Vísir - 20.10.1935, Blaðsíða 3

Vísir - 20.10.1935, Blaðsíða 3
VÍSIR leikur ekki nærri því eins og liún syngur. Haraldur syngur og ágætlega og er fríður maður, hann er ekki leikvanur fyrir því. Það sem gladdi mig mest alt kvöldið, var leikur Péturs Jóns- sonar í Laurenzíusi. Undir eins og liann kom inn, þá sást livað maðurinn var vanur leiksvið- inu og átti lieima á því. Hann átti svo að segja alt leiksviðið, hvenær sem liann kom inn. Það var hinn ákaflyndi, djarfi sveit- arliöfðingi, sem hugsar mest af öllu um að lialda uppi friði og lögum. Lárenzius hans er stjórnsamur, réttlátur fursti. Maður skilur að þessum Laurenziusi batni tannverk- ur, ef hann heyrir að mað- ur liafi gefið öðrum utan undir, því þá þarf liann strax af slað að jafna þrætuna. Hann getur sagt eins og hershöfðinginn í þrælastríðinu: heimili mitt er á hestbaki. Svo þegar hann syng- ur herlivötina „Fram til regin fjalla“ þá er það sungið með svo miklu veldi, að óperusöngv- arinn leynir sér ekki, og álieyr- endumir heyra ekki daufleik- ann og smekkleysuna „Sjáum skina á skalla, skoðum sólar- dyr.“ Kvæðin sem lárviðar- skáldið setti í Skuggasvein, en ekki voru í Útilegumönnunum, eru, þegar söngur Margrétar er undantekinn, ekki jafngóð hin- um. Stefin sem Ögmundur tal- aði áður og því miður syngur nú, heyra þar undir. Skuggasveinn sjálfur — þessi einmana djöfull, sem alla liat- ar, er leikinn i sömu stefnu og þeir tóku upp Halldór Jónsson í latínuskólanum, og Jens Waage, þegar leikfélagið lék Skuggasvein. Eg óska þeirri stefnu sigurs. Eg fór mikíu glaðari og hress- ari af leiksýningunni en eg kom þangað, og það eru ein- mitt áhrifin sem hver leiksýn- ing á að hafa.----Eg óska og vona að aðsóknin að Skugga- sveini verði liin besta, og að þeir sem vilja sjá Skuggasvein, komi sem fyrst. Eg vil vona, að leikfélagið, sem á mjög þröngt i búi, fái nú gullið alt í Rínar- skóg i vetur. Indr. Einarsson. „Þap sem vídsýnid skínM. Formaður skólanefndar Reykja- víkur frú ASalbjörg SigurSardótt- ir, ritar grein í tímaritiö Menta- mál, apríl—ágúst heftið, og er þar mjög hneyksluð á grein eftir frú Guðrúnu Lárusdóttur, þar sem talið var að uppeldi barna hér í bæ væri mjög á villigötum, sem stafaði fyrst og fremst af því, aS í skólunum væri börnunum nú kent hreint og beint viröingarleysi fyrir trú og kristindómi. Þetta finst frú ASalbjörgu Sigurðardótt- ur nokkuð hart. þar sem hún hafi verið formaður skólanefndar, og manni skilst aö henni finnist að það ætti öllum að vera næg trygg- iíig fyrir að vakað væri yfir því að kristindómskensla væri í góðu lagi. — Þetta gæti þó tortryggnir menn dregið nokkuð í efa eftir að hafa lesið ritdóm frúarinnar um „Rauðu hættuna“ hans Þórbergs, sem birt- ist í síðasta tölublaði Sovétvinar- ins. Þar segir frúin að hún hafi ekki lengi lesið bók, sem hún hafi orðið eins hrifin af. Sérstaklega er írúin gagntekin af sannleikselsku Þórbergs, endá telur hún þá elsku citt einkenni hans. Og ekki er ann- að að sjá, en að frúnni finnist alt skipulagið þar eystra til fyrir- Skák. Tafl Nr. 4. Teflt í síma í júní—ágúst '35. — Drotningarpeðstafl. Hvítt: Bene- dikt Jóhannsson. — Svart: Baldur Möller: 1. d2—d4, RgS—fó; 2. C2—04, ey—e6; 3. Rbi—C3, Bf8— I14 (Nimzovitsch-leikur) ; 4. Bci— g5> h7—hó; 5. Bg5—114, b7—b6; 6. Hai—ci, Bc8—117 ; 7. a2—a3, Bb4-^e7; 8. Bh4—g3, d7—d6; 9. Ddi—c2,-Rb8—d7. 