Vísir - 30.10.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 30.10.1935, Blaðsíða 2
VÍSIR Mussolini og sendiherra Breta i Rómaborg á mikilvægri ráðstefnu* Rómaborg, 30. okt. Mussolini átti í gærkveldi viðræðu við breska sendiheirann í Rómaborg, Sir Eric Drummond. Stjórn- málamean telja viðræðurnar afar mikilvægar, en eng- ar upplýsingar um hvað Mussolini og Drummond fór í milli eru fáanlegar enn sem komið er. (United Press — PB.) — Gagnrádstafanir ítala gegn refsiadgerdunum fnnflutningur á kjöti bannaður og takmörkuð meytsla kjöts og annara matvælategunda. Hafa ver- ið gefnar út margar tilskipanir hér að lútandi og ganga þær í gildi um leið og refsiaðgerðirnar koma til framkvæmda. Styrj aldir Fópnip þjóðanna. —o— fvómaborg 29. okt. Ríkisstjómtn hefir í dag gefitS út margar tilskipanir, sem ganga í gildi um leitS og refsiat5gerSirnar koma til frannkvæmda, en tilskip- anirnar eru frarn komnar til þéss at5 þjóSin fái staöist afleiðingarnar af refsiaSgeriSunum. Tilskipanirn- ar fjalla aöaílega um innflutnings- bann á kjött og takmarkaSa neyslu kjöts og fieiri matvæla og verSur þegac tilskipanirnar ganga í gildi, raunverulega sama ástand ríkjandi í þessum efnum og á styrjaldar- túnuni. (Uníted Press—FB). STRÍÐIÐ. Frá vígstöðvumun. London 29. okt. (FÚ) Herlina. ftala, sem lá um Aksum Adua og Adigrat, hefir nú færst suöur á bógínn um þriðjung vegar til Makale. ftalir ségja aö Abessi- niumenn skjóti úr 'iaunsátri á næt- uma, en á daginn sjáist þeir ekki. Þeir bítð t fjöllunum, sunnan og vestan vií ítölsku herlinuna, en þan eru mjög brött, og með þeim hæstu i landinu. Á svæði því, sem nú liggur milli ítölsku herlínunnar og fjalllendisins, er nægilegt drykkjarvate. Opinber tiikynnings, sem De Bono hershöföingi hefir gefiS út, er á þá leiö, að ítaiski herinn frá Somalilandt hafi rekið á flótta flokk Abessiniumanna, milli Ge- ledi og Gorahi, og tekið að her- 'fangi 700 riííía. Fregn frá Addis Abeba hermir, að Ras Kasa sé í þann veginn að yfirgefa Makále, áður en ítalir komist þangað, og sé það ætlunin að lofa ítöium að fara nokkuð suður fyrir Makale áður en þeim sé veitt viðnám. Sparnaðarráðstafanir ítala. Kalundborg 29. okt. (FÚ) f Róm hafa verið gefnar út ýms- ar tilkynningar um sparnað á mat- vælum og er gert ráð fyrir, að fleiri lagabreytingar og reglugerð- ir fylgi innan skamms. Meðal þess, sem fólk á að spara, er smjör, og er gert ráð fyrir að meiri hluti viðbits verði smjörlíki. Stjórnin ætlar eínnig að tak- marka notkun á prentpappír, og hefir Ölluffl stjórnarblöðunum ver- ið skipað'að minka útgáfur sínar. Einnig er gert ráð fyrir stór- kostlegri Iækkun á ríkisútgjöldum til skóiamáia. Hawariate kominn til Addis Abeba. Tekle Hawariate kemur til Add- is Abeba í kvöld, og Vinci greifi kom til Djibouti í dag, frá Addis Abeba. London 29. okt. FÚ. Snarpur bardagi fyrir sunnan Adua. Fregn frá Addis Abeba hermir, að orðið hafi snarpur bardagi milli ítala og Abessiniumanna suð- ur af Adua. ítalskir framverðir rákust á flokk Abessiniumanna, og skiftu Abessiniumenn sér og skutu á þá frá báðum hliðum, en ítalir svöruðu með skothríð, og er sagt að mannfall hafi orðið mikið á báða bóga. Fréttin barst til Addis Alx;ba með hlaupara, en er óstaðfest. Oslo 29. okt. Samkvæmt simskeyti frá Genf hafa nú 39 ríki samþykt að1 leggja bann við vopnaútflutningi til ít- alíu,. 