Vísir - 20.10.1935, Blaðsíða 4
VÍSIR
Stórskip brennur.
CunardlínuskipiS Ausonia stend-
ur nú í björtu báli á höfninni í
Alexandriu. SkipiS kom þangað
kl. 7 árd. í morgun frá Triest.
Meðan tollskoðun fór fram varS
sprenging i skipinu. Bresk flutn-
ingaskip og herskip komu á vett-
vang til þess aS bjarga farþegum,
og var eldurinn svo magnaSur, aS
klefar farþega voru í björtu báli
áSur en þeir voru komnir til lands.
Allir farþegar björguSust, en 7
menn vantar af skipshöfninni, og
er haldiS aS þeir hafi farist. FariS
var meS slökkvivélar fram aS
skipinu, eti vindur var á, og gekk
illa að ráSa við eklinn. Þegar síS-
ustu fréttir bárust, hafSi enn ekki
tekist að ráða niSurlögum eldsins,
ög óttuðust 'menn þá, aS skipiS
myndi gereyðileggjast.
Viðskifti Norðmanna og ítala.
Oslo 18. okt.
Samkvæmt upplýsingum frá
Noregsbanka standa viSskifti
NorSmanna og Itala svo (15. okt.)
að NorSmenn eiga hjá ítölum sam-
tals vörur fyrir 14.650.000 lírur.
Samkv. innflutningstilkynningum
hafa Norðmehn keypt vörur frá
ítaliu fyrir 3.250.000 lírur, sem
ekki er búið aS greiSa. Þeir, sem
sénda vöruf og afurSir til ítalíu
hafa veriS áSvaraðir um, aS drátt-
ur verSi á fullnaSarafgreiðslu viS-
skiftanna. (NRP—-FB).
Utan af landi
Flateyri, 19. okt. FÚ.
Sólbakkaverksmiðjan hætt
störfum.
RíkisverksmiÖjan á Sólbakka er
nú aÖ ha>tta störfum í bili. Úr
þeim 5659 smálestum karfa, sem
lagðar voru á lancí þar, fengust
790 smálestir mjöls, 295 smálestir
lýsis og 23 smálestir lifrar. (Heim-
ild frá Sverri Þorbjarnarsyni rit-
ara verksm.).
V.b. Svanur brotnaði í spón.
yélbáturinn Svanur, sem strand-
aÖi viÖ Hrafnaskálanúp 10. þ. m.,
brotnaði í spón. Mjög litlu varö
bjargað, — Báturinn var vátrygÖ-
ur fyrir 18000 kr.
Slátrun sauðfjár á Önundarfirði.
Kaupíélag Önfirðinga slátraði í
haust J900 fjár. Meðalvigt dilka
var ,14,3 kg. Mestalt kjötið var salt-
að, Meir en helmingur kjötsins var
saítað til útflutnings.
PatreksfirÖi. FÚ.
Hvalveiðamar.
Hvalabátarnir frá TálknafirÖi
eru báðir hættir veiðum og farnir
til Noregs. Marquis De Estella hef-
ir aflað 17 hvali eftir þriggja mán-
aÖa veiðitíma og Jerv fyrsti 11
hvali eftir tveggja mánaÖa veiði-
tima.
Úr þessum afla hafa fengist um
700 föt lýsis og auk þess hefir alt
rengiÖ veriÖ selt og nokku'Ö af
kjöti selt til Noregs til refafóðurs.
Ný símalína.
Það hefir veriÖ lokið viÖ lagn-
ingu símalínu frá Sveinseyri til
Suðureyrar í Tálknafirði, en linan
er ekki tekin til nötkunar enn]>á.
SauÖfjárslátrun er lokið og hafa
dilkar verið með vænsta móti.
( Ljárskógum. — FÚ.
Slátrun
var lokið lijá Kaupfélagi
Hvammsfjarðar í Búðardal.
Alls liefir verið slátrað tæplega
11,000 kindum. — Meðalþungi
dilka er um V2 kg. meira en i
fyrra.