10. e2—e4, Rf6 —h5; 11. Bfi—d3, íy—fs ! (Losar um kóngsstöðuna og hótar f5—Í4, hvitur má ekki drepa peðið vegna Bxg2); 12. Rgi—e2, o—o! (hót- ar aftur f5—f4) ; 13. e4xf5 (betra Í2-*-f3 eða f4), Bbxg2; 14. Hhi— gi, Bg2—h3; 15. f^xeó, Bxe6; 16. d5, Be6—h3; 17. Bd3—g6, RI15X Bg3! (Nú má hvítur ekki drepa með hróknum, því þá 18. . . Be7— 114!!; 19. HxBh3, Hf8xf2! og tafl livíts er gjörtapað) ; 18. h2xRg3, Rd7—e5 ; 19. Re2—d4, Re5—Í3f; 20. Rd4xRf3, Hf8xRf3; 21. Rc3— e2, Be7—g5 ; 22. Hci—di, Dd8— e7; 23. Bg6—e4, HÍ3—f8; 24. Í2— 4, Bgs—f6; 25. Be4—f3, Ha8— e8; 2Ó.BÍ3—h*5, De7—e3! og hvít- ur gaf ABCDEFGH ef hvítur drepur hrókinn 27. (Bhsx He8, Hf8xe8; þá verður hvítur að forða hróknum á gi, en ef Hgi— hi, þá De3xg3 og mátar í 2 leikj- um. myndar. — Lítum nú á bók Þór- bergs, sem frúin er svona hrifin af. Á blaðsíðu 129 er eftirfarandi lclausa: „Hafið þið enga kristindóms- fræðslu?" (spyr höf.). „Nei. En við höfum einstöku sinnum fræðslu gegn (leturbreyt- ing höf.) trúarbrögðunum. í sum- um heimahúsum loðir enn þá sá ó- siður við fjölskyldurnar frá keis- aratímunum, að kenna börnunum að trúa. Gegn slíkum hleypidóm- um verða skólarnir að berjast. Börnunum er sýnt fram á fjar- stæðurnar í Biblíunni með visinda- legum staðreyndum. Þeim er kent, að enginn guð sé til, að kraftaverk séu fjarstæða og að kirkjan hjálpi auðmönnunum og geri heilann þokukendan. Þannig vinnum vér gegn öllum trúarbrögðum“, Ekki hefir frúin neitt við þetta að athuga. Henni finst það sjálf- sagt ágætt. En ef sagt er frá því, að hér sé alið á virðingarleysi fyr- ir trúarbrögðunum í skólunum, þá hneykslast hún. Mikil gersemi er einlægnin! b. Ráðherrafundur í Oslo. Oslo 17. okt. Ráðherrafundur var haldinn í Oslo í gær. Að honum loknum sagði Koht utanríkisráðherra í viðtali við 'Norsk Telegrambyraa, að engar ákvarðanir hafi verið teknar um að kalla saman Stór- þingið, en að öllum líkindum kæmi utanríkismálanefnd saman bráð- lega. (NRP-hFB). Merkur Norðmaður látinn. Oslo 18. okt. - Jakob Schetelig prófessor í jarðfræði og námufræði við há- skólann í Oslo er látinn sextugur að aldri. (NRP—FB). Mösik Útvarpsifls. Góður siður er það sem Útvarpið hefir tekið upp, að láta dagskrána enda á ættjarðarsöng. En ef það er altaf sami söngurinn, viku eftir viku', þá mun að litlum n'otuni koma, því að margir munu loka. Eg vil því leggja til, að skift sé um, og sama lagið ekki haft nema eina viku eða tvær um sinn, enda af nógu að taka. Það má t. d. minna á hið ágæta lag Árna Thor- steinssons „ísland vort land“, eða lag Sveinbjörnssons við hið óvið- jafnanlega ættjarðarkvæði Jónas- ar Hallgrímssonar, „Fífilbrekka gróin grund“, eða lag Sigfúsar Einarssonar við Fánakvæði Einars Benediktssonar. — Annars er það aðalgalli á músík útvarpsins, að vér fáum of oft að heyra það sem ekki er gott, en ekki nógu oft það sem gott er, eins og t. d. liinn ágæt- lega norræna þjóðsöng Norð- manna (Festpolonaise) eftir Jo- han Svendsen, eða ýms snildarverk eftir Tsjaikofski, sem; miklu frem- ur virðast norræn í eðli en slaf- nesk, þó að þau séu eftir Rússa. Eitt af leiðinlegustu lögum Schu- berts (der Tod und das Mádchen eða verk þar sem það lag er not- að) fengu hlustendur tvisvar á skömmum tíma, en hinn undur- samlega þríleik op. 99 (minnir mig talan sé), höfum vér ekki fengið að heyra svo mánuðum skiftir. Músik, sem