Vísir - 22.08.1935, Blaðsíða 3

Vísir - 22.08.1935, Blaðsíða 3
VÍSIfí Bretap standa sameinaðip í Abessin&udeiluimi. Allir flokkar iieita stjópninni studuingi til þess að vinna að því9 ad þjóðabandalagid komi vilja sínum fram. Stjórnmálaflokkarnir bresku og fulltrúar helstu landa Bretaveldis samhuga um hvað gera skuli. Samúel Hoare hefir átt tal við full- trúa sjálfstjórnarnýlendnanna, Egiptalands og írlands, og hefir breska stjórnin, að því er virðist, einhuga fylgi í öllu Bretaveldi um þær ákvarðanir, er hún tekur. ig fregnað, að á fundi utanríkis- málanefndar í gær hafi sú skoðun komið mjög glögt fram, að allir flokkar í landinu ætti að standa samán og styðja sjórnina til þess að vinna að Jiví, að Þjóðabanda- lagið geti komið svo ár sinni fyrir borð, að su stefna sem það tekur út af Abessiniudeilunni nái fram að ganga, og einnig að bandalags- þjóðirnar, sem vilja afstýra ófriði snúi bökum saman og horfist London 22. ágúst. FB. Fulltrúar sjálfstjórnarnýlendn- anna, Canada, Ástralíu og Suður- Afríku, og einnig fulltrúar írlands, Egiptalands og Nýja Sjálands komu saman á fund í utanríkis- málaráðuneytinu í gærkveldi til þess að láta í ljós skoðanir sínar, að því er viðhorf Bretaveldis snertir nú til Abessiniudeilunnar. En ríkisstjórnin hafði óskað eftir því að fulltrúar allra stærstu landa í Bretaveldi væri hafðir með í ráð-,, x um um hvað gera skuli vegna þess I hversu alvarlega horfir. David Lloyd George, Lansbury, leiðtogi verkalýðsflokksins á þingi, Cecil lávarður, Herbert Samuel og At- herton, sem til bráðabirgða gegnir sendiherrastörfum Bandaríkjanna í London hafa allir heimsótt Samuel Hoare utanríkismálaráðherra, til ráðagerða út af Abessiniudeilunni. í þessu mikla vandamáli ætlar rík- isstjórnin því að hafa nána sam- vinnu við leiðtoga andstæðinga- flokkanna og eins við Bandaríkin. — Að því er United Press hefir fregnað frá áreiðanlegum heimild-1 um sagði Lansbury við Hoare að Alþýðuflokkurinn breski væri ein- dregið þeirrar skoðunar, að Bret- landi bæri skylda til að vinna að því, að sáttmáli Þjóðabandalagsins væri í heiðri haldinn og koma í framkvæmd þeim ákvörðunum, sem Þjóðabandalagið tæki með skírskótun til og í samræmi við sáttmálann. Lansbury hét ríkis- stjóminni stuðningi Alþýðuflokks- ins, ef hún styddi Þjóðabandalagið í öllu. — Samkvæmt ráeiðanlegum fregnum hefir United Press einn- , SAMUEL HOARE djarflega í augu við hættuna. Alt bendir því til, að Bretar muni taka föstum tökum á málinu og leggja mikla áherslu á, að Þjóðabanda- lagið starfi áfram og ákvarðanir þess virtar, en ráðstafanir teknar eins og lög bandalagsins gera ráð fyrir, ef ákvarðanir þess eru að vettugi virtar. Bíða menn nú með mikilli óþreyju opinberrar til- kynningar, sem væntanleg er þeg- ar ráðuneytisfundinum er lokið. — (United Press). Dimitrov myrtur. Búlgarski kommúnistinn heimskunni, Dimitrov, myrtur í Moskwa. Osló, 21. ágúst. — FB. Samkvæmt símskeyti frá Moskva til Dagbladet var hinn heimskunni búlgarski komm- únisti, Dimitrov, myrtur i Moskva í gær, af lautinanti nokkurum í rauða hernum. Lautinantinn skaut á hann nokkurum skammbyssuskotum og beið Dimitrov þegar bana. þegar til og ætluðu að reyna að bjárga flugmönnunum, en það var ógerlegt að gera neitt, vegna eldsins. Talið er, að flugmenn- irnir liafi beðið