Vísir - 08.12.1935, Blaðsíða 4

Vísir - 08.12.1935, Blaðsíða 4
VÍSIR ar ágætu myndir RíkarSs á sama stað . — í færeysku tímariti, „VarSin", sem Vísi hefir veriS sent, er ágæt grein um R. J. og fylgja myndir af ýmsum listaverk- um hans og honum sjálfum. Grein- in er eftir William Heinesen. Er hún skrifu'ö af góöum skiln- ingi á list R. J. Þar segir m. a.: „Tað, iö hann letur í ljós koma, kemur ikki buldrandi vrS miklum háva, men kortini viS ómetiligri kraft í sínum spakföri, hann er ektaöur heilt í gjögnum." Prentarar! Munið svartlistar-skemtunina í Oddfellowhúsinu i kvöld kl. 9. Takið með ykkur gesti. — Kátir félagar, samæfing í dag kl. 2. Mæti'ö stundvíslega. Betanía. Sólargeislinn hefir fund kl. 4 í dag. Hjálpræðisherinn. Vakningarvikan. Samkomur í. dag: Kl. 11 f. h., helgunarsam- koma, kl. 2 e. h. sunnudagaskóli, kl. 8 e. h. lokasamkoma vakning- arvikunnar. Allir velkomnir. Sam- komurnar byrja stundvísléga. Heimatrúboð leikmanna, Hverfisgötu 50. Samkomur í dag. Bænasamkoma kl. 10 f. h. Barnasamkoma kl. 2 e. h. Almenn samkoma kl. 8 e. h. — í Hafnar- firSi, Linnetsstíg 2. Samkonra kl. 4 e. h. Allir velkomnir. K. F. U. M. og K. Hafnarfirði. Almenri samkoma í kveld kl. 8y2. Steinn Sigurðsson talar. Efni: Kristindómur og pólitík. — Allir velkomnir. Betanía Laufásveg 13. Vakningarsam- koma í kveld kl. 8j4. Stud. theol. Jóhann Hannesson talar. Einsöng- ur og fleira. Allir velkomnir. Sjómannastofan Norðurstíg 4. Samkoma í dag. BarnaguSsþjónusta kl. 10 f. h. Sjómannasamkoma kl. 6 e. h. — Allir velkomnir. Næturlæknir er í nótt Guöm. Karl Pétursson, Landspítalanum. Sími 17^4. Næt- urvörður í Laugavegs apóteki og Ingólfs apóteki. Greta Björnsson hefir sýningu á nokkrum mynd- um í glugga Málarans. F. S. D. Fundur í dag kl. 2. Ný bóte Sigurd diristiansen: Tveir Ifís og einn liðinn. Skáldsaga þessi hlaut árið 1931 fyrstu verðlaun í samkepni um bestu skáldsögur á Norðurlöndum, sam- tals 34,000 krónur. Bókin heldur athygli lesandans ó- skertri frá upphafi til enda. Hún er 208 bls. og kostar ób. 5.50, ib. 7.00. . - Fæst lijá bóksölum. seignin Laugavegur 86, með byggingarlóð, er til sölu." Lítil útborgun. Skif ti geta komið til greina. Afgreiðslan vísar á. Til heilsulausa mannsins, afhent Vísi: 5 kr. frá S. P., 3 kr. frá I. K. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 5 kr. frá S. Ó., 2 kr. frá H., 4 kr. frá S. G., 15 kr. frá G., 2 kr. frá S. S. Barnaguðsþjónusta verSur í dómkirkjunni kl. 2 e. h. í dag. Háskólafyrirlestrar á ensku. Næsti fyrirlestur verSur fluttur í Háskólanum annað kveld kl. 8,15. Efni: H. G. Wells. Búðin Austurstræti 20 vár opnuS í gær. Er þar margskonar jólavarningur á boðstólum. Útvarpið í dag. 10,40 Veöurfregnir. 12,00 Há- degisútvarp. 14,00 Messa í frí- kirkjunni (síra Ární SigurSsson). 15,00 Tónleikar frá Hótel Island. 18,30 Barnatími: a) Sogsfossarnir !\.r«(Jf)K« Yngri deildin: Fundur i kvöld kl. 5 Cand. theol. Magnús Runólfs- son talar. Allar stúlkur, 12—16 ára velkomnar. :(Aðalsteinn Sigmundsson kenn- ari); b)Upplestur og samleikur barna. 19,10 Veöurfregnir. 19,20 Hljómplötur : Sígild danslög. 19,45 Fréttir. 20,15 Erindi: Kirkjusókn og útvarp (Gísli Sveinsson sýslu- maSur). 20,40 Hljómplötur: Lög úr söngleíknum „Andrea Chenier", eftir Giordano. 21,05 2000 ára minning Hórazar: a) Kristinn Ár- mannsson mentaskólakennari: Er- indi; b) 6.