Vísir - 01.07.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 01.07.1935, Blaðsíða 2
VlSIR Skrítinn búskapur. Falltráaþingi alþjóðaverslanar" ráða lauk í París s. I. laugardag. Ályktun samþykt um verð- festingu, skuldamálin o. s. frv. — París i. júlí. (FB) ' Fulltrúaþingá alþjóSa verslunar- ráða lauk á laugardag og haföi þaíS staSiö yfir í fimm daga. í þinglok var samþykt ályktun þess efnis, að hvetja til veröfestingar á gjald- miölum þjóöanna og aö gerö veröi gangskör aö því aö útkljá skulda- mál þjó'öanna, bæöi innan og utan- ríkisskuldir og að ríkisstjórnir og þing fylgi þeirri stefnu aö afgreiöa tekjuhallalaus fjárlög. Þessar ráö- stafanir álítur fulltrúaþingið hinar heillavænlegaistu til þess að bæta úr því erfiðleikaástandi, sem við- skifti eru nú í. (United Press). Titixleseu, rúmenski ráðherrann, kom til London í gærkveldi til þess að ræða við breska stjórnmálamenn. — Bret ar vilja forðast sem mest afskifti af vandamálum Mið-Evrópuríkjanna. Lx>ndon I. júlí. (FB). Titulescu kom til London i gær- kveldi og tók sendiherra Rúmeniu og aðrir rúmenskir fullrúar á móti honum á stööinni. Er hann kom- ánn til tíu daga dvalar á Bretlandi dg ætlar um leið að nota tækifærið til þess að ræða við breska ráð- herra og stjórnmálamenn, m. a. Stanley Baldwin forsætisráðherra, Sir John Simon og Anthony Eden. í viðtali við blaðamenn í gær- kveldi neitaði Titulescu að láta neitt uppskátt urn hvaða mál hann ætlaði sér að ræða við breska stjórnnfálamenn, en hþnn gaf i skyn að viðræður við þá myndu hejast þegar í dag. Þótt ekki hafi neitt verið um þessa komu Titu- lescu skrifað að ráði fyrirfram vekur hún talsverða eftirtekt, þótt blöðin yfirleitt telji að Titulescu sé að eins kominn til þess að ræða ýms mál við Breta til glöggvunar. Þau telja víst, að Bretastjórn muni ekki taka á sig neinar skuldbind- ingar viðvlkjandi Mið-Evrópu- rikjum og hinum alvarlegu vanda- málum þeirra, sem Bretar telja sér aðeins óbeint viðkomandi og eru staðráðnir i að hafa sem minst af- skifti af. (United Press). M.s. Laxfoss hið nýja skip h. f. Skallagrims, tekur nú mjög bráðlega við ferð- unt e. s. Sliðurlands. Visir átti í morgun tal við Magnús Jónsson í Borgarnesi og skýrði hann blað- inu svo frá, að smíði skipsins væri nú lokið. Fór það í reynsluferð á laugardag og gekk hún mjög að óskum. Náðist 12 sjómílna hraði á klst. (Mraði e. s. Suðurlands er talinn 9 sjómílur á klst.) Eins og áður hefir verið sagt frá hér í blaðinu fór Pétur Ingjaldsson skipstjóri utan fyrir skömmu til þess að sækja skipið. Leggur það nú af stað þá og þegar, sennilega í dag eða á ntorgun. Hefir það farm til Vestmannaeyja, cement o. f 1., og er væntanlegt til Reykja- víkur upp úr næstu helgi. Hér var staddur á dögunum bóndi einn norðan úr landi. Hann liafði orð á því við kunn- ingja sinn, að þjóðarbúskapur- inn okkar væri að verða ærið skrítinn, að því er bann fengi best séð. — Stjórnin væri, eins og allir vissi, búin að ganga þannig frá lánstraustiúu út á við, að þar væri enga krónu að hafa, þó að líf lægi við. Bretinn hefði sett okkur „stólinn fyrir djrrnar“ Við (þ. e. ríkið) mætt- um ekki einu sinni ganga í áhyrgð fyrir aðra, t. d. bæjarfé- lög, sýslufélög o. s. frv., þó að þeiin bráðlægi á því, að fá lán erlendis lil nauðsynlegra og arðvænlegra fyrirtækja. íslensk þjóð væri nú eins og kotbóndi fyrr á tíð, sem staðið liafði hok- inn ,við búðarborð einokunar- kaupmannsins og verið afsagt um nauðsynlegustu matbjörg handa heimilinu, handa konu og börnum. Danski kaupmaðurinn hefði sagt: Þú getur enga úr- lausn fengið, enga úttekt, fyrr en þú ert búinn að greiða skuld þína. — Bretinn segir: Þið meg- ið ekkert erlent lán taka, fyrr en þið eruð búnir að greiða skuldir ykkar hér. Og þið megið ekki heldur takast á liendur ábyrgð