bana þegar, er flugvélin rakst á símaleiðslurn- ar. Líkin brendust svo, að þau eru óþekkjanleg. Flugmennirn- ir voru báðir 33ja ára gamlir og voru álitnir mjög vel æfðir og færir í grein sinni. — Smith var einn af kunnustu tennisleikur- um Norðmanna. — Nefnd liefir verið skipuð til þess að rann- saka orsakir flugsiyssins. Flugslys í Noregi. Osló, 21. ágúst. — FB. Tveir flugmenn úr hernum, Finn Smith og Erling Weinstad biðu bana í flugslysi nálægt Borgen Meieri í Ullensaker i gær. Flugmennirnir voru að æfa sig í blindflugi, er slysið vildi iil, í svo kallaðri „Tiger Moth“ flugvél. Rakst annar vængur flugvélarinnar á sima- leiðslur og losnaði vængurinn, en sprenging varð samstúndis í flugvélinni, sem féll niður i ljósum loga. Þarna var margt manna viðstatt. Hlupu menn Viðskiffl Norð- manna og Portúgals- manna. Yerslunarráðherra Portú- gal boðið til Noregs af norsku ríkisstjóminni. — Osló, 21. ágúst. — FB. Portúgalski verslunarmála- ráðherrann, Ramirez, er kom- inn til Oslóar í hoði norsku ríkisstjórnarinnar. Kolit utan- ríkisráðherra lók á móti honum og efndi til veislu honum til Iieiðurs. V_________- Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 12 st., Bolung- ,arvik 9, Akureyri 9, Skálanesi 11, Vestmannaeyjum 10, Sandi 10, Kvígindisdal 11, Hesteyri 9, Blönduósi 9, Siglunesi 6, Grímsey 9. Raufarhöfn 9, Skálum 10, Fagra dal 9, Papey 9, Hólum í Hornafirði 9, Fagurhólsmýri 8, Reykjanessvita 9, Færeyjum 13 st. Skeyti vantar frá Gjögri. Mestur hiti hér í gær 15 st., minstur 9. Sól- skin í gær 3,5 st. Úrkoma i gær 1,9 mm. Yfirlit: Alldjúp lægð fyr- ir sunnan ísland á hægri hreyfingu austur eftir. Horfur: Suðvestur- land: Allhvass austan og rigning í dag en léttir til meö noröaustanátt 1 nótt. Faxaflói, Breiðafjörður: Austan og norðaustankaldi. Dálítil rigning. Vestfiröir, Noröurland, noröausturland: Vaxandi norö- austanátt. Rigning eöa þokusúld. Austfiröir. Vaxandi suöaustanátt. Rigning. Suöausturland: Allhvass austan. Rigning. Aflasölur. Geir hefir selt 976 vættir ís- fisks í Grimsby fyrir 947 stpd., Baldur 87 smálestir i Cuxhaven fyrir 18.844 ríkismörk og Venus 96 smálestir í Wesermúnde fyrir 12.601 ríkism. Kappleikurinn í Berlín í gærkveldi fór þannig, aö Þjóð- verjar unnu meö 11:0. Var þetta annar kappleikur íslenska liösins í Þýskalandi. Var lýsingu á síðari hálfleik endurvarpað frá Þýska- landi og lýstu þeir leiknum Gisli Sigurbjörnsson, Pétur Sigurðsson og Guöjón Einarsson, en dr. Funk- enberg talaði nokkur orð til ís- lenskra hlustenda. Áhorfendur voru um 5000 og sýndu þeir ís- lensku knattspyrnumönnunum mikla velvild og samúð. í fyrri hálfleik skoruöu Þjóðverjar 6 mörk. Hiti var mikill. Kept var á grasvelli, en íslendingar eru ó- vanir að keppa á grasvöllum. Út af hvatningarorðum hinna íslensku endurútvarpsmanna í Berlin um það, aö nauðsynlegt sé að koma hér upp grasvelli, er þess að geta, að forustumenn íþrótta hér hafa margsinnis reynt aö koma því í framkvæmd, en kröfum þeirra í þeim efnum hefir enn ekki verið sint. Endurútvarpslýsingin bar það með sér, að margir einstakir menn í liöi íslendinga hafa staðið sig prýðilega, einkum iBjörgvin Schram o. fl. Hinsvegar skorti f lokkinn tækni og úthald, en Þjóð- verjar munu líka hafa verið1 orön- ir mjög þreyttir að leikslokum. Ollum