-bekkingar mentaskól- ans í Reykjavík syngja og lesa kvæöi eftir Hóraz. 21,50 Hljóm- plötur: Symfónía nr. 1, eftir Sibel- ius. 22,10 Danslög til kl. 24. Bifreiðastjórar Frá Sviþjóð eru nýkomnar snjókeðjur, þverkeðjur, lásar og sn j ókeð j us trekk j arar. Hvergi betri kaup. Har. Sveinbjarnarson Laugavegi 86. Sími: 1909. K. F. U. M. í dag: Sunnudagaskóli kl. 10 f. h. Y. D. fundur kl. 1% e. h. V. D. fundur kl. 2 e. h. Taflfundur kl. 4 e. h. U. D. fundur kl. 8% e. h. VlSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. LEIGA' Litli salurinn í Hótel Heklu, er til leigu fyrir fundi og smá veislur. — Sími 1520. (337 IUIAÍ flNMil Áskriftarlisti að nýju tíma- riti tapaðist í gærkveldi. Skil- ist á afgr. Visis. (195 gmm—1111 wiiii—.....rgga—wwwfwn T AUGLÍSINGAR FYRIR IHAFN4RFJ CRB, Nýr fiskur daglega ódýrast- ur Reykjavíkurveg 5. Sími 9125. (1 HlW£3?TI[Kvna AFMÆLISFAGNADUR ST. VÍKINGUR, nr. 104, mánudag- inn 9. des., hefst með fundi kl. 8 e. h. Til skemtunar verðuf: 1) Sameiginleg kaf f idrykkj a. 2) Einsöngur (Hermann Guðr mundsson). 3) Úr dagbók förumanns. 4) Bráðfyndinn gamanleikur í einum þætti. 5) Dans, o. fl. Stúkan Daníelsher, Hafnarfirði, heimsækir. Tinu- bandið spilar. Allir templarar velkomnir. Víkingar,komiðmeð gesti. Aðgöngumiðar seldir í Goodtemparahúsinu í dag frá kl. 2—4 og 5—7. Afmælisnefndin. (187 ffVÍNNA Fatapressun Vesturbæjar — Kemisk fatahreinsun og við- gerðarstofa. Föt kemisk hreins- uð og pressuð fyrir 7 krónur. Föt pressuð, 3 kr. Vesturgötu 3. Sími 4923. (373 Reykjavíkur elsta kemiska fatahreinsunar- og viðgerðar- verkstæði breytir öllum fötum. Gúmmíkápur límdar. Buxui pressaðar fyrir eina krónu. Föt pressuð fyrir 3 kr. Föt kemiskt hreinsuð og pressuð á 8 kr. Pressunarvélar eru ekki notað- ar. Komið til fagmannsins Ry- delsborg klæðskera. Laufásvegi 25. Sími 3510. (1298 ggp~ Aðalskiltastofan, Kára- stíg 9. — öll skilti og glugga- auglýsingar verða bestar þaðan. Aðeins vönduð vinna. Verðið við allra hæfi. (340 HATTAR teknir til viðgerð- ar. 1. flokks handavinna. Hafn- arstræti 18. Karlmannahatta- búðin. Nýkomnar vörur sama stað. (189 Stúlka óskast í vist nú þeg- ar. Svanfríður Hjartardóttir, Aðalstræti 11. (196 HfflSMÆf Af sérstökum ástæðum óskast 2—3 herbergi og eldhús i vest- urbænum, um næstu mánaða- mót. Tilboð, merkt: „Góð um- gengni", séndist Vísi. (181 Tveggja herbergja íbúð til leigu 1.—15. febrúar, hjá Garð- ari Gíslasyni, Laufásveg 53. (192 Eins manns herbergi, með ljósi og hita, óskast. Tilboð um verð og hvar það sé, leggist inn á afgr. Vísis fyrir þriðjudags- kvöld, merkt: „Kyrrlátur". (191 Herbergi til leigu. Hentugt fyrir stúlku. Ódýrt, ef greitt er fyrirfram til vors. Sími 2834. (186 IKAUPSKAPURI Hpeinai* lérefts-tusk up keyptar hæsta verði í Stein- dórsprenti, Aðalstræti 4. ------- Ódýrt píanó, Grotrean Stein-. weg, til sölu. Sanngjarnt verð. Sjaldgæft tækifæri. (183 Fyrir lítiö verð seljast: Borð- stofuborð, Útvarpshorð^ Reyk- borð, Dagstofuborð, margar slærðir, Rúmstæði 2 og 1 manns, Náttborð, Barnarúm og fleira. — Hverfisgötu 50. — Húsgagnavirðgerðarstofan. (99 Tek notuð föt til sölu, dömu- kápur og kjóla. Sömuleiðis. karlmannaföt. Sími 4923. (17 Bækur: íslenskar og danskar sögubækur, hreinar og heilar, kaupir fornbókaverslun Krist- jáns Kristjánssonar, Hafnar- stræti 19. (47 Nokkrir tvísettir klæðaskápar til sölu, ódýrt. — Viðgeroavinnu- stofan, Bergstaðastr. 