27 hafa lýst sig samþykk fjárhagslegum þvingunarráðstöf- unum og ri að leggja bann á kaup og sölu á ítölskum vörum. (NRP— FB). I næsta mánuði eru 17 ár lið- in síðan er vopnahlé var samið og heimsstyrjöldinni miklu lauk að nafni til. Þetta er ekki lang- ur tími og þó hefir nú um sinn verið um það talað, að ekkert sé líklegra, en að til heims- ófriðar dragi á ný. Og tilefnið er, eins og allir vita, aðfarir ítala gegn Abessiniumönnum. Þjóðabandalagið liefir reynt að miðla málum. Það hefir leit- ast við að koma vitinu fyrir Mussolini, liinn ítalska „ein- valdsherra“, en liann liefir far- ið sínu fram og ráðist á vamar- litla þjóð, sem ekkert liefir af sér brotið. — Her ítala ræður yfir nýtísku vopnum og morð- tækjum, en Abessiniumenn hafa haft lítinn vopnakost að þessu. Eitthvað hefir þó úr þeim vandræðum raknað nú að undanförnu. — Af síðustu fregnum virðist mega ráða, að Mussolini sé nú loks farinn að sjá sitt óvænna og vilji ná sam- komulagi við keisara Abessiniu og stjórn. — Mun mega svo að orði kveða, að það sé einkum Bretastjórn, sem beygt hefir gikkinn og sveigt. Án íhlutunar og afskifta hins breska veldis er ekki annað líklegra, en að Mussolini hefði fengið að svala ofsa sínum og ærslast að vild. Breski hnefinn er þungur og ilt að eiga hann yfir höfði sér. Það er engu líkara, en að sumar þjöðimar hafi verið bún ar að gleyma hörmungum þeim hinum miklu og ægilegu, sem yfir heiminn gengu 1914—1918, er um það var talað í alvöru, að til líkra tíðinda kynni nú enn að draga. — Raunar liafa ailir látið svo í orði kveðnu, sem sjálfsagt væri að varðveita friðinn. Sum- ir stjórnmálamenn hafa jafnvel virst þeirrar skoðunar, að ekki mundi saka til muna, þó að ítölum væri leyft að lumbra á Ábessiníumönnum, saklausum og varnarlitlum. — Aðrir hafa haldið því fram, undir forystu Bretastjórnar, að Þjóðabanda- lagið fremdi sjálfsmorð, ef það tæki nú ekki skörulega í taum- ana og skakkaði leikinn. Mundi og ýmsum skamt til afarkosta, ef vopnin væri nú ekki slegin úr liöndum hins ítalska liarðstjóra. Styrjöldin mikla 1914—1918 var svo ægileg, að ekki verður með orðum lýst. — En telja má víst, að miklu ægilegri yrði þó Iiildarleikurinn nú, ef nýtt ver- aJdar-bál yrði kynt. — Ný morð- tæki munu komin lil sögunn- ar, mikilvirk og háskaleg, en þau sem fyrir voru verið endur- bætt og fullkomnuð. — Það er ekki allskostar ófróð- legt — í sambandi við hið milda skraf um nýjan heimsófrið — að rifja upp fyrir sér hverju þjóðirnar fórnuðu í styrjöldinni miklu. — j \ Er þá fyrst frá því að segja, a ð herstyrkurinn á vígvöllun- um var samtals um 66 miljón- ir manna. Af þeim grúa réðu miðveldin yfir 24 miljónum, en andstæðingar þeirra yfir 42 milj. Svo er talið, að fallið hafi á vigvöllunum fullar 10 miljónir manna, eða um 6.400 menn daglega að meðaltali allan ófriðartimann. Svarar það til þess, að fallið hafi 4 menn á hverri mínútu. — Mönnum telst svo til, að um 40% allra fallinna manna (þessara 10 miljóna) hafi verið á aldrinum frá 19— 24 ára. Um 87% hinna föllnu hermanna voru verkamenn og bændur. — Særðir menn í öllum herjum (auk hinna föllnu) voru taldir um eða yfir 20 miljónir. — Af þeim mikla fjölda særðust um 10 milj. manna svo háskalega, að þeir urðn fullkomnir öryrkj- ar. — Tala þeirra, sem til fanga voru teknir, nam 7.5 milj. — Margir létu lífið i fangabúðun- um. — Fróðir menn telja, að verð- mæti allra húsa, sem ýmist voru eyðilögð með öllu eða stór- skemd af skotum, hafi numið að minsta kosti 50 miljörðum kr. Þá er og talið að 3250 skip- um hafi verið sökt, og að verð- mæti þeirra hafi numið um 18 miljörðum króna. — Um 9000 flugvélar voru skotnar niður. í Frakklandi voru 10 héruð