Vísir - 01.07.1935, Blaðsíða 4
VÍSIR
me‘5 sér væri einn liö'ur í því, aö
framkvæma þá stetnuskrá, sem
þar heföi veriö samþykkt.
Baldwin kvaö þaö mjög leiöin-
legt, aö einn eöa tveir at bresku
þingmönnunum skyldu hafa látiö í
Ijós í ræöum á þingi, efa urn þaö,
að það mætti treysta Þjóöverjum
til að halda orö sín. Hann sag'öist
ekki í neinum efa um þaö, að Þjóö-
verjar væru jafn einlægir í ásetn-
ingi sínum um að halda skuldhind-
ingar sínar um flotamál, eins og
sjálfir Englendingar.
Hitt og þetta.
—o—
Frá Englandi til Afríku og heim
samdægurs.
Enskur flugmaöur vann afrek
mýlega, sent enginn maöur hefir
gert æ undan honum. Hann flaug
til Afríku og heim aftur sama dag-
inn. Hann heitir E. W. Percival og
frá því hann lagöi af stað frá
‘Gravesend í Kent kl. 1.30 f. h. og
'þar til hann kom aftur, hafði hann
flogiö 2.300 enskar mílur. Snæddi
hann með vinum sínurn í Oran,
Algier, 'hafði viðdvöl í þorpi einu
og var beöinn aö útvega sarns-
konar flugvéi og hann notaði o.
s. frv. Hann lenti í Croydon kl.
•6.20 e. h. eöa tæpum 17Í klst. eftir
:að hann lagði af staö. — Flugvél-
ina kallar hann Percival Gull ílug-
vél og er hún smíðuð að hans fyr-
irsögn. í henni er De Havilland
Gipsy mótor. :,,Tilgangur minn var
aö sýna“, sagði hann, „að hsegt
væri að fljúga til Afríku og heim
aftur samdægurs í lítilli breskri
flugvél. Á leiöinni til Afriku var
meðalhraði flugfvélarinnar 160 e.
m. á klst., en á heimleiðinni 156.
— Flugvélin kostaði álíka og
vönduö bifreiö“.
Huey Long.
ameríski stjórnmálamaöurinn,
sem nú er svo tnikið um rætt, hélt
nýlega ræöu, sem stóð yfir i 15^2
klst. Það er þó ekki lengsta ræða,
sem haldin hefir verið af amerísk-
um stjórnmálamanni. því að ein
ræða, sem La Follette hélt vestra
stóð yfir í 16 klst. og er( það met.
Ræðu sína flutti Huey Long til
þess að koma í veg fyrir, að við-
reisnarlögin í sínum nýja búningi
næði fram að ganga, og hefði hann
haft þrek til að halda áfram, hefði
hann náð tilgangi sínum, því að
<ekki munaði nema hálfri klst. —■
iþví að þá hefðu viðreisnarlögin í
sinni gömlu mynd gengið úr gildi,
CONNEY,
yngsta „kvikmyndastjarna“ Dan-
merkur, í þjóðbúningí frá Borg-
undarhóhni, en þar er „Palladium“
að láta búa til kvikmynd í. surnar.
TEOFANI- I.ON DON.
Þótt eg blankur sjálfur sé
á sultar altaninu.
Heimtar borgun Henning B
handa kvenfólkinu.
Framkðliu
t
og kopíering,
fljótt og vel af hendi Ieyst af
okkar útlærða myndasmið. —
SööíííiööíiöOíSöOíiöíiíiftÖíiíiíiíiíittíi
T&OPAN1
ia'st hvarvetna
MILDARoc ILMANDI
EGYPZKAR CIGARETTUR
Harðfiskur
nýkominn.
Hvergi hetri.
Versl. Vísir.
'XÍÖÖÖÖOÖÖÖÍÍOOOÖÖOOOOÖÖöOOt
en það voru breytingar á þeim,
sem lágu fyrir, breytingar, sem af
leidcli að hægt væri að halda við-
reisnarstarfinu áfram í samræmi
við stjórnarskrána. Hefði nú ein-
hver stuðningsmanna Huey Long
tekið við af honum hefði tilgang-
inurn verið náð, en hann stóð einn
uppi, og þegar hann hafði lokið
■síiiu langa máli samjjykti öldunga-
deilclin breytingarnar með 41 : 13
atkvæðum. Meðan á ræðunni stóð
hvíldist Huey Txmg að eins tvlsvar
5 mínútur í hvort sinn. — Hann
var „vofu líkari en manni“, segir
eitt ameríska hlaðið, „þegar ræð-
unni lauk“.
15 aura
kostar að kopíera myndir
6x9 cm.