33. (i77 Skandia-eldavél, með miSstöv- arkatli, og 2 miðstöSvarofnar, til sölu. Sími 2834. (J8o EDINA snyrtiyörur bestar. Seljum nokkrar kvenblússur, einnig telpuballkjóla. Sauma- stofan Tískan, — Lækjargötu 8. (167 BÆKUR til sölu: Eimreið- in, Sunnanfari, Ný félagsrit, Þingtíðindin frá 1849, Nýja öld- in og margt fleira. Stefán J. Björnsson, Ásvallagötu 59. (193 SJÁLFSALINN (Automat), Vesturgötu 12, selur daga og nætur heimabakaðar kökur í 1 kr. pökkum, fullboðlegar hverjum sem er, svo og smurt brauð, sígarettur o. fl. (194 Glerskápur í tréramma og sænsk stálhúsgögn, borð og tveir stólar, mjög hentugt fyr- ir lækna, til sölu á Skólavörðu- stíg 29. (190 Dömukápur, dagkjólar og kvöldkjólar, fást fyrir lítið verð. Sömuleiðis vönduð herra- föt, kjólföt og vetrarfrakkar, Vesturgötu 3. Simi 4929. (188 Harðfiskur til sölu, mjög ó- dýr, Óðinsgötu 15 (neðstu hæð) (185 Rúmgott ibúðarhús, úr timbri, utan við bæinn, er til sölu. Til- boð óskast i húsið til flutnings eða niðurrifs. I húsinu er mið- stöð og rafmagn. Verðið er af- ar sanngjarnt. Uppl. hjá Ein- ari Eyjólfssyni, Sjafnargötu 2, frá kl. 12—1 og 7—8. (184 FELAGSRRENTSMlftJAN Wodehouse: DRASLARI. 47 Ann svaraði: — Nú fóru þér alveg með það! — — Ha? — Já, skiljið þér það ekki: Æfintýrið er hið merkilegasta og mikilvæglegastá, sem til er i heiminum.-------- — Auðvitað — auðvitað — i vissum skiln- ingi. — Að eins í vissum skilningi, mín kæra. — — Eg þekki annað enn þá merkilegra og mikilvægara. , — Þyi trúi eg ekki, svaraði stúlkan og brosti. — Yður hlýtur að skátlast, herra Bayliss. Ekkert jafnast á við æfintýrið. — Jimmy hugsaði málið. — Hann þagði og fór að velta því fyrir sér, að nú væri stundin kom- in. Hann hafði lengi langað til að segja henni fáein orð, ákaflega mikilvæg, en aldrei hafði þó af því orðið, meðal annars vegna þess, að stráka-djöflarnir voru alt af á hælunum á henni. Stundum hafði hann reynt að króa hana af — stía henni frá þessum' flaðrandi rökkum, en það hafði ekki tekist. — En oft hafði hann um stúlkuna hugsað og hið mikla málefni, sem lá honum ærið þungt á hjarta. Hann hugsaði eiginlega um það allar stundir dagsins og um nætur dreymdi hann í sömu átt. Sæti hann með pípuna sína og reýkti, þá hugsaði hann um hið helga málefni — lokaði augunum og hugs- aði. Og reikaði hann aftur og fram um þilfar- ið, þá hugsaði hann um það sama. — Yrði hann einhverntima svo hejminn, að ná henni út á þilfarið að kveldlagi — þegar tunglið væri komið á kreik og æfintýraleg mánabirían léki um þau, þá hafði hann vonað, að honum mætti takast að hvísla að henni fögrum orðum, sem lágu honum á tungu allar stundir. Hann mundi lúta höfði og hvísla blíðlega í eyra henni, en hún mundi hrökkva við og roðna. — Hún var yndisleg þegar hún roðnaði — kvenleg og ynd- isleg. Svo mundi hún líta upp, horfa inn í augu hans og sál og óska frekari skýringa. — Og svo — og svo — og svo — já — þá mátti nú búast við hinu og öðru. — — — Nú var stundin kom- in, fanst honum. Reyndar var nú veðrið alt öðruvísi en hann hafði hugsað sér það yrði við svona hátíðlegt tækifæri. Það var hvorki logn né mánabirta. Það var stormur og loftið skýjum hulið. Auk þess var nú ómögulegt að tala