Vísir - 25.05.1935, Blaðsíða 4

Vísir - 25.05.1935, Blaðsíða 4
VlSIR J2~; • ' í SKÓGI, ER VORAR. Myndin er tekin í Frederriksberg Have í Danmörku. Lesid þessa greixi I Hún er ekki löng og reynir ekki mikiS á þolrifin. Hún er skrifuð til þess aö vekja þá, sem eru sofn- aðir og ryfja upp fyrir þeim, sem hafa gleymt. Reyndar ætla eg ekki ;aö minna alla á alt, heldur aöeins ■etit — mintia þá, sem ætla sér aS fara eitthvaö í sumarfrí í sumar, á Vatnaskóg. Þess vegna eru þaö aöallega drengir og aöstandendur þeirra, sem geta fundið eitthvaö í þessari grein. sem þeir hafa ekki athugaö nógu vel áöur: Nú um nokkur ár hefir K. F. U. M. haft sumarbúðir í Vatnaskógi fyrir dretigi, nokkrar vikur á sumri. Sýnir aðsóknin vinsældir þess starfs. Fyrst var þaö aðeins iein vika, en nú eru þaö 4—5 vikur ;á sumri hverju, sem þar eru sam- :ankomnir 30—50 drengir, aðallega á. aldrinum 10—16 ára. Öllum þeim, sem á einhvern hátt er kunn- ugt starf K. F. U. M., mun líka vera það Ijóst, að á meðan dreng- irnir dvelja þar uppfrá, eru þeir, auk þess sem þdir s’kemta sér, leika sér og hvíla sig, undir þann- ig löguðum áhrifum, að jteir geta ekki annað en komið göfugri og betri aftur heim til sin. Það er aö minsta kosti ekki að kenna um- hverfinu og starfsmönnunum, ef svo er ekki. Vatnaskógarstarfið hefir fætt af sér starfsgrein, sem heitir „Skóg- .armenn“. Sú grein ber þess vott, að þeir, sent dvalið hafa upp frá, bera hlýjan hug til þess staöar. Einnig ber hún það meö sér, aö þeir eru margir, sem telja sig hafa þar lifað sínar bestu stundir, og vilja, að sem flestir verði slíkrar gleöi aönjótandi, því aö það er ekki augnabliks gleði, sem dvölin þar gefur, heldur er það sú gleöi, setn varir eilíflega, aðeins ef henni er haldið við á réttan hátt. Nú í sumar hafa verið ákveðnir eftirfarandi flokkar : 5.—11. júlí vikufl. kostar kr. 20,00 fyrir yngri en 14 ára, en kr. 25,00 fyrir eldri. 11.—17. júlí vikufl., sama gjald. 17.—26. júlí, 10 daga fl. kostar kr. 25,00 fyrir yngri en 14 ára en kr. 30,00 fyrir eldri. iFfeiri flokkar verða ekki á- kveðnir strax, fýrr en vitað verður um þátttöku. Annars er gert ráð ’fyrir, að bætt verði við flokki i ágúst. í gjaldinu eru innifaldar ferðir og fæði — og yfirleitt allur r.auðsynlegur kostnaður, frá því er lagt verður af stað héðan og þangað til kornið verður aftur. Að svo stöddu, sé eg ekki á- stæðu til þess að vera að orðlengja þetta meir, heldur biðja yður að athuga þetta mál. Ef einhverjir vilja fá nánari upplýsingar, eða gefa sig fram til dvalar uppfrá, verður altaf einhver viðstaddur í húst K. F. U. M. á hverju þriðju- dagskveldi kl. 8—9. Annars geta menn gefið sig fram við Ara Gíslason, Óðinsgötu 32, Gunnar Sigurjónsson, Þórsgötu 4, eða Sig- urð iGuðjónsson, Frakkastíg 12. Gefið ykkur fram sem fyrst. M. G. ANKER ENGELUND prófessor, sem veitti forstöðu smíði Litlabeltisbrúarinnar. Best að angiysa í Vísi. Skiftafoodar í þrotabúi Fatagerfiin H/f verð- ur haldinn á Bæjarþingstofunni mánudaginn 27. ]>. m. kl. 11 f. h. Verður lögð fram skrá um lýstar kröfur í búið og