Vísir - 22.08.1935, Blaðsíða 4
VlSIR
Abessiniumenn vígbúast af
kappi jþFátt iTyFÍF iítíio,tn«-
ing^bann á vopnum til
AbessiniioL
í ýmsum löndum. — Vopnum er smyglað
inn í landið í stórum stíl frá Sudan, Egipta-
iandi og fleiri löndum. — Flestar þjóðir heims
hafa samúð með Abessiniumönnum.
París í ágúst. FB.
MeSan stjórnmálamenn Eyrópu
teyna aS finna einhver ráö til þess
aö koma því til leiöar, aö styrjöld
milli ítala . og Abessiniumanna
verði afstýrt, flyfja ítalir herliö
og hergögn til nýlenclna sinna af
hinu mesta kappi og hraöa öllum
undirbúningi undir styrjöldina sem
mest þeir mega. Abessiniuiuenn,
standa ólíkt ver aö vígi. Þeir eiga
ekki land aö sjó. Aöeins ein járn-
hraut er í landinu og hún er eigtt
Frakka. Mikið áf hergögnum til
Abessiniuiuanna hefir aö vísu
veriö flutt þessa leið, en aðstaöa
þeirra til þess aö ná í skotfæri er
á allan hátt miklu erfiðari en Itala,
aö því sleptu, að ýtnsar þjó'öir hafa
bannað útflutning vopna til Abess-
iniu. En það er opinbert leyndar-
mál, að miklum hergagnaljirgðum
er smyglað inn í landið, þrátt fyrir
ótal erfiðleika, sem við er að
stríða. Æfintýramenn hverskonar,
uppgjafasmyglar og alskonar lýð-
ur hefir feugið þarna nýja og
gróðavænlega atvinnugrein og þeir
eru margir hinir hreyknustu af
því, að geta hjálpað Abessiniu-
mönnum á þeunan hátt. Haile Sel-
assie hefir hálfa ntiljón manna
reiðubúna til þess að berjast móti
ítölum og takist honum að ná í
nóg vopn og skotfæri getur hann
sent 900.000 menn móti hinum
ítalska her, sem hann býst við að
rgeri innrás í landið til þess að
-svifta það sjálfstæði. Abessiniu-
inenn vantar flugvélar, skriðdreka,
íleiri vélbyssur o. m. fl., sem óhjá-
kvæmilegt er að nota í nútíma-
bernaði. Haile Selassie hefir sent
ifulltrúa til vopnaverksmiðja og
flugvélaverksmiðja í ýrnsuin lönd-
nm og leitað fyrir sér utn aðstoð.
Þeim hefir gengið erfiðlega, þar
sem bannað hefir verið að flytja
út hergögn. Þeir hafa boðið gull
— gullsand úr námum sins auðuga
lands — fyrir hergögn. Og þrátt
íyrir allar neitanir og erfiðleika
hefir þeim orðið talsvert ágengt.
Vopn og skotfæri eru nú flutt í
stórum stíl til Abessiniu með
leynd. Skip hlaðin vopnum og
skotfærum frá ýmsum höfnum Ev-
rópu hafa fartð um Suezskurðinn
'til stranda Afríktt, til franska
Somalilands og breska Somali-
lands, með „vörur" til Abessiniu-
manna, en „vörurnar“ hafa oft
veriö hergögn. En auk þess hafa
smyglarnir veriö á ferðinni með
sín skip. Armeniumenn, Þjóðverj-
ar, Grikkir o. s. frv. I smáskútum
sínum hafa þeir flutt vopn og skot-
færi til óþektra staða, þar sem
menn í þjónustu Abessiniustjórnar
kotna þeim áleiðis, yfir sandauðn-
ir og fjöll og klungur. Hergagna-
birgðirnar eru fluttar á úlföldum
eða þær eru boruar á bakinu óra-
vegu. Það er ótrúlegt hvað Abess-
iniumenn geta, lagt á sig í þessunt
ferðurn, en þeir kvarta ekki. Sjálf-
stæði lands þeirra er í hættu.