Sportvöruhús Reykjavíkur. —
■vinnaB
Ung stúlka óskar eftir at-
vinnu. Helst við bakari eða búð-
arstörf. Afgr. v. á. (23
Tvær kaupakonur vanar
sveitaverkum og önnur heima-
verkum (mjöltum) óskast. —
Uppl. á Laufásvegi 51 næstu
daga eftir kl. 6. (5
Vanur heyskaparmaður vill
taka að sér lieyvinnu — - Uppl. á
Smiðjustíg 9. , (21
Stúlka sem gæti séð um lítið
heimili óslcast strax : á Lauga-
veg 24 C. (12
Kaupakona óskast á gott
heimili í Dalasýslu. — Uppl. á
Spítalastíg 1 A, uppi. (10
Kaupakona óskast á gott
heimili í Borgarfirði, þarf að
kunna að.slá. Uppl. hjá Jóni
Sigurðssyni, Ljósvallagötu 12,
eftir kl. 6. (6
Ráðskona og kaupakona ósk-
ast. Mællu liafa með sér stálp-
aðan krakka. Uppl. Njálsgötu
51. (27
Maður sem er vanur hey-
vinnu, og sem helst kann að
mjólka, getur fengið atvinnu á
sveitaheimili, í grend við
Reykjavík, nú þegar. Uppl. í
dag á afgrciðslu Álafoss, Þing-
holtsstræti 2. (3
Húseigendur. Notið sumar-
tímann lil að undirbúa nýju
garðana. Það borgar sig að láta
fagmenn líta eftir verkinu til að
koma í veg fyrir að sama vinna
sé unnin tvisvar. Snúið ykkur til
Ara Guðmundssonar. Sími:
4259. (355
Stúlka, vön bakstri og góð i
reikningi óskast nú þegar. Uppl.
í síma 3228. (22
Stúlka óskar eftir atvinnu í
hálfan mánuð. Uppl. á Öldu-
götu 27. (29
Unglingsstúlka óskast til þess
að gæta barns. — Uppl. í síma
4211. (35
Kaupakona óskast að Sallvik
á Kjalarnesi. Uppl. hjá Stefáni
Thorarensen í Laugavegs-apó-
teki. , (38
iTAPAt FUNDIf)]
Tapast hefir lcvenarmbands-
úr. Skilist gegn fundarlaunum á
Skálholtsstíg 7. (11
Sá, sem tók rykfrakka, merkt-
an silfurskildi: „F. R.“, í mis-
gripum, á Þingvöllum í gær, er
beðinn að gera aðvart í síma
4769. (30
Tapast hefir ljós handtaska
frá Baldursgötu 7 að Sóleyjar-
götu. Finnandi beðinn að skila
lienni i ísafoldarprentsmiðju.
(31
KljtlSNÆfll
Herlærgi til leigu i Tjarnar-
gölu 10 A, 3. hæð. (1
Til leigu stór stofa og aðgang-
ur að eldhúsi á Laugavegi 20 A.
Vcrð kr. 40. (19
Til leigu eitt herbergi og eld-
hús á Bergþórugötu 15 A. Ódýæ
leiga. Uppl. i síma 3571. (18
3 herbergi og eldhús með öll-
um þæginduin til leigu frá 1.
okt. Ennfremur 1 herbergi og
eldliús. Uppl. í síma 3932. (16
Herbergi til leigu á Reykja-
vikurveg 29, Garði. Nokkuð af
húsgögnum gæti fvlgt. Uppl. í
síma 4085. (15
Tvö herbergi og eldliús ósk-
ast frá 1. september eða 1. okt-
öber. Tilboð, merkt: „80“ legg-
ist inn á afgr. Visis. (13
j Litið loftherbergi til leigu á
Laufásveg 26. Sími 4717. (8
Til leigu sólrík stofa með liús-
gögnum, yfir lengri eða
skemmri tíma, á Öldugötu 27.
(28
3 herbergi og eldhús, með
þægindum, óskast 1. okt. Til-
boð inerkt: „Barnlaust“ leggist
inn á afgr. Vísis fyrir miðviku-
dagskveld. (32
Til Ieigu stofa og eldhús á
Ránargötu 33. (33
Sólrík íbúð,
4 stofur, auk stúlknaherbergis,
með öllum nýtísku þægindum,
til leigu 1. október á besta stað
í bænum. Tilboð, merkt: Skóla-
vörðuhölt, sendist afgr. Vísis.
_________________(34
Forstofustofa til leigu á Lauf-
ásvegi 27, niðri. (36
Lítið, ágætt herbergi til Ieigu
ódýrt. — Uppl. Brávallagötu 8.
(37
Ouk/nnIncarI
Gislína Pálsdóítir, sem bjó á
Smiðjustíg 4, er flutt á Lauga-
veg 11. (20
Ferðaskrifstofa íslands Austur-
stræti 20, sími 2939, hefir af-
greiðslu fyrir flest sumargistihús-
in og veitir ókeypis upplýsingar
um ferðalög urn alt land. (538
IKAIPSKAPU?]
