Vísir - 22.08.1935, Blaðsíða 2
VISIR
Allux* heinmr-
inn biðup með
óþpeyju
fregna af breska páöuneyt-
isfundinum,
sem stendur yfir í dag. Horfurnar alvarlegri
en nokkru sinni síðan sumarið 1914.
Versnandi hagnr - -
Hækkandi áiögur ?
Viðnrkennir Júgoslavía
Sovét-Rússland ? .
Rúmenar og Tékkóslóvakar vinna nú að því, að und-
irlagi Frakka, að Júgóslavar viðurkenni Sovét-
Rússland. Mikill fjöldi rússneskra flóttamanna er í
Júgóslavíu og gera þeir sér vonir um, að Paul prins,
eins og Alexander heitinn konungur, neiti að láta
viðurkenninguna í té.
London 21. ágúst (F|B)
Allir ráðherrarnir taka þátt i
aukaráSuneytisfundinum, er hald-
inn veröur á morgun, út af Abessi-
niudeilunum. Um heim allan er
beðið með mikilli óþreyju eftir
fregnum af þeim ákvörðunum, sem
teknar verða á fundinum. Ramsay
MacDonald fyrrverandi forsætis-
ráöherra hefir í viStali viS blaða-
menn sagt, aö hann liti svo á, að
Síldarsðltan á
Siglntirði.
Siglufiröi 21. ágúst. FÚ.
Söltun síldar var í gær sem hér
segir á SiglufirSi: Þrjú hundruö
sjötiu og níu tunnur saltsíld, 24
tunnur sykursöltuS síld og 2Ó5
tunnur krydduS síld. Af þessu var
209 tunnur af Ernu, 31 tunna af
Frigg og 137 tunnur af Venusi.
Síldin veiddist í Húnaflóa.
Bjargráðanefnd kosin.
Á fundi bæjarstjórnar Siglu-.
fjarSar var i fyrrakveld kosin
bjargráöcuiefnd eftir tillögum fá-
tækranefndar. — Af hálfu bæjar-
stjómar voru kosnir: Ole Herter-
vig, Gunnar Jóhannsson, iGunn-
laugur SigurSsson, Hjálmar Krist-
jánsson og bæjarfógeti sjálfkjör-
inn. Auk þessara tilnefndi kvenfé-
lagiS Von, styrktarnefnd Sjúkra-
hússins, kvennadeild Slysavama-
félagsins og AlþjóSasamhjálp
verkalýSsins sinn manninn hvert í
nefndina.Fátækranefnd SiglufjarS-
ar bar fram tillögu um aS skora á
ríkisstjómina, aS leggja Siglu-
fjaröarkaupstaS til 10 þús. króna
atvinnubótafé og ábyrgjast 20 þús-
und króna lán fyrir bæinn i sama
skyni.
Tillaga kom frá Þóroddi GuS-
mundssyni um aS reyna aS fá
handa bænum 50 þús. króna bjarg-
ráSasjóSslán, og aS ríkið veiti aðr-
ar 50 þúsundir króna til styrktar
íbúum Siglufjaröar, er atvinna hef-
ir brugöist. — BáSum þessum síð-
argreindu tillögum var visaS til
fjárhagsnefndar til endanlegrar af-
greiðslu. (;FÚ).
Störf ítölsk-abessinsku
sáttanefndarinnar.
París 22. ágúst. FB.
Sáttanefndin í ítölsk-abessinsku
deilunni er lögS af stað til Bern til
þess aS ræSa sönnunargögn þau,
sem fram hafa veriö lögö, í sam-
bandi við Wal-Wal skærurnar. —
(United Press).
síöan 1914 hafi Bretastjórn ekki
fengiS erfiðara og alvarlegra viS-
fangsefni eni þetta. AS því er Un-
ited Press hefir fregnaö kemur ut-
anríkismálanefnd saman á fund i
dag síödegis til þess aö ganga frá
tillögum um ákvaröanir, sem öll
ríkisstjórnin því næst ræöir á
morgun, og samþykkir til fulln-
ustu. (United Press).
Djflpviknrfréttir
Fiskiflotinn 21. ágúst. FÚ.