Smyglarnir hafa leigt ónotuð
ilutningaskip, lystisnekkjui', fiski-
skútur — alt er notað, sem notaö
verður. Hvarvetna eru senclimenn
Abessiniukeisara, í Arabíu, Egifta-
landi og víðar, og alstaðar njóta
þeir aðstoðar þjóðflokkanna í
þessum löndum. Þeint verður vel
ágengt. Heimurinn hefir samúð
með Abessinitt, en mestrar samúð-
ar njóta þeir hjá öðrurn skyldum
þjóðum og þjóðflokkum í Afríku
og Asíu. Vopnin og skotfærin eru
smygluð inn frá Sudan og Egipta-
landi. Abessiniuher hefir tiltölu-
lega fáum mönnum á að skipa, sem
kunna að fara með vélbyssur, en
þeir eru allir ágætar riffilskyttur.
Þegar styrjöldin hefst má búast
við, að Haile Selassie hafi 500.000
menn reiðubúna, en ítalir 400.000
þar af um 100.000 innfædda her-
menn frá Eritreu og ítalska Soma-
lilandi, sem eru æfðir í að fara
með vélbyssur, handsprengjur o.
s. frv. En Abessiniumenn bíða ekki
ósigur — ef þeir þá bíða ósigur —
vegna þess að þeir hafi lélegri her-
menn. ítalir sigra þá ekki, að áliti
margra sérfróðra manna, nema
með flugvélaárásum og eiturgasi,
en það er jafnvel dregið í efa a'Ö
hvaða notum slíkt komi í hernaði
í Abessiniu. En svo er hin mikla
spurning, sem aðeins er ósvarað :
Kotni til styrjaldar, eigast Abess-
iniumenn og ítalir við einir, eða
flækjast fleiri þjóðir inn í styrj-
öldina? (Úr fréttahréfi Richards
D. McMillans, fréttaritara U. P.)
Dúkkur frá 0.50
Bílar frá 1,50
Garðkönnur frá 0,35
Glerkúlur á 0,25
Stell frá 1,50
Boltaf frá 0,85
Myndabækur frá 0,35
Litakassar frá 0,25
Vagnar frá 0,85
Skip frá 1,50
Spil, ýmiskonar frá 1,00
K. Einapsson
& Björnsson.
Bankastræti 11.
Gúmmílím og
gúmmídúkalím.
Gúmmílímgerðin.
Laugavegi 76. - Sími 3176.
Epli
nýkomin
VersL Vísir
SKRÍTLUR.
Hann: Kystu mig einu sinni enn,
elsku stúlkan mín, áður en við
skiljum.
Hún: Flýttu þér þá, vinur minn.
Pabbi kemur heim eftir klukku-
tíma. •
Dómarinn: Þér kannist við að
hafa stolið kartöflum frá nágranna
yðar. Hvað mörgum pokunt sam-
tals ?
Ákærði: Sjö, herra dómari:
Þremur á mánudag' og tveimur í
gær.
Dómarinn: Það eru ekki nema
fimrn pokar.
Ákærði: Veit ég það, herra dóm-
ari. En ég hafði hugsað mér að
taka tvo í kveld.
Elsku góða,
átt þinn liatt að bera.
Þú ert orðin engu lik
eins og hæna í Grindavík.
er best
ftliUSNÆfÍl
2—3 herbergi óskast, helst
í vesturbænum. Þrent fullorðið
í heimili. Uppl. í síma 2666.(446
2 herbergi og eldhús með
öllum þægindum óskast 1. okt.
Tilboð merkt: „9“ sendist Vísi.
(448
Sólrílt stofa, eða tvö minni
Iierhergi óskast 1. sept. eða 1.
okt., helst nálægt miðbænum.
Uppl. í síma 2833 frá kl. 4—8V2
e. h., (450
Lítið lierbergi óskast nú þeg-
ar til 1. okt. fyrir 2 eldri konur.