oss þykir gott að heyra, gerir oss glaðara í geði og styrkir oss til góðra hugsana og fyrirætlana, en það sem oss leið- ist að heyra, er oss til einskis gagns. Þó verður þess að gæta, að jafnvel hið besta, ketnur oss ekki að fullum notum fyr en vér höfum heyrt það nógu oft. 17. okt. Helgi Pjeturss. CJtan af landL Akureyri 17. okt. FÚ. Sauðfjárslátrun hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akur- eyri lauk 10. þ. m. og hafði hún þá staðið yfir síðan 17. f. 111. — Slátrað var á þessum stöðum: Akureyri, Svalbarðseyri, Dalvik, Grenivik og Ólhfs|irði, samtals 26.626 kindum. Sauðfé reyndist heldur vænna en í fyrra. Nálega alt kjötið var fryst. Eldsvoði. Siglufirði 18. okt. FÚ. Eldur kviknaði um tvöleytið í nótt í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, nýju steinhúsi við Þórmóðsgötu, öðru stærsta samkomuhúsi bæjar- ins. — Vesturhluti hússins, tvílyft- ur með tveim litlum fundarsölum, eldhúsi og fatageymslu, anddyri og snyrtistofu, eyddist að mestu og samkvæmissalur og leiksvið í austurhlið hússins stórskemdist af eldi, vatni og reyk. Eldsupptök eru ókunn.. Húsið var vátrygt hjá Brunabótafélaginu fyrir 30.000 kr. en innanstokksmunir: eldhús, stólar, borð, bekkir og leiktjöld voru óvátrygð. B.v. Kópur liggur á Siglufirði til þess að kaupa ísfisk, en bátum gefur ekki á sjó. Síldveiðarnar. Hafnarfirði. FÚ. Um 1000 tunnur af sild komu til Hafnarfjarðar í dag og kveld. Síldin veiddist i Miðnessjó en grynnra en áður. Veður var sæmi- legt í nótt, að sögn sjómanna, en um birtingu tók að hvessa. 1.0 0 F, 3 = 11710218 = 87. III Veðurhorfur í gærkvöldi. Suðvesturland, Faxaflói: Mink- andi norðanátt. Hægviðri á morg- un. Bjartviðri. Breiðafj., Vestfirð- ir : Hægviðri. Úrkomulaust. Norð- urland, norðausturland, Austfirð- ir: Minkandi jiorðanátt. Dálítill éljagangur. Suðausturland: Norð- ankaldi. Úrkomulaust. Háskólafyrirlestur á ensku. Fyrsti fyrirlesturinn verður fluttur í Háskólanum á mánudag- inn kl. 8,15 stundvíslega. Efni: Nokkur ensk Jijóðareinkenni. E. s. Dettifoss fer héðan í dag áleiðis til Hull og Hamborgar. Meðal farþega eru: Benjamín Einarsson, Her- mann Þórarinsson, Friðþjófur Thorsteinsson, Þorvaldur Stephen- sen, Kristján Einarsson, frú Þóra Einarsdóttir. með 3 börn, Kjartan Gíslason,Gísli Halldórsson, Hörð- ur Bjarnason, Hörður Jónsson, Regína Methúsalemsdóttir, Laufey Bjarnadóttir, Katla Pálsdóttir, Kjartan Sigairðsson, Miss Etty Tijmsta, Kjartan Sigurðsson, Sig- valdi Þórðarson, Sveinn Þórðar- son, Gunnar Böðvarsson, Haraldur Hannesson, Björn Þórarinsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Snæ- björn Kaldalóns, Karl Lúðvígsson, Skúli Gíslason, Matthias Hreiðars- son, Ragnar Ólafsson, Baldur Ei- riksson, G. Cole, E. Green, Miss Lorenz og Holger Christensen. E. s. Gullfoss fór héðan í gærkveldi áleiðis vestur og norður. Meðal farþega voru Hreinn Pálsson og frú, Guð- rún Þorbjarnardóttir, Einar Guð- johnsen, Hafliði Halldórsson, Ein- ar Þorvaldsson, frú Sigurðsson, Alfons Jónsson, Jón Arnesen, Jó- hann Karlsson, Jón Kristjánsson, Kristján Ó. Skagfjörð heildsali o.fl. Kappleikur í dag. Þar eð ekki varð úr knatt- spyrnukappleiknum á dögunum 'milli „Vals“ og Þýskalandsfar- anna, keppa Valur og Frani í dag kl. 2. íþ. Hlutavelta í Hafnarfirði. Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnar- firöi efnir til mikillar hlutaveltu í dag í bæjarþingssalnum (gamla barnaskólanum) og hefst hún kl. 4 síðdegis. Þar verða fjölda marg- ir ágætir munir á boðstólum, mat- vörur o. m. fl. Verður vafalaust fjölmenni á hlutaveltu þessari, því að þar geta menn eignast hina þarflegustu muni með litlum til- Vatnsskortur háir ítölum í Abessiniu. London, 19. okt. FÚ. Fregn frá Addis Abeba segir, að eitt af erfiðustu viðfangsefn- um ítala í Abessiniu, sé að út- vega sér drykkjarvatn. Þeir grafa brunna, bvarvetna á leið sinni, en víðast livar er vatnið svo saltmikið, að það er óliæft til neyslu. Öll skip, sem nú sigla frá Ítalíu til Austur-Afríku flytja eins mikið af drykkjar- vatni, og við verður komið. í tveimur herskipum, sem liggja við Assab í Eritreu, er nóg að gera við að búa til ísvatn lianda sjúkum hermönnum. Geymsla matvæla veldur ítölum einnig nokkuri-a vandræða. Abessiniu- menn aftur á móti þurfa litla næringu, og minna drykkjar- vatn en ítalir. Þeir bera í vös- um sínum ber og jurtir, sem geta nægt þeim um lengri tíma. kostnaði, ef heppnin er með, en auk þess styrkja menn góð málefni með þvi að koma á hhitaveltuna. Góð unglingabók. Nýlega er iit komin á kostnað I safoldarprentsmiðju ágæt ung- lingabók, er nefnist „Sesselj.a síð- stakkur og fleiri sögur“. Höfund- urinn, Hans Aanrud, er i flokki þeirra norskra rithöfunda, sem njóta einna mestra vinsælda í heimalandi sínu nú sem stendur. Freysteinn Gunnarsson liefir ís- lenskað sögurnar. Þær eru þessar: „Sesselja síðstakkur“ — „Veiði- ferðin“ — „Litla Marta“ — „Þeg- ar Óli litli seldi kvöldbænina" — „Rebbi“ og ,Biskupsmessa“. — Sögurnar eru vel sagöar og sumar mjög skemtilegar. — Og ekki virð- ist nokkur vafi geta á því leikið, að þær hljóti vinsældir meðal ung- linga. — Fullorðiö fólk mun og hafa ánægju af að lesa þær. Næturlæknir er í nótt Páll Sigurðsson, Garða- stræti 9. Sími 4959.-----Nætur- vörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Sólargeislinn hefir fund, kl. 4 í dag í Betaniu. Félagsstúlkur eru beðnar að mæta stundvíslega. Betanía Laufásveg 13. Samkoma í kveld kl. 8/2. Síra Friðrik Hallgrímsson talar. Allir velkomnir. K. F. U. M. í Hafnarfirði. Fundur verður í Y. D, kl. 4 í dag. U. D. kl. 5/2. Almenn sam- koma kl. &/2 í kvöld. Þangað eru allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðisherinn. Samkomur i dag: Kl. 11 f. h. helgunarsamkoma, kl. 2 e. h. sunnudagaskólinn, kl 4 e. h. úti- samkoma vakningarvikunnar. Zí- onskórið syngur. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna, Hverfisgötu 50. Samkomur í dag: Bænasamkoma kl. 10 f. h. Almenn samkoma kl. 8 e. h. í Hafnarfirði, Linnetsstíg 2, Sam- koma í dag kl. 4 e. h. Allir vel- komnir. Bókasafn „Anglia“ í breska konsúlatinu er opið á mánudögum og miðvikudögum kl. 9—10 e. h. Margar nýjar bækur eni komnar, og allir enskulesandi menn eru velkomnir. Til heilsulausa mannsins (sbr. hjálparbeiðni í Vísi 19. þ. m.), afhent Vísi: 10 kr. frá G. P. Áheit á Hallgrímskirkju i Saurbæ, af- hent Vísi: 15 kr. frá hjónum. Áheit á Kvennadeild Slysavarnafélags- ins, afhent Visi: 10 kr. frá sjúk- lingi. Áheit á Strandarkirkju, afhent Visi: 5 kr. gamalt áheit frá ónefndri, 5 kr. gamalt áheit frá ónefndum, 2 kr. frá G., 2 kr. frá S. G. Khöfn í gær. Einkaskeyti til FÚ. Frá Stefáni Guðmundssyni. íslenski tenórsöngvarinn Stefán Guðmundsson hefir