Vísir


Vísir - 21.06.1935, Qupperneq 3

Vísir - 21.06.1935, Qupperneq 3
tíma' VcriSa þessir kirkjufundir taldi* ítí. merkisatburöa í kirkju- legu tiUiti. I>eir eru hornsteinar, sem saniTÍniia presta og leik- maflna ati kristindóms- og menn- ingarmálum þjóöarinnar á að livíla á í framtíSinni. Almenning- ur aetti að láta sig fundahöldin mikltt skifta og fjölmenna þang- at). Til hægöarauka er hér birt heildardagskrá fundarins: Summdaginn 23. júní. Kl. 11 f. h.: Gnðsþjónusta í dómkirkjunni. Séra Eiríkur Brynjólfsson pré- dikar og séra Garðar Þorsteins- son þjónar fyrir altari.. Kl. 2 e. h.: Fundur settur í húsi K. F. U. M. Framsöguerindi um skipun prestakalla (Gísli Sveinsson, sýslum.). Umræður um málið. — Ki. 4—5 e.h.: Hlé til kaffidrykkju. Kl. 5—7 e. h. Framhaldsumræður um s&ipun prestakalla. Nefndar- kosning. Kl. 8,30 e. h.: Erindi í dóinkirkjunni um skipun presta- kalla (síra Friðrik Rafnar). Mánudaginn 24. júní. Kl. 9,30 f. h.: Morgunbænir. Kl. io—12 f. h.: Framsöguerindi um samtök og samvinnu aS kristindómsmálum (Ásnrandur Guðmundsson há- skólakennari og Ölafur B. Björns- son kirkjuráSsma'ður). Umræður um málið.’Nefndarkosning. Kl. 3 e. h.: Sameiginleg kaffidrykkja. Kl. 4—7 «. h. Framhaldsumræður um samtökj og samvinnu a'ð, krist- indómsmálum. Kl. 8,30 e. h.: Er- indi í dómkirkjunni um safna'ðar- fræöslu (Valdimar Snævarr skóla- stjóri). Þriðjudaginn 25. júní. Kl. 9,30 f. h.: Morgunbænir. Kl. 10—12 f. h.: Nefndir skila tillögum, umræður um þær og atkvæðagreiðslur. Kl. 1—4 e. h.: Önnur mál, sem fulltrú- ar vilja, að borin verði upp og rædd á fundinum. Fundarslit. Sam- eiginleg kaffidrykkja. Hæstaréttardðmnr í máli Ingvars bónda Guð- mundssonar í Arnarnesi, sem ákærður hafði verið fyrir brot á mjólkurlögun- um (bráðabirgðalög.) og dæmdur til sekta í undir- réíti — Hæstiiéttur sýkn- aði Ingvar. Meðal þeirra utanbæjarmanna, sem gerðu tilraunir til þess að selja hér í bænum ógerilsneydda mjólk eftir að bannað var að selja hana hér samkv. mjólkurlögunum, var Ingvar bóndi Guðmundsson í Arnarnesi. Tók lögreglan hann þrívegis, er hann var á leið til bæjarins með mjólk, sem hann sagðist ætla að selja þar. Var þá höfðað mál gegn Ingvari fyrir brot á mjólkurlögunum (bráðab.l.) og var hann í undirrétti dæmdur til þess að greiða 30 kr. i sekt. Hæstiréttur komst að svofeldri niðurstöðu: Athafnir þær, sem kærða er gef- in sök á í hinum áfrýjaða. dómi, fela í sér flutning mjólkur hingað til bæjarins í sölu skyni eða af- hendingar dagana 29.—30. október fyrra ár. Með þessu hefir kærði að vísu gert tilraun til sölu eða af- hendingar mjólkur hér í bænuni, en eftir ákvæðinu um stundarsak- ir í bráöabirgðalögum nr.' 49, 10. september verður refsing ekki dæmd fyr en sala hefir farið fram, og því ekki heimilt að refsa fyrir tilraun eina saman. Verður þvi að sýkna kærða af kærum valdstjórn- arinnar í máli þessu og dæma rík- issjóð til að greiða allan sakar- kostnað, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin mál- flutningslaun skipaðs sækjanda og verjandá fyrir Hæstarétti, 80 kr. til hvors. Kærði hefir krafist þess, að hon- um verði dæmdar bætur fyrir mjólk þá, er lÖgregla Reykjavík- ur tók af honum, og að svo verði VlSIR