Fréttaritari útvarpsins á fiski-
flotanum símar í dag aö i fyrri-
nótt hafi lagt á land í Djúpvik,
síld til söltunar vélbátarnir Ágústa
500 tunnur, Minnie 495 tunnur, og
togarinn Júní 320 tunnur og Hann-
es ráöherra 890 tunnur. Undan-
farna tvo daga hafa íslensku skip-
in veitt við Selsker um 12000 tunn-
ur, en erlend skip 2500.
Eftir frásögn finska stöSvar-
skipsins hafa síldarleiöangursskip-
in norsku, sænsku og finsku aflaS
alls í sumar 70000—75000 tunnur
síldar. — I dag segir fréttaritar-
inn blíðviöri og hafi nokkur skip
fengiS dágóöan afla.
Frá Flateyri.
Sindri kom inn í gær með
48 smálestir af karfa. —
Flateyri 21. ágúst. FÚ.
Togarinn Sindri kom í gær til
Flateyrar meö 48 smálestir karfa
og 10 smálestir ufsa, sem Ríkis-
verksmiöjan á Flateyri hefir 5
íiskimjöl. — Merkileg nýjung er
þaö, aö karfalifrin, sem er mjög
auSug aS bætiefnum, verður send
fryst til útlanda, og vonast menn
eftir góðu veröi fyrir hana. —
Sindri heldur áfram veiSum.
Reknetabátar
af Flateyri hafa aflað sæmilega —
sá aflahæsti 800 tunnur síldar. —
Mestallur aflinn er frystur til beitu
en nokkuð saltaS. — Þorskafli er
mjög rýr. — VeSrátta er vætusöm
og talsvert liti af heyjum. — Skv.
símsk. fréttaritara útvarpsins á
Flateyri.
Það er öllum ljóst, að liagur
þjóðarbúsins og atvinnuveg-
anna fer versnandi með degi
hverjum. Af þessu leiðir ólijá-
kvæmilega, að tekjur ríkissjóðs
hljóta að rýrna. Það þótti held-
ur ekki fært, að ganga frá fjár-
lögum á vetrarþinginu, vegna
óvissunnar um afkomuna, og
þingi var frestað til hausts, til
þess að láta reynsluna leiða það
í ljós, eftir því sem unt væri,
áður en frá fjárlögunum yrði
gengið, live mikilli rýrnun yrði
að gera ráð fyrir á tekjum ríkis-
sjóðs samkvæmt gildandi tekju-
löggjöf og live mikilla tekna
væri að vænta af nýjum tekju-
stofnum.
Eins og kunnugt er, hefir litið
verið gert til þess að draga úr
gjöldum rikissjóðs, þrátt fyrir
yfirvofandi neyðarásland at-
vinnuveganna og síþverrandi
gjaldþol skattþegnanna. Öll
viðleitni núverandi stjórnar til
þess að koma jöfnuði á tekjur
og gjöld ríkissjóðs, hefir beinst
að því að hækka álögurnar.
í stað þess að sýna viðleitni til
þess að draga úr gjöldunum,
hefir jafnvel verið stofnað til
stórfeldra nýrra útgjalda, og að
mestu óþarfra. Og menn gera
sér , litlar vonir um það, að
nokkur breyting verði á stefnu
stjórnarinnar að þessu leyti.
Menn þykjast vita það, að eftir
því sem betur og belur kemur i
Ijós, hve mikil rýrnun niuni
verða á tekjum ríkissjóðs, vegna
þverrandi gjaldþols og versn-
andi afkomu atvinnuveganna,
muni stjórnin með því meiri
áfergju leita að nýjum leiðum
til að afla tekna. Og menn leiða
ýmsum getum að því, hvaða
leiðir hún muni finna.