Súðin tók í fyrradag rúmar
500 tunnur af kjöti til útflutn-
ings og um 4000 gærubúnt. —
Meðan slátrað var, gekk dag-
lega kjötbill til Reykjavíkur. —
Kuldar og frost liafa verið und-
anfarið. —,
Bráðapest
stingur scr niður, en hefir óvíða
gert verulegan usla. Bólusetn-
ingu er viðast lokið. — Mikill
snjór er í fjöllum og sumstaðar
i bvgð, t. d. í Haukadal og fram-
anverðuin Laxárdal.
Bændaskólinn á Hvanneyri.
Hvanneyri. — FÚ.
Bændaskólinn á Hvanneyri
var settur 16. þ. m.. líomnir
voru þá 42 nemendur, en nú eru
komnir 48 og von á nokkurum
i viðbót.
Ofviöri á N orður-Englandi.
Londdn, 19. okt. FÚ.
Geysilegt ofviðri gekk um Norð-
ur-England og Skotland síðast-
liðna nótt og fram eftir deginum
í dag. GetiÖ er-um tvo menn, sem
farist hafa í ofviÖrinu, annan í
Manchester og hinn í Glásgow.
Skip fórust og önnur rak á land
undan ofviðrinu. Skaðar hafa orð-
ið á eignum víðsvegar um land, og
símabilanir hafa víða átt sér stað.
Breskt gufuskip, .6000 smálestir
að stærð, sendi út neyðarmerki, og
lét þess getið, að það væri statt
700 mílur norðvestur af írlands-
ströndum. Tvö ensk gufuskip, Man-
iaupi íslensk
f rímerki
liæsta verði.
Glsll
SlgnrbJörnS'
son.
(Opið 1—4).
ntgggr- AÐALSKILTASTOFAN
er flutt á Kárastíg 9. Opin frá
10—12 og 1—6. Ljósaskilti af
öllum gerðum. Gler á skrifstof-
ur og allar nýjustu gerðir af
skiltum.
Súkkula&t
er best.
K. F. U. M.
í dag. t
Y. D. fundur kl. IV2.
V. D. fundur kl. 3.
U. D. fundur kl. 8y2.
chester og Newfoúndland, fóru
þegar á vettvang til þess að bjarga
skipshöfninni.
Finskt gufuskip sendi einnig út
neyðarmerki, og baðst hjálpar,
undan Skotlandsströndum. Þegar
loks var hægt að koma skilaboðum
til björgunarbátsins, reyndi hann í
fjóra klukkutima að komast út til
skipsins, en tókst ekki. Nú eru þó
komnar fréttir um, að skipshöfnin
sé komin í land. Skipagöngur hafa
tepst í allan dag i Clydefirði vegna
óveðurs. Fjöldi smærri skipa hefir
farist, ýmist slitnað upp og brotn-
að við hafnargarða, eða eyðilagst
með öðrum hætti.
Óveðurs þessa hefir einnig mjög
gætt sunnar i landinu, þó minna
kveði að. M. a. er skýrt frá því,
að menn hafi orðið fyrir meiri og
minni meiðslum af Ijraki úr hús-
um, og múrsteinahruni, hvarvetna
um landið.
FlugferÖum var hvergi haldið
uppi t Énglandi í dag, nema inilli
Manareyju og írlands. Póstflug-
vélin frá Manareyju flaug leiðiná
til írlands á helmingi skemri tima
en vanaIega,og er svo a'S orði kom-
ist, að hún hafi bókstaflega fokið
vestur um Irlandshaf.
Milli Newcastle og Edinborgar
hafa öll símasambönd verið slitin
í dag.
K.F.U.K.
Yngri deildin.
Fundur i kvöld kl. 5. Kristni-
boösstúdent Jóliann Hannesson
talar. — Allar ungar stúlkur,
12—16 ára, velkomnar. Fjöl-
mennið. t
Stormur
verður seldur á mánudaginn. —
Lesið stælinguna á kvæði Ás-
mundar Skúfstaðaskálds, Páll
Zopb. og’ gamalærnar, Hneyksl-
anlegar aðfarir, Ferðasöguna o.
fl. — Drengir komi á Hverfisg.
35, kl. 10.
HkenslaH
Kenni byrjendum píanóspil.
Guðriður Pálsdóttir, Öldugötu
55. Sími 3844. (1034
Ensku og dönskukensla. —
Uppl. Sólvallagötu 7 A, uppi.
