Vísir - 25.05.1935, Blaðsíða 2
VlSIR
EF
I
þér viljið hafa fagran
blett við húsið yðar, þá
sláið hann með
I
handsláttuvél.
Rád bandalagsins xsáði
samkomlagi í morgnn,
sem kemnr í veg fyrir
milli Itala og Abessiníumanna í nánustu
framtíð. — Samkomulag var talið vonlaust í
gærkveldi.
Genf 25. maí. FB.
Ráð Þjóðabandalagsins náði
samkomulagi um deilumál ítala og
Abessiniumanna snemma í morg-
un (laugardag), en svo horfði í
gærkveldi, er stjórnmálamennirn-
ir loks lögðust til hvíldar eftir
langar og erfiðar samkomulags-
umleitanir, að vonlaust væri meö
öllu, að samkomulagi yrði náð
og virtist öllum svo sem ó-
friðarblikan út af þessum mál-
um mundi enn færast nær. Svo
hefir þó ekki farið og virðist
þeirri hættu nú afstýrt í allra nán-
ustu framtíð. Ráð bandalagsins
hefir samþykt tvær ályktanir og
samkvæmt þeim fallast báðir að-
ilar, þ. e. ítalir og Abessiniumenn
á, að gera út um deilumál sín með
því að leggja þau í gerð, eins -g
ítalsk-abessinski sáttmálinn frá
1928 gerir ráð fyrir, svo og, að
hvorug þjóðanna grípi til þeirra
ráða að segja hinni stríð á hendur
til þess að jafna deilumál. ítalir
afturkalla mótmæli gegn því, að
tveir fulltrúar frá ríkjum, sem
ekki eru aðilar í deilunni, sitji í
sáttanefndinni. Ríkisstjórnimar,
sem hlut eiga að máli, þ. e. Ítalíu-
stjórn og Abessiniustjóm, fallast
á, að ef sáttanefndin nær ekki til-
gangi sínum, að jafna deiluna að
fullu fyrir 25. júlí verði bætt við
þriðja hlutlausa fullrúanum í
nefndina, til þess að athuga deilu-
málin einn mánuð enn, en því
næst kemur Þjóðabandalagið sam-
an til þess að ræða málin frekara,
ef starf nefndarinnar hefir ekki
borið þann árangur, að það verði
óþarft. (United Press).
Genf, 24. xnaí; FB.
Samkomulagsumleitanirnar
út af deilumálum Abessiniu og
Ítalíu halda enn áfram og liorfir
mjög illa um lausn deilunnar.
Kl. 4,30 stóð enn alt fast og ekki
sýnilegt, að neitt mundi gerast,
sem leiða mundi til samkomu-
lags. (United Press).
Mussolini
flytur harðorða ræðu. —
London í gærkveldi. FÚ.
Nokkru eftir klukkan 5 í dag
kom svar Mussolini frá Róm,
(við tillögum Edens, Lavals og
Aloisi). Hann er andvigur öll-
um þessum ráðagerðum. Hann
gefur í skyn að liann vilji ekki
sættast upp á nein afskifti
MUSSOLINI.
þjóðabandalagsins af málinu.
Meðal annars vegna þess, að
ekki verði sagt, að samningar
milli Italíu og Abessiníu bafi
farið út um þúfur, þar sem
sáttanefndin Iiafi ekki einu
sinni byrjað á starfi sínu.
Hins vegar heldur stjórn
Abessiníu þvi fram, að samn-
ingaumleitanir allar hafi strand-
að. Nokkru síðar komu gagn-
uppáslungur frá Mússólíni, þar
sem algerlega er gengið á snið
við þjóðabandalagið.
Á meðan þessu fór fram í
Genf, flutti Mússólini ræðu yfir
fyrverandi hermönnum í Róma-
borg, í tilefni af hátíðahöldum
til minningar um það, að 20 ár
eru liðin síðan Italía gekk í
ófriðinn mikla. Mússólíni var
hinn harðorðasti í ræðu sinni.