flUIIIHIIfKIIIIIIIIIKIIIIKIIIIIIIiflIIUfillKflHIIKIIIIIIIIIIIIIIIEIIIIIIIIIflllllIllB Tyról-kvartettinn. Alþýöusöngvar, jódl, músik og þjóðdansar. í Iðnó á simnudagskvöldið kl. 9. Aðgöngumiðar seldir hjá Eymundsen og við inn- ganginn. miiiiniiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiBiiiiiiiiiiiiini I tveimnr höfuðhorgum. — Brot úr ferðasögu — Eftir Önnu Bjarnardóttur frá Sauðafelli. II. í Stokkhólmi. Hraðlestin bar okkur óðfluga á- leiðis til Stokkhólms. Þetta hefir verið viðburðaríkur dagur. í morgun vorum við í smá- bæ einum, sem Móra nefnist, og er sögustaður mikill frá tímum Gústafs konungs Vasa. Stendur hann við norðurenda Siljunnar, en hún er, sem kunnugt er, stórt stöðuvatn norðarlega í Mið-Svi- þjóð. Um miðjan daginn vorum við í Uppsölum, skoðuðum við þar dómkirkjuna, háskólann og bók- hlöðuna og fórum til „Gömlu Upp- sala“. Reyndar höfðu allir dagarn- ir verið viðburðaríkir og skemti- legir. Við höfðum ekið í bifreiðum um Vermaland, sem er eitt af fall- egustu héruðum Svíþjóðar, og heimsótt skáldkonuna Selmu Lag- erlöf. Við höfðum farið með gufu- báti eftir Siljunni, og ekið í bif- reiðum um Dalina. Alstaðar hafði okkur verið vel tekið, nema hvað mýflugurnar í DÖlunum höfðu gerst æði nærgöngular; voru þrjár okkar, þar á meðal sú, sem þessar línur ritar, teknar að bólgna mjög á fótum undan mýbiti. En nú, þeg- ar við erum að nálgast Stokkhólm, höfuðborg Svíþjóðar, einn hinn stærsta og fegursta bæ Norður- landa, þá er ekki verið að hugsa m mýflugur og' óþægindi af þeim. Okkur hefir, eins og svo oft áður, verið fenginn sérstakur vagn, þar sem við getum verið út af fyrir okkur og talað saman í næði, og nú streyma spurningarnar og at- hugasemdirnar eins og fossafall af vörum íslensku unglinganna. Hvernig skyldi okkur verða tekið í Stokkhólmi ? Hvernig skyldi hann vera þessi stóri og fallegi bær? „Ja, að hugsa sér, að bráð- um erúm við öll komin til Stokk- hólms“ ! „Ekki. dreymdi mig um þaö í fyrra um þetta leyti“. Það er eins og eftirvæntingin magnr ist við hverja mínútu sem líður, börnin geta naumast setið kyr eitt augnablik. Þá allt í einu berst það eins og eldur í sinu, að á jám- brautarstöðinni bíði okkar blaða- menn og ljósmyndarar. Nú er ekki að tala um að sitja kyr. lengur, alt er eins og á iði, öll þreyta blás- in burt, og eftirvæntingin er kom- in á hæðsta stig. Og þegar lestin fer að hægja á sér, þá er eins og loftið sjálft sé þrungið eftirvænt- ingu. Um leið og lestin nemur staðar, sjáum við heilan hóp af fólki á brautarstéttinni, og þar á meðal ljósmyndarana með vélar sínar. „Þarna eru þeir þá“ kallar einhver. En það er eins og öllum hinum sé varnað máls, og í hátíð- látið um mælt, að henni hafi verið óheimilt að taka mjólkina af hon- um. Á hvoruga þessa kröfu verð- ur lagður dómur í máli þessu, þeg- ar af þeirri ástæðu, að þeim, er þær beinast að, hefir ekki verið gefið færi á að gæta hagsmuna sinna, að því leyti. Því dæmist rétt vera: Kærði, Ingvar Guðmundsson, á að vera sýkn af kærum valdstjóm- arinnar í máli þessu. Allur sakar- kostnaður, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, greiðist af ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyr- ir Hæstarétti, hæstaréttarmála- flutningsmanna, Sveinbj. Jónsson- ar og Eggerts