Vísir - 10.04.1935, Blaðsíða 3

Vísir - 10.04.1935, Blaðsíða 3
VÍSIR Fyrsta sðngskemtun karlakórs iðnaðarmanna íím undanfarin ár hafa Reykvíkingar að eins liafi tveimur karlakórum á að skipa, sem nú eru báðir þegar lands- kuhnir orðnir fyrir fágaðan og fagran söng. , En á morgun ber sú nýlimda við, að nýr kór, Karlakór iðnað- armanna, kemur fram á sjónar- sviðið og heldur söngskemtun í Gamla bíó, undir stjórn Páls Halldórssonar söngkennara. Að vísu fengu Reykvíkingar nokkur kynni af kórnum á landsmóti íslenskra lcarlakóra er Iialdið var hér í bænum á síðastliðnu vori. Frammistaða hans þar þótti mjög sæmileg, að glöggra manna dómi. Enn er kórinn ungur að ár- um, og þetta er hans fyrsti sjálfstæði „konsert“ hér í bæn- um. Sá sem þetta ritar, sá söng- skemtunina auglýsta í dagblöð- unum í dag, og brá sér því til eins af leiðandi mönnum kórs- ' ins og spurði tiðinda. — Hvaða fólki hafið þið á að skipa ? — Þar ægir saman bygginga- mönnum og bökurum, múrur- um og málurum, prenturum og pjátrurum, en þó er þeim það eitt sameiginlegt, að alt eru þetta faglærðir iðnaðarmenn. — Það má þá ætla, að það verði ekki alt á sömu bókina lært, sem þið syngið? — Ó, nei, ekki öldungis, það verða meðal annars norsk, | sænsk og finsk vorljóð, kvöld- ljóð og ástaljóð, kerlingakvæði austan úr Slóvakiu, flakkara- vísur sunnan úr Bæheimi og rússneskar ræningjadrápur, að ógleymdum mörgum islenskum lögum eftir þekta og nýja höf- unda. — Búist þið ekki við, að fólk- ið verði forvitið að hlýða á ykk- ur á morgun ? — Um það skal engu spáð, en vissulega mundi góð aðsókn verða okkur beggja skauta byr, og veita okkur aukinn þrótt til að sigrast á þeim erfiðleikum. „að hefja sig til flugs“. Eg beld það væri rétt að beyra hvað iðnaðarmennirnir geta í Gamla bió á morgun! Músikus. Gengið í dag. Sterlingspund ........ kr. 22.15 Dollar................ — 4.59^2 100 ríkismörk .......... — 182.94 — franskir frankar . — 30.36 — belgur............. — 77.92 — svissn. frankar .. — 148.72 — lírur .............. — 38.75 — finsk mörk .... , — 9.93 — pesetar ............ — 63.57 — gyllini............. — 309-85 —. tékkósl. krónur .. — 19-53 — sænskar krónur .. — x 14-36 — norskar krónur .. — 111.44 — danskar krónur .. — 100.00 Gullverð íslenskrar krónu er nú 48,16, miBaö viö, frakkneskan franka. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss er á útleiö. Goöafoss er væntanlegur kl. 9 í kveld a‘ð vestan og norðan. Dettifoss er á leitS til Vestmannaeyja frá Hull. Brúarfoss fer vestur og noröur annaö kveld. Selfoss er væntanleg- ur til Reykjavíkur í kveld frá út- löndum, Nýja Bíó sýnir þessi kveldin þýska tal- og tónmynd, sem er sögulegs efn- is. Fjallar hún um æviatriöi Elisa- betar Austurríkisdrotningar, sem var fríöleikskona rnikil og naut mikilla vinsælda, einkum meöal Ungverja. Elisabet átti viö mikl- ar raunir aö stríöa og dró sig í hlé frá Wienarlífinu og var tiö- ast í Ungverjalandi, í veikindum sínum og mótlæti. Elisabet var drepin afpólitískum ofstækis- manni. — Aöalhlutverkin i kvikmyndinni eru leikin af Lil Dagover, sem er einhver hin fegursta kvikmyndaleikkona, sem nú er uppi, Paul Otto o. fl. Gamla Bíó sýnir aö þessu sinni rnjög eftir- tektarveröa kvikmynd. Efnið er tekið beint úr nútíöarlífinu, þegar kreppan eetlar alt að lama, og menn eru að bugast. Boðskapur- inn, sem myndin flytur er, aö menn eigi aö horfa fram, því að betri tímar sé í vændum. — Tveir fram- úrskarandi leikarar hafa aðal- hlutverkin