i hálf- um hljóðum. En það heyrði engin lifandi sála til þeirra í þessum ofsa og öldugangi. Ög svo var ofsinn mikill, að ekki var nokkurt viðlit að livísla. En ekki varð á alt kosið. Hann komst að þeirri niðurstöðu,'að ekkert vit gæti í því verið, að láta svona tækifæri ónotað. — Hann átti ekki víst að ná tali af stúlkunni í bráð. Undir eins og véður lægði og sjór kyrðist, mundu strákadjöfl- arnir skríða úr fylgsnum sínum og fara að elta Ann á nýjan leik. En nú mundu þeir liggja í spýju sinni, yeinandi og stynjandi, en dragnast fram úr undir eins og lægði. Réttast væri nátt- úrlega að fleygja þeim öllum í sjóinn, en auð- vitað gæti það ekki gengið þegjandi og hljóða- laust, og því væri víst réttast.að láta þá eiga sig. -------Rétt í þessu tók skipið mikla dýf u og gripu þau þá hvort í annað og í björgunarbátinn, til þess að verjast falli. — Jimmy lej'fði sér að taka utan um stúlkuna meðan „blessuð aldan" reið hjá. Það var eiginlega blessun að fá þessa öldu núna. Hún gaf honum fullan rétt til þess að styðja hina gullhærðu jómfrú og það var ekki lítilsvirði. — , Atlantic seig i djúpan öldudal, en hóf sig þvi næst á bylgjutoppinn. JÍmmy fanst þetta blátt áfram skemtilegt. Sjórinn er með mér og vind- urinn líka, sagði hann við sjálfan sig. — Svo kyrðist hafið_og vindurinn hélt niðri í sér and- anum litla stund. Jimmy herti sig upp og sagði: — Ástin er mikilvægasta aflið í heimmum. — Hún er merkilegri og unaðslegri en alt annað. — :— Voru þér að segja eitihvað fallegt, spurði Ann. — Vissulega, svaraði hinn ungi maður. — Eg sagði: — Ástin er mikilvægasta aflið í heimin- um. — — Haldið þér það — Já. Og eg geri meira en að halda það. Eg veit það. ' ( — Skoðum til! — Hvað er lífið án, áslarinnar — án kærleik- ans? Ekki skóþvengs-virði! — Kannske þér hafið rétt fyrir yður í þcssu! — Við mintumst á æfintýri. En hvað eru ást- laus æfintýri? Ærsl og vitleysa! — En svo eru áslar-æfintýrin — það er dálítið annar hand- leggur, skal eg segja yður.-------- — Og hvað eru þau, ef eg mætti spyrja. — Hvorki meira né minna en salt lífsins — salt hins fátæka, mannlega lífs. , Hann óskaði þess samstundis, að hann hefði ekki sagt þetta nú þegar. Og orsökin eða ástæð- an var sú, að í þessum svifum kom hann auga ,á afbragðs fylgsni. Þar var logn og þar var hægt að tala saman i ró og næði. Og þar þurf ti ekki að hafa hátt. Það var því engin hætta á því, að neinn heyrði til þeirra, þegar þangað væri kom- ið. Hann nam staðar, þegar i varið kom, og það gerði Ann líka. Hún virtist þó ekki allskost- ar fús. Hún var i rauninni orðin hálf-óánægð. Henni fanst þetta tal hans alt hvað með öðru heldur óviðfeldið. Henni fanst hann vera lakari félagi en áður. Hún hafði ákveðnar skoðanir, stúlkan, og kunni því betur, að eitthvert tillit væri til þeirra tekið. — Já — ástin, mælti hún og enginn fögnuð- ur virtist i röddinni. — Það var skuggsýnt þar sem þau stóðu, svo að hann gat ekki ahiienni- lega séð andlit hennar, en það bar vott um gremju og vonbrigði.--------Hún hélt áfram: — Eg var farin að vona, að þér væri ólikir öðrum karlmönnum — að minsta kosti i þess- um efnum. Ekkert er leiðinlegra en karlmenn, sem alt af eru að rella um ástir. — Og eg hélt í einfeldni minni, að þér værið ólíkir öðrum pilt- um. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.