Meðal annars komst hann svo
að orði: Enginn maður, hvorki
á Ítalíu eða i öðrum löndum
skal láta sér til hugar koma, að
vér verðum elcki varir um oss
í öllum ákvörðunum, en þegar
ákvörðun er tekin þá munum
vér brenna brýrnar að baki oss,
og um undanliald verður aldrei
að ræða. Orðtak okkar er:
„Betri eru 5 dagar eins og Ijón,
en 30 dagar eins og sauður“.
FisksölusambandiO
endurreist.
/
Stofnfundup liófst í dag.
Fundi saltfiskframleiiSenda var
haldiíS áfram í gær. Þegar fundur
baföi veriö settur tók Thor Thors
til máls og1 geröi grein, f. h. kjör-
bréfanefndar, fyrir störfum henn-
ar, en hún haföi meö höndum það
hlutverk, aö rannsaka umboö fisk-
framleiöenda og fiskmagn þaö,
sem þeir hafi. Atkvæði fundar-
rnanna eftir fiskmagni voru 303%.
Þegar Thor Thors haföi lokið
máli sínu tók atvinnumálaráö-
herra til máls, til þess að skýra
afstöðu ríkisstjórnarinnar, áður en
endanleg ákvöröun væri tekin um
stofnun fisksölusambandsins. Lýsti
hann yfir því, aö ef stofnaö yröi
íélag, sem heföi umráð yfir minst
65% af aflamagni. mundi það
\veröa löggilt sem aðalútflytjandi
og því veittur réttur til þess aö
fara meö 88% af fiskmagninu.
Magnús Sigurðsson bankastjóri,
forseti fundarins, las því næst upp
nöfn allra þeirra, sem fóru meö
umboð á fundinum og skippunda-
tölu þá er þeir hafa, og bað þá
segja já, er væri með stofnun sam-
bandsins, en hina nei.
Niöurstaðan varð sú, aö þeir er
Utan af landi,
—°—
24. maí. FÚ.
Innbrot
í bókaverslun Þ. M. Jónssonar
á Akureyri.
Aðfaranótt síðastliðins mið-
vikudags var brotist inn í bóka-
búð Þorsteins M. Jónssonar, og
stolið þaðan nokkrum dýrum
bókum, og um 30 sjáfblekung-
um, og lítilsháttar af peningum.
Þegar að morgni handsamaði
lögreglan ungan mann frá Ak-
urcyri, í skipinu Island, sem þá
var á förum frá Akureyri til
Siglufjarðar. Meðgekk Iiann
innbrotið, og ennfremur nokk-
ur önnur innbrot, sem áður
höfðu verið framin þar i kaup-
staðnum, þar á meðal hjá Þor-
steini M. Jónssyni og annað hjá
Axel Schiötli kaupmanni, frá
sumrinu 1933; þar hafði hann
þá tekið 50 krónur í peningum.
sögöu já ráða yfir 329.577 skpd.
eöa 84% af fiskmagninu, en þeir,
sem sögðu nei, ráöa yfir 39.231
skpd. eöa 10%. Þeir, sem 'eigi sóttu
fundinn ráöa yfir 23.119 skpd.,
eða 6%.
Lýsti fundarforseti nú yfir því,
samkvæmt framangreindu, aö
sölusambandiö yrði stofnaö, og
bað þá, sem ekki ætluðu aö taka
þátt í stofnun þess, aö víkja af
fundi.
Aö þessu loknu var fundar-
niönnum afhent uppkast aö frum-
varpi til laga fyrir fisksölusam-
bandið, en þriggja manna nefnd
haföi samiö það. Kaus fundurinn
sjö manna laganefnd að tillögu at-
vinnumálaráöherra, til þess aö
fjalla um frumvarpið. Kosnir voru
Magnús Sigurðsson, bankastjóri,
Ólafur Proppé ,framkvæmdarstj.,
Kristján Einarsson, framkvæmd-
arstj., Thor Thors alþm., Helgi
Guðmundsson, bankástjóri, Vil-
hjálmur Þór, framkvæmdastjóri,
og Emil Jónsson, bæjarstjóri.