Útvarpstæki óskast i skiftum
fyrir alveg nýja rilvél eða fjöl-
ritara. Uppl. i sima 3875. (17
H) *
'8fff ImíS uoA I cuisnqjojyf
1 luioq giuiis ngo gipuo^ -ittoifjB
-ínujg ruj nhojSBp jnmaq tpuni
jýfy[ •BrafoqsjBuun^ bjj bSo^Sbp
buio?i SgajBpuB Xu ‘SSonuaeq
•TJBqjBqBJ jast •qæSpes suhbui
sjOAq jo jiqBAq jns So uuigo^
Karhnannsreiðhjól, grammó-
fónn og regnfrakki til sölu. —
Afgr. visar á. (9
Vil kaupa notaðan kolaofn. —
Uppl. í sima 2285. (7
Tveir lítið notaðir hægiiHÍa-
stólar til sölu með tækifæris-
verði. Bergstaðastr. 83. (2
Fegurðarbókin „Fegurð og
tíska“ fæst á Frakkastig 24. —
Einnig sögubækur. (661
Sérlega vönduð, lítið notuð
ljósmyndavél, 9x12, fæst með
sérstöku tækifærisverði, hjá
Sigr. Zoega & Go. (704
Kjötfars, fiskfars, heimatil-
búið, fæst daglega á Frikirkju-
vegi 3. Sími 3227. — Sent heim.
(400
Ódýr húsgögn til sölu. Gömul
tekin í skiftum. — Hverfisgötu
50. Húsgagnaviðgerðarstofan.
(362
Hefi til sölu síldarsöltunar-
stöð á Siglufirði ásamt öllu til-
heyrandi. — Semjið strax við
Axel Guðmundsson, Uppsölum,
2. hæð. Viðtalstimi kl. 6—8 e. h.
Sími 3893. (24
Hefi til sölu stærri og smærri
húseiguir og jarðir. Tek fast-
eignir í umboðssölu. Þeir sem
ætla að kaupa í haust, ættu að
tala við mig sem fyrst. — Axel
Guðmundsson, Uppsölum, 2.
hæð. Viðlalsíími kl. 6—8 e. h.
Sími 3893. (25
Vagnhestur, 9 vetra til sölu
og sýnis nú þcgar í Túngu. (26
■LEICAfl
Sumarbústaður. Vil ledgja
sumarbústað ódýrt í Hliðar-
enda í Fljótshlíð. Uppl. í síma
4563 frá kl. 5—8 i kveld. (4
FELAGSPRENTSMIÐJAN
. ÁSTIR OG LAUSUNG. 157
efst lá í huganum. — — Hún var komin að
þeirri niðurstöðu, að hún vildi alls ekki giftast
Sebastian. Og nú hafði hún sagt þau orðin, sem
eiginlega hefði átt að nægja til þess, að ekki yrði
neitt úr neinu.------ Og svo var annað: Henni
hafði skilist, að Sebastian væri ekki allskostar
ánægður. Hann var þögull og hafði verið með
hálfgerðan ólundarsvip upp á síðkastið. Hana
grunaði að hami hefði verið að bíða eftir þess-
ari játningu. Hann mundi vera afhuga því, að
kvongast heirni og guðsfeginn að losna vð liana!
Og það fanst henni besta lausnin á öllu saman.
Sebastian jþagði. — Hún sá ekki á lionum
hvort honum mundi lika lætur eða ver.
Henni leiddist þessi þögn. Undarlegt að mað-
urinn skyldi þegja eins og íiskur — eftir þessar
játningar af heimar hálfu. Hún varð leið í
skapi — ergileg við Sebastian, sjálfa sig og all-
an heiminn.
Hún sagði:
„Það er alveg satt, sem eg sagði áðan. Við
hefðum neyðst til þess að giftast. Og eg vil alls
ekki verða konan þín. — Mér hefir verið að
skiljast það L allan dag. Okkur rnundi ekki
semja — og alt fara í vitleysu. — Mér er nú
farið að skiljast það, hvernig okkar hjónahand
mundi verða. Það er okkur báðum fyrir bestu,
að ekkert verði úr þessu. Við skiljum víst ekki
hvort annað. Að minsta kosti ekki til neinnár
hlítar.“
„Nei,“ svaraði Sebastian. —
Hann vonaðist eftir því, að liún segði eitt-
hvað meira. Hann skildi ekki þessi snöggu
veðrahrigði. Hann langaði til að fá einhverjar
skýringar. Hann þurfti reyndar ekki á þeim að
halda sín vegna. En það gat verið nógu fróðlegt
að heyra hana bera fram nýjar játningar —
nýjar fullýrðingar. — Hann ætlaði að híða
átekta.