fyrir aðra. — Svona er þá búið að fara með þjóðina, sagði bóndinn. — Mér skilst að slíkir kostir sé ekki settir öðrum en þeim, sem verst eru stæðir og verða að sætta sig við alt. — —o— Hann kvaðst, þessi liorðlenski bóndi, hafa komið að máli við háttsettan stjórnarsinna ogspurt liann að því, hvernig horfurnar væri hér innan lands —- hvort ekki væri nógir peningar til i ríkis-„kassanum“ o. s. frv., þó að svona væri fyrir okkur kom- ið erlendis. Þeir hefði vonandi sparað eitthvað á veltiárunum miklu, j>egai- tekjur ríkissjóðs voru ár eftir ár alt að því helm- ingi meiri, en búist hefði verið við eða áætlað á fjárlögum. Hann gæti því svo sem nærri, að sjálfir framsóknarmennirnir munclu hafa „lagt lil hliðar“ drjúgan skilding og geymt til „vondu áranna“. Það hefði, til dæmis að taka, eklci verið hátt- ur góðra búmanna hingað til, að strekkja við að koma í lóg öllum heyjaforðanum í góðæri, þegar vetur voru mildir og vor- in hlý. Þá hefði hændur safnað fornum heyjúm — aukið fyrn- ingarnar ár frá ári. Það hefði alla tíð Jxítt hinn mesti hú- hnykkur að „komast í fyrning- ar“. — Sama máli væri að gegna um búskap þjóðarinnar í heild sinni. I slíku árferði sem verið hefði 1928—1930, hefði náttúrlega átt að „safna í korn- hlöður“, safna peningum — greiða ríflega af skuldum og safna í varasjóð, auka „fyrning- arnar“ ár frá ári. — Hann kvaðst, hinn góði og gegni bóndi, hafa spurt „rauða stór- mennið“ að því, Iivort það væri í raun og veru hugsanlegt, að ekki væri til óeyddar svo sem 10—15—20 miljónir króna. Hvorl slík fjárliæð liefði ekki getað „lagst til hliðar“ og gleymst í öllu sukkinu. Tugir miljóna væri það allra minsta, sem gera mætti ráð fyrir að rikissjóður „lumaði á“, því að mönnum fyndist hlátt áfram ó- hugsandi, að búið væri að eyða og sóa öllum þeim gífurlegu fjárhæðum, sem í ríkissjóðinn hefði streymt síðan í ágúst 1927 til þessa dags, og auk þess öllum þeim stórkostlegu summum sem að láni hefði verið teknar erlendis á sama liinabili. — Samtals væri þetta hklega einar 140 miljónir króna eða meira og það virlist liggja í augum uppi, að slíkum ósköp- um (á okkar mælikvarða) yrði ekki komið í lóg á fáeinum ár- um. Og því væri það, að hann hefði enga trú á því, að ríkis- sjóður væri nú í þeim kröggum, sem af væri látið. Það hlyti að vera eintónlur misskilningur. Féð mundi vera til óeytt — kannske 15—20 miljónir! Og nú væri best fyrir rauðu skepn- urnar að fara að leita! — Jónas og Eysteinn væri sjálfkjörnir foringjar leitarmanna. Rauði maðurinn hafði haldið, að bóndinn væri orðinn vitlaus. Hann skildi ekki gletnina og tók að predika fyrir hinum fá- vísa sveitamanni. — Nei, það væri engin liætta á því, að neinir peningar liefði gleymst eða ver- ið „lagðir til hliðar“. En þarna birtisl hún í nekt sinni hin ís- lenska nurlara-lund, sem taf- samt mundi reynast að upp- ræta úr eðlisfari bóndans. Hún gengi i erfðir frá kyni til kyns. Bóndinn ætti að hugsa hærra en svo, að hann væri altaf að velta fyrir sér afkomuhorfunum — hvort liann væri þess megnugur, að sjá sér og sínum borgið. Hann yrði aldrei maður með mönnum, fyrr en liann léti sér skiljast þau liin nýju sannindi, að í raun og veru skifti engu um afkomuna. Bóndinn eigi að sigla háan byr. Og sigli hann skútu sinni í strand, þá eigi hann bara að hehnta nýja í staðinn. Hag- kvæm lausn vandamálanna sé að miklu leyti undir því komin, að gerðar sé sem allra mestar kröfur til annara. Menn verði að láta sér skiljast það, að hin forna krafa bóndans til sjálfs sín sé ekkert annað en úrelt vit- leysa. Nýja siðareglan hljóði á þá leið, að menn eigi fyrst og fremst að gera miklar kröfur til annara. Þetta sé eitt af liöfuð- boðorðum hins rauða fagnaðar- erindis. — Og þeir inenn, sem undir hin nýju trúarbrögð ját- ast, sé ekki þannig