Claessen, 80 krón- ur til hvors. legri þögn stígum við út á stétt- iiia með farangur okkar ýmist á bakinu eða í hendinni. Við erum ekki fyr komin út en sendimaður frá hinni sænsku deild Noræna- félagsins vindur sér að okkur, og býður okkur velkomin, og biður okkur að fylgja sér á matsölustað þar nærlendis, þar sem okkur sé búinn kvöldverður. En nú eru blaðamennirnir og ljósmyndararn- ir komnir, og ekki er auðvelt að ganga úr greipum þeirra, enda kærir sig víst enginn um það í okkar hóp, nema ef vera skyldi 'fararstjórinn, sem verður að svara mörgum spurningum í senn. Is- lensku börnin hafa þjappað sér saman, og ljósmyndaramir ætla að taka myndimar. Eg renni augun- um yfir þennan fríða hóp, og hugsa með mér, að myndin af þessum íslendingum mundi sóma sér vel í hvaða blaði heimsins, sem vera skyldi. Þau þurfa ekki að hafa fyrir því, börnin, að setja upp hátíða- eða sparisvip, gleðin ljómar af hverri ásjónu, og eftir- væntingin skín út úr hverjum and- litsdrætti. Ekki er það þeim að kenna, að myndirnar, sem koma i blöðunum daginn eftir, eru hart- nær óþekkjanlegar. En ánægjan yfir að vera komin til þessarar frægu borgar er svo mikil, að at- hugasemdir eins og þessar: „Þetta á víst að vera ég, og þetta held ég að sé þú“, geta ekkert skarð sett í gleði barnanna. Þau vita hvort sem er, að það eru þau og engin önnur, og að það verður ekki af þeim tekið, að þau em komin í víðlesnustu blöð Svíþjóð- ar. Nú höldum við af stað í mat- inn, og fylgir okkur Norrænafé- lagsmaðurinn að snotm veitinga- húsi. Þar bíður okkar dúkað borð og góður matur. Við þvoum okk- ur, setjumst svo til borðs og tök- um hressilega til matar okkar. Á meðan er talað um viðburði dags- ins og ferðalagið yfirleitt. Er til dæmis minnst á komu okkar til Oslóar, og hún borin saman við komu okkar til Stokhólms i kvöld. Og þá er það,að börnin láta sér enn um munn fara þessi orð: „En sá munur, en sá mikli munur“. Þeg- ar við höfum matast, koma til okkar fleiri blaðamenn. Einn þeirra,. ung og lagleg stúlka, víkur sér helst að mér. Eg segi herini meðal annars frá mýbitinu, og hversu bólgnar við eram á fótum. Hún pantar þá óðara bíl, og ek- ur með okkur þrjár, sem verstar erum, til næturlæknis, en aðalhóp- \irinn fer með sendimanni Nor- ræna félagsins þangað, sem við eigum að gista meðan við dveljum í Stokkhólmi. Það er ekki skóli, heldur slökkvistöð. Þar fáum við tvö stór og þokkaleg herbergi til afnota. Dyravarðarhjónin eru ljúf- menskan sjálf. Ekki einungis leyfa bau okkur að hafa ljós eftir þörf- um, heldur fáum við heitt vatn og sápu, hvenær sem við þurfum að þvo af okkur sokka, kjóltreyjur eða annað smávegis, sem óhreink- ast hefir á ferðalaginu. Strokjárn stendur okkur einnig til boða, hvenær, sem við þurfum að nota það. Dvölin í Stokkhólmi var okkur til mikillar ánægju. Það var þó eitt atriði, sem vakti gremju hjá sum- um okkar, en sársauka hjá öllum, og það var, að víða í borginni á ýmsum stórhýsum vora fánar Norðurlanda dregnir að hún, en aðeins á einum stað fékk íslenski fáninn að blakta með. Okkur var alstaðar vel tekið, og ætla ég aðeins að minnast á eitt dæmi upp á það. Kvöld eitt fórum við kennararnir með bömin í Tívolí. Þegar þangað kom, fór fararstjórinn þess á leit við