(962
ENSKU og DÖNSKU
kennir Friðrik Björnsson, Spit-
alastíg 6 (uppi).
Stúdent kennir nemendum
undir gagnfræða- og verslunar-
skólapróf og fleira. Uppl. Ljós-
vallagötu 32. (992
Píanókenslu fyrir byrjendur
veitir Anna Pétursdóttir,
Grettisgötu 82. (1002
Borðið í Ingólfsstræti 16. (852
GOTT FÆÐI
fyrir sanngjarnt verð, er selt á
Spítalaslíg 6 (uppi). Sérstakur
afslátlur gefinn gegn fyrirfram-
greiðslu til Iengri tíma. (942
iTAPAt fiNDIf)]
Tapasl liefir taska og poki á
leiðinni úr Hvalfirði lil Reykja-
víkur, merktur: Guðm. Þor-
steinsson frá Þorsteinsstöðum.
A. v. á. (1040
Tapast hefir visiskífa af
myndavél á veginum frá Hvera-
döium að Vífilfelli. A. v. á.
1050
KtlUSNÆtll
Forslofuberbergi til leigu
móti suðri á Ásvallagötu 25.
(1048
4 lierbergi og eldbús, laust
lil íbúðar. Mánaðarleiga 100 kr.
A. v. á. (1044
Til leigu ódýrt loftherbergi.
Hverfisgötu 114. (1043
Herbergi óskast belst í aust-
urbænum. Skilvís greiðsla. Til-
boð, merkt: „15“, sendist blað-
inu. (1041
Ábyggileg stúlka óskar eftir
litlu, ódýru berbergi sem næst
miðbænum. Tilboð, merkt:
„Ábyggileg“, leggist inn á afgr.
blaðsins sem fýrst. (1039
Tveir aðkomumenn óska
eftir berbergi með nauðsynleg-
um búsgögnum i vestur- eða
miðbænum. A. v. :á. (1037
Herbergi til leigu við miðbæ-
inn, með öllum þægindum, fyr-
ir einhleypa. Mjög bentugt fyr-
ir skólanemendur. Uppl. i sima
.3965 eða Bjargarstíg 5. (1036
2—4 herbergja ibúð óskast
sem fyrst. Fyrirframgreiðsla.
Engin börn. Tilboð, merkt:
„Nóvember“, sendist Vísi strax.
/ (1035
Lítið herbergi óskast handa ein-
hleypum pilti; ef til vill fæði á
sama stað. Fyrirframgreiðsla ef
óskað er. Uppl. í síma 2154. (1004
3ja herbergja hæð með öllum
nýtísku þægindum, óskast. Að
eins 2 í lieimili. Tilboð, merkt:
„27“, sendist afgr. Vísis. (1016
■vInnaB
Stúlka óskast til að sjá um
lítið beimili. Uppl. kl. 10—12
árdegis, Bergstaðastræti 55.
(1049
Vanur innbeimlumaður óskar
eftir atvinnu strax. A. v. á.
(1047
Hattasaumastofan
Laugavegi 19.
Karlmannabatt-
ar litaðir og
þeim breytt í
nýtísku kven-
hatta.
Simi 1904.
Látið klippa og leggja hár
ykkar á Hárgreiðslustofunni
Venus, Austurslræti 5. Simi
2637. (961
Tek að mér að merkja, sauma
rúmfatnað, prjóna og sauma all
á ungbörn. Filippa Jónsdóttir,
Ránargötu 33, uppl. í sima 4339,
(849
KkauimahjiJ
Fyrir fermingarnar.
Permanent liðun og allskonar
bár- og andlitssnyrtingar. Hár-
greiðslustofan, Aðalstræti 8.
(Uppgangur frá Bröttugötu).
(1046
Orgel til sölu með tækifæris-
verði. Vegliúsastíg 3. (1045
Til sölu: Peysuföt, vetrarsjal
(tvílilt) upphlutir, uppliluts-'
borðar, beltispör, skúfhólkur
fallegur o. fl. Á sama stað er
kaupandi að fallegu frönsku
sjali, el<lri gerð. Hverfisgötu 82,
steinhúsið. (1042
Vandað píanó óskast keypt.