með höndum, Lionel Barrymore og Lewis Stone, en með önnur hlutverk er mjög lag- lega farið. — Aukamynd: Fróð- leiksmynd frá írlandi. Æt'ti að sýna sem mest af slíkum myndum. Laugavegs automat. Sá siður hefir verið tekinn upp víða á Norðurlöndum, að selja til- búinn mat í skömtum frekar ódýrt og ganga þær matsölur margar undir nafninu „Automaf‘, en þeir sem kaupa bera sjálfir á borð fyr- ir sig, og er það mjög vinsælt. Slík matstofa hefir nú verið opn- uð á Laugaveg 28. Þvottakvennafél. Freyja heldur fund í K. R. húsinu ann- að kveld kl. 9. Félagskonur beön- ar aö fjöhnenna, Útvarpsumræður þingmanna. Eysteins flatrím illa hreif a-lla skýra granna, Óli Thors þá yfir sveif ósjó stjómmálanna. Stjórnar duggan dýfur tók, drandu hræöslusköllin — Vitfirringur skutinn skók, skullu boöa föllin. Þjóöar auði fleygöi í fórn; flutti snauða í böndum, þessi rauöa strákastjóm, studd af dauöans höndurn. Jósep S. Húnfjörð. Af veiðum hafa komið Max Pemberton meö 102 tn. lifrar, Kári Sölmundarson með 93, Þórólfur með 141, Hihnir með 70 og Tryggvi gamli með 68| tn. Hjálpræðisherinn. Arinað kveld kl. 8J4 verður haldinn basar. Þar veröur m. a. númeraborö, fiskipollur, upplestur og ókeypis kaffi. Söngur og hljóð- færasláttur. Verið velkomin! Glímufélagið Ármann biður 2. fl. karla aö mæta á æf- ingu í kveld kl. 8. © E.s. Esja var á Húsavík í gærkveldi. Verslunarmannafél. Reykjavíkur heldur fund í Kaupþingssalnum kl. 8ýá í kveld. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík. Framhalds aðal- fundur verður haldinn i baðstof- unni annaö kveld kl. 8)4. Sjá augl. Karlakór iðnaðarmanna efnir til söngskemtunar í Gamla Bíó annaö kveld kl. 7,15, ekki 4,15, eins og misprentaðist hér í blaö- inu í gær. Á fundi Kvennadeildar Slysavarnafélags- ins í kveld sýnir ungfrú Ása Hans- son listdans, hr. Einar Sigurösson syngur einsöng. Auk þess eru fé- lagsmál á dagskránni, Útvarpið í kveld: 19,00 Tónleikar. 19,10 Veöurfr. 19,20 Þingfréttir. 20,00 Klukku- sláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Frá Kartagó (Einar Magnússon menta- skólakennari). 21,00 Tónleikar: a) Meistarahljómleikar: Þríleikur í B-dúr eftir Beethoven; b) End- urtekin lög í mismunandi meö- ferð (plötur). 21,55 Föstulestur (í útvarpssalnum). Patreksfirði 9. apríl. FÚ. Togarinn Gylfi kom af veiðum til Patreksfjarðar í morgun eftir 6 daga útivist með 105 tunnur lifrar. — Vélbátarnir Þröstur og Njáll á Patreksfirði leggja af staö í dag á handfæra- veiðar og búast við að stunda þær frá Patreksfirði í sumar. - 9. apríl. FÚ. Frá Rafnseyri sirnar fréttaritari útvarpsins, að línuveiðarinn Geysir hafi komið til Bíldudals í gær með 220 skippund fiskjar, en línuveiðarinn Ármann kom inn síðastliðinn föstudag með 250 skippund. Ný kaffi" og matsala. Laugavegs Automat, Laugavegi 28. í gær var opnuð kaffi- og matsala á Laugavegi 28, þar sem áður var Verslunin Vaðnes. Til sölu verður: Heitur og kaldur matur í skömtum. Kaldir búðingar, súpur. Soðin og spæld egg. Heit og köld mjólk, kaffi, kökur. Sigarettur, sælgæti, ávextir. Öl, gosdrykkir o. fl. Sú nýung verður höfð á framreiðslunni að gestir fá sig afgreidda við buffetið og greiða við pöntun og fá vörurnar þar af leiðandi ódýrari en áður hefir þekst. Músik allan daginn. Bordid ódýrtl Borðið á LADGAVEQ8 AUTOMAT. ALTAF ÓDÝRASTIRI Legubekkir .......... 35 krónur. Útvarpsborð ......... 20 — Sóffaborð ........... 20 — Beddar .............. 22 — Barnarúm ............ 33 — Barnarúm .......... 