tekin sérstaklega ályktun um húsa- leigukröfu á hendur búinu. — Lögmaðurinn í Reykjavik, 24. maí 1935. Bjðrn Þðrðarson. Fossberg áðan inni var ckki virtist hörgull þar. Stígnar smiðjur, stálhamrar, steðjar, meitlar, skrúflyklar. ■tlDSNÆDll Eitt herbergi og eldhús til leigu á Njálsgötu 22. (1051 Ódýr sólrik stofa til leigu. — Uppl. í síma 2054. (1650 Lílið herbergi til leigu á Lokastíg 11. (1644 2ja til 3ja herbergja íbúð með nýlísku þægindum til leigu á Vesturgötu 17. (1643 2 herhergi og aðgangur að eldhúsi til leigu. Uppl. Frakka- stíg 26 B. ’ (1640 Forstofustofa með þægind- um, til leigu. Einnig trésmiða- verkstæði á móti öðrum á Þórs- götu 3. Sími 2052, eflir kl. 5. ■ , (1638 Fjögur herbergi og eldliús til leigu. Þingholtsstræti 5. (1636 Loftlierbergi með eldunar- plássi, til leigu. — Uppl. i síma 1808. . (1633 Til leigu sólrík stofa með hús- gögnum, á Öldugötu 27. (1631 Herbergi til leigu, Þórsgötu 17, annari liæð. Dúkkuvagn og ferðakofforl til sölu á sama stað. (1630 Sólrík stofa, með laugavatns- hitun og baði, til leigu. Sími 2509. (1603 Tveggja til þriggja herbergja íbúð óskast í Skerjafirði nú þeg- ar eða 1. október. Tilboð, merkt: „999“ leggist inn á afgr. blaðs- ins fyrir mánaðamót. (1657 H^ínna Get bætt við mig mönnumi i þjónustu, Freyjugötu 15. (1653 Unglingsstúlka óskast óákveðið. Sérherbergi. Uppl. Sólvallagötu 45. (1652 Telpa óskast' til að gæta barns. Uppl. á Ránargötu 13, uppi. (1647 Ung stúlka óskast í Vonar- slræli 8, öll þægindi í lmsinu. Sólríkt sérherbergi. Simi 3968 og 3852 i Ondúla. (1646 Þvæ loft og fleira. Sími: 3154. (1610 Röskur piltur 15 ára, kunn- ugur í bænum, óskar eftir starfi i sumar sem sendisveinn eða við innheimtu. Uppl. i sima 3726. (1659 Hraust telpa óskast i létta vist, gött kaup. Vesturgötu 12. (1655 rnrnmm Barnastúlkan ÆSKAN, held- ur síðasta fund sinn næsta sunnudag, 16. maí, kl. 1 c. li. — Áríðandi að félagar mæti. —- Kosning fulllrúa til Stórstúku- þings. Margt til skemtunar, til dæmis: Freymóður Jóhannes- son með skuggamyndir, upp- leslur og dans. Gæslunefndin. (Munið kl. 1). — (1656 Sá, sem vill lána 150 kr. fær í pant 6 lampa útvarpsgrammó- fón og nýtt borðstofuborð. —- Skólavörðustíg 42. (1654 ■ .vajatiráwgrifcraa IKENSIAI Tónlistaskóla-píanónemandi getur fengið kenslu í tónfræði gegn tilsögn í píanóleik. — Til- boð, merkt: „Gagnkvæm kensla“ sendist Vísi fyrir 27. þ. m. (1579 ■ LEICAri Bílskúr til leigu nú þegar á Klapparstíg 27. (1648 5 manna drossia til sölu. — Verð 1250 kfónitr! Uþpl. Lauf- , ásvgg 19. Ingólfur Guðnason. Siini 1999. (1645 Af sérstökum ástæðum selst sem nýr sófi rnjög ódýrt, á Grettisgötu 2, niðri. (1642 , 2 stoppaðir stólar óskast til kaups. Uppl. í síma 2896, kl. 12—1 og eftir kl. 8 á kvöldin. (1639 Belgiskar mublur til sölu með tækifærisverði. Bárugötu 13. (1637 Til sölu: Stór, steyptur skúr, á Grjótagötu 14 A. Ágætt smíða- eða skóverkstæði eða fyrir vöru- geymslu. Uppl. gefur Gissin- Gottskálksson, Grjótagötu 14 A. Heima eftir kl. 6 síðdegis. (1635 Svefnherbergisliúsgögn til sölu. Uppl. Grettisgötu 40.