Uppl. í síma 4057. (103&
Fornsalan
Hafnarstræti 18, kaupir og sel-
ur ýmiskonar húsgögn og lítið'
notaða karlmannafatnaði. —
Sími 3927.
Höfum fengið nýjan augna-
brúnalit. — Hárgreiðslustofam
Venus, Austurstræti 5. Sími
2637. (9601
Trúlofunarhringar í inestn
úrvali lijá — Sigurþór. — Hafn-
arstræti 4. (665>
FGLAGSPRENTSMIÐJAN.
V ANDRÆÐ AMENN. 70
ist ]>unglámalegt fátatak fyrir utan dyrnar. og brak
í vopnum lögregluþjónanna.
— Hvaö ætlið þér aö taka til bragös? spuröi
Roger Sávonarilla í lágum hljóðum.
— Eg ætla að minsta kosti ekki að skjóta á
lögregluna, þegar hún ræðst til inngöngu. Það er
til einskis hvort sem er. En þegar eg er oröinn
þess fullviss, að þér getið komist á braut — þá
kveð ég þennan heim, Þeir skulu ekki hafa hend-
ur í hári mér lifandi. .Gleymið nú ekki, að þér
megið aðeins nota skammbyssuna gegn Pierre Vi-
otti.
Lögregluþjónunum fjölgaði fyrir utan dyrnar.
—- Því heiti eg, svaraði Roger. — En annars
er ntér frjáíst að gera íþað senr eg vil. Eg hlíti
engum fyrirskipunum.
— Já, gferið ]>að sem yður sýnist. En annars
verðið þév að vera til muna slyngari, en eg hygg
að þér séuS, ef þér ætliS aS komast héSan meS
lífsmarki. GeriS ySur ljóst aö undankomuvonin er
ekki sérlegú mikil.
Roger fór úr skónum, reis hljóölega á fætur,
stóö kyr, hlustaði og hélt niðri í séf andanum. Lög-
regluþjónarnir gerðu sig ekki líklega til ]>ess, aö
brjóta upp dyrnar. Þeim var augsýnilega Ijóst, aö
sá mundi dáuöans matur, sem er fyrstur færi. Og
vitanlega ítiundi gagnlaust aö skjóta á þykka stál-
hurðina. Roger læddist hljóðlega nokkur skref og
þrýsti a'hiiáppinn, er rjúfa skyldi meö straum loft-
dælUnnar-. Idann þrýsti af öllum mætti og lét sam-
tímis fállast á gólfiö. Þaö heýröist skothvellur —
kúla skall í veggnum rétt fyrir ofan hann og Paul
Viotti hreytti úr sér í myrkrinu.
—- Hver djöfullinn sjálfur er að fikta viö straum-
lokuna? Kveikið ljósiö. — Kveikiö undir eins. —
Hér er eitthvað grunsamlegt á seiði.
En enginn bæröi á sér. Hvinur lofthreinsunar-
vélanna heyröist ekki framar og loftiö þarna inni
var þegar farið aö verða þungt og ólifeint. Mönn-
um fór að verða erfitt um andardrátt. Roger reis
aftur á fætur og laumaðist þángað, sem hann vissi
að hnappurinn var, senr kveikti ljósið. Hahn var
á rniðri málmþynnu einni. Með miklum erfiðismun-
um tókst honum að brjóta hann af hávaðalaust.
Skreið hann ]>á til baka á hnjánum og blæddi úr
fingrunum.
— Hver fjandinn hefir komið fyrir, stundi Paul
Viotti skyndilega og með erfiðismunúm. —1 Eitt-
hvað hlýtur að vera að rafvélinni. Eftir fimrn mín-
útur verður ekki hægt að draga andann hér inni.
Kveikið ljós einhver ykkar. Hvers vegna standí
þið eins og þvörur? Hvers vegna keikið þið ekki?
Við verðum að fá aö vita með vissu, að Sloane sé
dauður. — Staines! — Þú ert þarna til hægri —
er ekki svo? Opnaðu hlerami. — Kveiktu —- kveiktu,
helvítið ]>itt.