lögð í eyði. Þiá er og lalið að þar í landi hafi um 20 þúsund verk- smiðjur og nálega 600 þúsund ibúðarhús ýmist skemst eða ger- eyðilagst af skothríð. — Frá Alþingi —o— Efri deild. Þar var á dagskrá frv. um bæj- argjöld á ísafirði og fl. Fer frv, fram á aS fé þaö, sem þurfi til að standa straum af útgjöldum ísa- fjaröarkaupstaðar sé fengiS, aS því leyti, sem aSrar tekjur hrökkva ekki til, meS því aS leggja gjald á allar fasteignir í bænum og aS bærinn taki einkarétt á upp- og framskipun á vörum úr skipum, er leggjast aS bryggjum bæjarins. GjaldiS skal miSa viS fasteignamat og á þaS aS vera mismunandi eftir því til hvers eignirnar eru notaSar. Fjárhagsnefnd klofnaSi um rnáliS og leggur minnihl., Magnús Jónsson til aS frv. verSi felt. Hann tók til máls og kvaSst viSurkenna aS þörf muni vera á því fyrir ís- firöinga aS fá nýja tekjustofna, því aS þeir væru nú aSþrengdir vegna ásælni ríkisins í venjulega' tekju- stofna bæjarins. En M. J. kvaSst ekki geta felt sig viS hvernig gjaldiS væri ákveSiS, þar sem fariS væri út fyrir matsverS eignarinnar og þaS aS leggja hér á nokkurs- konar íbúSaskatt yrSi ekki til þess aS fjölga þeim fjölskyldum, sem viS sæmileg híbýli byggju og sæti síst á jafnaSarmönnum aS bera fram slíkt, vegna skrums þeirra um umhyggju fyrir alþýSunni. Gjald þetta væri ekki fasteigna- gjald nema aS nokkru leyti, en út fyrir þaS ættí slík heimild ekki aS fara. Um einkaréttinn til upp- og framskipunar sag!5i M. J. aS hér væri einungis um einskonar vörtj- gjald aS ræSa, sem viSkunnanlegra væri aS tekiS yrSi öSruvísi, ef taka ætti. — Breytingatillögur hafa komiS fram viS frv. frá þeim Jóni A. Jónssyni og Einari Árnasyni, en tími vanst ekki til aS ræSa þær, því atvm.ráSh. stóS upp og óskaSi aS frv. yrSi tekiS út af dag- skrá og var þaS gert og fundi þar meS lokið. Neðri deild. IFyrsta mál á dagskrá var staS- festing á bráSabirgSal. Har. G. um breyting á 1. um fiskimála- nefnd. Ólafur Thors tók til máls og kvaS SjálfstæSismenn hafa ver- iS ánægSa meS þessa breytingu, svo langt, sem hún næSi, en þó kosiS aS fleira hefSi veriS fært í Iag. FrumvarpiS var afgreitt til efri deildar. Þá var til r. umr. br. á lögum um lax- og silungs- veiði, og frv. til laga um búreikn- ingaskrifstofu ríkisins, flutt af J. Sig., B. Ásg., Hannesi og P. O. Er þaS efni þess, að starfrækja skuli búreikningaskrifstofu viS bændaskólann á Hvanneyri undir yfirstjórn BúnaSarfélags íslands cg á hlutverk þessarar skrifstofu m. a. aS vera, aS stuSIa aS því aS bændur haldi glögga búreikninga og aB þeim sé safnaS saman til yf- irlits yfir búrekstur bænda. ÆfintýFÍ föFUSveins. Ferðaminningar og myndir sunnan úr löndum. Þorsteinn Jósefsson frá Sig- nýjarstöðum í Hálsasveit hefir víða farið og kann frá mörgu að segja. Hann hefir flakkað suður um alla álfu og lent í margskonar æfintýrum. — Meðal annars var hann eitt sinn lekinn fastur, grunaður um að vera hætlulegur glæpamaður. Öðru sinni varð hann að klæð- ast kvenfötum og leynast á brott, sakir þess að hann liafði drepið „merkilegan hund“, sem gerst hafði svo ósvinnur að ráð- ast á „förusveininn“. — En hundurinn var liið mesta þing, að minsta kosti 1200 marka virði! Það var því tilvinnandi að klæðast kvenfötum — fara í pils og lífstykki og hælaháa, níð-þrönga skó, og labba þann- ig í hitanum — hjá þeim ósköp- um, að lenda kannske i yfir- heyrslum og verða að greiða sekt, auk mikilla skaðahóta fyr- ir hundinn. Þegar þetla gerðist var liöf. á „spásséringum“ suð- ur á Þýskalandi .með tíu