Uþpl. í sima 4345 og 2240. (451
2—3 lierbergi og eldhús ósk-
ast helst í austurbænum. Þrent
fullorðið í heimili. UppL í síma
1954. (452
2ja til 3ja lierbergja íbúð ósk-
ast. Sími 2496. ,, (455
Síra Mattliías Eggertsson,
Grímsey óskar eftir 2—3 her-
bergjum og eldhúsi frá 1. okt.
Uppl. í síma 4850. (457
4 herbergi og eldhús ásamt
baði er til leigu í vesturbænum
frá 1. okt. Tilboð merkt: „77“
sendist afgr. Vísis fyrir 26. þ. m.
(463
Maður í fastri stöðu, óskar
eftir 2 lierbergjum og eldhúsi
með þægindum 1. okt. Tilboð
merkt: „1935“ sendist Vísi.
2 herbergi og eldlnis óskast 1.
okt. í vesturbænum. — Uppl. i
síma 4672. (465
Herbergi með aðgangi að baði
til Ieigu á Framnesveg 8. (466
ÍBÚÐ.
Tveggja til þriggja lierbergja
íhúð óskast 1. okt. Sími 4196.
(397
Góð stofa með húsgögnum til
leigu á Öldugötu 27. (476
KKAlPSKARJKl
Vil leigja eða kaupa, með
góðum horgunarskilniáhim,
lítið hús, eða smábýli utan við
hæinn. Uppl. í síma 1318. ,(444
1 herbergi og eldhús eða tvö
litil og eldunarpláss óskast 1.
okt. Fyrirframgreiðsla. A. v. á.
(475
Tvær stúlkur císka eftir 1
herbergi 1. okt. Helst aðgangur
að þvottahúsi. Tilboð, merkt:
„2 stúlkur“, leggist inn á afgr.
Visis strax. (474
Stór ibúð, 3 stórar stofur og
2 minni herbergi rétt við mið-
bæinn. Heppilegt fyrir matsölu.
Til leígu frá 1. okl. Uppl. í síma
3294, en á kvöldin: 1839. (473
2—3 herbergi og eldhús, með
öllum nýfísku þægindum, ósk-
ast, helst í austurbænum. Uppl.
í sima 4958. Gísli Hermann bif-
reiðastjórí. (472
Svefnherbergishúsgögn og
ljósakróna lil sölu með teeki-
færisverði. A. v. á. (449
Stúlka vön malrciðslu og
bakstri óskast til viðtals strax á
Vesturgötu 3. Kaffisalan. (453
Nokkrir tvísetíir klæðaskáp-
ar til sölu, ódýrt. — Viðgerðar-
vinnustofan, Bergstaðastr. 33.
(454
Brúkuð gaseldavél til sölu.
Tækifærisverð. Holtsgötu 7. —-
,{456-
Tvísetlur klæðaskápur af
nýrri gerð, selst með sérslöku
tækifærisverði. Uppl. á Berg-
staðastr. 30, niðri, eftir kl. 6. —
(461
2—3 herbergi og eldhús, með
nýtísku þægindum, vantar mig
1. okt. Haraldur Halldórsson,
Vöruhúsinu. (470
Góð stofa í nýlegu steinhúsi
með aðgangi að eldhúsi til leigu
frá 1. sept. Uppl. á Vesturvalla-
gölu 2, kl. 6—8 e. h. (469
HKVINNAfti
Telpa óskast slrax til að gæta
barns. Uppl. á Lokastíg 16, efri
hæð. (445
Stúlka, sem er vön kjóla-
saumi, getur fengið atvinnu frá
1. september á saumaverkstæði
mínu í Þingholtsstræti 3. Tek
einnig á móti lærlingum. Uppl.
í síma 2284. Sonja Pétursson.
(447
Kaupakona óskast. Uppl. á
Hverfisgötu 100 B, uppi. (458
Stúllca óskast á Laufásveg 57.