22 — Blómagrindur ......... 4 — Hnotuborð............ 65 — og allar aðrar tegundir af húsgögnum í f jölbreyttu, ódýru úrvali. V'fy^DJrnkirhj-una. ER ÖDYRUST. ------- Utan af landi. 9. apríl. FÚ. Úr Rangárvallasýslú. skrifar fréttaritari útvarpíins (á Brúnum) s. 1. sunnudag: Hér með söndum hefir verið sjóveður undanfarna viku og góð- ur afli tvo daga; hæstur hhitur á þriðjudag, 30 fiskar, og á mið- vikudag 40, en tregur afli síðan. Til skýringar aflafréttum frá Rangársöndum lætur hann þess getið, að þar gangi eingöngú opn- ir bátar til fiskjar, nieð 8 til 14 manna skipshöfn, og er afla skift í 11 til 18 staði: Hæfileg hleðsla er 20 til 25 fiskar í hlut af góð- um fiski, og þykir það góðnr aíli þar. En sé fiskur fyrir, og veður leyfi, er tví- og þrí-róið á dag. Eyfellingar hafa stofnað, deild í Mjólkurbúi Flóamanna, og era þegar gengnir í hana 28 bændur. Mjólkurflutningur er byrjaður undan Eyjafjöllum og frá nokkr- um bændum í Landeyjum; annast Kaupfélag Hallgeirseyjar á Stór- ólfshvoli flutningana, og er mjólk flutt annanhvem dag. Síldveiðatilraunir Árna Friðriks- sonar. Vestmannaeyjum 9. apríl. FÚ. Árni Friðriksson meistari hefir látið fréttaritara útvarpsins í Vest- mannaeyjum í té skýrslu þá er hér fer á eftir, mn árangur af tilraun- um þeim, sem fyr er getið, til síld- veiða við Vestmannaeyjar: Undan- farna daga hefir varðskipið Þór fengist við tilraunir til síldveiða í kring um Vestmannaeyjar með síldarbotnvörpu. Hefir hann reynt á svæðinu frá Dyrhólaey alla leið vestur á Selvogsgrunn, þó einkum kring um Vestmannaeyjar, á djúpu og grunnu. Eigi var hægt að beita vörpunni á sléttum og góð- um botni, vegna þess að hún var völtulaus. Engin síld veiddist aust- an eyja, en síldar varð vart vest- an Einidrangs, og eins vestur á Selvogsgrunni, en alt var það millisíld. Samkvæmt vísindalegum rann- sóknum, sem gerðar hafa verið hér við land á undanfömum ár- um, bæði af íslendingum sjálfum og útlendingum, hrygnir síldin í hlýja sjónum á hörðum botni, og eftir erlendri reynslu að dæma á grunnsævi innan við sextugt dýpi. Gotstöðvar síldarinnar hér við land eru ekki nákvæmlega kunn- ar, enda þótt vitað sé með vissu að þær eru fyrir sunnan og vest- an landið. Eigi er heldur vitað hvenær síldin er við botninn, á meðan á hrygningu stendur, þótt hklegt megi telja, að það sé helst á nóttunni. Árni Friðriksson segir ennfrem- ur: Þótt þessar byrjunartilraunir, hafi ekki borið þann árangur, sem æskilegt hefði verið, er þó langt frá því, að síldarbotnvarpan sé að fullu reynd til síktveiða hér við iand. í fyrsta lagi tekur það tíma að finna miðin. í öðru lagi verða tilraunir að skera úr því, hvenær á sólarhringnum veiðarfærinu eigi að beita, og loks þarf að vita á hvaða tirna síldin hrygnir hér við land. Samkvæmt reynslu þeirri, sem fengin er í Norðursjónum, og við- ar við önnur lönd, má telja líklegft að síldarbotnvarpan reynist vel hér við land, enda héfir þegar komið í ljós við þessar tilraunir, að hún | er ágæt til þess að veiða þorsk, og hvaða tegund botnfiska, sem vera Nýkomid: YATNSLITAKASSAR, ágætar tegundir, óheyrilega ódýrir, t. d.: með 7 litum 40 aura, 12 litum 0,75 og 1,00, með 50 litum 2,75. KRÍTARLITIR og BLÝANTSLITIR, mikið og gott úr- val. Frá 25 aurum ask.jan. MÓTUNARLEIR, margar tegundir, frá 1 kr. kassinn. SKRÚFBLÝANTAR og BLÝANTSYDDARAR, margar góðar, fallegar og ódýrar tegundir. IN6ÓLFSHVOU= SÍMI 2]f4»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.