(1634 Litill bíll, Austin 7, nýmálað- ur og standsettur, til sölu ef samið er strax. Til sýnis á Lind- argötu 30, eftir kl. 7. (1632 Sveinsstykki til sölu, vandað- m’sbókaskápur með skrifborðs- klappa. Tækifærisverð. Smíða- stofan Kiddi & Bensi, Hverfis- götu 30. 1 (1604 Gott orgel til sölu. — Uppl. í síma 4682. (1658 iTAPAf) FlNCItl Gullarmband, tapaðist frá Tjarnargötu 41 að Sellandsstíg 11, gengin Öldugata. Finnandi vinsamlega beðinn að skila gegn fundarlaunum i Tjamargötu 41. (1641 Tapast hefir brún skjala- taska á Skólavörðustíg. Skilist á Lokastíg 26. (1629 Mánaðarfæði 60 kr. lausar mál- tiðir 2 heitir réttir með kaffi fæst allan daginn. Verð 1 kr. Buff með lauk og eggjum er altaf til. — Matstofan, Tryggva- götu 6. Sími 4274. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN ÁSTIR OG LAUSUNG. 125 Hún liugsaði ineð sér, að nú væri um að gera að gæta sín. — Þarna stæði hann — ræning- inn — og ætlaði að taka barnið liennar. ----- En það skyldi ekki takast. — Iiún hélt stöðugt á barnslíkinu og þrýsti því að hjarta sér. — „Nú ræðst hann víst á mig, fanturinn,“ sagði hún við sjálfa sig. — — „En eg skal verða fyrri til.“ — Hún leit til dyranna, því að hún var hrædd um, að þar mundi Caryl taka sér stöðu. En hann gerði það ckki. — Hún mældi vega- lengdina með augunum. Það var hægt að kom- ast út í dyrnar í þrem skrefum. — Og áður en varði liafði hún tekið undir sig stökk. Hún slapj) út úr dyrunum, áður en Caryl gæti snúið sér við. Og' hún skelti hurðinni á eftir sér. Hún þekti ganginn fyrir utan og rataði liið hesta, þó að dimt væri. Augnabliki síðar var hún komin út á götu. Og hún liljóp eins og fætur toguðu — hljóp með barnslíkið i fanginu og livarf út í þokuna. Caryl stóð eftir ráðalaus. Hann var bráð- ókunnugur á þessum slóðum og kunni engar leiðir. Hann hafði þvi enga hugmynd um það, hvert Gemma mundi liafa hlaupið. En þegar hann kom út á götuna, hitti liann gamla konu, sem sagði honum, að hún hefði séð unga stúlku — með barn i fanginu — líklega geð- veikan aumingja, hlaupa i ákveðna átt, sem hún tilgreindi. -----Og nú byrjaði eltinga- leikurinn. Caryl var ekki á þvi að gefast upp. Iiann slrengdi þess heit, að finna Gemmu, hvað sem tautaði og þó að liann yrði að elta hana dag allan til kveldis. — Hann leitaði og leitaði, og varð einskis vís- ari. Þegar á daginn leið, rakst hann á ungan mann og grannvaxinn — fölan og veikluleg- an. Þessi maður hafði séð til ferða Gemmu þá skömmu áður. Hann liafði rekist á unga stúlku — æðisgengna, að því er hann hugði. — Hún hafði hlaupið við fót og borið ein- hvern böggul í fanginu. Hann hafði furðað sig á þessu og séð það síðast til stúlkunnar, að hún hvarf undir járnbrautarbrú þar skámt frá, er þeir voru þá staddir. — „Eg gæti sleg- ist í lið með þér,“ sagði pilturinn, „og leitað að stúlkunni“. Caryl gegndi því engu og liinn ungi mað- ur lagði af stað með honum. „Eg hefi ekkert þarfara að gera, en að leita með þér,“ sagði maðurinn livað eftir annað. „Eg er ljósmyndari og hefi ekkert fyrir stafni nú sem stendur.