Stofnfundur sambandsins hófst
í rnorgun kl. 10 f. h.
viðskiftiri á árinu námu 67.9
milj. kr., þar af í Osló 51 milj.
kr. — Af þessari upphæð fær
ríkið i skatt yfir 26 milj. króna.
Alþjóðasam-
tök gegn
samnings-
rofum.
Genf, 24. maí. FB.
Frakkneska ríkisstjórnin hef-
ir lagt fyrir ráð þjóðabandalags-
ins tillögur um mjög víðtækar
ráðstafanir gegn hverri þeirri
þjóð, sem rýfur gerða samn-
inga. Meðal annars leggja
Frakkar til, að bannaður verði
flutningur á vopnum, skotfær-
um, hráefnum o. fl., sem til
hernaðar þarf, til þeirrar þjóð-
ar, sem gerist samningsrofi. —
(Uniied Press).
Ritfregn.
Búfrœdingnrinn, II. ár. Út-
gefendur Guðin. Jónsson
frá Torfalæk og Þórir
Guðimmdsson. Hvanneyri
MCXXXV.
I fyrra hófu þeir Guðmundur
Jónsson frá Torfalæk og Þórir
Guðmundsson, kennarar á Hvann-
eyri, útgáfu nýs tímarits um bún-
a'Öarmál og var því vel tekiÖ. Tíma-
rit þetta er ársrit í stóru broti (fjöl-
ritað), 92 bls. að stærð að þessu
sinni. Um ritið segja útgefendur:
„Búfræðingurinn hefur nú göngu
sina í annað sinn. Hann er fjöl-
breyttari, stærri og vandaðri að frá-
gangi en síðastliðið ár, en verðið
])ó hið sama. Framfarirnar má
þakka hinum góðu viðtökum, sem
ritið átti að fagna síðastl. ár. I.
árg. var upphaflega 500 eintök, en
var endurprentaður og II. árg. er
gefinn út í 1000 eintökum.“
Efni er sem hér segir: Guð-
,mundur Jónsson: Hvernig á að
efla íslenskan landbúnað. Ásgeir L.
Jónsson: Flóð- og stíflugarðar. N.
Dungal: Ormaveiki í sauðfé. Ólaf-
ur Sigurðsson: Fiskirækt i ám og
vötnum. Guðm. Jónsson: Búreikn-
ingar. Halldór Vilhjálmsson: Vot-
heysgerð. Guðm. Jónsson í Ljár-
skógum: Refarækt I. Klemenz
Kristjánsson: Um gildi sáðskiftis
í íslenskri jarðrækt. Guðm. Jóns-
son: Kornuppskera. Sami: Verk-
lega námið við bændaskólana. Sami:
Nautgriparæktarfélög. Ný tillaga.
Sami: Sigurður Sigurðsson, Jósef
Björnsson. Þórir Guðmundsson : A.
I.V.-fóðrið. Sami: Um fóðurrann-
sóknir. Guðm. Jónsson: Súrstig
jarðvegsins. Sami: Tilraunabálkur
(A. Innlendar tilraunir: 1. Jarð-
yrkjutilraunir, 2. Garðyrkjutilraun-
ir. B. Erlendar tilraunir: 1. Gúm-
mihjól. 2. Kynsákvörðun kjúk-
linga). Sami: Til minnis. Búnaðar-
athuganir. Frá Bændaskólanum á
Hvanneyri. Nokkrar tölur úr Hag-
skýrsium. „Að elska, byggja og
treysta á landiði" Halldór Vil-
hjálmsson : Ávarp. Guðm. Jónsson:
Ný jötugerð í f jósum. Sami: Verð
á tilbúnum áburði. Sami: Verð á
landbúnaðarverkfærum.
Eins og sjá má af yfirlitinu, er
ritið hið fjölbreyttasta að efni og
höfundarnir eru allir kunnir menn
á sviði landljúnaðarmálanna, reynd-
ir menn og hollráðir. Þeir, sem
láta sig varða framfarir í búnaði,
og bændur allir og búaliðar, ætti
að kaupa rit þetta og lesa. Verð
þess mun vera aðeins 3 krónur.