innrættir eða skapi farnir, að þeir leggi sig niður við annað eins og' það, að fara sparlega með fé alþjóðar, sem }>eim sé trúað fyrir. — Honum væri því öfdungis óhætt að trúa því, fávísum bóndanum, að allar miljónirnar væri horfn- ar — allir þeir mörgu tugir miljóna, sem ríkissjóði hefði á- skotnast siðustu árin. — Og nú væri svo komið, að rikið væri í alvarlegri fjárþröng. — Það gæti verið óþægilegt. — — En þess bæri að gæta, að komið væri nú að einhverjum yndis- legasta þættinum í sameigin- legri stefnuskrá allra rauðra íslendinga — blóðtökuþættin- um — liinni efnalegu blóðtöku. — Hið sótrauða almætti þjóðar- innar — af náð hálfs eða beils kjósanda í Skagafirði —- væri nú byrjað að krukka í Reyk- vikinga, byrjað að taka „auð- valdinu“ blóð. Við notum orðið „blóðtaka“. Það er fallegt og minnir á litinn okkar. En vitan- lega merkir það ekki annað né meira en það, að farið skuli í vasa borgaranna svo rausnar- lega, að þá reki minni til allar stundir. — Þetta virtist ætla að ganga „eins og i sögu“, því að enginn bærði á sér. Þar væri alt af sami svefninn, sömu hrol- urnar, sama slenið, sama sinnu- leysið. — Við vonum að blóð- takan heppnist. Bónda geðjaðist ekki að þessu rausi og vék talinu í aðra átt. Hann spurði hinn rauða „dela“ livernig á því stæði, að vöruflutningar til landsins minkuðu ekld, þrátt fyrir öll höftin. Kaupmenn úti um land liefði sáralílið af vörum. Þeim væri neitað um flest. Og liér í Reykjavík mundi það svo, að hraklega væri búið að verslun- arstéttinni, að þvi er snerti inn- flutningsleyfi. Verslanir fengi ekki að flytja inn nema eitt- hvert lítið brot af venjulegum innflutningi. Sérstaklega væri kvartað undan þessu nú í ár. Hin frjálsa verslun, þ. e. kaup- mannaverslunin, yrði nú fyrir enn þyngri búsifjum í þessum efnum en t. d. síðastliðið ár. Samt væri heildarinnflutningur til landsins svipaður því, sem hann hefði verið í fyrra. — Hvernig víkur nú þessu við, spurði bóndinn. — Það keinur öðru visi út, svaraði sá rauði. — Er þá svo að skilja, spurði bóndi, að kaupfélögin og Sam- bandið fái þeim mun meira? — Nei, ætli það, svaraði Rauður. — Nei, ætli það — hefirðu heyrt það ? — Nei — nei. Það kemur bara öðru vísi út — andskola-munurinn á þri er! —o— Þegar hér var komið, lét bóndi þess getið, að mörgum þætti það ærið skrítið búskapar- lag, ekki síst er landið væri í gjaldeyrisþröng, að láta áfeng- iskaupin sitja fyrir brýnustu nauðsynjum. Mönnum væri að sögn neitað dags daglega um gjaldeyri fyrir nauðsynlegan varning og þvi við lostið, að bann væri ekki til. En samtím- is mundi um það séð, að til væri jafnan í landinu gnægð áfengra drykkja. Væri og al- talað, að mikil stund mundi á það lögð, að fjölbreytni vínanna væri sem allra mest, svo að enginn þyrfti að hætta við á- fengiskaup sakir þess, að ekki væri til sú tegundin, er hugur- inn girnist einna lielst. Komið hefði fyrir og kæmi fyrir iðu- lega, að menn gæti ekki — til dæmis að taka — fengið þá vefnaðarvöru, sem þeir óskuðu eftir, og líku máli gegndi um margar vörutegundir aðrar. Alt væri skamtað og numið við neglur, en mörgu neitað ger- samlega, þó að teljast mætti til nauðsynja og fólk óskaði eftir að geta fengið það keyi>t. — Hinsvegar væri þess að sögn mjög vandlega gætt, að liver og einn gæti átt þess kost, að fá áfenga drykki við sitt hæfi. Þar yæri fjölbreytnin svo mikil að furðu þætti gegna. Og l>etla væri sennilega til þess gert, að jafnvel hinn vandlátasti gikkur þyrfti ekki að hverfa frá og fella niður áfengiskaupin sakir þess, að ekki væri úr nógu að velja. — Sumum hefði þri komið til hugar, að „forráða- mönnunum" þætli beinlínis æskilegt að áfengiskaup þjóðar- innar væri mikil. — Mundu þó slíkar óskir ótíðar með siðuðum þjóðum nú á dögum. , Hinn rauði máttarstólpi rildi fátt um þetta ræða. — Hann lét þess að eins getið, að rikissjóð- ur „þyrfti sinna muna með“ eins og aðrir, nú á dögum. — Og því væri nú þannig háttað, að drykkjuskapur þjóðarinnar færði stjóminni björg i hú. — Ný flugstöð við London. Nýrri ílugstöð á að koma upp fyrir utan London, í Gatwick, Surrey Croydon flugstöðin er að verða of lítil til þess að allar flug- vélar, sem fara frá London og koina þangað, geti fengið viðun- anlega afgreiðslu. Frá hinni nýju flugstöð verður lögð neöanjarðar- jámbraut inn í Lundúnaborg. 