Og hann þurfti ekki að bíða lengi. Hún sagði:
„Eg skil þetta ekki.....Eg skil ekki hvernig
á því muni standa í raun og veru, að yið lögð-
um út í þessa vitleysu. — Hvert er það afl, sem
hefir dregið okkur svona hastarlega hvort að
öðru-----—• Eg skil það ekki.“ }
„Jæja,“ svaraði liann. „Þú skilur það ekki?“
„Nei — það veit guð ...
Hún starði fram undan sér — liorfði upp
eftir veginum, eins og hún byggist við því, að
þaðan væri einhverrar hjálpar að vænta —
eins og húii byggist við því, að sannleikurinn
væri á skemtigöngu þar uppi á hálsinum og
kæmi henni til aðstoðar í vandræðunum. —
Og smám saman varð henni ljóst, að hún liefði
verið eins og haldin óhreinum og illum anda
alla stund, síðan er Sebastian kysti hana í
Steinach. — Þá liafði eitthvað komið yfir hana
— einhver óhemjuskapur, eitthvert stjómleysi,
einliver þrá, sem hún yrði að fá svalað, hvað
sem öllu öðru liði. Og þessar háskalegu tilfinn-
ingar höfðu verið óstjórnlegar og svo máttugar,
að heilhrigð skynsemi lcomst þar hvergi nærri.
Hún sagði lágt og ógreinilega: „Eg hafði
enga liugmynd um, að eg væri svona‘.‘
„Jæja,“ svaraði hann. „Svo að þú hafðir
enga hugmynd um það!“
Hún kannaðist við fyrir sjáfri sér, að hún
liefði átt að vita það. Og hún hefði átt að trúa
Caryl. Hann hafði varað hana við bróður ^sín-
um — sagt henni, að honum væri ekki að
treysta. — Bara að liún hefði æfinlega trúað
Caryl og treyst honum. Hann verðskuldaði
traustið. Enginn var hans jafningi að dreng-
skap og dygðum. — En hann vildi ekki berj-
ast við bróður sinn. Og þess vegna lét hann
hana fara leiðar sinnar.--------
„Og nú .... “ sagði hún. — „Hvað tekur
nú við ....?“
Sebastian leit á hana foi'vitnisaugum. Þetta
var skrítin stúlka, fanst honum. — Hann skildi
ekkert á því, að liún skyldi vera sorgbitin.
En hún var sorgbitin — það sá liann i atig-
um hennar. — Hann hafði ekki alist upp við
neinn tepruskap í ástum. Hann hafði litla
liugmynd um það, að hjartað þyrfti að vera
með í leiknum. Hann gat girnst unga stúlku,
án þess að elska hana — notið alls, sem liún
hafði að bjóða, án þess að það snerti hjarta
lians hið allra minsta. Hann skildi ekkert i
því saldeysi liugarfarsins, sem einkennir þær
ungu stúlkur, sem ekkert misjafnt liafa reynt
og aldrei hafa látið sér detta í hug líkamleg
mök við karlmenn, auk heldur meira. — Hann
botnaði enga vitund i kvenlegum hreinleik og
sakleysi. — Og hann mundi liafa álitið Fen-
ellu auvirðilegan liræsnara, ef liann hefði ekki
greinilega séð og skilið, að hún var yfirkom-
in af sárum harmi.
Hann sá, að hún þjáðist mikið. Um það yar
ekki að villast. —- Hann liorfði á hana lengi
ög þagði. — Loks tók Fenella til máls. Henni
var þungt, eins og hún berðist við and-
þrengsli. Orðin komu á stangíi, eitt og eitt
í senn:
„Það — var — alls — ekki — ást. — Alls
.... ekki .... hinn .... minsti .... snefill
.... af .... ást........Bara .... losti ....
fýsnir .... vitleysa
Hún leit á hann seinlega. — Ef til vill hefir
hún vonast eftir því, að hann segði eitthvað,
sem yrði henni styrkur og liuglireysting. — En
hann gerði það ekki. Hann sagði ekkert, sem
hana langaði til að heyra.--------Henni virtist
einhver þræsingur í svipnum — einhver and-
styggileg sigurgleði. — Hann lét liana bíða
lengi eftir svarinu. En loksins kom það. Og
það var þá á þá leið, að lionum hefði aldrei
dottið í liug, að um neina ást væri að ræða.
— En lílcami hennar væri girnilegur og fag-
ur. — Hann hefði alla slund langað til þess
að mega hvíla hjá henni eina nótt. ....
„Þú ert grimmur í skapi, Sebastian,“ mælti
hún seinlega. — „Hryllilega miskunnarlaus og
grimmur. Þú ert eins og óargadýr. Eg held
reyndar, að þú sért verri en nokkurt villi-
dýr ....“