verið ráðinn aðstoðarmaður við hljómleika norska Philharmoniska félagsins, á mánudaginn kemur. Viðtal við Svein Björnsson. Dagblaðið Börsen birtir í dag viðtal við Svein Björnsson sendi- herra Islendinga í Kaupmannahöfn, um Sogsvirkjunina, upphitun með hveravatni á íslandi, og leiðslu hveravatna um lengri veg. í þessu viðtali er einnig rætt um þróun og aukningu vegakerfisins íslenska. STRÍÐIÐ. fmsar fréttir. De Bono afnemux þrælahald. Oslo. 20 okt. (FÚ). De Bono, hershöfðingi ítala, befir lýst því yfir, að hann hafi af- numið þrælahald í þeim héruðum, sem ítálir ráði nú yfir. Abessiniumenn hafa 350.000 manna her á norðurvígstöðvunum. Oslo 19. okt. (FÚ) Talið er að her Abessiniumanna á norðurvígstöðvunum nemi nú 350 þúsundum manna. Rauðakross félög um heim allan hjálpa Abessiniu. Alþjóða-Rauðakrossnefndin í Genf hefir sent hinum ýmsu Rauða-krossfélögum beiðni um styrk til handa Rauöa-Krossi A- bessiniu. Rauði-Kross Danmerkur hefir þegar gefið 5 þúsund krónur og þar að auki hafið fjársöfnun um alt land. Verður því fé ef til vill varið til þess að senda lijúkr- unarkonur og lækna til Abessiniu, að dæmi Svíþjóðar og fleiri ríkja. Þá hefir Rauði-Kross Noregs hafið\ fjársöfnun til handa Rauða- Krossi Abessiniu. Er sagt, að i Abessiniu sé tilfinnanlegur skortur á öllum hjúkrunartækjum, og að- staða öll mjög slæm, einkum vegna vatnsskorts. Læknar og hjúkrun- arkonur, á því mentunarstigi, sem annarsstaðar gerist, eru varla til í landinu, og skortur á sáraumbúð- um, meðulum og lækningatækjum tilfinnanlegur. Rauða-Kross félög ýmissa landa hlaupa nú undir bagga með hinu unga Rauða- j Krossfélagi Abessiniu,, til þess að það geti veitt þá líkn, sem aðeins er á valdi Rauða-Krossins að veita, í styrjöldum. ítalir þokast áfram í áttina til Makale. Lonodn 19. okt. (FÚ) Af vígstöðvunum berast ekki aðrar fregnir í dag, en þær, að framverðir ítala þoki sér nú í átt- ina til Makale, en verkamenn og fangar eru látnir vinna af kappi að vegabyggingu á þessum slóðum, og vantar nú ekki nema 20 enskar mílur á, að þeir séu komnir með veginn til Makale. Stjómin i Abessiniu endurtekur # þá yfirlýsingu í dag, að hún ætli Úð leyfa ítölum að halda inn í landið, án þess að veita verulegt viðnám, þangað til ítalir eru komnir að Amba Alagi fjalli, sem er 40 enskar mílur suður af Mak- ale, en það er hæsta f jallið á þessu svæði, og við þetta fjall gjöreyddu hersveitir Abessiniumanna itölsk- um her fyrir 40 árum. Berlín, 19. okt. FÚ. Öeirðir í Neapel? Tyrknesk útvarpsstöð skýrði frá því 14. okt. að uppreisn og blóðugar óeirðir hefðu orðið í Neapel í sambandi við burtför skips eins, sem var að fara til Austur-Afríku. Tyrkneska stöð- in bar þýska útvarpsstöð fyrir þessari frétt, en Berlínarútvarp- ið ber það nú til baka, að þessi fregn sé komin frá Þýskalandi, og heldur því fram, að Tyrk- nesk blöð muni hafa fengið fregnina frá einliverjum út- varpsstöðvum norðan Svarta- hafsins. London 18. okt. FÚ. ítalskir flugmenn sem halda uppi loftárásum á norð- urvígstöðvunum viðurkenna, að Abesiniumenn séu orðnir meistar- ar i að dyljast. Þeir bera ryk og tnold á klæði sín, og liggja graf- kyrrir á jörðinni, svo að ómögu- legt er að greina þá úr lofti, eða þrýsta sér upp að trjábolum. Enn hafi þeim þó ekki tekist að fela herbúðir sínar og tjöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.