Það hefir kvisast, og má i
raumhni lika ráða það af ýms-
um ummælum stjórnarblað-
anna, að það hafi fyrst orðið
fyrir, að fara að dæmi skoðana-
bræðranna i Noregi og lögleiða
almennan söluskatt. Skattur
þessi er i sjálfu sér mjög áþekk-
ur vörugjöldum sem á undan-
förnum þingum hefir verið far-
ið fram á að einstökum hæjar-
félögum væri heimilað að leggja
á inn- og útfluttar vörur. Ríkis-
stjórnin hefir lagst mjög fast á
móti því, að bæjarfélögin fengi
heimild til að innheimta þetta
gjald lil sinna þarfa, og stjóm-
arflokkarnir, einkum soeialist-
ar, hafa talið það fullkomna
óhæfu að leyfa það. — Það
mætti því virðast harla ósenni-
legt, að gripið yrði til sliks
skatts til að afla ríkissjóði
tekna.
Þá er það og altalað, að ráð-
gert muni vera að stofna til
nýrra einkasala, einnar eða
fleiri. Aðallega er þó talað um
einkasölu á kolum.
Það hefir nú verið fast við-
kvæði stjórnarflokkanna i um-
ræðum um allar einkasölur, að
ríkinu væri ekki ætlaður annar
’ágóði af þeim en sá venjulegi
kaupmannshagnaður, sem í
frjálsum viðskiftum rynni i
vasa einstakra manna. Hins
vegar hefir reynslan sýnt alt
annað. Það er kunnugt, jafnvel
um tóbakseinkasöluna, að til
þess að ná sömu tekjum í rikis-
sjóð eins og i frjálri verslun,
hefir orðið að hækka verðið.
Þessu er að vísu neitað af tals-
mönnum einkasölunnar, en það
er eigi að siður rétt. En um
nýjustu einkasölurnar, raf-
tækja- og bifreiðaeinkasölurn-
ar, er þetta svo alkunnugt og
ómótmælanlegt, að enginn hefir
dirfst að halda öðru frain, eftir
að þessar einkasölur tóku til
starfa. í umræðunum á Alþingi
var þvi liins vegar haldið fram,
að þær vörur, sem undir þessar
einkasölur félli, væri alveg sér-
staklega vel til þess fallnar, að
ríkið liefði einkasölu á þeim,
vegna þess hvé*mikil „álagning“
væri á þeim í frjálsum viðskift-
um og kaupmannsliagnaðurinn
riflegur! 4
Það er þannig alveg fullvist,
að einkasala á kolum lilýtur að
valda verðhækkun á kolunum.
En sú verðhækkun mundi að
langmestu leyti lenda á sjávar-
útveginum, þessum atvinnu-
vegi landsmanna, sem nú er
alveg kominn á lieljarþröm og
fær ekki risið undir þeim skött-
um, sem þegar hafa verið lagðir
á hann. — í annan stað lendir
verðhækkunin að sjálfsögðu á
öllum almenningi, sem kol not-
ar, fátækum ekki siður en rík-
um, í ofanálag á liörmungar at-
vinnuleysisins, sem jafnframt
lilýtur að aukast, eftir því sem
meira er þrengt að afkomu at-
vinnurekstursins.
Með einkasölu á kolum, til
fjáröflunar fyrir ríkissjóð, má
segja að mörkuð sé ný stefna i
skattamálum. Sú stefna, að
beina álögunum vægðarlaust að
brýnustu nauðsynjavörum al-
mennings. Einkasölur þær, sem
fyrir eru má í orði réttlæta með
því, að vörurnar, sem þær taki
til, séu að meira eða minna
leyti „óþarfa“-vörur eða íburð-
ar, og hlutverk einkasalanna
sé að eins að ná tekjum af slík-
um vörum, eða notkun
þeirra. Um kol kemur ekkert
slíkt til greina, frekar en t. d.
matvöru. Kolaeinkasala hefir
það hlutverk að ná skatti af
hrýnustu þurftarvörum al-
mennings og framleiðslunnar,
vörum sem ekki verður komist
hjá að nota. Og einkasölufyrir-
komulagið hefir þann „kost“
fram yfir lollaleiðina, að ágóð-
ann af einkasölunni má hækka
eftir vild, með þvi að hækka
verð vörunnar. Tollarnir eru
fastákveðnir og þeir verða ekki
hækkaðir nema með lögum.
Með einkasölu er ríkisstjórninni
fengið i hendur ótakmarkað
álöguvald.
Þannig er sagt frá fyrirætl-
unum stjórnarinnar, sem köll-
uð hefir verið „stjórn hinna
vinnandi stétta“. Og gera má
ráð fyrir þvi, að ekki sé ofsög-
um sagt af þeim fyrirætlunum.