knattspyrnumönnunum líð- ur vel. Guðmundur Jónsson hefir meiðst, fengið vatn milli liða, en meiðslið er ekki alvarlegs eðlis. í- þróttamennirnir báðu kærlega að heilsa öllum. Eru þeir rnjög hrifn- ir af viðtökunum og bera Þjóð- verjum hiö besta söguna. íþ. ,,Búrið“ heitir ný verslun á Laugavegi 26, sem Sláturfélag Suðurlands hefir stofnað. Þar geta menn feng- ið margskonar áskurð á brauð, salöt, osta, snrjör o. m. fl. Sömu- leiðis sendir jBúrið“ mönnum heim heitan mat, þeim, er þess óska. Stefán Guðmundsson efnir til kveðjuhljómleika í Gamla Bíó annað kveld kl. 7.15. Við hljóðfærið C. Billich. Meðal farþega á Dettifossi til útlanda vom María Markan, Páll Halldórsson og fjöldi útlend- inga. Hjálpræðisherinn. í kveld kl. 8)4 verður fagnað- arsamkoma fyrir ofursta J. Hal- Mynd þessi er tekin á kornakri í Danmörku og sýnir mann að kornslætti. Vélin slær kornöxin og bindur þau í knippi, sem siðan eru tekin og reist upp til þerris. — ÞRESKING Kornræktartilraunir þær, sem gerðar hafa verið hér á landi að tilhlutan Klemenzar á Sámsstöð- um gefa góðar vonir, og víða um land er nú farið að rækta korn, en alt er þaö í smáum stíl enn. Hver veit nema núlifandi kynslóð hér á landi eigi eftir að sjá nú- nútíma kornskurðarvélar alment notaðar hér á landi vorsen frá Noregi. Allir foringjar og liðsmenn taka þátt i samkom- unni. Horna- og strengjasveit aö- stoða. Allir velkomnir. „Fulton“, fisktökuskip, fór héðan i gær, til fisktöku á Faxaflóahöfnum. Músikklúbburinn. Þeir, sem mæta á 1. kveldi Mús- ikklúbbsins á Hótel ísland í kveld eru beönir aö koma laust fyrir' kl. 9 °» &era pantanir sínar fyrir þann tíma til þess, að ekki raskist mús- íkin. h. E.s. Lyra fer héðan i kveíd kl. sex til Nor- egs. Meðal farþega verða fní Lára Bogason og Bögi sonur henriar. Karlakór Reykjavíkur heldur fund kl. 9 i kvekl i i- þróttahúsi K. R. Frú Guðrún Geirsdóttir, Laufásvegi 57, efnir til skriftar- uámskeiðs innan skamms, og verð- ur jivi lokið áður en skólar byrja. Er því hér um ágætt tækifæri að ræða fyrir skólafólk, sem jiarf að bæta skrift sína.Frú Guörún Geirs- dóttir hefir um langt áraskeið kent skrift með ágætum árangri og hef- ir fjöldi manna notið góðs af hinni ágætu tilsögn frúarinnar. Gengið í dag. Sterlingspurid ...... kr. 22.15 Dollar................. — 445H 100 rikismörk............. — !79-23 — franskir frankar . — 29.62 — belgur.............. — 75.30 •—- svissn. frankar .. — 145.85 — Ikur.............. — 37.15 — finsk mörk....... — 9.93 — pesetar ............ — 61.97 — gyllini............. — 301.29 —• tékkósl. krónur .. — 18.88 — sænskar krónur .. — 114.36 — norskar krónur . . — m.44 — danskar krónur .. — 100.00 Gullverð ísl. krónu er nú 49.36. Ferðafélag íslands ráðgerir skemtiferð í Krýsivík næstkomandi sunnudag. Ekið verður í bílum að Kaldárseli. geng- ið þaðan vestan undirhlíða upp Ketilsstíg að Kleifarvatni og í Ivrýsivík. Verða skoðaöir hinir miklu hverir. Frá Krýsivik verð- ur gengiö að ísólfsskála og ekiö þaðan í bilum til Reykjavikur. Far- miðar fást i bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar til kl. 4 á laugar- dag. Sjómannakveðja. FB. 22. ágúst. Erurn á leið til Þýskalands. Vel- líðan. Kærar kveöjur. Skipshöfnin á Gylli. Frá Siglufirði bárust j)ær fregnir í morgun, að jiar væri norðaustan stormur og engin síld borist, þar eö skipin geta ekki stundað. veiðar vegna gæftaleysis. Útvarpið í kveld. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Lesin dagskrá næstu viku. 19,30 Tón- leikar (plötur) : Létt lög. 20,00 KlukkusláttUr. 20,30 Erindi: Frá útlöndum: Um Filipseyjar (Einar Magnússon mentaskólakennari). 20,30 Fréttir. 21,00 Tónleikar: a) Útvarpshljómsveitin; b) Endur- tekin lög (plötur) ; c) Danslög. ísland í erlendum blööum. 1 Tidens Tegn 9. ágúst birtist löng grein, sem nefnist „Paa Islands-ferd“, eftir Bokken Las- son. Greininni fylgir mynd af höfundinum, Geysi og Stúdenta- garðinum. — í Aftenposten, Osló, birtist þ. 2. águst viðtal við dr. Alexander Jóhannesson, rektor Háskóla íslands, og Guðjón Samúelsson, húsameist- ara rikisins. Fyrirsögnin er „Kunst og videnskap bar gode kaar paa Sagaöen“. Greininni fvlgir mynd af dr. A. J. og G. S., Þjóðleikhúsinu og Laugarvatns- skóla. — Daily Telegraph 2. ágúst birtir grein um opnun talsambands milli íslands og Bretlands. í sama blaði er birt mynd, sem tekin var í London við opnunina, af þeim Stan- hope jarli, Tryon póstmálaráð- herra og Haraldi Guðmundssyni ráðherra, en sú villa liefir slæðst inn i lesmálið, að myndin af H. G. sé af Eysteini Jónssyni. Free Press flvtur sérstaka grein um íslenska landnemann Sigurjón Snidal, sem er nýlega látinn, á heimili sonar síns i Winnipeg, John G. Snidal læknis. — í fylgiblaði Schleswig-IIols teinis- chen Landeszeitung 9. ágúst birtist löng grein eftir Alexand- er F unkenberg. Fyrirsögn greinarinnar er: Sommerreise nach Island. Im Land ohne Eisenbahnen“. (FB.). Otan af landí, Prestafundur ísafirði 21. ágúst (FÚ) Prestafélag' húnvetnskra og skag- firskra presta hélt fund að Undir- felli í Vatnsdal siðastliðinn sunnu- dag. — Fundurinn hófst með guðsþjónusu. Síra Helgi Konráðs- son prestur á Sauðárkróki sté í stólinn, en sira Lárus Arnórsson prestur að Miklabæ þjónaði fyrir altari. Þá fluttu erindi: Einar Kvaran rithöfundur um sálarrannsóknir, síra Gunnar Arnason formaður fé- lagsins um kirkjuna og stjórn- málin, og síra Guðbrandur Björns- son prófastur í Viðvík um sam- starf presta og safnaða. — Um- ræður urðu um tvö síðustu erindin. Sóknarnefnd Undirfellssóknar veitti prestum og fylgdarmönnum þeirra af mikilli rausn. Aðsókn var hin besta, einkum af sóknarmönn- um. Mót norrænna hjúkrunarkvenna í Kaupmannahöfn. K.höfn 19. ágúst. Einka- skeyti til F.Ú. í dag hófst mót norrænna hjúkr- unarkvenna í Oddfellowhöllinni í Kaupmannahöfn, og eru þátttak- cndur 1800. Ingiríður krónprins- essa er verndari mótsins, og er J>að hið fyrsta opinbera starf hennar. Mótið hófst með því, að J)jóð- söngvar hinna fimm landa Norð- urlanda voru sungnir. Þvínæst flutti Dahlgaard innanríkisráð- herra kveðju frá dönsku stjórninni óg síðan flutti forseti mótsins setn- ingarræðu sina. í kvöld verður veizla, og verða þar meðal annars skrautsýningar af ýmsurri atburð- ttm í sögu hjúkrunarstarfsins. ’Á morgun verða haldnir íyrirlestrar um ýms efni, og fara um leið fram almennar umræður. Formaðttr Fé- lags íslenskra hjúkrunarkvenna, frú Sigríður Eiríksdóttir, mun talca þátt í umræðum um einka- hjúkrun. Lýktir deginum á morg- un með serstakri leiksýningu fyrir gestina i Konunglega leikhúsinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.