“ , Caryl geðjaðist ekki að piltinum. Hann var livergi nærri viss um, að honum gengi greið- vikni til. Hitt mundi lieldur, að hann væri hnýsinn og forvitinn og byggist við, að hér væri eittlivað merkilegt á seiði. — En lion- um fanst þó ekki rétt, að amast við mannin- um eða reka liann frá sér. Þessi riáungi var auðsjáanlega allvel kunnugur i borginni, svo að ekki var óhugsandi, að hann gæti orðið að einhverju liði. —< Þokan var líka svo svört, að eklci sáust liandaskil, auk lieldur meira. Og þeir rákust hvergi á bifreið, sem hægt væri að fá leigða. — Þeir spurðu alla, sem á vegi þeirra urðu, hvort þeir hefði ekki séð stúlku á hlaupum, en enginn vissi neitt og sumir önsuðu alls ekki, þó að þeir væri spurð- ir. — Þeir komu á lögreglustöðina oftar en einu sinni, ef vera kynni, að þangað liefði verið gert aðvart um truflaða stúlku, sem færi um borgina með harnslík i fanginu. En þar var ekkert að frétta. Enginn vissi neitt. -----Þeir komust að síma einhversstaðar og spurðust fyrir á allmörgum sjúkrahúsum. En enginn kannaðist við neina stúlku, sem hlypi um strætin með böggul í fanginu. „Hún fékk „tilfelli“, sem maður segir,“ sagði myndasmiðurinn við hvern og einn, er þeir spurðu. — „Slæmt „tileíli“ — þér slciljið það.“ -----Svo gat dottið i hann að lialda dálítinn ræðustúf um það, hvað þessi „tilfelli“ gæti verið bölvuð — jafnvel stórhættuleg.---„Eg skal segja ykkur, að eg sá stúlkukindina í dag — sá hana eins og eg sé ykkur núna. Hún hljóp og hljóp og eg sagði við sjálfan mig: — „Þessi vesalings kona hefir áreiðan- lega fengið slæmt tilfelli!“ Og áfram var lialdið. — Myndasmiðurinn sagði við Caryl: „Eg skal segja þér, kunningi, að eg hefi það til, að líta svona dálitið heimspekilega á veraldar-greyið og alt sem þar gerist.“ „Eg er ekki heimspekingur,“ svaraði Caryl, „En öll höfum við væntanlega okkar sérstöku skoðanir á tilverunni.“ „Vafalaust,“ sagði myndasmiðurinn. „Þú hefir áreiðanlega þínar skoðanir, ekki síður en eg minar. — Og nú skal eg segja þér hvað mér datt í liug, undireins og eg sá þig. —- Það var þetta: „Eg þori að veðja um það, að þessi ungi maður hefir reynt sittlivað í lifinu.“ —- Svona hugsaði eg og þetta sagði eg í mínu hjarta. — En eg er nú lika töluvert glöggari en alment gerist — þó að eg segi sjálfur frá. — Hvaða skoðun hefir þú nú, til dæmis að taka, á sjúkrahúsinu í Middlessex?“ „Fari það hölvað!“ sagði Caryl út í loftið. Honum leiddist þetta mas. „Já, — fari það bölvað, segi eg líka! Það er rétta orðið. — Og alveg talað út úr minu hjarta. Þú svarar eins og þú værir líka brot úr heimspekingi." Caryl var orðinn vonlítill. Leitin hafði ekki borið neinn árangur og altaf var þokan jafn svört. Það var nú komið fast að hádegi og hann var engu nær. Hann liafði símað til Krauts og tilkynt, að liann væri forfallaður og gæti ekki komið á skrifstofuna. — Hann var orðinn sárleiður og þreyttur á þessu öllu saman. Honum fanst liann ganga um heims- borgina og tilkynna hverju mannsharni, sem á vegi hans yrði, að kona bróður sins væri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.