stúlk- um. Þær voru hálf-óþægar við hann, sumar stúllíurnar, og komið gat það fyrir, að hann þyrfti að fara að leita að einni eða tveimur — i þreifandi myrkri. Það er skemst af ferðaminn- ingum Þorsteins að segja, að þær eru hinar skemtilegustu. Það kann að vera, að höf. „kriti liðugt“ slundum, en ekki er það þó sjálfsagður hlutur, og má vel vera að alt hafi gerst með þeim hætti, sem frá er greint. Þykir og ekki saka, þó að nokk- uð sé „fært í stílinn“, svo sem til meiri liressingar og tilbreyt- ingar. — Hér verður ekki rakið efni bókarinnar, enda þyrfti til þess all-lagt mál, ef það væri gert til hlítar. Hitt verður látið nægja, að geta um fyrirsagnir kafl- anna og ráða mönnum til þess, að kynna sér bókina til skeml- unar og fróðleiks. Efnið er þetta: — „Glæpa- maðurinn grái“. — „Á ferð með tíu stúlkum" (1. Kvöld- stund i Blankenese. 2. Yið Westensee. 3. í Bielefeld. 4. Fræðaþulurinn á Rín. 5. Myrk- viður. 6. Nótt í Heidelberg).“ — „Hallig Súderoog“. Síðasta frásagan, um Hallig Súderoog“, er einkar fróðleg. Höf dvaldist þar að sumarlagi og lýsir Hallig-eyjunum og lífi eyjarskeggja allgreinilega. „Það eru tíu eða ellefu eyjar þarna í Norðursjónum“, segir liöf., „sem lillieyra Hallig- flokknum, en auk þess eru margar eyjar, sem varnargarð- ar hafa verið hlaðnir í kring um, og enn aðrar, sem eru svo hálendar, að sjór nær ekki að ganga yfir þær,“ ™ Eyjar jiess- ar eru leifar af landi, sem sokk- ið liefir í sæ. Og enn er sjórinn að eta þær sundur og sverfa niður og má lítt rönd við reisa. Hafa þarna æ ofan í æ og öld- um saman orðið geigvænleg tjón af ágangi hafsins, hæði manntjón og eignatjón. Er þessu öllu skilmerkilega lýst í frásögu Þorsteius. — Höf hefir áður gefið út bók eftir sig, smásögur. Þær gálu ekki lalist merkar og málfari höfundárins var ærið ábótavant. En nú hefir liann mjög tekið sér fram um málfar og frásagnar- liált og er gott til þess að vita. Að sönnu koma enn fyrir lykkjuföll nokkur og hnökrar, en framförin er auðsæ og ánægjuleg. — Bókin er prýdd mörgum fögrum myndum „sunnan úr löndum“. — Hefir prentun jxjirra tekist svo vel, að orð er á gerandi. j Ólafur Erlingsson er úlgef- andi „æfintýranna“. — Hann hefir, sem kunnugt er, gefið út margar eigulegar bækur síðustu árin. Smnarskemtistaðnr sjálfstæðlsmanna í Reykjavík. ForingjaráS landsmálafélagsins Varðar hefir nú ákveöið aö beita sér fyrir því, a5 sjálfstæöismenn í Reykjavík komi sér upp sameigin- legum sumarskemtistaö, einhvers- staöar í nánd við bæinn. Á hverj- um sunnudegi að sumrinu, flykkist fólk úr bænum, sér til hressingar, á víö og dreif um nágrennið eða lengra i burtu. Er rnönnum þaö vafalaust holt og væri æskilegt, að sem flestir gæti orðið1 slikrar holl- ustu aðnjótandi. En til þess að all- ur almenningur geti veitt sér þaö að fara slíkar sunnudagaferðir, þurfa ferðirnar að vera sem ódýr- isstar og til þess þarf fyrst og fremst samtök, og vegalengdin, sem farin er, má ekki vera of löng. Ef sjálfstæðismenn í bænum bind- ast almennum samtökum um sunnudagaferðir, má gera ráð fyrir því að þátttaka verði svo mikil í ferðunum, að kostnaðurinn verði engum um megn, ef ekki er um því meiri vegalengd að ræða. Og í nánasta nágrenni bæjarins er vafalaust hægt að finna stað, sem hentar vel þessum tilgangi. En það er þó ekki nægilegt að finna slíkan stað. Það þarf ýmis- legt að framkvæma, til að gera hann að vistlegum skemtistað. Og til þess verður að afla fjár. Þessvegna hefir foringjaráð Varð-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.