— Einhver hefir brotið hnappinn, svo að eg get
ekki kveikt. Guð hjálpi mér — ég kafna! — Eg
get ekki andað. Skyndilega varð hann alveg utaii
við sig og fór aö barma sér. — Eg vil ekki deyja
— ekki deyja — deyja! Hleypið mér út! Opnum
hurðina, í herrans nafni! Þetta er alt saman þér
að kenna, Paul! — Opnið hurðina — opnið — opn-
ið! Eg kafná. — Eg dey .... Guð ininn góður
hjálpi niér.
Enginn hinna virti hann svars. — Þeir máttii
ekki við því, a'Ö eyða loftinu í lungum sínum til
þess að tala. Þá heyrðist alt í einu rödd Pierre
Viotti — veik og væskilsleg, en full af örvænt-
ingu deyjandi glæpamanns. Hann sagði og átti þó
hágt með að tala:
— Hvar ertu, Sloane? Hvar ertu — ameríski ]>ef-
ari — ameríski hundur? Eg skal — drepa — þig
— hérna — í — myrkrinu. —- Paul — Staines —
hvar— er — Sloane? Hvar — er — helvítið?
Röddin nálgaöist sí og æ. Roger og prinsinn
heyrðu að skriðið var í áttina til þeirra. Skyndi-
lega greip Savonarilla í handlegg Rogers og dró
hann á brott. Roger furðaði sig á ]iví, að hann
skyldi vita hvar hann var staddur — i þessu þreif-
andi myrkri.
— F.g ætla að drepa Sloane, hrópaði Pierre Vi-
otti. — Og eg skal drepa hann. Eftir skamma
stund verður bjart, en í myrkrinu skal hann deyja.
Hvar ert þú Sloane? Hvar ertu, ragi hundur?
Þá heyrðist skot og kúlan þaut svo nálægt eyra
Rogers, að hann fékk hellu fyrir bæði eyrun. Og
aftur var skotið og loks hið þriðja' sinn. Og öll
þessi skot konlu úr byssu Pierre Viottis. Þá varð
aftur dauðáþögn. Savonarilla lyfti upp höfðinu og
horfði út í myrkrið. Hann hleypti af einú skoti og
dauðaóp Viottis hljómaði í myrkrinu. Þeir heyrðu
hinn þunga líkalna hans falla á gólfið. Þá kom
þung stuna, en siðan varð alt dauðahljótt.
—• Fyrirgefið að eg tók ánægjuna frá yður, Rog-,
er, hvíslaði Savonarilla. —- Eg er víst sá eini hér inni,
sem get séð í myrkri. Eg er eins og kettimir. Það
getur verið hentugt stundum.
Roger reyndi að halda niðri í sér andanum í
sparnaðarskyni — til þess aÖ endast lenguf. Nú
varð enn þögn andartak, en þá sagði Paul Viotti
með erfjðismunum:
— Við verðurn að fá að vita eitthvað um af-
drif — Sloanes.--------
Savonarilla tók til máls og mælti á þessa leið.
— Hann bjóst ekki við því, að hann rnundi tala
nokkurt orð framar og hirti ekki um, þó að hann
íæri með eintóma lygi. Hann sagði:
— Sloane er —1 búiiin — að vera — hann fékk,
það — sem — með þurfti. Eg ligg hérna —- á
gólfinu. Og nú ætla eg að senda þrælnum tvö skot
til vonar og vara. Eg geri það svona að gamni mínu.
Savonarilla skaut tvisvar upp í loftið.
— Út — út utn hleraopið, mælti Paul Viotti
veikri röcldu. — Sá — seinasti — lokar — honum.
— Og •— þvínæst ■>— eftir — neðanjarðargangin-
um. — Vöruflutningsbíllinn — bíður. — Pierre er
víst kafnaður. — Látið hann — eiga sig--------------
Þá heyrðist fótaták nokkurra manna, sem gengu
hratt yfir gólfið, lágt skrjáf og hljóð af renni-
hurð, sem rann á vélsmurðúm hjólum. — Lágur
smellur fór á eftir og síðan varð alt kyrt. Roger
fikraði sig meðfram veggnum og komst að dyrw
unum, knúöi á þær með skainmbýssunni og þreif-
aöi eftir huröarhúninum1 en ]>að var enginn húnil
á hurðinni. í örvæntingu sinni ætlaði hann að