inn- gönguverðina, að þeir veittu svona stórum hóp afslátt á inngangseyr- inum. Þeir ráðguðust um. það við forstjóra Tívolís, sem þar var nær- staddur. Hann veitti okkur þegar í stað helmings afslátt; og þegar við vorum rétt komin inn í garð- inn, þá kom hann til okkar, bauð okkur velkomin, kallar svo á leið- sögumann og segir honum að fylgja okkur úm garðinn og sjá um, að við fengjum að komast ókeypis að á öllum skemtistöðun- um, nema hinum tveim dýmstu, þar vorum við aðeins látin borga þriðjung aðgangseyris. Eins og nærri má geta var þetta boð þegið með þökkum. Og mörg voru þau blessunarorð, sem féllu í garð for- stöðumannsins þá um kvöldið. Nú var farið í „Fjallabrautina“, „Draugalestina“, ,;Hringekjuna“. ,Stóra hjólið', ,Rafmagnsvagnana‘ o. fl. Fór hrollur um sum börnin, þegar þau fóru með „Draugalest- inni“,en engu að síður vom þau fíkin í að fara með henni í annað sinn. Við vorum fáeina daga i Stokk- hólmi, og skruppum bæði til Drotningarhólms og til Saltsjö- baden. Ekki var tekinn hálfur eyr- ir fyrir okkur í slökkvistöðinni. Svo kvöddum vð höfuðborg Svía með söknuði, og óskuðum þess, að okkur mætti einhverntíma auðnast að koma þangað áftur. Hæstaréttardómur út af kommúnista-óeirðun- um 7. júlí og 9. nóv. 1932 var kveðinn upp í morgun. í morgun var í hæstarétti kveð- inn upp dómur yfir um 20 mönn- um, som þátt tóku i kommúnista- óeirðunum, sem urðu hér í bæ þ. 7. júlí og 9. nóvember 1932, en þó nokkuð sé umliðið eru þeir at- burðir mönnum enn í fersku minni, ekki síst hinar hroðalegu aðfarir, er æstur skríll réðist að fámennri lögreglu bæjarins, þá er hún að skipan lögreglustjórans braut sér veg út úr Góðtemplarahúsinu, sem hún hafði varið fyrir kommúnist- um, sem ætluðu að brjótast þang- að inn til þess að kúga bæjarfull- trúana til hlýðni með hótunum óg ofbeldi. Undirréttardómi í máli þeirra, sem ákærðir voru út af þessum málum, var áfrýjað til hæstaréttar og voru þeir dæmdir frá 30 daga og upp í 6 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviður- væri. — Meðal hinna dómfeldu eru ýmsir af helstu forsprökkum kommúnista, t. d. Einar Olgeirs- son, Brynj. Bjarnason, Stefán Pétursson o. fl. Ennfremur ein kona, Indíaria Garibaldadóttir. — Þrír hinna ákærðu fengu skilorðs- bundinn dóm. Vegna þess hve dómsniðurstað- an er orðmörg var f jölritun dóms- ins ekki lokið, er blaðið fór í press- una. Er eigi hægt að segja ítarlega frá dóminum að svo komnu. IO.O.F. 1^U7621872= 9. l.XX Veðrið í morgun. í Reykjavík 12, Bolungarvík 12, Akureyri 16, Skálanesi 7, Vest- mannaeyjum 10, Sandi 12, Kvig- indisdal 13, Hesteyri 12, Gjögri 10, Blönduósi 17, Siglunési 9, Grímsey 7, Raufarhöfn 7, Skálum 6, Fagradal 12, Papey 7, Hólum í Hornafiröi 10, Fagurhólsmýri 10, Reykjanesvita 11. — Méstur hití hér í gær 1.5 stig, minnstur ii. Úr- koma 1,0 m. m. Yfirlit: Djúp lægðarmiðja um 400 km. suðvestur af Reykjanesi á hreyfingu norð- vestureftir. Horfur: Suðvestúrland Faxaflói, Breiðafjörður, Vesffifð- ir: Suðaustan kaldi. Lítilgháttar rigning. Norðurland, norðaustur-' land : Suðáustan gola, Viðast 'úr- komulaust. Austfirðir, suðaustur- land : Suðaustan kaldi, þokuloft og dálítil rigning. Karlakór K. F. U. M. syngur i Gamla Bíó í dag kl. 7,15 síðdegis. Kórinn