. a.
Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
n
Hir
r llísis. I
= Þeir, sem gerast áskrif- E
= endur þessa dagana, fá S
E blaðið ókeypis til mánaða- 5
E móta. E
niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiMi
Karlakðr
Reykjavíkor
kominn Keim,
Karlakór Reykjavíkur kom
heim á Gullfossi í morgun, úr
frægöarför sinni til Noröurlanda.
Hélt kórinn samsöng í Færeyjum
á útleið við ágætar undirtektir. í
Noregi, Danmörku og Svíþjóð var
kórnum tekið hið besta og blaða-
ummæli hin lofsamlegustu. Söngur
Stefáns Guðmundssonar einsöngfv-
ara kórsins var mjög rómaður. —
Kórinn hélt samsöng í Vestmanna-
eyjum í gær viö húsfylli og al-
menna aðdáun. Fjöldi manna var
viðstaddur komu kórsins á Gull-
fossi í morgun og var honum vel
fagnaö.
Kórinn efnir til söngskemtunar
í Gamla Bíó á morgun kl. 2y2 og
verður þar vafalaust húsfyllir.
Hæstiréttnr
hefir kveðið upp dóm í skaða-
bótamáli, sem Steindór Gunn-
laugsson lögfr., fyrrverandi full-
trúi í stjórnarráöinu höföaði gegn
ríkisstjórninni. Hafði honum verið
vikiö úr embætti í ráðherratið
Jónasar Jónssonar frá Hriflu. —
Dómsniðurstaða hæstaréttar fer
hér á eftir: Því dæmist rétt vera:
Gagnáfrýjandi, fjármálaráðherra
f. h. ríkissjóðs, greiöi aöaláfrýj-
anda, Steindóri uunnlaugssyni,
10.000 — tíu þúsund — krónur
meö 5% ársvöxtum frá 29. júlí
1933 til greiðsludags. Ennfremur
endurgreiði gagnáfrýjandi f h.
lífeyrissjóðs embættismanna aðal-
áfrýjanda samnnlögð iðgjöld þau,
er hann hefir greitt í sjóö þennan
meö 5% ársvöxtum frá 29. júlí
J933 til greiðsludags. Svo greiði
gagnáfrýjandi aðaláfrýjanda sam-
tals 500 krónur í málskostnað í
héraði og fyrir hæstarétti. —
Dcminum ber að fullnægja aö
viðlagöri aðför aö lögum.
24. maí. FÚ.
Bjargsig í Drangey.
Frá Siglufirði fór bátur í
fyrradag til Drangeyjar, að
undirlagi veiðimanna þar, til að
sækja fugl og egg. Sextán veiði-
menn hafa verið við eggjasig í
fjóra sólarhringa; hafa þeir sig-
ið í tvennu lagi, en liaft sama
sem enga veiði, eða 50 egg i
hlut, og mjög fált af fugli. Eru
menn hræddir um að Drang-
eyjarveiði bregðist, og kenna
margir það æluleysi í sjónum.
Eimskipið Bjarki.
kom í nótt til Siglufjarðar, af
vertíðarveiðum frá Suðurlandi.
Afli þess var alls 1050 skipjiund.
Víneinkasalan
norska.
Viðskiftin námu 67.9 milj.
króna.
SANDSTORMARNIR í AMERÍKU.
Osló, 24. maí. FB.
Reikningar víneinkasölunnar
fyrir árið 1934 hafa verið birtir
og sýna niðurstöður þeirra, að
í grein, sem birlist hér i blað-
inu í vetur, var sagt frá hinu
göfurlega tjóni, sem sand- eða
ryksotrmarnir hafa valdið vest-
an hafs. — Á myndinni sjást
inenn að verki við að moka
sandhrúgum af járnbraut.
Töfðust járnbrautarlestir á
sumum stöðum vegna þess, að
brautarteinarnir liuldust þvkku
sandlagi.