Líklegt er, að liún finni ýmsar
aðrar leiðir, til að komast dýpra
í vasa almennings, en þegar hef-
ir verið farið. — Á einhverju
verður að minsta kosti bitlinga-
Iýðurinn að lifa.
Mannabein rekur í Keldudal,
Dýrafirði.
Þingeyri 21. ágúst. FÚ.
Frá Þingeyri símar fréttaritari
útvarjisins þar, aS síöastliSinn
sunnudag hafi fundist rekin beina-
grind af manni í Keldudal í Dýra-
firöi. Leifarnar voru fluttar inn á
Þingeyri og veröa jarSaöar þar.
Tíðarfar óhagstætt.
Þá segir fréttaritari aS tíðarfar
hafi veriS mjög óhagstætt þar
vestra síSan sláttur byrjaSi, og
liggi hey undir skemdum. — Einn-
ig horfir til vandræSa meS fisk-
þurkun.
Vínarborg, í ágúst. — FB.
Rússneskir keisaraveldissinn-
ar, sem dvalist hafa í ýmsum
löndum álfunnar, siðan er þeir
neyddust til þess að flýja land,
þá er kommúnistar komust til
valda í Rússlandi, veita mikla
athygli þeim tilraunum sem
Rúmenar og Tékkóslóvakar
gera til þess að fá þriðju þjóð-
ina, sem í Lilla bandalaginu er,
Júgóslava, til þess að viður-
kenna Sovét-Rússland. Iiefir
vinátta og samvinna aukist
mjög með Rússum og Tékkó-
slóvökum í sinni tíð og nýlega
voru rússneskir hermálasér-
fræðingar viðstaddir mestu lier-
æfingar, sem fram hafa farið í
Tékkóslóvakíu. Ýms misklíðar-
efni milli Rússa og Rúmena
liafa verið jöfnuð og horfir nú
betur um samvinnu milli þeirra
og Rússa en áður. Það er eftir-
tektarvert, að breyting fer að
verða í þessa átt, eftir að Rúss-
ar og Frakkar fóru að vinna
saman á ný. Þvi er ekki að
leyna, að rúsneskir flóttamenn
hafa talsverðaráhyggjuraf jiess-
ari starfsemi Rúmena ogTékkó-
slóvaka, einkanlega „Hvít-
Rússar“ þeir, sem búsettir eru i
Júgóslavíu, en þeir eru mjög
margir. Nokkuð dregur það þó
úr áhyggjum þeirra, að Paul
prins, ríkisstjórnandi í Júgó-
slavíu hefir alt af verið og er
enn mikill vinur hins gamla
Rússlands og andvígur Sovét-
Rússlandi og þeim, sem þar fara
nú með völd, en Alexander heit-
inn konungur í Júgóslaviu, sem
myrtur var í Marseille, hafði
sömu skoðanir i þessum efnum
og Paul prins hefir. Þegar þess-
ar áliyggjur rússneskra flótta-
manna í Júgóslavíu her á góma
er vert að geta þess til skýring-
ar, að óvíða eða hvergi liefir
rússneskum keisaraveldissinn-
um, sem landflótta eru, verið
hetur tekið en í Belgrad, höfuð-
horg Júgóslavíu. Rússneskir
keisaraveldissinnar eru margir
í ýmsum löndum. 1 sumum
þeirra líður þeim vel, i öðrum
illa, en hvergi eru þeir, ef svo
mætti segja, eins og lieinia hjá
sér forðum, nema í Belgrad. Og
þar blaktir enn í dag gamli
rússneski keisaraveldisfáninn
yfir rússneska sendiherrabú-
staðnum. Júgóslavar hafa aldrei
viðurkent Sovét-Rússland. A
liverjum degi sést maður nokk-
ur ganga um göturnar í Bel-
grad, klæddur búningi rúss-
neskra liershöfðingja frá keis-
araveldistímanum. Júgóslv-
nesku hermennirnir lieiðra á
jiennan hátt fyrrverandi rúss-
neskaherforingjann eins og sína
eigin herforingja. í Belgrad
eru rússneskar veitingastofur
og gistihús, jiar sem alt slarfs-