9. nóvember 1932. „Ávarp“ Pálma rektors. í sambandi við liið furðulega „ávarp“ Pálma rektors Hannes- sonar og fólks þess, sem talið er að með lionum standi að ávarpi þessu — en það er i raun- inni áskorun til alls almennings, um að krefjast þess, að refsing, samkvæmt nýlega gengnum Hæstaréttardómi, verði látin niður falla gegn mönnum þeiin, sem þar liafa verið dómfeldir fyrir , stórkostleg óliæfuverk framin gegn lögreglu bæjarins 9. nóvember 1932 — vildum við leyfa okkur að óska þess, að blöðin rifjuðu upp fyrir öll- um almenningi liið lielsta sem gerðisl í Goodtemplarahúsinu og umliverfis það nefndan dag í sambandi við bæjarstjjórnar- fund, sem þá var haldinn. Við gerum ráð fyrir, að nokkuð kunni að vera farið að fyrnast yfir sumt af því, sem þarna gerðist, er lögregliimenn, starfandi í embætti sínu, voru beinbrotnir og barðir til óbóta af æstum lýð. En það er öllum gott, að það komi skýrt og ótví- rætí í 1 jós, hverskonar verk það eru, sem þarna voru franiin, og rektor Mentaskólans telur „óréttmætt“ að refsing komi fyrir. Pálmi Hannesson verður að gæta þess, að borgaramir— hér i Reykjavík og annarsstað- ar — ætlast ekki til þess, að rektor Mentaskólans, sá mað- urinn, sem þeir trúa eða vilja mega trúa fyrir l>örnum sínum (sem andlegum leiðtoga) gerist fyrirsvarsmaður og verjandi l>eirra, sem verstu óhæfuverkin' aðhafast. Við fullyrðum ekki að stefnt liafi verið vitandi vits til beinna manndrápa eða stór- kostlegra meiðmga þann 9. nóv. 1932. Það má vel vera, að liugmyndin hafi ekki verið sú, að sækjast beinlínis eftir lim- lestingum, en sjónarvottum að atburðunum blöskraði svo framferði liins trylda mann- safnaðar, að mörgum þótti auð- sætt, að vaskleikur lögreglunn- ar liefði bjargað þann dag, svo að ekki kom til manndrápa, en ekki fyrirhyggja árásarmanna eða þeirra er þá sendu. „Ávarp“ Páhna i’ektors gefur hið fylsta tilefni lil þess, að al- menningi sé gerðir atburðirnir kunnir af nýju. — Mætti svo rekja málið á ýms» vegu með liliðsjón af „ávarpi“ rektors og þeim kröfum, sem siðað þjóð- félag hlýtur að gera til þeirra manna, sem með höndum liafa að allmiklu leyti menningarlegt upjældi æskulýðsins. Okkur þykir fyrir því, að Pálmi Hannesson skuli hafa orðið til þess, að inæla bót óhæfuverkunum í). nóvember 1932. En það gerir liann tví- mælalaust, er hann krefst l>ess, að ekki komi refsing fyrir. Al- þýðublaðið segir að í ávarpi Páhna standi, að l>að sé í „alla staði óréttmætt“ að dæma í málinu á þá leið, sem undirrétt- ur og Hæstiréttur hafi gert. Menn gefi gaum að oi’ðunum: í alla staði óréttmætt. Þarna er ekki um að villast. — Ogliklega er það þá, að skoðun „ávarps“- fólksins, í alla staði réttmætt að hegða sér þannig, að af hljótist heinbrot eða aðrar stórkostleg- ar meiðingar. Það er að minsta kosti bert af „ávarpinu“, að fólkið, sem undir það hefir skrifað, telur öldungis fráleitt, að ríkisvaldið láti koma refsing fyrir annan eins hégóma! Við gerum ráð fyrir, að ekki muni — að öllu óbreyttu — verða hjá þvi komist, að íhuga nokkuru nánara afstöðu rektors Mentaskólans til ofbeldisverk- FRAKKNESKIR STJÓRNMÁLAMENN Lebrun ríkisforseti (til hægri), Bouisson.forseti fulltrúadeildar, þjóð- þingsins og Herriot (t. v.).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.