, (459
Stúlka getur fengið að læra
að sauma á saumastofunni
Bergstaðastræti 19. (471
Ktiuqínnincak]
Verðlisti frá verslun minni
fyrir júlímánuð siðastliðinn, er
liérineð úr gildi numinn. —
Hjörtur Hjartarson, Bræðra-
borgarstíg 1. (460
Rósir í pottum og kaktusar
til sölu, Þórsgötu 2. (462
íslcnskar kartöflur fást í
verslun Símonar Jónssonar,
Laugavegi 33. (411
Stór glerþvottaskál á fæti til
sölu. A. v. á. (468
Svefnherbergismublur til sölu
fyrir neðan hálfvirði, til sýnis á
Njálsgötu 72, 2. hæð, eftir kl.
7. (467
Húseign.
Vegna burtferðar er sólrík
húseign á eignarlóð vestan við
bæinn til sölu nú þegar. Laust
til íbúðar 1. okt. Húsið gefur af
sér um 2000 kr. á ári í leigu. —
Uppl. í síma 2276 eða 4592 (fyr-
ir lxádegi).
iTATAt FUNOIf)]
Tapast hefir blár kvenreið-
frakki frá Elliðaám að Tungu.
Skilist gegn fundarlaimum til
Sigurlásar í Tungu. (477
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN.
’HANDRIÐAMENN. 28
Roger hafði þegar tekið ákvörðun sína, og
örlögin voru honum hliðlioll, því að á sama
augnabliki kom áætlunarbifreiðin frá Menton
til Nizza akandi. Hann stöðvaði bifreiðina og
hjálpaði lxenni inn i hana. Sjálfur stóð hann
augnablik kyr í dyrunum og leit um öxl. Veit-
Ingahúsið og gistihúsið voru mvkri liulin eftir
sem áður, en í garðinum að baki þeim sá hann
litla Ijósdepla hreyfast á milli runnanna. Hvað
skyldi vei’a að gerasl ]iarna? Stúlkan hlaut að
vita það!
Hún vissi það áreiðanlega. — En myndi hún
tilleiðanleg iil þess að leysa frá skjóðunni?
Fyrsta stundarfjórðungin 11, sem ferðin stóð
yfir, sat hún þögul og hjúfraði sig óttaslegin
upp að honum. Hinir fáu samferðamenn þeirra
héídu að þau væru elskendur, og litu undan
bi-osandi og hvíslandi. Neglur hennar stungust
inn í handlegg lxans, og hún hallaði liöfðinu að
öxl hans, en snxám sanxan livarf óttinn úr liin-
um Ijómandi fögru augum hennar, og henni
tókst jafnvel að hrosa glaðlega lil hans'. Þegar
fyrstu götuljósker í Nizza og ljósaauglýsingar
fóru að senda birtu sína inn í bifreiðina, scttist
hún upp. Hínar grannvöxnu hendur hennar
fóru að koma Ixárinu í sanxt lag og laga hattinn,
og síðan hallaðist hún aftur upp að hrjósti hins
feimna Rogers, eins og þetta væri alvanalegt
hjá henni.
— Guði sé lof fyrir að eg mælti jrðui’, taut-
aði liún. — Þér eruð sterkur og þér talið
frönsku — þér nxunduð vernda mig ef á þyrfti
að lialda? Hún hjúfraði sig upp að honum og
Roger ræskti sig feimnislega. Hann var hálf
liræddur við þetta alt sarnan. ,
-— Gegn hverju á eg að vernda yður? spurði
hann. — Hvað gei’ðist á gistihúsinu? Segið mér
það nú?
Hún fór aftur að skjálfa, svaraði ekki og
þrýsti sér enn fastara upp að honum, en hann
sat við sinn keip.
—- Þér verðið að segja mér það, hélt liann
áfranx. — Var einhver glæpur framinn. Á eg að
síma til lögreglunnar?
Hún Iiristi höfuðið.
— Nei, nei — það megið þér ekki gera. Látið
lögregluna eiga sig mótmælti hún áköf. —
Þetta er ekki nxál, sem lögreglunni kemur við.