hefir ekki látið til sín heyra nú um all-langt skeið, en altaf átt miklum vin- sældum að fagna og svo mun vafa- laust enn. Kórinn fer söngför til Vestur- og Norðurlands 25. þ. m. — með Gullfossi — og heldur samsöngva á ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Blönduósi og Sauðár- króki. , Bjami Björnsson skemtir í Iðnó í kveld kl. 9. — B. B. hefir haldið margar skemt- anir að nndanfömu og hafa þær allar verið vel sóttar, enda hefir B. B. sérstaklega góða eftirhermu- hæfileika. Á síðustu skemtun sinni hermdi hann eftir ýmsum kunnum þingmönnum og tókust eftirhenn- urnar yfirleitt ágætlega. Einnig söng hann gamanvísur o. s. frv. Húsið var fullskipað. x. E.s. Esja fór héðan í strandferð í gær, suður og austur um land. B.v. Surprise var tekinn upp í Slippinn í gær til eftirlits og viðgerðar. Móakotsmálið. í liæstarétti var í morgun kveðinn upp dómur í liinu svo nefnda Móakotsmáli. Var Árni Theódór Pétursson, fyrrverandi heimiliskennari í Móakoti, dæmdur í undirrétti til fangels- isvistar. Hæstiréttur staðfesti undirréltardóminn. Verjandi fyrir hæstarétti var Pélur Magn- ússon, en sækjandi Eggert Claessen. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ. Áheit, afhent af Bjarna Helga- syni, frá Kristínu kr. 3,00. Bestu þakkir. Ásm. Gestsson. eru tíðari en í flestum löndum öðr- um. Nýlega urðu þar stjómar- dkifti, eins og hermt var í skeyt- um, Flandin varð að fara frá, en Bouisson myndaði stjórn, sem varð mjögjjskammlíf, og gekk því Jarðarför Bjöms Rosenkrariz kaupmanns fer fram á morgun. Frá ferðanefnd K. R. Farið verður í Raufarhólshelli á sunnudag. Lagt af stað frá K. R.- húsinu kl. 8jý. Hafið með ykkur vasaljós, ef þið eigið þau. Nefndin. Gengið í dag. Sterlingspund ........ kr. 22.15 Dollar................. —4.50)4 100 rikismörk ......... — 180.96 — franskir frankar . — 29.81 — belgur........ — 76.09' —• svissn. frankar .. — 147.24 — lírur ......... — 2>7-70 — finsk mörk ..... — 9.93 — pesetar ......... — 62.47 — gyllini......... — 306.10 — tékkósl. krónur .. — 19.18 — sænskar krónur .. — H4.36 — norskar krónur .. — 111,44 — danskar krónur .. — 100.00 G-ullverð ísl. krónu er nú 49.05. Nýja Bíó sýndi í fyrsta sinni í gærkveldi kvikmynd, sem vakið hefir mikla eftirtekt erlendis. Heitir hún „La Bataille" og byggist á skáldsögu eftir Claude Farrére. Aöalhlut- verkin hafa á hendi tveir fremstu kvikmyndaleikarar Frakklands, Annabella og Charles Boyer og er leikur þeirra beggja með afbrigð- uin góður. Sagan í kvikmjmdinni er mjög áhrifamikil og gefur á- gætar hugmyndir um þær skoðanir sem ríkjandi em í ástamálum í Japan, þjóðrækni Japana o. s. frv. Efnið er mjög átakanlegt. í kvik- riiyndinni er sýnd sjóorusta og eft- ir að hafa séð þann kafla myndar- innar og raunar fleiri þarf eriginn að efast um, að Frakkar eru nú búnir að ná öörum þjóðum á sviði kvikmyndalistarinnar og geta framleitt kvikmyndir, sem sam- liærilegar eru hinum' bestu mynd- um, sem Þjóðverjar og Banda- ríkjamenn hafa látiö gera. Kvik- næst mjög erfiðlega að mynda stjórn, en loks tókst Laval það. — Efri hluti myndarinnar er af þing- húsinu í Paris, en neðri af Flandin og stjórn hans. Stjómarskifti í Frakklandi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.