fólkið er rússneskt flóttafólk, en
i sumum götum heyrist vart
annað en rússneska. Rússar eru
í jiúsundalali í Belgrad. Sendi-
herrabústaðurinn er nálægt
konungshöllinni. Rússneski
Rauði Krossinn er þar nú til
húsa og fleiri félög, sem fyrrum
störfuðu í Rússlandi. Ýmsir
Hvít-Rússar gegna ábyrgðar-
mildum störfum í Belgrad. —
Eins og fyrr var að vikið var
Alexander konungur vinveittur
gamla Rússlandi, enda hafði
hann dvalist i Rússlandi á yngri
árum og mentast þar að nokk-
uru. Þegar liann varð konungur
í Serbíu 12 júní 1914 var hann
sannfærður um, að Rússar væri
vinir Serbíu, einlægir og vokl-
ugir vinir. Skömmu eftir að Al-
exander komst til valda skall
heimsstyrjöldin á. Rússar og
Serbar voru samherjar. En
keisaraveldið rússneska hrundi
í rústir og sovét-ríkin risu upp
á rústum þess. Serbía varð
stórveldi. En Alexander kon-
ungur gleymdi ekki gamla
Rússlandi og fyrir hans for-
göngu var flóttamönnunum,
keisaraveldissinnunum sem
urðu að lúta í lægra haldi í
Rússlandi tekið opnum örmum.
Fjölda margir rússneskir yfir-
foringjar voru teknir í júgó-
slavneska herinn. Og flestir
riissneskir flóttamenn, sem leil-
uðu hælis í Júgóslavíu, hafa
fengið þar atvinnu. Árin hafa
liðið. Fleiri og fleiri ríki hafa
viðurkent Sovét-Rússland. En
Júgóslavía bíður enn átekta,
þrátt fyrir það, að mikið sé að
stjórninni lagt, einkum um
þessar mundir, að láta þessa
viðurkenningu í té. Þ. 9. okt.
1934 var Alexander konungur
myrtur. Þá mistu rússnesku
flóttamennirnir í Júgóslavíu
sinn voldugasta vin. En þeir
gera sér vonir um, að Paul prins
muni fylgja sömu stefnu og AI-
exander gerði. Hinsvegar vinna
bandalagsþ jóði r Júgóslava
stöðugt að því, að viðurkenning-
in verði látin i té. Sovét-Rúss-
land á líka sína vini, meðal
annars st jórnarandstæðinginn
dr. Dragoljub Jovanövitch,
sem gerir alt sem í hans
valdi stendur til þess að
koma ])ví lil leiðar, að Júgó-
slavia viðurkenni Sovét-Rúss-
land). — United Press).
Eldup í kola-
geymslu
ensks togara.
Vestmannaeyjum i gær. FÚ.
í morgun kom til Vestmanna-
eyja togarinn Marconi frá Hull. —
HafSi kviknaö í kolaforða skips-
ins fyrir þrem dögum, og haf'Öi
ekki tekist a'ð slökkva eldinn þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir skipshafn-
ar. Þegar eldurinn jókst var það
ráð tekið að leita hafnar. Var far-
ið með véldælu slökkviliðsins i
Vesmannaeyjum út að skipshlið,
og dælt sjó yfir kolin þar til reyk-
ur var ekki meiri en svo, að hægt
var að komast að kolunum. Var
síðan grafið niður í þau, þar sem
eldurinn hafði verið og haldið á-
fram að dæla sjó, þar til eldurinn
var slöktur. — Skv. símsk. frétta-
ritara útvarpsins í Vestm.eyjum.
Hjólreiðakepni um meistaratitil.
Oslo 21. ágúst (FB).
Hjólreiðakepni um meistaratitil
fyrir Noreg fór fram í Þrándheimi
í gær. I 10.000 metra hlaupinu
varð árekstur milli j^riggja hjól-
reiðamanna og meiddist einn
þeirra, Sætrang, svo aö það varð
að flytja hann í sjúkrahús. — Arn-
finn Mortensen og Nils Sundby
unnu meistaratitlana.