórastöðuna." Primula heitir skip það, sem vei-ður í iförum milli Reykjavíkur og Leith í sumar, í stað Botníu, sem Sam- einaða hefir selt til Englands tih niðurrifs. — Primula er ekki nýtt skip, en það hefir verið gert við það, málað o. s. frv., til notkunar í þessar ferðir. Ferðum Samein- aða á yfirstandandi ári er að öðru leyti líkt hagað og undanfarin ár. Áætlun yfir skipaferðirnar frá 13. apríl til ársloka er nú komin út. Næturlæknir er í nótt Kristín Ólafsdóttir, Ingólfsstræti 14. Sími 2161. Næt- urvörður í Reykjavíkur apótekx og Lyfjabúðinni Iðunni.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.