— En eg er sannfærður um að þeir menn,
sem þarna hafast við, eru glæpamenn, mælti
hann. — Eg kom þangað af hreinni tilviljun og
þeir gerðu tilraun til þess að skjóta mig. —
Þeir hljóta að hafa eitthvað óþokkaverk fyrir
stafni í kveld. Minnist þess einnig, hve ótta-
slegnar þér voruð, er þér mættuð mér!
— Eg var svo liraedd um, að nxér tækist ekki
að komast undan, svaraði hún. — Og mér
þykir ákaflega vænt urn að liafa hitt yður, og
að þér skulið hafa flutt mig hingað þar senx alt
er uppljómað og fult er af fóllci. ,
— En hvað á eg að gera við yður? spurði
hann ráðalaus. — Eg á heima í Monte Carlo,
og satt að segja Ieikur mér liugur á, að snúa
aftur og reyna að verða einhvers vísari um,
hvað fram fer i gistiliúsi þessu.
Hún svaraði ekki, og hann gaf vagnstjóran-
unx rnerki unx að nenxa staðar. Þau voru konx-
in að torginu, þar sem hin fræga gata Promen-
ade des Anglais hefst. Beint á móti liggur röð
af allskonar veitingahúsum, og hún fór tafar-
laust með hann yfir að einu þeirra, gekk rak-
leiðis inn í nálega mannlaust veitingahús og
settist við borð i afskektu liorni.
— Finst yður eg vera nxjög ókurteis? spurði
hún, og smeygði hendinni undir liandlegg hans
og liinar freistandi, hálfopnu varir hennar voru
næstum alveg upp við varir hans. — En eg er
svöng —- eg þarfnast einhverrar hreslingar,
eftir það, sem eg liefi orðið að þola.
— Það þarf eg líka, svaraði hann brosandi
og tók matseðilinn.
— Og eg er afskaplega þyrst, sagði hún enn-
frernur.
Roger var gestrisinn maður, og hann
hugsaði oft síðar, að sjaldan hefði lion-
um liðið betur eftir að liafa drukkið coktail,
en þetla kvöld. Hið sanxa var augsýnilega að
segja um stúlkuna. Því næst gekk hann fram
og símaði eftir bifreið, og skyndilega fanst hon-
xim sem það, er fyrir hafði komið seinustu
klukkustundina, væri ekki eins óguðlegt og hon-
um hafði virst áðxir.
— Nú verðið þér að segja nxér nafn yðar,
xnælti liann, þegar þeim lxafði verið færður
matur og livítvínið freyddi i glösunum.
— Marie Louise. Og hvað heitið þér?
— Roger. Og þvínæst verðið þér að segja mér,
hvað gerðist í gistihúsinu.
— Því vildi eg liclst komast hjá, éf það er
nxögulegt, bað hún hann áhyggjufull.
— Hversvegna? t
— Vegna þess að eg er lirædd um, að efjtir á
niunið þér fá sköinm á mér. Eg fór nefnilega
þangað í fvlgd með þjófi. Það er ekki fagurt til
frásagnar.
— Eg er sjálfur mjög nákominn glæj>amönn-
um, sagði hann.
Hún hló.
— Skiftir eng'u. Þér eruð afskaplega góður,
mælti hún, og lagði liönd sína á lxans. — Eg
skal segja yður alt frá' upphafi til enda. En seg-
ið mér — kannist þér ekkert við mig?
Ne-ei------jú — ef tii vill. — Mér finst
eg kannast við yður. ,
— Eg vinn í fatageymslunni i spilavítinu
hérna i Nizza. Skammist þér yðar ekki fyrir að
vera í fylgd með mér ?
— Verið nú ekki með þennan kjánaskap,
svaraði hann. Áfram með söguna. — Hvað er
næst.
— Eg er orðin svo leið á ungum mönnum.
Þeir érn allir eins. — Það er að eins eitt sem
þeir vilja hafa: uugar stúlkur. Bai-a ungar
stúlkur! Það er hræðilegt Eg vil helsl lifa skyn-
samlegu, reglubundnu lífi. — Mig langar til að
giftast.